Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 10
lOTÍminn Laugardagur 29. febrúar 1992 Ein af pökkunarvélunum frá Kverneland. Nýja MF-rúllubindivélin. Þetta er hin sérstæöa Orkel- rúlluvél, en hún kemur frá Noregi. Það er mikilvægt að rúlluverk- unin takist Fyrirferðarmestu breytingar í hey- verkun á seinni árum eru án efa stigvaxandi notkun rúllubindivéla og pökkunarvéla til að pakka fersk- um rúlluböggum inn í plast. Frá 1985 hefur notkun á rúllubindivél- um og tækjum í kringum þessa tækni um það bil tvöfaldast á hverju ári. Þessi nýja heyverkunaraðferð er dýr og henni fylgir mikil fjárfesting ívél- um, tækjum og aðföngum. Sem dæmi má nefna að gera má ráð fyrir að í fyrra hafi íslenskir bændur eytt á annað hundrað milljónum króna í plastfilmur utan um rúllubagga. Þetta jafngildir verði rúmlega 100 nýrra fjölskyldubfla í millistærð. Miðað við þann kostnað er mikils- vert að vel takist til við heyverkun- ina og að bændur velji tæki og bún- að sem skilar þeim bestum árangri. Rúllubindivélar og tæki til hirðingar og pökkunar geta verið mjög mis- jöfn að gæðum og við val á þessum tækjum verða menn að taka tillit til þess að góð fóðuröflun er undirstað- an undir hagkvæmum búrekstri. Að sögn Þorgeirs Arnar Elíassonar hjá Jötni, hafa Kverneland-Under- haug-verksmiðjurnar norsku verið leiðandi í framleiðslu pökkunarvéla undanfarin ár. Jötunn hf. selur fram- leiðslu Kvemeland-Underhaug hér- lendis, en fyrirtækið sérhæfði sig áð- ur mestmegnis í framleiðslu á herf- um, plógum og öðrum jarðvinnslu- tækjum. Þrjár tegundir af pökkunarvélum frá Kverneland Þegar rúllubaggavæðingin hófst, tóku Kvemeland-verksmiðjurnar Þorgeir örn Ellasson, deildarstjóri véladeildar Jötuns hf. Þorgeir Örn Elíasson hjá véladeild Jötuns hf.: „Jötunn hf. er í sókn á búvéla- markaðinum" Jötunn hf., Höfðabakka 9, er fyrirtæki sem var stofnað upp úr þrem- ur dótturfyrirtækjum Sambands íslenskra samvinnufélaga fyrir tveimur árum. Þessi fyrirtæki voru: Búnaöardeild Sambandsins, Bflvangur sf. og hið upprunalega fyrirtæki Jötunn hf., sem fram- leiddi rafmótora. Gamli Jötunn var reyndar um margt athyglisvert fyrirtæki. Raf- kerfið úti á landi er byggt upp á ein- fasa rafmagni, en Jötunn hefur í ára- tugi sérhæft sig í framleiðslu einfasa rafmótora, er henta því kerfi. Að auki var fýrirtækið umsvifamikill rafverktaki og flutti inn alls kyns sérhæfðan raflagnabúnað. Búnaðardeild Sambandsins var til húsa í Ármúlanum og flutti inn ýms- ar landbúnaðarvélar og tæki fyrir bændur. Saga deildarinnar er orðin bæði löng og umsvifamikil, en trú- lega setja flestir hana í samband við Massey Ferguson dráttarvélarnar, sem hafa notið mikilla vinsælda meðal bænda í áratugi. Af öðrum tækjum, sem Búnaðardeildin flutti inn, má nefna Scout-jeppana, Yama- ha-vélsleða og fleira. Auk þessa var Búnaðardeild Sambandsins mjög stór aðili á sviði innflutnings á kjarnfóðri, þar sem Sambandið byggði upp sitt eigið innflutnings- og dreifikerfi. í dag rekur Jötunn hf. fóðurblöndunarstöð við Sundahöfn, er selur og dreifir fóðri um allt land. Þriðja fyrirtækið, Bílvangur sf., sá um innflutning og sölu bfia frá Gen- eral Motors í Bandaríkjunum og dótturfyrirtækjunum Opel í Þýska- landi og Isuzu í Japan. Jötni hf. er skipt í fimm deildir: bfiadeild, fóðurdeild, rafvörudeild, véladeild og sjálfstæða varahluta- og þjónustudeild, er sér um sölu á vara- hlutum og þjónustu við þau tæki sem Jötunn hf. flytur inn. Véladeildin er með umboð fyrir mörg þekktustu vörumerki á sviði búvéla í heiminum í dag. Þar má nefna Massey Ferguson, Trima- moksturstæki, Claas, PZ, Kuhn, Kverneland, Yamaha, Linde, Fur- ukawa og fleira. Að sögn Þorgeirs Arnar Elíassonar, yfirmanns véladeildar Jötuns hf., hefur fyrirtækið verið í sókn á bú- vélamarkaðinum og á síðasta ári jók fýrirtækið markaðshlutdeild sína verulega. Þá voru seldar á annað hundrað Massey Ferguson-dráttar- vélar, sem er einhver mesta mark- aðshlutdeild sem M.F. náði í heimin- um á þeim tíma. „Fyrirtækið nýtur þess að vera um- bjóðandi fyrir framleiðendur sem skara framúr hver á sínu sviði, jafn- framt því að búa yfir framúrskarandi starfskröftum með langa og farsæla reynslu af viðskiptum við bændur," segir Þorgeir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.