Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 29. febrúar 1992 Tíminn 19 Starfsmenn varahlutadeildar: Einar, Kristján, Guöjón, Bjarni og Kjartan. allvel útbúnir til þess að glíma við þetta verkefni. Við veitum mjög al- hliða þjónustu á sviði vélaviðgerða. Næstan hittum við að máli Matthí- as Sturluson sölustjóra. Hvaða áherslur eruð þið með í ykk- ar viðskiptum við bændur núna? Áhersluatriði, sem ég vil nefna, er að vekja athygli bænda á mjög hag- stæðu verði á Case IH- dráttarvélum. Við kappkostum að tryggja fjölbreytt úrval og eigum ennþá til vélar á verði, sem var samið um snemma á síðastliðnu ári og verður að teljast mjög hagkvæmt. Einnig höfúm við verið að kynna nýjungar í Krone- rúllubindivélum, nýja gerð af sóp- og mötunarbúnaði, sem er sérhann- aður fyrir erfiðar aðstæður hér á landi. Það fyrsta, sem bændur munu sjá, er nýr litur og hann hefur gildi í sjálfú sér, en er aðeins til að undir- strika þær endurbætur sem gerðar hafa verið á Krone-rúllubindivélun- um, sem þó hafa ætíð verið í farar- broddi: verið auðveldar í notkun, bú- ið til góða bagga og þótt öruggar og léttar í vinnu. Bændur ættu að skoða þessar vélar alveg sérstaklega. í moksturstækjum erum við með mjög öflug, en léttbyggð og skemmtileg tæki, sem margir hafa ekki veitt verðskuldaða athygli. Hér fá menn bestu tækin á besta verðinu, eins og þetta lítur út ef gerður er samanburður. Stoll-heyvinnuvélar frá Þýskalandi eru þekktar sem ódýr og örugg tæki, og loks mætti nefna Kaweco-haug- sugur og -dælur, en góð tækni í hús- dýraáburðinn er lykill að hagkvæmri nýtingu hans. Við erum nú að skoða nýjustu dráttarvélarnar frá Ursus og reiknum með að kynna þær síðar á árinu. Þar sameinast hagkvæmt verð og ágæt útkoma. Loks hittum við Björgvin Pálsson sölustjóra, en við heyrðum að hann var að tala við bændur um rúllu- filmu. Hvemig gengur salan á rúllufilm- unni? Þetta gengur sinn vanagang. Það er nauðsynlegt að hvetja menn til að tryggja sér eitthvað lágmarksmagn af filmu tímanlega. Við erum með mjög gott framboð. Við flytjum inn frá Ástralíu svokallaða Silawrap- filmu, sem byggir á mikilli reynslu og er sú filma sem mest hefur verið notuð hérlendis, hvít og grænleit. Einnig höfum við tryggt okkur við- skiptasamband við stærsta filmu- framleiðenda í heiminum, sem framleiðir um helming allrar filmu sem seld er, en stærstu markaðirnir eru Bretland, Japan og meginland Evrópu, þótt hlutfallslega séu mestu filmuviðskiptin hér á landi. Sam- keppnisaðilar okkar hérlendis ráku mikinn áróður fyrir því um þetta leyti í fyrra, að allt væri að fara til fjandans með filmuverðið; við tók- um ekki þátt í þessari vitleysu, sáum að þróunin gat ekki verið nema á hinn veginn, því framboðið á olíu- vörum er óhóflegt alls staðar, þrátt fyrir öll Persaflóastríð, og því tel ég, að filmumálin séu, þvert á flestar spár, í mjög góðri þróun. Þetta hefúr líka sýnt sig og nú erum við með í senn lægsta verðið og mesta vöruval; eins og ég segi grænleita, hvíta og svarta filmu eftir tveimur algeng- ustu framleiðsluformúlum, sem í þessu gilda, og venjulega sem breið- filmu. Ennfremur erum við búnir að undirbúa gott framboð á rúlluneti, sem margir bændur sækja í með rúllurnar, svo og svokallaðar rúllu- bætur sem bændur þurfa að kunna á og hagnýta sér. Er þá ekki eitthvað fleira nýtt? Við erum komnir með fjölbreytt úr- val af rafgirðingum og rafgirðingar- efni, harðviðarstaura og vír, og er þetta bara einn liður í þróun við- skipta hjá fyrirtækinu. DRYKKJARKER íyrir kýr, hesta og sauðfé Flotholtsventlar fyrir vatnsker og tanka ^©íKyjíKiOvO TíZUðsorffý HÖFÐABAKKA 9-112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 Bárulaga ál utan og innan á fjósið MEGA bárulaga álið ryðgar ekki né tærist Auðvelt að þrffa. Langtímalausnin sem þú leitaðir að. Fæst baeði litað og ólitað. Mjög gott verð. A ' Al r' a ALCAN Mega h/f, Engjateigi 5, 105 Reykjavík Pósthólf 1026, 121 Reykjavfk. Sfmi 91-680606. Fax 91-680208. SPARAÐU VIÐHALD NOTAÐU ÁL Innifalið: Allt stál í bygginguna, grind, klæön- ing, festingar og ítarlegar leióbeiningar um uppsetningu. Verð mjög hagstætt. Hafið samband strax í síma 91-26984. um tilboð og upplýsingar. MARKAÐSÞJÓNUSTAN SKIPHOLTI 19 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 91-26984

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.