Tíminn - 18.03.1992, Page 8

Tíminn - 18.03.1992, Page 8
8 Tíminn Miðvikudagur 18. mars 1992 Sigmundur Guðbj amason Fæddur 10. september 1930 Dáinn 10. mars 1992 Mínu starfi er þannig háttað að ég tala mikið í síma og í mig hringja menn með hin margvíslegustu er- indi. Svo vill til að mér er nú hug- stætt eitt símtal. Það mun hafa verið að hallandi sumri 1985 sem til mín hringdi maður. Hann sagðist eiga bát og sig langaði til að komast á fámennan stað þar sem þokkaleg aðstaða væri til að gera svona lítinn vélbát út. Því miður gat ég ekki orðið honum að liði í það skipti. Þó varð það úr að hann hélt hingað á Strandir til að freista gæfunnar. Ég vissi af honum hér í nágrenninu það sem eftir lifði af sumri og fram á haust. Smávegis kynni tókust og með okkur. Þegar liðið var á haust hringdi hann aftur til mín og segir mér að þessi tilraun sín hafi mistekist og nú vanti sig að- stoð við að flytja bát og útveg aftur til Reykjavíkur. Við tókum þá tal saman og fórum að velta fyrir okkur hugsanlegum möguleikum á að framlengja dvöl hans hér í sveitinni. Niðurstaðan varð sú að hann flytti útveg sinn til Norðurfjarðar og próf- aði að gera bátinn út til grásleppu- veiða að vori, hvað hann gerði. Þessi maður var Sigmundur Guð- bjarnason. Því rifja ég þetta upp að þegar ég kom inn frá útiverkum um kvöldmatarleyti 12. mars hafði verið hringt í konu mína og henni sagt lát Sigmundar. Maðurinn með ljáinn hafði þá kvatt dyra og ekki þýddi um að sakast. Hann er kvaddur hinstu kveðju í dag. Okkur setti hljóð, því við fundum að þar var farinn ein- lægur vinur okkar, sem við mund- um ekki sjá oftar, og okkur var sökn- uður í huga. í framhaldi af þessum ákvörðun- um okkar Sigmundar kom hann hér í ársbyrjun árið 1986 til að búa sig undir vertíðina. Það varð úr að þau hjónin fengju eitt herbergi í verþúð Kaupfélags Strandamanna, ásamt aðgangi að eldhúsi. Sigmundur var ekki kröfuharður maður og var hann himinlifandi yfir því sem boð- ið var upp á. Strax þessa fyrstu vetrardaga fundum við að Sigmundur var mað- ur sem var gott að kynnast, og mér er óhætt að segja að með okkur tókst einlæg vinátta sem entist til þessa dags. Ekki veit ég mikið um ætt og upp- runa Sigmundar; hann sagði mér þó ýmislegt um sína hagi. Ungur fór hann á sjóinn og hlaut sína skírn á togurum, sem ekki var neinn barna- leikur á þeim árum. Þó efnin væru ekki mikil, lauk hann fiskimanna- prófi frá Sjómannaskólanum. Ungur varð hann fjölskyldumaður og er eftirlifandi kona hans Kristín Þór- hallsdóttir, og eiga þau fjögur upp- komin börn. Sigmundur hafði létta lund, var að jafnaði glaðvær og gam- ansamur og lá ekki á skoðunum sín- um. Hann fylgdist vel með því, sem var að gerast í þjóðfélaginu, og dró af því ályktanir. Á þjóðmálum hafði hann ákveðnar skoðanir. Hann var eins og aðrir glöggt mótaður af sinni lífsbaráttu. Hafið var hans heimur, hann hafði sótt nær alla sína lífsafkomu í sjóinn. Hann hafði samt Iagt gjörva hönd á störf í landi tíma og tíma, en fyrr en varði var hann kominn á sjóinn aftur. Lengst af var hann á togurum, en þegar hér var komið var hann á litlum opnum báti. Þar var hann sinn eigin herra og það líkaði honum vel. Sigmundur hafði einsog hans jafnaldrar lifað tímana tvenna í sjó- mennskunni. Þar hafði hann frá mörgu að segja og þegar við hitt- umst beindist talið oftast að sjó- mennsku og þar varð ég að vera hlutgengur. Stjórn fiskveiða var honum hugstæð og með þeim mál- um fylgdist hann gjörla og það varð okkur drjúgt umræðuefni. Þegar leið nær vori kom kona hans, Kristín Þórhallsdóttir, einnig til Norðfjarðar. Þau settust að í ver- búðinni og var hún á bátnum með bónda sínum. Þó Kristín virtist veik- byggð kona stóð hún sig vel í sjó- mennskunni. Kristín er glaðsinna kona og gott var að kynnast henni. Við kynntumst ekki mikið fjölskyldu þeirra, þar sem börnin urðu þeim ekki samferða hingað, sem vænta mátti. í einu orði sagt voru þau hjón hinir bestu nágrannar. Þau samlög- uðust fljótt fólkinu í sveitinni og eignuðust hér vini. Þau voru ekki af- skiptasöm um annarra hagi, en hugsuðu um sitt. Gott var að líta inn í verbúðina, þiggja kaffisopa og spjalla um daginn og veginn. Þau litu einnig inn til okkar þegar færi gafst, og ekki skorti umræðuefnið. Meðan Sigmundur dvaldist hér fannst mér dagsverkinu tæpast lok- ið nema ég hefði hitt hann. Um- ræðuefnið var þá oftast um afla- brögð, veðurhorfur og ef eitthvað sérstakt var að gerast í stjórnmálun- um var það einnig tekið fyrir. Væri Sigmundi rétt hjálparhönd, sem stundum kom fyrir, var hann afar þakklátur og ólatur að endur- gjalda það með handtaki. Þau dvöldu hér um þriggja ára skeið. Þeim var að sjálfsögðu ljóst að við þessar aðstæður gátu þau ekki búið til frambúðar. Á vordögum 1989 tóku þau þá ákvörðun að fara héðan til fyrri heimkynna. Sigmund- ur óttaðist ekki sjóinn, hann ákvað að sigia bátnum til Reykjavíkur og einn hélt hann af stað og sigldi bátn- um til heimahafnar. Hann hreppti vont veður og var óttast um hann á leiðinni. Síðar taldi hann að þetta væri bara það sem mætti búast við á sjó, það voru ekki fleiri orð um það. Þar með voru þessir vinir okkar famir. Ég vissi að Sigmundi voru þetta þung spor og okkur var einnig söknuður í huga. Það var ekki bara að við, jafnaldrar þeirra, hefðum eignast þau að félögum og vinum, börnin okkar tóku ástfóstri við þau og fundu að þau áttu þau að vinum. Oft var spurt hvort nokkuð hefði frést af Simma og Stínu. Nú er Sigmundur allur. Gjaman hefðum við hjónin viljað vera í hópi þeirra sem kveðja hann hinstu kveðju, en nú er vík milli vina. Kristín mín, hugur okkar dvelur hjá þér og börnunum í sorginni. Ég veit að ég má skila samúðarkveðju sveitunga minna til þín og barnanna og geri það hér með. Við hjónin og börnin okkar sendum ykkur innileg- ustu samúðarkveðjur. Gunnsteinn Gíslason, Norðurfirði Ragnhildur Guðmundsdóttir Síafafelli Fædd 21. ágúst 1891 Dáin 9. mars 1992 Deyrfé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim sérgóðan getur. Þessar Ijóðlínur komu upp í hugann þegar mér barst sú frétt að amma mín, Ragnhildur Guðmundsdóttir, væri látin. í ágúst síðastliðnum varð hún hundrað ára og er því langri göngu nú lokið. Lífsferill hennar einkenndist af hógværð og dugnaði. Hún vann sín störf og hannyrðir af mikilli festu og án þess að fjölyrða um það við aðra. Ef til vill var hún því frekar fáskiptin í þeim skilningi að hún leitaði ekki mikið eftir fé- lagsskap. En ef henni var sýnd hlýja og góðvild mat hún það mjög mikils og reyndist traustur vinur. Því bak við hógværðina bjó stórt hjarta og mikil hlýja. Síðustu ár ævi hennar hafði andlegur styrkur hennar minnkað, en hjartahlýjan fylgdi henni til dauðadags. Brosið og út- geislunin var á sínum stað. Amma var fædd og uppalin á Lundum í Stafholtstungum í Borg- arfirði. Dóttir hjónanna Guðmundar Ólafssonar og Guðlaugar Jónsdótt- ur. Hún var næstelst sjö systkina, sem nú eru öll látin, en Margrét systir hennar lést skömmu fyrir síð- ustu áramót. Systkini hennar voru: Sigurlaug, gift Sverri Gíslasyni bónda í Hvammi í Norðurárdal. Áttu þau sex börn sem öll eru á lífi. Sig- ríður, gift Kristjáni Jónssyni frá Garðstöðum, bjuggu þau á ísafirði og áttu einn kjörson. Ásgerður kennari á Siglufiröi og í Reykjavík, gift Jóni Guðmundssyni ríkisendur- skoðanda. Áttu þau tvö börn. Ólafur, sem lést 23 ára úr botnlangabólgu. Margrét, sem var gift Karli Halldórs- syni tollverði og áttu þau eina dótt- ur. Yngstur var Geir, sem tók við búi á Lundum, kona hans var Þórdís Ól- afsdóttir frá Sámsstöðum og áttu þau tvö fósturbörn. Minningar frá Lundum voru ömmu kærar. Hún var stolt af sín- um forfeðrum og frændgarði. For- eldrar hennar voru frá góðum bú- jörðum, Lundum og Melum í Hrútafirði. Sömu ættir höfðu setið báðar þessar jarðir mann fram af manni. Á Lundum var sæmilegur efnahagur, miðað við það sem þekktist á þeim tíma, og nutu öll systkinin einhverrar skólagöngu. Amma tók kennarapróf árið 1912 og er því í Kennaraskólanum á upp- hafsárum hans og er í öðrum út- skriftarhóp þaðan. Tuttugu ára, ný- útskrifaður kennari snýr hún aftur að Lundum og kennir þar einn vet- ur. Jón Jónsson móðurbróðir henn- ar var prestur á Stafafelli í Lóni. Haustið 1913 fer hún sem kennari austur í Lón og er þar næstu tvö ár. Árið 1917 giftist hún síðan frænda sínum, Sigurði Jónssyni að Stafa- felli. Böm Sigurðar og Ragnhildar voru þrjú. Elstur er Ásgeir, sem lengi bjó að Víghólsstöðum á Fells- strönd, en býr nú í Reykjavík. Sam- býliskona hans var Ólöf Tómasdóttir og eignuðust þau eina dóttur, Sigur- björgu Karólínu. Ólöf lést ung árið 1965 og var Sigurbjörg þá aðeins sex ára. Næstelst er Nanna, sem býr á Stafafelli, ásamt manni sínum, Ólafi Bergsveinssyni frá Gufudal í Austur- Barðastrandarsýslu. Þau eiga þrjá syni, Sigurð, Bergsvein og Gunn- laug Benedikt. Yngstur var Gunn- laugur. Hann giftist Guðrúnu Guð- jónsdóttur frá Djúpavogi og bjuggu þau þar. Þau eignuðust fjögur börn, Ragnar Guðjón, Sigurð, Tryggva og Önnu Sigrúnu. Gunnlaugur lést í september 1962 og voru börnin þá ung. Barnabörn Gunnlaugs eru 13. Árið 1940 tóku amma og afi fimm ára dreng í fóstur, Benedikt Pálsson. Hann var mikill sólargeisli í lífi þeirra hjóna, en hann lést á ellefta ári úr heilabólgu. Stafafell var prestssetur þar til sr. Jón Jónsson lést árið 1920. Hann hafði keypt jörðina og tók Sigurður sonur hans við búinu af honum. Jörðin er stór og var þar mikill fjöldi fólks og stórt bú með erfiðum engja- heyskap og smalamennsku í Stafa- fellsfjöílum. Matur og föt voru að stærstum hluta unnin á heimilinu. Miklar breytingar urðu í búskapar- háttum á þeim tíma er amma og afi bjuggu á Stafafelli. Árið 1954 bregða þau búi og fer jörðin í leigu, þar til dóttirin Nanna flytur þangað aftur ásamt sínum manni árið 1958. Eftir að amma og afi hættu bú- skap bjó amma í Reykjavík, en dvaldi fyrir austan á sumrin. Hún kunni vel við sig í Reykjavík, vann úti við skúringar og fleira. Einnig prjónaði hún mjög mikið og seidi. Algengt var að hún prjónaði par af fingra- vettlingum á dag. Viðskipti með sinn prjónaskap áttu vel við hana, enda sýndi hún mikla ráðdeild í pen- ingamálum. Man ég að hún sagði við mig sem ungling, í fullri alvöru og meinti vel, að ég skyldi kaupa mér prjónavél og fara að prjóna. Ekkert varð nú úr því, en ég prjón- aði eina belgvettlinga undir hennar leiðsögn. Eftir að ég fór í menntaskóla á Laugarvatni dvaldi ég oft hjá ömmu um helgar. Það voru ætíð fagnaðar- fundir. Eftir að ég fór að dvelja um lengri tíma í Reykjavík leit ég mjög oft til hennar. Man ég eftir dugnaði ömmu í baráttu við elli kerlingu. Hún bjó á sjöundu hæð og gekk iðu- lega upp stigana til að öðlast aukinn þrótt. Hitti maður þá á hana á göngu við að reyna að byggja sig upp eða að draga björg í bú. Sjónin var farin að dofna og hún orðin 97 ára og þegar henni var heilsað, pírði hún augun smástund, hló og sagði hlýlega: „Nú, ert þetta þú.“ Síðustu árin, bæði í Hátúninu og á elli- og hjúkrunarheimiiinu Skjól- garði, naut hún góðrar umönnunar og er öllu því fólki þakkað fyrir. Amma myndi áreiðanlega vilja gera þessi orð Herdísar Andrésdóttur að sínum: Lœkkar lífdaga sól, löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið, Ijósið kveiktu mér hjá. Foreldrar mínir og við bræður kveðjum ömmu með söknuði og þakklæti. Megi hún hvíla í friði. Gunnlaugur Benedikt (Úr Hávamálum) Þakka innilega gjafir og hlýjar kveðjur á 90 ára afmæli mínu 26. febrúar. Valgerður Helga Guðmundsdóttir Hellatúni Helga Jónsdóttir frá Mosum andaðist á Sunnuhlið 12. mars s.l. Útför hennar fer fram frá Prestbakkakirkju á Slðu laugardaginn 21. mars kl. 11.00. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í þvottaþjónustu (þ.e. þvott og flutning á líni) fyrir stofnanir og fyrirtæki borgarinnar. Um er að ræða þvott á: Moppum, handklæðum, klútum, mottum, borðdúkum, vinnufatnaði og öðru tilfallandi. Fjöldi afhendingarstaða verður u.þ.b. 180. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 25. mars 1992, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.