Tíminn - 06.05.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. maí 1992
Tíminn 5
r
Asta R. Jóhannesdóttir:
Eru 260 einstæðir
öryrkj ar hlunnfamir?
Almannatryggingalögin eru yfir 20 ára gömul, og á þessum 20
árum hafa verið gerðar á þeim um 70 breytingar.
Þegar lögum er breytt svo oft án þess að lögin í heild séu end-
urskoðuð, vill oft fara svo að við breytinguna verði einhvetjir út-
undan án þess að það hafi verið ætlunin í upphafí, en sú tel ég að
sé raunin í því tilviki sem ég geri hér að umtalsefni.
Tekjulágir einbúar fá
heimilisuppbót
Samkvæmt núgildandi lögum
geta elli- og örorkulífeyrisþegar,
sem eru einhleypir og hafa lágar
tekjur og hafa ekki fjárhagslegt
hagræði af sambýli við aðra, fengið
heimilisuppbót greidda frá TVygg-
ingastofnun.
I framkvæmd er þessi lagagrein í
núgildandi lögum túlkuð á þann
veg að sá á aðeins rétt á heimilis-
uppbót sem býr einn, aleinn. Allir,
sem eru með einhverja fleiri í
heimili, fá synjun um heimilisupp-
bót, sæki þeir um, þó svo að þeir
hafi ekki „fjárhagslegt hagræði af
sambýlinu" og þó þeir séu „einir
um heimilisrekstur".
Má nefna sem dæmi einstæða
móður, sem verður öryrki. Hún fær
ekki heimilisuppbót vegna þess að
hún býr með bami sínu.
Eða öryrki sem verður móðir,
þ.e. eignast bam, missir heimilis-
uppbótina við það. Fullorðinn ekk-
ill, lífeyrisþegi, sem enn er með
barn heimilisfast hjá sér og það t.d.
í námi, fær ekki heimilisuppbótina,
þó svo hann hafi engan fram-
færslueyri annan en bætumar frá
TYyggingastofhun.
Fjárhagslegt hagræði
af sambúð við bam
Það er erfitt að sjá hvert fjár-
hagslegt hagræði það er að vera
með barn eða böm á framfæri, oft-
ast er það frekar aukinn kostnaður.
Einstæðir foreldrar eru einir um
heimilisrekstur, þó þeir séu með
barn eða böm sín á heimilinu, ann-
að er sjaldgæft
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp
mitt til laga um breytingu á þessari
lagagrein, svo efnalitlir einstæðir
foreldrar, sem eru Iífeyrisþegar,
geti notið heimilisuppbótar.
Bætist við setningin: „Sé um
aðra heimilismenn að ræða skulu
bæturnar greiddar, enda séu þeir
undir 20 ára aldri." Við málsgrein-
ina em tekin af öll tvímæli um að
einhleypir lífeyrisþegar með
bam/böm á framfæri geti fengið
heimilisuppbótina.
Túttugu ára viðmiðun er í sam-
ræmi við annað í lögunum. Þá
hættir barn t.d. að fá greiddan
menntunarbamalífeyri eða mennt-
unarmeðlög.
Bamalífeyrír og
meölag, framfærslu-
eyrir bams
Ekki er sanngjamt að Iíta á
greiðslur meðlags, bamalífeyris og
mæðralauna sem fjárhagslegt hag-
ræði af sambýli við böm sín, eins
og gert er nú við framkvæmd lag-
anna. Þær greiðslur eru fram-
færslueyrir bamsins. Því ætti ein-
hleypur lífeyrisþegi í sambýli við
böm sín undir 20 ára að geta notið
heimilisuppbótar, uppfylli hann
önnur skilyrði sem sett eru í lög-
unum um uppbótina, verði þetta
frumvarp samþykkt.
Það var áreiðanlega ekki tilgang-
urinn með lagasetningunni í upp-
hafi að einstæðir foreldrar bæru
hér skarðan hlut frá borði.
Þessi framkvæmd laganna ýtir
einnig undir það að böm séu skráð
annars staðar en hjá foreldrinu,
sem er lífeyrisþegi eftir 18 ára ald-
ur, þó svo að bamið búi hjá því for-
eldri. Marga munar um minna, sér-
staklega ef lífeyrisþeginn hefur
engar aðrar tekjur en trygginga-
bætumar.
Öryrkja munar um
heimilisuppbótina
Einstaklingur, sem ekki á rétt á
heimilisuppbót, fær grunnlífeyri
12.123 kr. og tekjutryggingu
22.930 kr. ef öryrki, og 22.305 kr. ef
ellilífeyrisþegi. Þetta eru 34-35
þúsund krónur á mánuði. Er ein-
hver, sem treystir sér til að lifa af
þeim mánaðarlaunum, þó svo að
hann fengi meðlag, mæðralaun og
bamalífeyri til framfærslu bams
7.425 kr. og 4.653, og bamalífeyri
7.425 kr. eða rúmar 19 þúsund kr. í
viðbót, sem er framfærslueyrir
bamsins? Fimmtíu og þrjú-fiögur
þúsund krónur til framfæris móð-
ur og bams eða föður og bams er
ekki mikið og það munar um
heimilisuppbótina á slíku heimili.
Sérstaklega hjá öryrkjunum,
sem oft bera þó nokkum og jafhvel
mikinn kostnað vegna örorku
sinnar.
í dag eru það 260 lífeyrisþegar,
sem ekki fá heimilisuppbót vegna
þess að þeir eru í sambýli við böm
sín undir 18 ára aldri. Þeir em
flestir öryrkjar.
Þetta er ekki mjög stór hópur, en
hópur sem yfirleitt hefur minnst
umleikis í samfélaginu.
Það hlýtur að mega verja ein-
hverju af því fé, sem sparast í ríkis-
rekstriiium, til að koma til móts
við þetta fólk, sem oftast hefur bág-
ust kjörin.
Höfundur er delldarstjórl hjá Trygg-
ingastofnun og varaþlngmaóur Royk-
vfldnga.
Hallgrímur Þ. Magnússon:
Hagsmunir og verðmyndun
Eitt af þeim málum, sem utanríkisráðherra hefur lagt mikla
áherslu á eftir að hann komst inn í núverandi ríkisstjóm, er að fá
þingið til að samþykkja svokallað GATT-samkomulag, en einn
angi af því er að koma á sem næst hömlulausrí verslun með land-
búnaðarvörur í heiminum.
Utanríkisráðherra hefur verið
óþreytandi í því að ferðast um land-
ið á kostnað síns ráðuneytis, til þess
að reyna að fullvissa þjóðina um það
hversu gott það verði fyrir hana að
fá erlendar landbúnaðarvörur á
mun lægra verði en möguleiki væri
á að framleiða þær á hér á landi, og
þama sé um að ræða eina af fáum
leiðum sem hægt sé að nota til þess
að bæta afkomu íslenskrar alþýðu.
Þetta held ég að sé alrangt hjá
honum, heldur er hann þama orð-
inn talsmaður alþjóðaauðvaldsins,
sem stefnir að því að gera verslun
með landbúnaðarvörur alþjóðlega,
þannig að fjármagnseigendur geti
komið á einu landbúnaðarkerfi í
heiminum. Þar með er það fjár-
magnið sem fær að ráða landbúnað-
inum, en ekki þarfir þeirra sem
vinna við landbúnaðinn, eða þarfir
þeirra sem eiga að borða landbún-
aðarvörur, eða spurt sé hvað sé best
fyrir umhverfið þar sem þær eru
ræktaðar. Þannig væri fjámiagnið
farið að ráða lífi okkar frá vöggu til
grafar.
Við sjáum í dag hvemig þjóðir
svelta á meðan stórfyrirtæki á borð
við Goodyear, Volkswagen og Nestlé
hafa á undanfömum ámm stundað
stórkostlega eyðingu á regnskógum
Brasilíu til þess að geta framleitt
fóður fyrir nautgripi. Kjötið af þess-
um nautgripum er síðan flutt frá
Brasilíu til einhvers annars lands
þar sem enn hærra verð fæst fyrir
það en í Brasilíu. En á meðan þetta
gerist er talið að um 70% af bömum
í Suður-Ameríku séu vannærð.
Einnig hefur eyðing regnskóganna
miklar og geigvænlegar afleiðingar
fyrir allt umhverfið, sem skiptir fyr-
irtækin litlu máli, því að það er ekki
þeirra budda sem þarf að borga fyrir
skaðann, heldur er það þjóðfélags-
ins að reyna að vinna á honum. En
við það þarf þjóðfélagið að taka af
sameiginlegum fjármunum, sem
væri kannski betur varið í aðra
þjónustu við þegnana.
Dæmi um svona eyðslu er ein-
mitt að finna í íslensku þjóðfélagi í
dag, þar sem einn ráðherra Alþýðu-
flokksins eyðir miklum fjármunum
til þess að fára á umhverfisráðstefnu
í Brasilíu og tekur með sér hóp
manna til að skrifa undir alþjóðleg-
ar samþykktir, sem við vitum nú
þegar að koma ekki að fullum not-
um, hvorki fyrir einstaklinga þjóð-
félagsins né umhverfi okkar, vegna
þess að ekki er grafist fyrirumrót
vandans. Rannsóknir á verð-
myndun í alheims landbúnaðar-
kerfinu sýna að um það bil 60% af
verði landbúnaðarvaranna fara til
olíuiðnaðarins, vegna þess að nú-
verandi landbúnaðarkerfi er svo háð
orðið alls konar efnum, sem eiga
uppruna sinn í olíuvinnslunni og
notuð eru til þess að hvetja fram
vöxt hjá viðkomandi plöntum. Það
kostar aftur að skordýr sækja á
plöntuna og þá þarf að nota skor-
dýraeitur, en það er einmitt líka
upprunnið hjá olíuiðnaðinum.
Hugsum svo um alla þá orku, sem
fer í setja niður og taka upp, og alla
þá tækni, sem notuð er í landbún-
aðinum þessu til viðbótar áður en
neytandinn fær vöruna, en öll þessi
orkunotkun kostar eitthvað.
Höfuðskilyrði fyrir eðlilegu lífi
okkar mannanna hér á jörðinni eru
nokkur, en við það að láta þau koma
til framkvæmda myndum við skil-
yrði fyrir þróun á allt öðruvísi lífi og
að það fái þróast á eðlilegan hátt og
þar af Ieiðandi þurfum við engar
umhverfisráðstefhur eða alþjóða-
samþykktir í mengunarvömum.
Þessi skilyrði eru: 1. fæðan á að vera
náttúruleg, samansett úr lifandi
efnum í sínu eðlilega og óbreytta
umhverfi. 2. Hún á að vera heil,
þ.e.a.s. eins og hún kemur frá nátt-
úrunnar hendi, ekki skemmd, ekki
sundurskorin, ekki unnin á nokk-
um hátt, ekki hreinsuð og engum
öðrum óviðkomandi eftium bætt út
í hana. 3. Hún á ekki að innihalda
nein eiturefhi, hún á að vera ræktuð
á lífrænan hátt án nokkurs tilbúins
áburðar eða nokkurs skordýraeit-
urs. Svona mat er mjög erfitt að fá
keyptan í veröldinni í dag, vegna
þess að ræktun þessi þjónar ekki tdl-
gangi fjármagnsins.
En þarna er kannski einmitt að
finna möguleika fyrir okkur íslend-
inga til þess að vera í fararbroddi í
heiminum, og þar að auki myndum
við auka veg íslensks landbúnaðar
til mikilla muna. Þjóðin á hreinan
og tiltölulega ómengaðan jarðveg,
iðnaðarmengun af okkar völdum í
andrúmslofti er lítil, þó svo að tölu-
verðrar mengunar gæti stundum af
öðmm orsökum. Fólkið, sem bygg-
ir landið er duglegt, en beina þarf
kröftum þess í rétta átt, því að ef
svona ræktun væri tekin upp þar
sem hollusta er höfð í fyrirrúmi,
væri hún miklu mannfrekari en sú
gerviræktun sem stunduð er í
heiminum í dag.
Væri ekki nær fyrir ráðherra Al-
þýðuflokksins að hugsa frekar um
velferð almennings á íslandi, þeirra
sem mynduðu flokkinn í upphafi,
heldur en að vera handbendi al-
þjóðaauðvaldsins, en baráttan við
ftármagnseigendur var frumorsök-
in fyrir því að flokkurinn var stofn-
aður á sínum tíma.
Höfundur er læknlr.
Orð í eyra
Útvarpsstjóra langar mig að mæla,
en vil þó byrja á þvf að fagna skipun
hans til þessa starfs og óska honum
gengis í starfi.
Umkvörtunarefnið er að ríkisút-
varpið, rás 1, skuli byrja seinna
helgidaga en virka daga. Þeir, sem
snemma vakna, gera það flestir jafnt
virka daga sem aðra og eiga skilið að
fá kyrrláta músík í eyra strax kl. 7 og
helst kl. 6. Á sumardaginn fyrsta
mega árrisulir íslendingar bfða til
kl. 8 með að opna útvarpið, en þá
væri ástæða til að byrja útsendingar
á sumarlögunum kl. 6, þó ekki væri
það gert í annan tíma.
Þeir, sem snemma vakna til
vinnu, hlusta á hlaupum, en morg-
unhanar
vakna alla
daga jafnt,
hvort sem
þeir þurfa þá til vinnu eður ei, og
þeirra hlut legg ég til að bæta.
Heiðmar Jónsson