Tíminn - 14.05.1992, Qupperneq 12

Tíminn - 14.05.1992, Qupperneq 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI ■ BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ Mosfellsbas Sfmar 668138 8 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Oömvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • bAtar*vara- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 HOGG- > DEYFAR QJ varahlutir Verslié hjá fagmönnum JdL Hamarshöföa 1 - s. 67-67-44 3 Tíminn FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 Lífsbjörg í Norðurhöfum: Skaða- bóta- kröfunum var hafnað Magnús Guömundsson kvikmynda- gerðarmaður var sakfelldur íyrir fjórar af sjö ákærum sem Grænfrið- ungar í Noregi báru fram gegn hon- um fyrir fullyrðingar sem hann lagði fram í myndinni „Lífsbjörg í Norður- höfum". Magnús var dæmdur til að greiða 300 þúsund fyrir birtingu dómnum og gert að draga ummæli sín um Grænfriðunga til baka. Hon- um var ekki gert að greiða skaðabæt- ur. -EÓ Ný útvarpsstöð Hitt níu-sex Ný útvarpsstöð, Hitt níu-sex, hóf út- sendingar í gær á fm. 96,6. Forsvars- menn stöðvarinnar segjast ætla að þjóna sem breiðustum aldurshópi hlustenda og gera það með því að út- varpa íslenskri sem erlendri hljóm- list. SUMARIÐ HEFUR KOMIÐ HÆGT og hljótt þetta áriö, en frekar kalt hefur verið í veöri þaö sem af er maímánuöi. Bændur, sem marg- ir hverjir eru á kafi í sauöburöi þessa dagana, eru hálfargir út í veöurguöina. Borgarbörn láta sig veöriö minna skipta, a.m.k. er auðvelt aö gleyma því í leik í sundlaugunum. Tímamynd Árni Bjarna Könnun á blóðfitu starfsmanna á Grundartanga: Grænmeti í stað rjóma Blóðfita (kolesterol) starfsmanna Jámblendiverksmiðjunnar á Grundartanga lækkaði um 7,5% vegna tilraunar sem þar hefur ver- ið unnin af læknunum Ara Jóhannessyni, Reyni Þorsteinssyni, Halldóri Jónssyni og Þóri Þórhallssyni. Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringarfræðingur var þeim til aðstoðar. „Það vaknaði þessi hugmynd að kanna áhættuþætti hjarta- og æða- sjúkdóma meðal starfsfólksins," segir Ari Jóhannesson. „Okkur lang- aði til að gá hvort hægt væri að hafa áhrif á blóðfitu starfsmanna á vinnustöðum. Árangurinn var betri en við bjuggumst við.“ Tilraunin hófst í júní 1989 og lauk Byssumaðurinn í Mávahlíö: Sátu saman að sumbli Ungi maðurinn, sem skaut með kindabyssu á annan við Mávahlíð 24 í fyrrakvöld, beið í gær enn yfir- heyrslna. Hinn særði var aftur á móti færður af gjörgæslu í gær. Þeir höfðu setið saman að drykkju í Mávahlíðinni ásamt tveimur bræðr- um byssumannsins, en þeir bjuggu þrír saman. Þegar vísa átti gestinum út urðu ryskingar, þar eð hann vildi ekki yfirgefa húsið. Blóðprufa hefur verið tekin úr byssumanninum en ekki hefur enn fengist úr því skorið hvort eitthvað sterkara var haft um hönd en vín. —GKG. í júní 1991. Reynt var að draga úr feitmeti í mötuneyti starfsmanna til að kanna áhrif þess á blóðfitu. Feitur matur var fjarlægður úr mötuneytinu svo sem eins og ný- mjólk, smjör, feitir ostar, feitt álegg og sósur með rjóma eða mayonnesi. Boðið var þess í stað upp á t.d. græn- metisborð, magurt álegg, magrar mjólkurafurðir, gróft brauð, súr- mjólk og all-bran. Blóðfita starfsmanna var fyrst mæld í upphafi könnunnarinnar, svo eftir eitt ár og loks í júní 1991. Ari Jóhannesson segir hana hafa lækkað marktækt og yfir hópinn um 7,5%: „Þeir sem voru með hæstu blóðfituna í upphafi lækkuðu mest.“ Ari segir að fæðisbreytingin verði áfram við lýði í mötuneytinu: „Það er meiningin að fylgjast með þessu eitthvað áfram en það verður ekki haldið áfram að fylgjast eins mark- visst með blóðfitunni." Ástæður þess að Járnblendiverk- smiðjan varð fyrir valinu er að frá því hún var opnuð hafa heilsugæslu- læknar á Akranesi haft eftirlit með heilsufari starfsfólks þar. í upphafi vegna atvinnusjúkdóma, því verk- smiðjan var ný og menn voru hræddir um að upp kæmu einhverj- ir nýir kvillar. Svo neyta flestir morgunverðar og einnar heitrar máltíðar í mötuneyti verksmiðjunn- ar. Tilraunir sem þessi hafa verið reyndar erlendis en árangurinn hef- ur ekki þótt góður. —GKG. Kjartan Ragnarsson nýr for- maður Leikfélags Reykjavíkur: Iðnó vagga menningar Kjartan Ragnarsson hefur verið kos- inn formaður Leikfélags Reykjavíkur þar eð Sigurður Karlsson gaf ekki kost á sér aftur. Meðstjómendur eru Guðmundur Ól- afsson og Hanna María Karlsdóttir. í varastjóm sitja Sigrún Edda Bjöms- dóttir, Jón Þórisson og Ragnheiður Elfa Amardóttir. Aðalfundur félagsins, haldinn 4. maí, hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er „frumkvæöi Reykjavíkur- borgar til endurbyggingar á húseign- inni Iðnó við Vonarstræti". Minnt er á að það hafi verið heimili félagsins frá stofnun þess 1897 þar til það flutti í Borgarleikhúsið haustið 1989. Leikfé- lagið býður fram reynslu sína og að- stoð sem að gagni mætti koma við enduruppbyggingu hússins. —GKG. Félag fangavarða: Fagnar skýrslu Félag fangavarða fagnar skýrslu fangelsismálanefndar og tekur undir niöurstöður hennar í flestum atrið- urri en þar er lagt til að komið verði upp nýju fangelsi. Fangaverðir segjast hafa unnið við slæmar aðstæður hingað til „en ávallt verið reiðubúnir til að bæta ástandið í fangelsunum. - GKG Grikkland vann Gríska landsliðið í knattspyrnu karla bar sigurorð af því íslenska í undankeppni heimsmeistarakeppn- innar í Aþenu í gær. Grikkir skoruöu eitt mark e.i íslendingar ekkert. Kennarastöðum fækkað um átta á Vestfjörðum Kennurum á Vestfjörðum verður fækkað um 8,65 stöðugildi næsta vetur og er ekki laust við ugg í mönnum vestra sökum þessa. „Hér verður skorin niður kennsla í öllum grunnskólum meira eða minna," segir Pétur Bjarnason, fræðslustjóri á Vestfjörðum. ,Á sama tíma og verið er aö tala um að fjölga í opinberum störfum sem og í þjónustustörfum hér á Vestfjörð- um eru skorin niður með einni ákvörðun 8-9 stöðugildi á svæðinu. Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af þessu." Á fundi Fræðsluráðs Vestfjarða 7. maí sl. kom fram að kennaraum- sóknir hefðu aldrei verið fleiri og meira væri um réttindafólk en áð- ur. Pétur telur ástæðuna vera tví- þætta: „Samdráttur í skólakerfmu þýðir minni vinnu en áður og fólk á Reykjavíkursvæðinu missir vinn- una sem það hafði áður. Ef fækkar um annað hundrað störf í kennara- stétt þá kemur það auðvitað fram í því að færri leiðbeinendur fá vinnu en áður. Hin ástæðan er sú að það er almennur samdráttur í þjóðfé- laginu og margir kennarar starfa við önnur störf en kennslu." Fræðsluráð Vestfjarða hefur mót- mælt niðurskurðinum. —GKG.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.