Tíminn - 27.05.1992, Qupperneq 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 27. maí 1992
Jafnvægi á vinnumarkaði lækna í Evrópu í sjónmáli nema hér á íslandi:
Fjöldi lækna menntaður til
atvinnuleysis eða útlegðar
Eftir offramboð lækna í flestum ríkjum V-Evrópu um langt árabil
þykir ýmislegt benda til að jafnvægi náist þar á vinnumarkaði þeirra
fljótlega upp úr aldamótum vegna markvissra aðgerða til að tak-
marka fjölda útskrifaðra lækna. Á íslandi er raunin hins vegar öll
önnur. Ekki er ráðgert að fækka útskrifuðum læknum frá Háskóla
íslands á næstu árum þótt íslenskir læknar búi nú í raun við dulið
atvinnuleysi. íslenskum læknum mun því halda áfram að fjölga um-
fram störf næstu tvo áratugi a.m.k. Þetta þýðir að annaðhvort verð-
ur fjöldi íslenskra lækna dæmdur í faglega útlegð í framtíðinni eða
til þess að þiggja atvinnuleysisbætur úr ríkissjóði.
Þetta er m.a. lesið úr niðurstöð-
um könnunar sem Samtök ungra
sjúkrahúslækna í Evrópu gerðu ný-
lega á atvinnuhorfum og atvinnu-
leysi lækna í V-Evrópu sem lækn-
arnir Kristján Oddsson og Davíð 0.
Arnar segja frá í Læknablaðinu. Er
þetta fyrsta samræmda könnunin
sem gerð er á þessu sviði í Evrópu.
Tilgangur hennar var þríþættur: Að
afla upplýsinga um fjölda lækna,
aldur þeirra, kyn og fjölda atvinnu-
lausra. Að spá um atvinnuhorfur
næstu 1-2 áratugi. Og bera saman
atvinnuástand milli landa.
Af 1.050 þús. læknum í V-Evrópu
reyndust 64.500 atvinnulausir, eða
6,1% að meðaltali (frá 0% upp í
rúmlega 17% eftir löndum). Um
60% atvinnulausra voru ítalir, 23%
Þjóðverjar og 9% Spánverjar, enda
atvinnulausa lækna aðallega að
finna í þessum löndum ásamt Aust-
urríki og Hollandi. í þessum fimm
löndum voru 57% allra lækna V-
Evrópu.
Konur fæstar í lækna-
stétt á íslandi
í Ijós kom að ekkert Evróðpuland
á færri konur í læknastétt en ísland.
Aðeins 16% íslenskra lækna eru
konur en spáð að þær verði 28% um
aldamót. I Portúgal er hins vegar
nær helmingur lækna (47%) konur.
Af öllum læknum álfunnar voru
28% konur og búist við að það hlut-
fall verði 33% um aldamót.
Hlutfall lækna og íbúa er líka tals-
vert misjafnt í Evrópulöndum. Að-
eins um 250 íbúar eru um hvern
lækni á Ítalíu og tæplega 300 á
Spáni. Hins vegar eru nær 630 íbúar
um hvern lækni á írlandi, um 560 í
Bretlandi og rúmlega 490 í Hol-
landi. í öðrum löndum álfunnar er
hlutfallið um 350 íbúar á hvem
lækni. Á íslandi eru um 340 manns
á hvern starfandi lækni, en yrðu að-
eins 240 ef þeir læknar sem nú
starfa erlendis kæmu heim.
Jafnvægi um 2005
Læknum hefur fjölgað jafnt og
þétt í álfunni frá lokum síðari
heimsstyrjaldar. Búist er við að
læknum fjölgi um 1,85% á ári á yfir-
standandi áratug, eða um helmingi
hægar en á áratugnum 1980- 1990.
Áratuginn 2000-2010 er svo ekki bú-
ist við neinni fjölgun lækna í V-Evr-
ópu — nema á íslandi þar sem talið
er að læknar verði hvað flestir
kringum árið 2010.
Til að uppræta atvinnuleysi evr-
ópskra lækna fyrir aldamót þyrfti
eftirspurnin að vera að meðaltali um
2,3% á ári umfram eðlilega endur-
nýjun. Upp úr aldamótunum lækkar
þetta hlutfall verulega. Er því talið
að jafnvægi framboðs og eftirspurn-
ar náist í kringum árið 2005. Þykir
þetta nokkuð bærilegt atvinnu-
ástand til lengri tíma litið.
Atvinnuleysi íslenskra
falið í útlöndum
Þó ekki sé atvinnuleysi meðal
lækna hér á landi segir það ekki
nema hálfa söguna, að mati greinar-
höfunda. Af rúmlega 1.220 íslensk-
um læknum sé tæplega þriðjungur-
inn, eða nær 390, erlendis við nám
og störf (þar af rúmlega helmingur í
Svíþjóð og tæpur fjórðungur í
Bandaríkunum). Ef gert væri ráð
fyrir að 80% þessa hóps kæmu
skyndilega heim án þess að aðrir
færu utan gæti atvinnuleysi orðið
20-25% í stéttinni. „Atvinnuleysi ís-
lenskra lækna er þannig falið er-
lendis," segja greinarhöfúndar.
Spár um atvinnuhorfur byggjast
m.a. á því að frá og með 1990 út-
skrifar H.í. 36 læknakandídata ár-
lega. Og gert er ráð fyrir að 360
læknar verði að staðaldri við sérnám
erlendis. íslenskum læknum muni
því halda áfram að fjölga næstu ára-
tugi.
Búist er við að 60 læknum verði
ofaukið hér um aldamót og að of-
framboðið nái hámarki árið 2010.
Ef framboð og eftirspurn ættu að
haldast í hendur á þessum áratug
krefðist það um 20 nýrra stöðugilda
á ári umfram þau 14 stöðugildi sem
árlega þarf til eðlilegrar endurnýj-
unar. Af þessu megi ráða að of mikið
sé að útskrifa 36 læknanema á ári
miðað við núverandi aðstæður.
Aðstoðarlæknar í 4-10
ár í stað 1-2
„Við verðum að spyrja hvort ís-
land hafí efni á því að velja úr
nokkra af hæfustu einstaklingum
hvers árgangs og mennta þá til út-
Iegðar," segir Einar Stefánsson um
sama efni í sama Læknablaði.
Hann segir það byggt á skamm-
sýni að fjölga þurfi útskrifuðum
læknum frá H.í. vegna skorts á að-
stoðarlæknum á sjúkrahúsum á ís-
landi, eins og raddir hafi jafnvel
heyrst um.
Sjúkrahús á íslandi reyni að
manna stöður aðstoðarlækna og
yngri lækna með aðeins 1-2 árgöng-
um af læknum. í nágrannalöndun-
um séu ungir læknar í aðstoðar-
lækna- og námsstöðum í mörg ár og
þessar stöður mannaðar af 4 til 10
árgöngum lækna.
-HEI
Stefanía Þorgrimsdóttir formaður Nýrrar dögunar, samtaka um
sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík, sr. Bragi Skúlason, höfundur
Vonar, og Sigurður Jóhannsson, fýrrv. formaður Nýrrar dögunar.
Bók um sorg og sorgarviðbrögð:
VON EFTIR SR.
BRAGA SKÚLASON
Hjá Hörpuútgáfunni er komin út
bókin Von eftir sr. Braga Skúla-
son sjúkrahúsprcst. Bókin fjallar
um tilfinnlngar sorgarinnar og
sorgarviðbrögö bæöi barna og
fullorðinna og er byggð á reynsiu
margra, bæði höfúndar sjálfs og
fjölskyldu hans sem og fjöl-
margra annarra víða um land.
Fjallað er í bókinni um sorglega
atburði af flestu tagi, svo sem
missi fólks við lát eða skUnað eða
af öðrum sökum og viðbrögö
hinna syrgjandi við þeim. Höf-
undur telur sorgina vera eðUleg
viðbrögð við missi af sérhverju
tagi og að margir vinir og bjálpar-
aðUar forðist að ræða sorgina
sjálfa við hinn syrgjandi sem þess
vegna einangrist með sorg sfna
sem ekki fær eðlUegan farveg.
Bókin Von er 100 bls og unnin í
prentsmiðjunni Odda. Kápumynd
er eftir Rafn Hafnfjörð.
Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna:
Vill fá nýjan formann
samninganefndar ríkis
Stjóm BHMR hefur sent frá sér yf-
irlýsingu þar sem hún mótmælir
setningu Birgis Cuðjónssonar,
skrifstofustjóra launadeildar fjár-
málaráðuneytisins, í embætti for-
manns samninganefndar ríksins og
krefst þess að fjármálaráðherra
skipi nú þegar nýjan formann
nefndarinnar og sjái þar með tU
þess að nefndin sinni lögboðnu
Stjóm Hringsins hefur afhent
vökudeild Bamaspítala Hringsins 6
monitora en það er tækjabúnaður
til að fylgjast með lífsmörkum
bama.
Gjöfin kostar yfir 8 milljónir
króna en virðisaukaskattur fékkst
felldur niður og Flugleiðir flaug
með tækin heim án endurgjalds.
Við afhendingu gjafarinnar var
minnt á að fyrir nokkrum árum var
ákveðið að barnaspítali skyldi
hlutverki sínu.
BHMR vekur einnig athygli á því
að enn sé ósamið við fjölda ríkis-
starfsmanna og mótmælir því að
fráfarandi formanni Ágústi Einars-
syni hafi verið veitt lausn frá störf-
um á þeirri forsendu að samningum
við ríkisstarfsmenn sé lokið. BHMR
bendir á að samningsrétturinn sé í
höndum einstakra félaga og að sam-
byggður út frá Landspítalanum á ár-
unum 1992-1997 og nú er komin
beiðni til fjárveitingarvalds um að
setja peninga í byggingu barnaspít-
alans.
Herta Jónsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri á Barnaspítala
Hringsins, segir vökudeildina vera
vel tækjum búna fyrir tilstuðlan
Hringsins og standa þar af leiðandi
vel að vígi en aftur á móti þurfi þjóð-
in á barnaspítala aö halda. —GKG.
þykkt miðlunartillögu sáttarsemj-
ara hjá flestum aðildarfélögum
BSRB og KÍ takmarki í engu rétt
annarra stéttarfélaga til sjálfstæðrar
samningsgerðar.
-PS
Evrópskt
mistur
Mistrið sem liggur yfir landinu
þessa dagana er ættað frá meg-
inlandi Evrópu og aðallega frá
verksmiðjuskorsteinum Bret-
landseyja, Hollands. Belgíu og
Norðvestur-Þýskalands. Þær
upplýsingar fengust hjá Veður-
stofunni að þetta væri ryk vegna
bruna en þessar þjóðir nota
mikiö kol. Hlýindi fylgja og fyrir
norðan var 18 stíga hiti fyrir há-
degi í gær. Spáð er að mistrið
verði hér næstu 2 daga en það
gætí alveg eins haldist viku til
10 daga því það er þaulsetíð
þegar það á annað borð kemur.
—GKG.
Hringurinn afhendir gjöf:
MINNT Á SKORT
Á BARNASPÍTALA