Tíminn - 27.05.1992, Side 3

Tíminn - 27.05.1992, Side 3
Miðvikudagur 27. maí 1992 Tíminn 3 Frystihús Fiskiðjunnar hf. á Sauðárkróki Magnús Erlingsson framleiðslustjóri og Kristmann Kristmannson ásamt syni Kristmanns til hægri við nýju flæðilínuna. Það sem er sérstakt við þessa flæði- línu er að hún notar svokallað „ein- staklingsflokkunnarkerfi". Hefð- bundnar flæðih'nur eru með rennu frá hverju skurðarborði, sem Uggur beint út á færibandsreimina. Flæði- hnan í Fiskiðjunni á Sauðárkróki er með sérhólf fyrir hveija manneskju fyrir sig og úr því er síðan losað út á færibandið. Þegar hólfln eru losuð lendir fiskurinn frá hveiju skurðar- borði í hrúgu á færibandinu, sem síðan er hægt að vigta og gæða- fiokka. Þannig er hægt að fylgjast með afköstum, nýtingu og skipting- unni í pakkningar frá hverri konu fyrir sig. „Þetta er fyrst og fremst gert til þess að verkstjórinn geti haft eftirlit með því hvað hver og einn er að gera,“ sagði Kristmann Kristmanns- son, yfirverkstjóri hjá Fiskiðjunni hf., þegar Tímamenn ræddu við hann á Sauðárkróki á dögunum. „Með örlít- illi þróun í viðbót væri hægt að borga einstaklingsbónus eftir þessu kerfi í framtíðinni. Þetta er fyrsta flæðilína sinnar tegundar og það má segja að þetta sé fullkomnasta flæðilína í heimi." Það er Ingólfur Árnason, hönnuð- ur frá Akranesi, sem á mestan heiður af nýju flæðilínunni en byggði hana á grunni tilraunaflæðilínu, sem hann hannaði í Færeyjum. Þorgeir og Ell- ert hf. á Akranesi smíðuðu flæðilín- una, sem síðan var sett upp á Sauðár- króki og tölvur og allur hugbúnaður koma frá Marel hf. í Reykjavík. Engarvega- bréfsáritanir til Júgóslavíu eru Spánveijar Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að fella úr gildi samkomulag frá ár- inu 1964 um vegabréfsáritanir til fyrrum sambandslýðveldis Júgó- slavíu. Sendiráði íslands í Stokk- hólmi hefur verið falið að koma þessari ákvörðun íslenskra stjóm- valda á framfæri við stjómvöld í Belgrad í Júgóslavíu. Með þessari ákvörðun er utanríkis- ráðuneytið að taka þátt í alþjóðleg- um þrýstiaðgerðum á stjórnina í Belgrad. Jafnframt er með þessu verið að leysa ákveðið löggæslu- vandamál, en vegna umrótsins sem orðið hefur í Júgóslavíu er orðið erf- iðara að fylgjast með fólki sem ferð- ast um á gömlum júgóslavneskum vegabréfum. -EÓ Og nú sýna þeir listir sínar á íslandi í tilefni 60 ára afmælis SIE Fjórir valinkunnir spænskir meistara- kokkar koma í heimsókn og bjóða upp á listilega matreidda spænska saltfisk- \ rétti á veitingastöðum um land allt. | Joidi Busquets, Florencio Martinez, Juan Diez og Jesus Martinez feiðast jHf á milli staða og slá upp saltfiskveLslu. Þeim til halds og trausts verða tslensku listakokkamir Bjami Ólason, Rúnar Marvinsson og Utíar Eysteinsson Stærsti framhalds skóli á landinu I V\óí*0’ x. 243 nemendum voru afhent loka- prófsskírteini við skólaslit eins fyrsta fjölbrautaskóla landsins og þess stærsta; Fjölbrautaskóla Breiðholts sl. miðvikudag. Bestum árangri á stúdentsprófi náðu Eva Vilhjálmsdóttir af félags- fræðibraut, Þorsteinn Berghreins- son af listasviði dagskóla og Kristín Kristinsdóttir af viðskiptasviði kvöldskóla. Við skólaslitin flutti Kristín Arn- alds skólameistari yfirlitsræðu og gerði grein fyrir starfi og prófum í dag- og kvöldskóla og kór skólans söng undir stjórn Ernu Guðmunds- dóttur. —GKG. Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.