Tíminn - 27.05.1992, Qupperneq 10

Tíminn - 27.05.1992, Qupperneq 10
10 Tíminn Miðvikudagur 27. maí 1992 Á ráðstefnu Sambands ungra framsóknarmanna um fiskveiðistjórnun lýsti Þröstur Ólafsson, formaður nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða, því yfiir að hann vildi áfram byggja á kvótakerfi: Þröstur segir sjávar- útveginn ekki þola veiðileyfagj ald Einar Oddur Kristjánsson, fyrrverandi formaður VSÍ, og Þröst- ur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sögðu á ráð- stefnu sem Samband ungra framsóknarmanna hélt um stjórn fiskveiða að þeir væru fylgjandi því að áfram yrði byggt á afla- marki (kvótakerfi) við stjórn fiskveiða. Einar Oddur sagði að menn yrðu að minnka fiskveiðiflotann þannig að sóknargeta hans verði í samræmi við afrakstursgetu fiskimiðanna. Þá muni skapast sæmilegur friður um stjórn veiðanna. Hann sagði að flotinn hafl verið að stækka fram á þennan dag. Þessu þurfí að snúa við með því að láta útgerðarmenn úrelda stærri skip en þeir kaupa þegar þeir endurnýja skip. Við erum allir eigin- hagsmunamenn Einar Oddur sagði í upphafi síns máls að hann sem og aðrir Vestfirð- ingar hefðu verið á móti kvótakerf- inu þegar því var komið á. Þeir hefðu barist gegn því á þingum LÍÚ í mörg ár, en niðurstaðan hefði ávallt verið sú að fylgismenn kvótans hefðu haft góðan meirihluta. Einar Oddur sagð- ist hafa passað sig á því að segja fátt um stjórnun fiskveiðanna á meðan hann gegndi formennsku í VSÍ. Það væri oft gott fyrir menn að þegja og íhuga málin. Einar Oddur sagði ástæðuna fyrir því að Vestfirðingar hefðu verið á móti kvótakerfinu vera þá að þeir séu eiginhagsmunamenn eins og allir aðrir. Með kvótakerfinu hefði verið tekin ákvörðun um að skera niður veiðarnar. Kerfið hefði dregið úr möguleikum Vestfirðinga til að draga fisk úr sjó. Einar Oddur sagði að þó margt mætti segja um kvótakerfið væri þó a.m.k. eitt jákvætt við það og það væri frjálst framsal veiðiheim- ilda, án þess væri kerfið hrein skelf- ing. Meinsemdin er of stór floti Einar Oddur sagði að meinsemdin í íslenskum sjávarútvegi væri of stór fiskiskipafloti. Flotinn hefði verið að stækka fram á þennan dag, vegna þess að menn hefðu ekki treyst sér að loka algerlega fyrir kaup á nýjum fiskiskipum. Nú væri loksins búið að setja þá reglu að fyrir hvert nýtt fiski- skip verði að úrelda annað jafnstórL Einar Oddur sagði að menn þyrftu að ganga lengra og setja þá reglu að fyr- ir hvert nýtt keypt skip verði að úr- elda stærra skip. Hann sagði að leið- in til að hámarka arðinn af fiskveið- unum væri að veiðigeta flotans væri sem næst veiðiþoli fiskistofhanna, og sagði að uppíylltu þessu markmiði næðist fram hámarksarður af veið- unum. Hann sagðist telja hugsanlegt að deilur um hvemig eigi að stjóma veiðunum geti fallið niður ef takist að minnka flotann. Fari þeir sem fara vilja... „Sem Vestfirðingur trúi ég því að með því að þróa þetta kerfi áfram svo óréttlátt sem það var, svo andstyggi- legt sem það var þegar það var sett á og svo margar falskar forsendur sem vom fyrir því, þá megi, með því að taka hér upp sterka flotastjóm, koma byggðum þessa lands í þá einu að- stöðu sem þeim ber að komast í og hafa rétt til, aðstöðu til að geta keppL Þær þurfa að geta keppt á réttum grundvelli í þjóðfélagi sem er nokk- um veginn í jafnvægi og tryggir að leikreglumar em nokkum veginn í lagi. Ef vestfirsk mið em heppileg til sóknar þá verða Vestfirðir heppilegur búsetustaður íslendinga í framtíð- inni, eins og þeir hafa verið. Ef við getum ekki keppt, ef aðrir staðir reynast betri til sjósóknar, ef hagnað- ur veiðanna verður meiri annars staðar en á Vestfjörðum, þá mun fólk fara annað. Við sem höfum búið, og ætlum okkur að búa á þessum út- kjálkum, höfum lifað við það svo lengi að byggðirnar standi höllum fæti. Við brynjum okkur fyrir þessu og kunnum að líta á þetta þeim aug- um einum sem menn litu til álfanna áður fyrr og sögðu: Komi þeir sem koma vilja og fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu," sagði Einar Oddur. Þröstur styður kvótakerfið Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og annar tveggja formanna í nefrid sem vinnur að endurskoðun fiskveiðistjórnunar, sagðist einnig vilja byggja áfram á kvótakerfinu við stjórn fiskveiða og kom það mörgum fundarmönnum nokkuð á óvart. „Ég er þeirrar skoðunar að við megum ekki gera neinar þær breyt- ingar á stjórnkerfi fiskveiða sem kalla á snögg umskipti fyrir sjávar- útveginn. Sjávarútvegurinn þarf að fá frið. Hann verður að fá tíma og útsýni til þess að geta tekið ákvarð- anir langt fram í tímann án þess að óttast að það sé alltaf verið að breyta og skipta um þann grundvöll sem hann þarf að lifa eftir." Þröstur sagði að AJþýðuflokkur- inn hefði gert þá kröfu að á ákveðn- um tímapunkti fari útgerðarmenn að borga fyrir afnot af okkar dýr- mætustu auðlind, fiskimiðunum. Hann sagði að sá tímapunktur væri hins vegar ekki upp runninn. Fyrst þurfi að eiga sér stað endurskipu- lagning í sjávarútvegi, sem m.a. miði að því að fiskvinnslustöðvar sameinist. Jafnframt verði skuldir sjávarútvegsins að minnka. „Ég get tekið undir margt sem menn segja um gallana á aflamark- inu. Það er ekki gallalaust. Ég tel hins vegar að við eigum að viðhalda því. Við eigum ekki að fara yfir í nýtt kerfi núna, heldur að sjá hvort þetta getur ekki skilað þeim árangri sem við stefnum að,“ sagði Þröstur um kvótakerfið. Þurfum stærri fyrirtæki Þröstur sagði að menn hefðu haft tilhneigingu til að kenna kvótakerf- inu um allt sem miður hefði farið í sjávarútvegi. Hann sagði að menn yrðu að gera greinarmun á stjórn fiskveiða og almennri efnahags- stjórn í landinu. Þröstur sagði að spumingín sem menn þyrftu að velta fyrir sér væri hvort núverandi skipulag veiðanna leiddi menn út úr núverandi vanda eða hvort það hugsanlega yki á vandann. Þröstur gagnrýndi afskipti stjórn- málamanna af sjávarútveginum, en viðurkenndi að stjórnmálamenn þyrftu að búa til skipulag um stjórn veiðanna. Þeir ættu hins vegar ekki að hafa stefnu í atvinnumálum sem „ Þetta stórra fiff er ekki til frekar en önnur fiff," sagði Einar Oddur á ráöstefnunni um töframátt veiöileyfagjaldsins. Þröstur Ólafsson virö- ist vera oröinn sammála Einari Oddi. Halldór Ásgrlmsson hefur alla tíð barist gegn veiöileyfagjaldi, en stutt kvótakerfiö. Óskar Þór Karls- son, sem stendur milli Halldórs og Einars Odds, er hins vegar haröur andstæöingur kvótakerfisins. Timamynd g.e.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.