Tíminn - 27.05.1992, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 27. maí 1992
Tíminn 11
kvótakerfi fyrir kattamef og finna
nýja leið til að stýra fiskveiðunum.
Ami fiallaði vítt og breitt um
ókosti kvótakerfisins, ekki síst þá só-
un sem hann sagði kerfið stuðla að.
Hann sagði að gífurlega miklum afla
væri hent í sjóinn. Menn reyni að
hámarka knappa afkomu með því að
hirða einungis það verðmætasta úr
aflanum. Ámi tók nokkur dæmi.
Hann sagði að skipstjóri á litlum
netabáti hefði sagt sér að eftir
tveggja daga brælu hefði hann kom-
ið inn með fimm tonna afla. Fimm-
tán tonn af dauðblóðguðum fiski
hefðu farið í sjóinn. Skipstjórinn
hefði sagt sér að hann yrði að ná
sem mestum verðmætum út úr
þeim litla kvóta sem hann ætti.
Hann hefði ekki efni á að kaupa
kvóta. Annar skipstjóri hefði fengið
tíu tonn af ufsa í pokann, en þar sem
skipið átti engan ufsakvóta hefði
öllu verið hent í sjóinn. Árni sagðist
telja að afla að verðmæti 5-10 millj-
arða króna sé sóað með þessum
hætti. Árni sagðist telja að það væri
ekki hægt að laga þetta innan nú-
verandi kerfis. Eðli þess kallaði á
svona sóun.
Útgerðarmenn verða
að fara varlega með
afnotaréttinn af
miðunum
Halldór Ásgrímsson, íyrrverandi
sjávarútvegsráðherra, dró saman
niðurstöður ráðstefnunnar í lok
hennar. Hann sagðist vera sammála
þeim Einari Oddi og Þresti að best sé
að byggja áfram á kvótakerfinu við
stjórn fiskveiða. Hann sagði jafn-
framt að menn mættu ekki vera svo
þröngsýnir að halda því fram að það
megi ekki gera breytingar á því.
Kerfið sé alls ekki gallalaust. Halldór
sagði að það hefði tekið langan tíma
að koma núverandi kerfi á. Það hefði
ekki verið fullmótað þegar grunnur
var lagður að því fyrir átta árum.
Halldór sagði að menn spyrðu sig
í dag eins og Einar Oddur, hvers
vegna hefði verið fiárfest svona mik-
ið í nýjum skipum á síðustu árum
þegar markmiðið var að draga úr
sókninni. Hann sagði að ein ástæð-
an væri m.a. sú að sóknarmarkið
hefði gert það að verkum að það gat
borgað sig að kaupa ný skip. „Vest-
firðingar vildu hafa sóknarmarkið
vegna þess að þeir héldu þvf fram að
þeir myndu standa sig best í sóknar-
kerfinu, en það kom annað í ljós.
Frystitogararnir stóðu sig t.d. afar
vel í grálúðunni og unnu sér inn
nýja kvóta. Menn vildu byggja upp
samkeppni þar sem allir væru sem
jafnastir. Hvað kom út úr þeirri
samkeppni? Sumir græddu en aðrir
töpuðu. Þeir sem töpuðu voru
óánægðir, ekki síst Vestfirðingarnir
sem töpuðu hreinlega að nokkru
leyti þessum slag, slag sem þeir voru
fyrirfi'am sannfærðir um að þeir
myndu vinna," sagði Halldór og
bætti því við að margir í þeim hópi
sem vildu breyta kvótakerfinu hefðu
þá trú að þeim myndi ganga betur í
breyttu kerfi.
„Getum við farið út í þessa sam-
keppni sem fylgir sóknarstýring-
unni? Er það ekki alveg Ijóst að
sóknarkostnaðurinn mun vaxa á
nýjan leik í því? Ég er a.m.k. sann-
færður um það og þess vegna held
ég að við verðum, hvort sem okkur
líkar það betur eða verr, að byggja á
því kerfi sem hefur verið byggt upp
á undanförnum árum,“ sagði Hall-
dór.
Hann sagði að kerfið væri ekki
gallalaust eða óumbreytanlegt.
Fyrsta grein laganna um stjórn fisk-
veiða tryggi það. „Útgerðarmenn
mega ekki halda það að þeir eigi
kvótann. Þeir verða að vita það að ef
þeir fara óskynsamlega með afnota-
réttinn af miðunum þá verður hann
af þeim tekinn.
Ef útgerðarmenn myndu t.d. fara
þannig með þennan rétt að allur afli
yrði frystur úti á sjó þá yrði enginn
friður um fiskveiðistjórnunina. Út-
gerðarmenn verða því að fara gæti-
lega með þennan rétt og taka tillit til
sjónarmiða fólksins í landinu," sagði
Halldór að lokum
-EÓ
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, spuröi Einar Odd margra spurninga á fundinum, m.a. um áhrif fiskveiðistjórn-
unar á lltil byggðarlög. Þá ræddi hann nokkuö viö Þröst um afskipti stjórnvalda af atvinnumálum t.d. um aðgerðirnar haustið 1988.
gengi út á að búa til atvinnutæki-
færi. Þó slfk stefna hljómaði vel og
hefði fögur markmið þá kenndi
reynslan mönnum að hún leiddi til
ófarnaðar í langflestum tilfellum.
Þröstur velti nokkuð fyrir sér
hugsanlegum leiðum sem sjávarút-
vegurinn gæti farið út úr skuldafen-
inu sem hann situr nú í. Hann sagði
að vaxtalækkun ein og sér dygði
ekki því að 70% af skuldum sjávar-
útvegsins væru í erlendri mynt. Þó
Jóhannes Nordal væri valdamikill
gæti hann ekki lækkað vexti í er-
lendum bönkum. Gengisfelling
dygði heldur ekki, það kenndi
reynslan mönnum. Hann sagði að
eina leiðin út úr vandanum væri
innri skipulagning, þ.e. að fyrirtæki
sameinist í stærri öflugri fyrirtæki.
Hann sagði að einn meginkostur
kvótakerfisins væri framsal veiði-
heimilda. Hann sagðist hins vegar
telja að vel komi til greina að binda
eitthvað af veiðiheimildum við fisk-
vinnsluhús. Hann sagði ennfremur
að menn verði að leita leiða til að
koma í veg fyrir að sjómenn sjái sér
hag í því að henda fiski fyrir borð.
Hver á að borga
gjaldþrotin?
Þröstur ræddi ekkert um veiði-
leyfagjald, eða auðlindaskatt eins og
sumir vilja kalla þessa gjaldtöku.
Einar Oddur ræddi hins vegar nokk-
uð um hana og sagði að kenning há-
skólamanna um að aðeins með
veiðileyfagjaldi sé hægt að hámarka
virðisaukann af veiðunum væri bull
og vitleysa. Hann tók jafnframt
skýrt fram að sjávarútvegurinn eigi
að greiða eðlilegt gjald til þjóðfé-
lagsins af arði veiðanna. Hvemig
slík gjaldtaka er útfærð sé þó aðeins
tæknilegt atriði.
Hann sagði að rökin fyrir veiði-
leyfagjaldi væri ákaflega veik og aðr-
ar aðferðir við stjóm veiðanna séu
nærtækari.
„Við stöndum hér uppi með sjáv-
arútveg sem skuldar 94-95 milljarða
króna. Það verður rosalega hörð
barátta næstu árin að reyna að kom-
ast út úr þessari skuldasúpu þannig
að við lágmörkum þau gjaldþrot
sem kunna að verða. Við verðum að
lágmarka gjaldþrotin. Það gemm
við hins vegar ekki til að verja út-
gerðarmenn eða fiskverkendur,
heldur fyrst og fremst vegna þess að
þetta hagkerfi, þetta þjóðfélag í
heild, mundi aldrei standast það að
hér verði töp upp á tugi milljarða
króna. Þetta er ekki eins einfalt og
sumir halda. Það er mjög einfalt að
strika út skuldir, en bókhaldið er
tvöfalt. Það er debet við hurðina og
kredit við gluggann. Það sem einn
skuldar er eign einhvers annars.
Þetta hagkerfi þolir það hreinlega
ekki að við strikum út 30-40 millj-
arða. Hver á að tapa þeim pening-
um? Bankakerfið? Það sem banka-
kerfið á er aðeins upp í nös á ketti í
þessu dæmi. Eiga lífeyrissjóðimir að
tapa, eða olíufélögin? Nei, það getur
enginn tapað þessum peningum
öðmvísi en að hér hrynji allt. Þess
vegna verðum við einhvem veginn
að lifa þetta af og reyna með öllu
móti að koma okkur út úr þessu
feni.
„Menn sem kenna
bömum hagfræði uppi
í Háskóla...
Hvemig dettur mönnum svo í
hug að það sé aðferðin til bjargar að
leggja aukin útgjöld á þennan at-
vinnuveg sem svona hrikalega er
staddur eftir óstjóm verðbólgunn-
ar?
Menn, sem kenna bömum hag-
fræði uppi í Háskóla, hafa komið
með þá kenningu og látið hafa það
eftir sér á prenti, að það sé hægt að
gera þetta með rosafi'nu fiffi. Bara
svona,“ sagði Einar Oddur og smellti
fingmm. „Þetta á að gera með því að
fella gengið, lækka virðisaukaskatt-
inn og taka um leið upp veiðileyfa-
gjald. Samkvæmt þessari kenningu
á almenningur ekki að verða fyrir
neinu tjóni, sjávarútvegurinn stend-
ur jafnsettur, enginn þarf að borga
neitt og allt er í þessu fína.
Svona menn em snillingar.
Fyrir það íyrsta stenst þetta mgl
ekki sem reikningsdæmi. Hvað ger-
ist í einu þjóðfélagi þegar gengið er
fellt? Þá fer allur árangur okkar í
efnahagsstjórn í vaskinn, samdæg-
urs. í öðm lagi em áhrif gengisfell-
ingar á verðlag 0,5. Þetta er svona
þumalputtaregla. Ef það er borið
saman við virðisaukaskattinn þá
fæst alltaf út helmings mismunur.
Sjávarútvegurinn flytur út verð-
mæti upp á 75 milljarða. Ef gengi er
fellt um 10% kemur út úr þessu 5
milljarða gat. Ef gengið er fellt um
20% þá er gatið 10 milljarðar. Það er
sama hvernig dæmið er reiknað,
þetta stóra fiff er ekki til frekar en
önnur fiff,“ sagði Einar Oddur.
„Sjávarútvegurinn sem heild er
það skelfilega staddur að hann getur
ekki borgað veiðileyfagjald í dag, en
sem betur fer em til mörg fyrirtæki
sem geta borgað veiðileyfagjald,"
sagði Þröstur og minnti á mikil við-
skipti með kvóta milli fyrirtækja.
„Ég held hins vegar að það sé ekki
hægt að búast við því að sjávarút-
vegurinn sem heild geti skilað nein-
um stómm fúlgum inn í ríkissjóð á
næstu ámm, því miður. Hann er of
illa farinn til þess,“ sagði Þröstur.
Skiptir máli hver á
kvótann?
Yfirskriftin á ráðstefnunni var
„Lendir kvótinn hjá Kolkrabban-
um?“ Þessari spumingu var ekki
mikið velt upp á fundinum. Spum-
ingin var léttvæg í huga Einars Odds
og hann sagði einfaldlega að sér
væri alveg sama hver ætti sjávarút-
vegsfyrirtækin svo lengi sem þau
væm stór og öflug og gætu keppt á
erlendum markaði. Hann tók fram
að hann vildi að fyrirtækin væm í
eigu íslendinga. Þröstur sagði að
það væri ekkert í núverandi kvóta-
kerfi sem kæmi í veg fyrir að kvót-
inn kæmist í eigu Kolkrabbans.
Hann sagðist hins vegar alls ekki
vilja banna framsal veiðiheimilda.
Hér sé einfaldlega um áhættu að
ræða sem menn verði að taka. Fyrir-
tækin verði að stækka og þau minni
og óhagkvæmu verði að hverfa úr
rekstri.
Er afla hent fyrir
5-10 milljarða?
Árni Gíslason og Óskar Þór Karls-
son, frá nýstofnuðu félagi um nýja
sjávarútvegsstefnu, fluttu einnig
ræður á fundinum. Félagið stefnir
að því að halda landsfund í júlímán-
uði þar sem endanlega verður geng-
ið frá stofnun félagsins. Það hefur
þegar opnað skrifstofu að Suður-
landsbraut 12 í Reykjavík. Félagið
hefur haldið fundi víða um land þar
sem félagið hefur verið kynnt. Mark-
mið félagsins er að koma núverandi
Marteinn Friðriksson og Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður.