Tíminn - 27.05.1992, Qupperneq 14
14 Tíminn
Miövikudagur 27. maí 1992
Gæðaátak íslenskra sjávarafurða hf.
á Vopnafirði:
Góðurer
hamstein
bnuriim
Fré Halll Magnússynl, fréttarltara Tímans é VopnaflrAI.
„Geysilega er steinbíturinn góður.“ „Og ekki eru þorskréttimir síðri.“ At-
hugasemdir sem þessar gaf að heyra frá ánægðum starfsmönnum Tanga hf.
á Vopnafirði, þegar þeir höfðu bragðað á ljúffengum fískréttum Hilmars B.
Jónssonar meistarakokks. Fiskréttimir vom unnir úr hráefni, sem farið
hafði áður um hendur starfsmannanna daginn áður.
Einar Björn Kristbergsson, gjaldkeri Ungmennafélagsins Einherja, tekur við íþróttastyrk íslenskra
sjávarafurða hf. úr hendi Elínar Þ. Þorsteinsdóttur, markaðs- og kynningarfulltrúa fyrirtækisins. ís-
ienskar sjávarafurðir veita samtals eina milljón kr. í styrki til íþróttafélaga víðs vegar um landið.
Tímamynd HM
Það var kærkomin tilbreyting hjá
starfsfólki Tánga hf. á Vopnafirði,
þegar fulltrúar íslenskra sjávaraf-
urða hf. komu í heimsókn í tilefni
„Gæðaátaks 1992“. íslenskar sjávar-
afurðir hf. eru söluaðili fyrir Tánga
hf. og því skiptir miklu máli fyrir
báða aðila að fiskurinn, sem unninn
er í frystihúsi Tanga hf., sé fyrsta
flokks og unninn á þann allra besta
máta sem kostur er. Reyndar hefur
fiskurinn, sem unninn hefur verið í
frystihúsinu á Vopnafirði, lengi ver-
ið rómaður sem úrvals vara, en góð
vísa er aldrei of oft kveðin, þegar um
er að ræða vöruvöndun í freðfiskút-
flutningi.
En hverfum aftur að Gæðaátaki
1992 á Vopnafirði. Hefðbundin
vinna og vinnsla í Tánga hf. lá niðri
þann eftirmiðdag sem Elín Þor-
steinsdóttir, markaðs- og kynning-
arfulltrúi íslenskra sjávarafurða hf.,
Friðrik Blomsterberg og meistara-
kokkurinn Hilmar B. Jónsson komu
í heimsókn. Þessi föngulegi hópur
er á hringferð um landið, þar sem
þau heimsækja þá 27 aðila sem falið
hafa íslenskum sjávarafurðum hf.
sölu á frystum sjávarafurðum sín-
um. Tilgangurinn er að opna um-
ræðu meðal starfsfólks og stjórn-
enda fiskvinnslufyrirtækjanna um
mikilvægi gæða og staðlaðra vinnu-
bragða við fiskvinnsluna.
Það var Elín, sem hóf Gæðaátak
1992 á Vopnafirði með því að af-
henda Einari Birni Kristbergssyni,
gjaldkera Ungmennafélagsins Ein-
herja, ávísun að upphæð 30 þúsund
kr., en íslenskar sjávarafurðir hf.
veita íþróttafélögunum á þeim stöð-
um þar sem framleiðendur á vegum
sölulyrirtækisins starfa, slíkan
íþróttastyrk. Að afhendingunni lok-
inni hóf Elín kynningu á sölustarfi
íslenskra sjávarafurða hf. erlendis
með hjálp litskyggna.
Á meðan þessu fór fram var Hilmar
B. Jónsson meistarakokkur á þön-
um í eldhúsinu að elda ofan í starfs-
fólk Tanga hf., sem tók hraustlega til
matar síns að erindi Elínar loknu.
Munnvatnið rann enn í stríðum
straumum eftir málsverðinn, þegar
Friðrik Blomsterberg áréttaði gildi
hreinlætis og vandaðra vinnubragða
við fiskvinnsluna, staðreyndir sem
starfsfólk Tanga hf. er vel meðvitað
um. En það er alltaf gott að láta
minna sig á þessar staðreyndir með
réttum og vel útfærðum skýringum,
byggðum á ítarlegum rannsóknum.
En veislunni var ekki lokið. Rúsín-
an í pylsuendanum var sýnikennsla
Hilmars B. Jónssonar, sem af sinni
alkunnu snilld kenndi viðstöddum
að matreiða fylltar fiskirúllur með
rækjufarsi. Reyndar runnu fiskirúll-
urnar ljúflega niður í maga Vopn-
firðinganna að sýnikennslunni lok-
inni. Á meðan Hilmar B. Jónsson
matreiddi, undirstrikaði hann nauð-
syn vandaðra vinnubragða með því
að segja frá reynslu sinni við mark-
aðssetningu íslenskra sjávarafurða
hf. í Bandaríkjunum. Sagan var
áhrifarík og smellin, en full alvöru.
Hilmar sagði frá því, þegar hann var
að segja mikilvægum kaupendum
frá kostum íslensks fisks og vand-
aðra vinnubragða, sem tryggðu góð-
an, beinlausan fisk. Á meðan var
fiskréttur úr íslenskum gæðafiski,
fallegum hnakkastykkjum, ætlaður
verðandi kaupendum, að bakast í
ofni. En viti menn! Fyrsti munnbiti
forstjórans var yfirfullur af sting-
andi beinum, sem einhverjum
kærulausum starfsmanni einhvers
frystihúss á íslandi hafði yfirsést.
Þetta var ekki besta leiðin til að
kynna íslenskan fisk, og var greini-
legt að starfsfólk Tanga hf. gerði sér
fullkomna grein fyrir því. Það er því
nokkuð öruggt að engin bein finnast
í þeim hnakkastykkjum, sem unnin
verða á Vopnafirði í sumar.
Hiimar B. Jónsson meistarakokkur og Elín Þ. Þorsteinsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi íslenskra
sjávarafurða hf., skenkja starfsfólki Tanga hf. Ijúffenga sjávarrétti. Tímamynd HM
íslenskur fiskur í úflandinu:
Gæðaátak 1992
á Fáskrúðsfirði
Gæðaátak 1992, kynningarher- yfir atríði, sem varða gæðamál og
ferð íslenskra sjávarafurða, gæðakröfuroghvaðhelstbæriað
stendur nú sem hæst Sl. mánu- rækja við framleiðslu á matvæl-
dag voru fulltrúar fyrirtæidsins á um. Hilmar B. Jónsson eidaði
ferð á Fáskrúðsfirði, en þeir síðan Ijúffenga fiskrétti, sem við-
munu meðan á átakinu stendur staddir neyttu að fundi loknum.
heimsækja 27 framlelðendur, Á Fáskrúðsfirði var sl. haust
sem falið hafa íslenskum sjávar- byijað að byggja íþróttahús og
afurðum að selja afurðir sínar er- verður unnið að því verid í sum-
lendls. ar, Árið 1986 stofnaði Kaupfélag
Gæðaátak 1992 á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfjarðar verðhyggðan
hófst með því að Benedikt reikning við inniánsdeild félags-
Sveinsson, framkvæmdastjóri ins. Inni á reikningnum voru
íslenskra sjávarafurða, afhenti 200 þús. kr. til styrktar íþrótta-
Ingóifi Hjaltasyni, formanni húsbyggingu á staðnum. Inni á
Ungmennafélagsins Leiknis, 30 reikningnum standa nú tæpar
þúsund kr. styrk til fþróttastarf- 500 þúsund kr. og hefur Gísli
semi félagslns. Þetta er í annað Jónatansson kaupfélagsstjóri nú
sinn sem fyrirtækið styridr afhent Grétari Arnþórssynl, for-
Leikni. manni byggingamefndar fþrótta-
Benedikt kynnti síðan starfsemi hússins, reikninginn tii ráðstöf-
íslenskra sjávarafurða, en að því unar vegna byggingarinnar.
loknu fór Friðrik Blomsterberg —sá
Hvað viltu
í pottinn,
góði?
Fré Halll Magnússynl, VopnaflrAI
„Hyað viltu nú í pottinn, góði
minn? Þorsk eða ýsu? Þú getur svo
sem fengið grálúðu eða karfa, en
það er nú varla mannamatur hér á
íslandi, þó útlendingar belgi sig
fulla af þessháttar kvikindum."
Eitthvað á þessa leið á hún Þor-
gerður Jósepsdóttir til með að segja,
þegar fólk kemur niður í frystihús
að ná sér í sporð í soðið. Það gengur
nefnilega oftast þannig fyrir sig á
Vopnafirði, að soðningin er sótt nið-
ur í frystihús þar sem Þorbjörg af-
greiðir fiskinn af röggsemi.
Ef ætlunin er að fá ferskan fisk í
matinn, fer matseðillinn eftir því
sem verið er að vinna að í það og það
skiptið. Stundum fæst úrvalsgóður
steinbítur, en oftar ýsa eða þorskur.
Ef hráefnið, sem er verið að vinna,
hæfir ekki smekk kokksins, þá er
bara að fá sér frystan úrvals útflutn-
ingsfisk úr frystigeymslunni.
Vopnfirðingurinn Þorgeröur Jósepsdóttir í Tanga hf. skenkir
þorsksporð í soðið handa blaðamanni Tímans. Tímamynd HM