Tíminn - 27.05.1992, Side 16
16 Tíminn
Miðvikudagur 27. maí 1992
MINNING
Jens Þorkell Halldórsson
Fæddur 1. apríl 1922
Dáinn 10. maí 1992
Ýtu-Keli er horfinn af sjónarsviði
samferðamanna. Hann varð bráð-
kvaddur að heimili sínu hinn 10. maí
s.l. Á hljóðlátan hátt var hann kvadd-
ur af vettvangi mannlífsins til ann-
arrar tilveru.
Þorkell Halldórsson var fæddur 1.
apríl árið 1922 í Súðavík. Foreldrar
hans voru Halldór Guðmundsson og
Sigrún Jensdóttir. Þorkell var elstur
sjö alsystkina, sem öll fæddust á ár-
unum 1922-1932. Yngstir voru tví-
burabræðumir Óskar og Guðmund-
ur, en systurnar heita Olafía, Karól-
ína, Anna og Sigrún. Auk þess var
hálfsystir, Elísabet, fædd 1910, sem
ólst upp hjá Halldóri föður sínum.
Uppvaxtarárin vom erfið og fátækt
mikil. Halldór Guðmundsson var
formaður verkalýðsfélagsins á Súða-
vík og það var á þeim tíma látið bitna
á honum í sambandi við vinnu. Sig-
rún missti heilsuna og svo fór að
heimiiið sundraðist. Þorkell fór til
séra Ólafs Ketilssonar í Hvítanesi við
ísafjarðardjúp og fermdist þaðan.
Fimmtán ára gamall fór Þorkell til
Akureyrar til móðursystur sinnar og
hugðist fara að vinna við húsgagna-
bólstmn, sem maður hennar rak.
Þorkell var táplítill og heilsuveill og
þoldi illa ryk úr gömlum húsgögn-
um. Læknir ráðlagði honum að fara
í sveitina, sem varð til þess að hann
hélt norður í Þingeyjarsýslu og
komst að Vogum í Kelduhverfi til
Þórarins Þórarinssonar og Jóhönnu
Haraldsdóttur, þar sem hann átti
heima næstu árin. Reyndust þau
Þorkeli afburðavel og var honum
jafnan síðan kær minningin um
Kelduhverfið og fólkið þar.
Haustið 1946 hélt Þorkell vestur í
Skagafjörð í bændaskólann á Hól-
um, þar sem hann stundaði nám
næstu tvo vetur, en var kaupamaður
sumarið á milli. Veturinn 1948-49
var hann fjósamaður á Hólum, en
hóf vorið 1949 að vinna hjá Ræktun-
arsambandi Skagfirðinga á jámhjól-
atraktor og síðan á jarðýtu um
haustið. Hjá þessum vinnuveitanda
starfaði hann síðan tæp 40 ár sem
ýtumaður númer 1. Ræktunarsam-
bandið gerði síðast út vélar sumarið
1988, en sumarið 1989 var hið sein-
asta sem Þorkell vann á ýtu. Einung-
is féllu úr tvö sumur, þegar Keli bjó í
Þýskalandi. Mér er til efs, að nokkur
maður á íslandi hafi unnið Iengur á
jarðýtu en Þorkell, enda fékk hann
snemma viðurnefnið Ýtu-Keli og bar
það með sóma.
Þorkell sagði stundum í gamni, að
hann hefði verið aprílgabb aldarinn-
ar (fæddur 1. apríl) og hann gerði
jafnan nokkuð til að standa undir
þeim titli. Gamansemi hans og frá-
sagnarhæfileiki var svo einstakur, að
hans mun verða minnst og til hans
vitnað í marga áratugi eftir að hann
er horfinn af sjónarsviðinu. Ýtu-Keli
var orðinn þjóðsagnapersóna í lif-
anda lífi og hann mun verða þjóð-
sagnapersóna um langa framtíð.
í starfi sínu sem ýtumaður hjá
Ræktunarsambandinu fór Keli um
ALMENNUR
SENDIBIFREIÐAAKSTUR
FYRIR RÍKISSPÍTALA
Tilboð óskast í almennan sendibifreiðaakstur fyrir Ríkisspítala. Útboðs-
gögn verða afhent á skrifstofu vorri í Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboö
verða opnuð á sama stað kl. 11:00 f.h. þann 12. júní 1992 I viðurvist við-
staddra bjóðenda.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK
(blaðbera vantar
víðsvegar um borgina
og á Seltjarnarnesi
allan Skagafjörð og braut land til
ræktunar hjá bændum. Þeir munu
fáir bæimir í Skagafirði, þar sem
Keli hefur ekki unnið og hróður
hans sem ýtumanns og frásagnar-
manns var slíkur, að fólk á bæjunum
beið með óþreyju eftir að hann
kæmi. Það var venja að tveir menn
ynnu saman á vél og skiptu sólar-
hringnum í átta tíma vaktir. Ég hef
grun um að lítið hafi orðið um svefn
hjá Kela sumar frívaktimar, þegar
hann var kominn vel á strik eftir
matinn með frásögur og fékk ausið
af sagnabrunni sínum svo að fólk
veltist um af hlátri. Þannig ferðaðist
Keli bæ frá bæ, alltaf ferskur á hverj-
um nýjum stað.
Ég kynntist Kela iítillega sem
ungur drengur. Þá var hann heima
að vinna á „stóm ýtunni", TD14, lík-
lega um hálfsmánaðar skeið. Vélin
var húslaus og með breiðu sæti svo
hægt var að taka farþega. Ég kom
stundum vappandi út í flagið, þegar
Keli var að herfa, og hann var fljótur
að stansa og bjóða mér að sitja í. Það
var mikið ævintýri. Löngu síðar
vann ég tvö sumur með Kela á jarð-
ýtu. Hið fýira í vegagerð austur á
Fjarðarheiði, en seinna sumarið í
Skagafirði. Frá þessum tíma em
margar skemmtilegar minningar.
Keli var í miklu áliti fyrir austan og
Austfirðingar vitnuðu lengi síðan í
„Skagfirðingana".
Þorkell kvæntist árið 1954 þýskri
stúlku, Eriku Thienelt, f. 31. júlí
1927, frá Lebus í austurhluta Þýska-
lands. Fjölskylda hennar flúði til
vesturhlutans í stríðslokin, áður en
Rússarnir komu, og Erika fór síðan
til íslands í atvinnuleit, ásamt mörg-
um öðmm þýskum stúlkum eftir
stríðið. Hún gerðist ráðskona í Borg-
argerði í Norðurárdal í Skagafírði og
þar kynntust þau Þorkell fyrst. Þau
stofnuðu sitt heimili á Sauðárkróki
og bjuggu þar alla tíð, að undan-
skildum ámnum 1961-1963, sem
þau áttu heima í Þýskalandi í þorp-
inu Dahles Sauerland í Westfalen.
Þar starfaði Þorkell í verksmiðju, en
undi lítt þeirri vinnu og fjölskyldan
kom aftur til Sauðárkróks. Erika var
mikil ágætiskona, en átti löngum við
vanheilsu að stríða og lést fyrir aldur
fram hinn 17. október árið 1970.
Hún tók sér nafnið Eirika Alfreðs-
dóttir eftir að hafa fengið íslenskan
ríkisborgararétt.
Þorkell og Erika eignuðust þrjú
mannvænleg börn. Þau em: Örn Er-
hard, f. 7. sept. 1953, búsettur á
Sauðárkróki; Ema Anna, f. 20. ágúst
1955, og Katrín, f. 7. maf 1964, sem
báðar em búsettar syðra. Auk þess
átti Þorkell tvö böm fyrir hjónaband:
Ósk Þorkelsdóttur, f. 28. ágúst 1945,
búsetta á Húsavík; og Sævar Jens-
son, f. 1. febrúar 1949. Hann tók út
af vélbátnum Gjafari VE út af Ing-
ólfshöfða og dmkknaði 7. mars
1980.
Keli sagði einhvern tímann við
mig, að hefði hann ungur átt kost á
menntun, hefði hann trúlega farið í
leiklistamám. Ég er ekki í nokkmm
vafa um að þá mundi íslenska þjóðin
hafa eignast einhvem sinn ástsæl-
asta gamanleikara. En þessa varð
ekki auðið. Leiksvið hans varð ekki á
fjölum Þjóðleikhússins og Þorkell
mátti reyna marga erfiðleika í lífinu,
en skaplyndi hans og skemmtunar-
hæfileiki gerði hann að sínu leyti að
hamingjumanni. í umferðarvinnu
sinni varð hann nánast heimilisvin-
ur á hverjum bæ í Skagafirði.
Nú heyrum við ekki lengur sög-
umar hans Kela og mannlífið á
Króknum er dálítið fátækara eftir.
En minningin lifir um góðan dreng
og félaga, sem jafnan vakti glaðværð
og var hvarvetna aufúsugestur.
Ég votta börnum og öðmm ást-
vinum mína innilegustu samúð.
Hjalti Pálsson
Opið bréf frá félagi
íslenskra námsmanna
í Bergen og nágrenni
Bergen, 20. maí 1992
Herra Ólafur G. Einarsson
menntamálai áðherra.
Við námsmenn í Bergen mótmæl-
um hér með öllum þeim breytingum,
sem skerða afkomumöguleika okkar
enn frekar en orðið er.
Ber þar sérstaklega að nefna
ákvæði 6. greinar um að lán skulu
ekki afgreidd fyrr en námsmaður hef-
ur sýnt fram á námsárangur. Þetta
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNID ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
þýðir að námsmenn verða að fram-
fleyta sér á lánsfé frá öðrum lána-
stofhunum þar til námsárangur ligg-
ur fyrir. í mörgum tilfellum getur hér
verið að ræða um eitt, tvö og jafnvel
þrjú námsmisseri. Þetta hefúr í för
með sér aukinn kostnað fyrir náms-
menn og minna fé til framfærslu.
Með því að þvinga námsmenn til við-
skipta við almennar lánastofnanir
hefur ráðherra jafnframt brotið gegn
tilgangi laga um lánasjóðinn, um að
jafna aðstöðu til náms, því Ijóst er að
námsmenn hafa misgóðan aðgang að
fjársterkum ábyrgðarmönnum.
Rökin, sem ráðherra beitir fyrir
þessari grein, eru að illa gangi að inn-
heimta lánsfé af námsmönnum sem
ekki sýna fullnægjandi námsárangur.
Það ætti öllum að vera Ijóst að hér er
um framkvæmdavandamál innan
LÍN að ræða, og ber ráðherra að leysa
það vandamál innan veggja LÍN, en
ekki með óréttlátri lagasetningu sem
kemur illa við þá sem síst skyldi.
Við biðjum ráðherra að íhuga það
hvort hann sjálfur mundi sætta sig
við þau kjör, sem hann nú býður
námsmönnum upp á með lagasetn-
ingu þessari, og fengi laun sín greidd
í þinglok, ef árangur af starfi hans
hefur verið fullnægjandi.
Góður ráðherra er beðinn um að
gleyma því ekki að hann er ráðinn til
starfa af þjóðinni allri meðal annars
og ekki síst til að standa vörð um
hagsmuni námsmanna. Nú hefur
hann tækifæri til að sýna að hann er
starfi sínu vaxinn og verðskuldar að fá
laun sín greidd fyrirfram.
Fyrir hönd íslenskra námsmanna í
Bergen
Sigurður Þór Jónsson
Þorkell Magnússon
Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráöherra.
Lesemhir yrkjn
BUSLUBRAGUR
Frægt fágæti
Kraftlaus erki sonur sæll
situr lands d tróni.
Vill nú gerast þýskur þræll
þystur mannorðs róni.
Þetta frœga fdgæti
falskan texta semur.
Ddir eigið dgæti
öðrum mönnum fremur.
Sveinn Björnsson
frá Heykollsstöðum