Tíminn - 06.06.1992, Qupperneq 2

Tíminn - 06.06.1992, Qupperneq 2
2 Tíminn Laugardagur 6. júní 1992 Mikill óútskýrður launamunur meðal VR-fólks er bæði milli kynja og eftir búsetu: Vantar skýringu á 20-35% hærra tímakaupi karlanna Fiskvinnslukonur eru einu konumar innan ASÍ sem fá ekki lægra tímakaup en starfsbræður þeirra, og raunar er kaup ófagiærðs verkafólks í heildina litið sáralítið háð kyni eða búsetu. Allt annað er hins vegar uppi á teningnum meðal afgreiðslufólks og skrifstofu- fólks. Þar er að finna mikinn launamun sem erfitt er að finna aðra skýringu á en kynferði. Og þar kemur einnig í Ijós töluverður launa- munur á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Mynd 5.11 Greitt tímakaup afgreiðslufólks skv. lfkani 5.3 Af einhverjum óútskýranlegum ástaeðum hafa karlar við afgreiðslu- störf um 37% hærri laun en konur á höfuðborgarsvæðinu og 20% hærri á landsbyggðinni. Og það sama á við um 25% hærri laun skrifstofukarla en skrifstofukvenna bæði í Reykja- vík og á landsbyggðinni. Þetta er meðal þess sem í ljós kom í rannsókn sem Eiríkur Hilmarsson vann á vegum Kjararannsóknar- nefndar og úr upplýsingum sem nefndin hefur um nærri 5 þúsund fastráðna starfsmenn fyrirtækja á al- menna vinnumarkaðnum á 3. árs- fjórðungi 1990. Markmiðið segir hann m.a. það að leita skýringa á því af hverju tekjur kvenna eru að jafn- aði lægri en tekjur karla og að reyna að varpa Ijósi á þætti sem áhrif hafa á launaþróunina. Ýmsar fyrri kannanir meðal fólks í fullu starfi hafa leitt í Ijós að karlar hafa kringum 65-70% hærri heild- artekjur en konur. Þennan mun seg- ir skýrsluhöfundur álíka í nágranna- löndum okkar og raunar í flestum ríkjum Vesturlanda. Af hverju er svo þessi munur? Eiríkur lítur fyrst til ófaglærðs verkafólks. Rannsóknin leiddi í ijós að vikukaup verkakarla var 64% hærra en verkakvenna. Meginskýring þessa launamunar reyndist sú að bæði var vinnuvika karlanna að jafnaði helmingi lengri (50%) og yfirvinnutímar þeirra helmingi fleiri. Þegar tekið hefur verið tillit til þessa kemst skýrslu- höfundur að þeirri niðurstöðu að á heildina litið séu laun verkafólks ekki háð kyni. Karlarnir hafi að vísu um 15% hærra hreint tímakaup. En þann mun bæti konurnar upp með miklu hærri bónusgreiðslum, sem er nær fjórðungurinn (23%) af heildar- tímakaupi þeirra. Þar sem fyrst og fremst er um bónusgreiðslur að ræða í fiskvinnslu er niðurstaðan sú, að það er eina starfsgreinin þar sem konurnar standa körlunum fyllilega jafnfætis í greiddu tíma- kaupi. Aðrar verkakonur mega sæta því að standa skör lægra en starfs- bræður þeirra. Sá munur er hins vegar hégómi miðað við þann mun sem í Ijós kom meðal afgreiðslufólks. Karlar við af- greiðslustörf höfðu að jafnaði 73% hærri vikutekjur en afgreiðslukon- ur. Mismunandi vinnutími skýrir muninn að miklum hluta en langt frá allan. Á 3. ársfjórðungi 1990 var greitt tímakaup afgreiðslukvenna að jafnaði 314 kr. en afgreiðslukarla 414 kr., eöa 32% hærra. Munurinn felst í því að launamunur er mjög lítill meðal afgreiðslukvenna. Aðeins 10% þeirra höföu tímakaup yfir 360 kr., en hins vegar helmingur karl- anna og um 10% þeirra hafði m.a.s. tvöfalt hærra tímakaup og einstaka upp undir 1.000 kr. Laun afgreiðslufólks voru mjög mismunandi eftir tegundum versl- ana. Langhæst var það í heildversl- un þar sem karlar höfðu um 68% hærra tímakaup en konurnar (560 kr. á móti 330 kr.) og í bflavarahluta- verslunum, þar sem eingöngu karl- ar eru við afgreiðslu. Hins vegar var tímakaupið lægst og Iaunamunur- inn minnstur (320/300) í dagvöru- verslunum og þar eru konur líka yf- irgnæfandi hluti (84%) starfs- manna. Meðal afgreiðslukarla hefur búseta einnig áhrif. Afgreiðslukarlar í Reykjavík hafa jafnaðarlega 10% hærra kaup en starfsbræður þeirra úti á landi. Aldur hefur einnit töluvert áhrif — þ.e. hjá körlunum. Tímakaup þeirra tvöfaldast að meðaltali frá tánings- aldri og fram á fertugsaldur, þegar þeir ná hátindinum í launum. Hjá konunum er tímakaupið nánast það sama allar götur frá 20 ára aldri og út starfsævina. Að teknu tilliti til allra þessara þátta verður niðurstaðan sú að skýr- ingu skortir á 37% hærra tímakaupi afgreiðslukarla en kvenna á Reykja- víkursvæðinu og samsvarandi 20% launamun úti á landi. Á skrifstofum ná karlar að jafnaði 59% hærra vikukaupi en konur. Að teknu tilliti til mismunandi vinnu- tíma stendur eftir 27% óútskýrður launamunur. Skrifstofufólk er að jafnaði með 18% hærra tímakaup á Reykjavíkursvæðinu en á landsbu- yggðinni — og það á bæði við um karla og konur. Áð öðru leyti kemur um margt fram svipaður munur meðal skrifstofufólks og afgreiðslu- fólks. Fram undir miðja starfsævina færir hækkandi aldur körlum mun meiri launahækkanir en konum. Karlar eru fleiri í stjórnunarstöðum og stöðum sérfræðinga, sem talið er að skýri Iaunamuninn að hluta. Nið- urstaða skýrsluhöfundar er sú að þegar hann hefur tekið tillit til ald- urs, búsetu og stjórnunarstöðu eru karlarnir að jafnaði með 25% hærra tímakaup en konurnar. - HEI Fyrsti aðalfundur SÍS, eftir að Sambandinu var breytt í eignarhaldsfyrirtæki, var haldinn í gær. Guðjón B. Ólafsson: Lánastofnanir hafa ekki tapað krónu á Sambandinu Á aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga sem haldinn var í gær kom fram að tap félagsins, ásamt dótturfyrirtækjum, á síðasta ári nam um 1,3 milljarða króna, en á móti kemur hagnaður af sölu eigna 952 milljónir, þannig að halli samkvæmt samstæðu-rekstrarreikningi er 368 milljónir. Frá aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga í gær. Sigurður Mark- ússon stjórnarformaður í ræðustóli. Guðjón B. Ólafsson segir að skuld- irnar séu enn það miklar að ekki ná- ist arður út úr eignunum og því verði að vinna enn harðar í því að selja þær. Aðalfundurinn er sá fyrsti eftir að Sambandinu var breytt í eignarhaldsfyrirtæki, en það var gert í upphafi árs 1991. „Það sem stendur upp úr á þessum tímapunkti er að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika Sambandsins, þá hafa lánastofnanir og lánveitendur yfir höfuð ekki tapað krónu á viðskipt- um sínum við Sambandið, en fjöl- margir samkeppnisaðilar í ýmsum greinum hafa horfið og orðiö gjald- þrota. Þar hafa einstaklingar, fyrir- tæki og lánastofnanir tapað millj- ónahundruðum, en Sambandið og tengd fyrirtæki hafa staðið við sitt. Það þýðir kannski um leið að hér eru vandamálin ennþá til að glíma við þau, en þau hafa ekki horfið með því að menn hafi lent í gjaldþroti eða verið hlaupið frá þeim,“ sagði Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam- bandsins, í samtali við Tímann. í ræðu sinni við upphaf aðalfundar Sambandsins í gær fjallaði Guðjón B. ólafsson um vandamál Sam- bandsins, en skuldir þess og dóttur- fyrirtækja eru gífurlegar. „Vanda- málið er og hefur verið of miklar skuldir Sambandsins og að ein- hverju leyti nýju hlutafélaganna Enn sem komið er, þó að fyrirtækið eigi enn talsvert eigið fé, eða um 1,5 milljarða, þá skila eignir Sambands- ins ekki nægilegum arði. Þær bera fjármagnskostnað af fullum þunga, en arðsemi vantar á móti. Þess vegna er það mjög nauðsynlegt fyrir Sambandið að halda áfram að selja eignir. Málið er svona einfalt," sagði Guðjón B. Ólafsson í samtali við Tímann. Hann sagði ennfremur að allt rekstrarumhverfi í landinu hefði verið mjög óhagstætt og það væru fá fyrirtæki í landinu sem teldust með viðunandi afkomu á síðasta ári. Sambandið hefur markað þá stefnu að það selji sig út úr meiri- hluta eða helmingseign nýstofnaðra hiutafélaga og eftir nýafstaðinn að- alfund verður engin breyting á því. „í dag er verið að vinna að sölu á fleiri hlutabréfum í Samskipum, en þegar hafa verið seld hlutabréf í því fyrirtæki fyrir um 100 milljónir króna og síðan verður, eftir því hvernig markaður þróast, gengið í hvert félagið af öðru og hlutar í því seldir." Sala á hlutabréfum Sam- bandsins í Olíufélaginu er enn í fullum gangi og þá er Sambands- húsið enn á sölulista og sagði Guð- jón að það væri unnið á fullu í þess- um málum. Samkvæmt rekstrarreikningi var tap dótturfyrirtækjanna á síðasta ári um 620 milljónir króna og er mest hjá Miklagarði hf. eða um 396 milljónir, þó verulegur árangur hafi náðst á síðasta ári í að rétta þá ein- ingu af. „Góðu fréttirnar eru þær að stærsta vandamálið hjá okkur, Mikligarður hf., hefur sýnt, í krón- um talið, mesta bót. Þar eru nú í gangi aðgerðir sem eru áfram að skila verulegum árangri, það er sókn í sölu, mikil lækkun á öllum kostnaði og á þeim bæ er harðsnúið liö og duglegt að vinna að því öllum árum að snúa því fyrirtæki á rétta braut,“ sagði Guðjón B. Ólafsson. Heildareignir Sambandsins námu í árslok 6.380 milljónum króna sem eru að langmestum hluta saman- settar af eignarhlutum í dótturfyrir- tækjum, eða um 4.295 milljónir króna. Skammtímaskuldir námu 3.383 milljónum, lækkuðu frá ár- inu áður og námu langtímaskuldir nú 1.294 milljónum króna. Eigið fé Sambandsins rý’rnaði sem nemur 261 milljón frá árinu áður. Heildar- velta Sambandsins, kaupfélaga og nýstofnaðra hlutafélaga nam 66 milljörðum króna og er veltuaukn- ing frá árinu áður 5%. Þá er ekki talin með velta hlutdeildarfélaga svo sem eins og Oíufélagsins o.fl., auk dótturfýrirtækja kaupfélaga. Guðjón sagði að afkoma fyrirtæk- isins eftir skipulagsbreytingarnar væri afskaplega svipuð frá árunum áður. Það væri þó athyglisvert að rekstrarafkoman hefði lítið breyst á síðustu þremur árum. „Það er út af fyrir sig barnaskapur að búast við einhverjum töfrabrögðum þó að skipulagi væri breytt. Ég benti alltaf á að þótt skipulaginu yrði breytt þá myndu skuldirnar ekki hverfa og það myndu ekki eiga sér stað nein töfrabrögð í rekstrinum og ég held að reynslan sýni það. Ég ætla ekki að tímasetja það hvenær Sambandð verði endanlega búið að rétta úr kútnum, en maður verður að von- ast eftir því að efnahagslífið hér á landi fari ekki alveg í rúst. Ef það gerir það ekki þá held ég að Sam- bandið hafi jafna möguleika á að standa fyrir sínu í framtíðinni," sagði Guðjón B. Ólafsson að lokum. Á fundinum var kjörin ný stjórn og var Sigurður Markússon endurkjör- inn stjórnarformaður. Aörir í stjórn voru kjörnir Þorsteinn Sveinsson, Þórir Páll Guðjónsson, Þórhalla Snæþórsdóttir, Jón E. Alfreðsson, Sigurður Kristjánsson og Jóhannes Sigvaldason. í varastjórn voru kjörnir Gísli Jónatansson, Birna Bjarnadóttir og Egill Olgeirsson. -PS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.