Tíminn - 06.06.1992, Side 8

Tíminn - 06.06.1992, Side 8
8 Tíminn Laugardagur 6. júni 1992 Spádómar í nútímanum: Það gerist alltaf eitthvað gott líka Alice niðursokkin í skilaboð spilanna. Tlmamynd Árni Bjarna Spádómar bæöi skemmta mönnum og rugla þá í ríminu. Þeir eru ævaforn iðja og virðist ætla að vera sígild. Framtíðin er sögð fyrir jafnt í Biblíunni, Is- lendingasögununum sem og suður- amerískum nútímaskáld- sögum og enginn getur flúið þá. Alice Ege Larsen er ein þeirra spákvenna hér á landi sem auglýsir þjón- ustu sína f blöðunum og tekur á móti viðskiptavin- unum á heimili sínu. Hún er dönsk en fluttist hingað til landsins 16 ára gömul þegar móðir hennar giftist íslenskum manni. Dulrænir hæfileikar leynast í ættinni enda und- an sfgaunum runnin. Alice var aðeins tveggja ára þegar tók að bera á hæfileikum hennar: „Ég sá ýmislegt fyrir sem gerðist svo klukkutíma síðar," seg- ir Alice. Nú spáir Alice í bolla og spil fyrir fólk og hún getur einnig lesið framtíðina úr augum þess. Einu sinni spáði hún líka í tarot-spil en þá tóku vondir draumar að sækja á hana svo hún lagði það af. Sömu viðskiptavinimir leita til hennar aftur og aftur og er kvenfólk í meirihluta. Spádómamir em teknir upp á kassettur svo viðskiptavinimir geti átt hann um aldur og ævi og beðið eftir að hann nái fram að ganga. „Það eru margir búnir að gráta hjá mér eftir að ég er búin að spl Ég sé stundum vonda hluti og þá segi ég ekki alltaf en bara að fólk ætti að gæta sín,“ segir Alice. „Það gerist allt- af eitthvað vont en það gerist líka alltaf eitthvað gott hjá öllum. Það er það sem ég er að reyna að segja þeim sem koma til mín.“ Svo tekur hún upp spil- in og spáir mér dóttur og dauða, sorg og mikilli ást. Spámennimir í Biblí- unni eru ekki líkir spákon- unum sem sitja yfir spilum í eldhúsunum sínum í dag. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöll- um í Kjós, segir Jesaja og Jeremía ekki vera að segja fyrir um framtíðina heldur að vara við afleiðingum stjómmálaskoðana kon- unganna, t.d. ef réttlætið nái ekki fram að ganga í þjóðfélaginu muni þjóð- skipulagið hrynja. Það er því ekki ósvipað því sem stjómmálafræðingar nú- tímans geta sagt í dag um ógáfulegar ráðagerðir stjórnmálamanna. Gunnari finnst spákon- umar ekki brjóta í bága við kristna trú: „Þetta er svona eins og önnur fyrirbæri í mannlífinu, sem skipta í sjálfu sér engu máli. Þetta er bara eins og að tefla eða spila bridds. En vissulega getur þetta farið að skipta máli þegar menn byrja að trúa á spádómana og haga lífi sínu eftir þeim. Þá get- ur saklaus leikur farið að verða alvarlegur og hver er þá ábyrgur fyrir því? Ég held þó að fólk taki þeim mátulega alvarlega og sem hálfgerðu gríni,“ segir Gunnar. Hann telur einnig þurfa að gera greinarmun á þeim sem hafa dulargáfu og þeim sem hafa einungis lært að spá af bókum: „Það er mjög erfitt að afskrifa berdreymni sem er mjög algeng hér á íslandi sem einhverja bábilju, því það em ótal mörg dæmi sem sýna að það er eitthvað á bak við það.“ Dulsálfræðin hefur reynt að leiða í ljós hvort spá- dómar séu til eður ei og dr. Loftur Reimar Gissurarson sálfræðingur segir rann- sóknir sýna að líklegt sé að dulskynjun annaðhvort í formi fjarskyggni eða hugsanaflutnings sé til: „Persónulega myndi ég segja að líkumar á því að dulspeki sé til í einhverju formi séu 80%. Það er mitt mat á rannsóknamiður- stöðum. Forspár em þó erfiðari viðfangs og ólík- legra en að sjá einhvem viðburð í fjarska." Þær rannsóknir sem reynt hefur verið að gera á forspá hafa ekki dugað því það er ekki er hægt að sanna að hún sé raunvem- lega að verki. Dulsálfræðin getur ekki sagt af hverju fólk sækir í vitneskju um framtíðina með aðstoð spádóma því hún er fyrst og fremst rannsóknarsvið. En það em vissulega ýmsar kenn- ingar þar að lútandi. Ástæðuna fyrir þessari óslökkvandi þrá mannsins rekur Gunnar til forvitn- innar sem honum er ásköpuð. .Jlaðurinn lætur sér aldrei nægja það sem hann veit eða sér, heldur vill alltaf komast aðeins lengra inn í Ieyndardóm- inn en einnig fá ábending um hvar réttu leiðina sé að finna. Þetta er bæði spum- ing um að vita hvað er gott og hvað ber að varast," segir Gunnar. —GKG.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.