Tíminn - 06.06.1992, Page 9
Laugardagur 6. júní 1992
Tíminn 9
Stjómvöld á Ítalíu leysa heila bæjarstjórn frá störfum í kjölfar morðsins á G. Falcone:
Mafíumorðið dregur
dilk á eftir sér
ítalska stjómin ákvað í gær, föstu-
dag, að leysa alla bæjarstjóm Cap-
aci-bæjar á Sikiley frá störfum, að
sögn blaöafulltrúa ítölsku stjóraar-
innar, Pio Mastrobuoni.
Það var einmitt við þennan bæ sem
G. Falcone dómari og baráttumaður
gegn mafíunni varð fyrir sprengju-
árás í síðasta mánuði og lét lífið
ásamt konu sinni og þremur líf-
vörðum.
Stjóm bæjarins hafði verið grunuð,
ásamt stjómum tveggja annarra
bæja á Sikiley, um tengsl við mafí-
una, sagði Mastrobuoni. Lögregiu
bæjarins hafði lengi granað að fjöldi
bæjarstjómarmanna væri á einn eða
annan hátt tengdur mafíunni. Cap-
aci bærinn er úti við ströndina,
skammt utan Palermo og við þjóð-
veginn er liggur til flugvallarins.
Fjöldi bæjarfulltrúa hafði viður-
kennt að mafían hafi „beitt þá þrýst-
ingi“.
Stjómvöld í Róm íhuga nú víðtæk-
ar aðgerðir til þess að spoma gegn
skipulagðri glæpastarfsemi en fyrir-
hugað er m.a. að fá lögreglu aukin
völd, s.s. að handtaka granaða menn
og hafa í haldi í ailt að fjóra daga,
setja granaða mafíósa í einangran,
framkvæma húsleit og gera eigur
upptækar, án undangengins dóms-
úrskurðar. Þá hafa stjómvöld einnig
íhugað að Ieggja fram háar fjárfúlgur
til höfuðs eftirlýstum glæpamönn-
um og auka mjög vemd vitna.
Domenico Sica, sem var einn
fremsti baráttumaður ítala gegn ma-
fíunni þar til á síðasta ári, sagðist
vera þess fullviss að það hefðu verið
samantekin ráð margra „fjölskyldna"
og valdamanna um að myrða G. Fal-
cone. „Falcone dómari var án efa
efstur á dauðalista mafíunnar þar
sem hann vissi orðið mikið um starf-
semi hennar og var auk þess tákn-
rænn óvinur. Það er nokkuð ljóst að
ef þetta hefðu ekki verið samantekin
ráð þá hefðu mafíósar drepið hverja
aðra í kjölfar sprengjutilræðisins og
við hefðum fundið lík á víð og dreif,“
sagði Sica í viðtali við dagblaðið La
Republica í Róm.
Lögreglan á Sikiley sagðist hafa
handtekið Filippo nokkum Butera,
sem er þingmaður á sikileyska þing-
inu, og sakað hann um að hafa borið
fé á tvo „guðfeður" og lofað þeim
greiða ef þeir myndu afla honum at-
kvæða í kosningum sem fram fóra í
júní á síðasta ári. Það nöturlega við
þessa frétt er að þingmaðurinn But-
era var skipaður í nefnd sem hefur
það að markmiði að berjast gegn
glæpum og uppræta mafíuna.
Á þessari mynd
má sjá hvernig
bifreið Falcone
dómara var út-
leikin eftir
sprenginguna.
Ljósmyndir í Kolaportinu:
Aðeins í
einn dag
Sýning á gömlum ljósmyndum úr
safni Skarphéðins Gíslasonar á
Vagnstöðum í Suðursveit verður
haldin í Kolaportinu í dag laugar-
dag.
Sýningin hefur farið um alla
hreppa Austur-Skarftafellssýslu og
hefur góður rómur verið gerður að
henni.
Skarphéðinn, sem lést árið 1974
tæplega áttræður að aldri, eignaðist
myndavél laust fyrir 1940 og tók
myndir á ferðum sínum af bæjum og
fólki.
Sýningin í Kolaportinu verður að-
eins þennan eina dag frá kl,10:00-
16:00. —GKG.
Stúdentar mótmæla:
Ný kynslóð FORD traktora
sem á engan sinn líka
500 milljóna
kr. skerðing
„Stúdentaráð Háskóla íslands mót-
mælir þeirri ákvörðun ríkisstjórnar
að skera niður með úthlutunarregl-
um um 500 milljónir króna," segir í
fréttatilkynningu sem S.H.Í hefúr
sent frá sér.
Ráðið segir ríkisstjórnina hafa sýnt
fádæma skilningsleysi á högum
námsmanna með þeim niðurskurði
og hvetur hana til að endurskoða
stefnu sína í málefnum LÍN og Há-
skóla íslands.
Einnig er hneykslun lýst yfir þeim
vinnubrögðum sem fulltrúar ríkis-
stiórnar beittu á fundum stjómar
LIN um úthlutunarreglumar.
—GKG.
Aldrei áður hafa verið framleidd-
ir jafn nútímalegir traktorar og
nýju Ford SL og SLE gerðimar í
40-línunni frá Ford.
Nýir gangöruggir og eyðslu-
grannir 75 - 120 ha mótorar með
mikla seiglu og rekstraröryggi.
Mótoramir em sérstaklega
hljóðlátir og fljótir í gang, jafhvel
í mestu frosthörkum.
Einstaklega þægileg gírskipting
12 x 12 með vendigír í SL gerð-
unum. Rafskipting 16 x 16 með
vendigír í SLE gerðunum.
Nýtt öryggishús með 40%
stærra rúðuflatarmáli, þægilegu
ökumannssæti, sléttu gólfi og öll
stjómtæki innan þægilegrar seil-
ingar.
Rafdrifin mismunadrifslæsing,
raftengt framdrif, raftengt
aflúrtak og ótal fleiri þægindi
sem stuðla öll að auknum af-
köstum.
Nýja 40-línan SL og SLE af
traktorum frá Ford: Betri
afköst með nýrri tækni.
Hafðu samband við
okkur í dag og
fáðu nánari upplýs-
ingar um nýju Fqrd,
traktorana.
FORD
f\£W HOLLAf\D