Tíminn - 06.06.1992, Side 11

Tíminn - 06.06.1992, Side 11
Laugardagur 6. júní 1992 Tíminn 11 Nú er verið að endurreisa fjölmörg gömul hótel í höfuðborginni. „Cambodiana", á bakka Tonlé Sap, sem stóð í því sem næst tuttugu ár hálfkarað, var opnað á liðnu ári. En þó að það sé enn sem komið er eina hótelið sem uppfyllir vestrænar kröfur, endurspeglar það viðreisn- arhuginn sem smám saman er að ná tökum á borginni. Þar kostaði herbergið 60 Bandaríkjadollara á dag, en verðið hefur nú tvöfaldast vegna hinna fjölmörgu stjórnarer- indreka og fúlltrúa mannúðarstofn- ana sem nota hótelið sem aðalbæki- stöðvar sínar. Ríkisstjórnin er ákveðin í að láta þróun ferðamannaþjónustu í Kambódíu hafa forgang. Þó að nú séu aðeins 1200 herbergi í landinu sem bjóðandi eru ferðafólki, eiga þau að verða orðin fimm þúsund eftir fimm ár, bara í Phnom Penh. Þegar haft er í huga að ferðamenn í nágrannalandinu Tælandi skipta milljónum eru þeir 4000 ferða- menn sem heimsóttu Kambódíu 1989 hverfandi fáir. En landið býður upp á frumleika og fjölbreytta menningu, sem þrátt íyrir stöðnun- ina á undanförnum árum er enn heillandi. Fom fegurð leynir sér ekki þrátt fyrir rústimar Þegar rökkrið skellur á hylur það mildilega ljót för eftir undangengin ár, þar sem götulýsinguna vantar og grunur vaknar um þá fegurð sem borgin bjó einu sinni yfir. Þá má greina óljóst útlínur gullglampandi og hámyndskreytta Wat-hofsins bera við kvöldhimininn. Aðeins múrarnir við höllina eru baðaðir skínandi ljósum. Fiskimennirnir binda báta sína við bakka Tonlé Sap og selja vegfarendum nýfangaðan aflann fyrir örfá riel. Sama sjónar- spilið er að sjá fyrir framan kofana og húsin og að deginum. Hópar fólks sitja undir berum himni fyrir framan myndbandstæki sem sett hafa verið upp til bráðabirgða, eða spila við opnar dyr á spil og neyta kvöldverðar. Næstum eins og í andaheimi renna ólýst leiguhjólin eftir breiðum, sofandi götunum. Það heyrir til liðinni tíð í Phnom Penh þegar nægt rafmagn var að- eins í tvo tíma á dag. Samt ber götu- myndin merki sparsemi, höfuð- borgarbúar láta sér nægja að lifa í bjarma af einu kerti fyrir framan kofadyr. Hálfrar klukkustundar flug frá Phnom Penh glampar á volduga turna musteranna Angkor Wat og Angkor Thom í fölu tunglsljósinu. Eftir að hinir fáu ferðamenn sem heimsóttu þau að deginum eru löngu farnir eru það hljóð nætur- innar sem ríkja í löngum hámynda- skreyttum göngunum og húsagörð- unum í víðáttumiklum höllunum, sem voru miðpunktur alls ríkis Rauðu Khmeranna á 9. til 12. aldar, sem þá náði yfir allt Indókína. Mörg hundruð guðaandlit úr steini gnæfa yfir á næstum 40 metra hárri pa- góðunni. Eftir að hafa verið ofurselt hnignun og eyðingarafli regnskóg- arins í hálft árþúsund, fundu franskir fornleifafræðingar þessar stórkostlegu rústir um miðja síð- ustu öld. Angkor Wat, hin full- komnasta af hindúskum musteris- byggingum, var byggt í byrjun 12. aldar með aðstoð 40.000 fiía, 700 skipa og einnar milljónar manna. Þegar árið 1430 höfðu íbúarnir yfir- gefið byggingarnar og síðan var ekki hægt að komast þangað öldum saman. En nú er musterið, sem helgað er guðinum Vishnu, aftur aðgengilegt. Áttunda undur veraldar Síðustu tvo áratugina var því sem næst ómögulegt að komast að Ang- kor vegna borgarastríðsins og enn má sjá merki stríðsins þar. En þau eru þó í miklu minni mæli en vest- rænir menningarsagnfræðingar óttuðust. Samt má gera sér í hugar- lund skemmdarverk stríðandi íylk- inganna þegar litið er á sundur- skotnar, höfuðlausar styttur og brotnar hámyndir, sem fluttar voru ólöglega úr landi. Það sem eftir er réttlætir þó fyllilega enn nafngiftina „áttunda undur veraldar". Aðeins fáir af þeim eitt þúsund manns sem eitt sinn önnuðust viðhald í must- erinu lifðu af ógnarstjórn Rauðu Khmeranna á sjöunda áratugnum. Hópur indverskra fornleifafræðinga og menningarstofnun Sameinuðu Frægustu musterisbyggingar Kambódíu, Angkor Wat. þjóðanna, UNESCO, hafa nýlega hafið nýja talningu á verðmætum á meira en tvö hundruð ferkflómetra stóru svæðinu þar sem eitt sinn stóð höfuðstaður Khmeranna. Þeg- ar er búið að skrá 260 mikilvægar byggingar, og eftir eiga að bætast við minni byggingar. Lengra fram í tímann verða aftur ævintýralegar nætur þar sem Kon- unglegi ballett Kambódíu dansar undir fullu tungli í svalri aftangolu með hið stórfenglega Angkor Wat sem baksvið, eins og venja var fyrir tuttugu árum fyrir Sihanouk prins. En í fyrsta sinn síðan það var fær landið nú tækifæri til að lifa aftur í friði við sig sjálft. ■ ■ ■ ■■■ KUHAf - HEWiNNWÉLAFt GÆSIOG GOn VEGO í FYRIRRÚMI Kuhn verksmiðjurnar eru stærsti framieiðandi heyvinnuvéia í heiminum. Við eigum úrval heyvinnuvéla frá Kuhn til afgreiðslu: Diskasláttuvélar, heyþyrlur og stjörnumúgavélar. Vélin fylgir yfirborði mjög vel. Vélarnar eru með vökvalyftitjakk. Stuttir öxlar, öflugar legur, aukin ending. Vegna mikillar sölu og þess að stutt er fram að slætti og vask-skilum, er nauðsynlegt að panta vélar strax. Kuhn-diskasláttuvélin hefur litil áhrif á stöðugleika dráttarvéla í flutningsstöðu. Vinnslubreidd diskasláttu- vélanna sem seldar eru hér er frá 2 metrum og upp í 2.8 metra. L/iskasláttuvélar eru nú að ryðja sér til rúms hérlendis. Eftir að rúllubaggatæknin kom til sögunnar hefur sjálfur slátturinn orðið flöskuháls í heyöfluninni. Þar eru hinar stóru, létt- byggðu og vandvirku Kuhn- diskasláttuvélar lausnin. Á síðasta áratug hefur orðið mikil þróun í diskasláttuvél- um. Þær eru léttbyggðari en fyrr og þurfa minna afl. Þess- ar vélar slá mjög vel og fylgja landslagi ótrúlega vel eftir, þótt vinnslubreidd sé mikil. Verðið hefur líka lækkað og er nú fyliilega samkeppnis- fært. Sem dæmi má nefna að. vél með 240 sm vinnslu- breidd kostar aðeins uml 266 þúsund krónur. Þessar vélar hafa verið 10 ár í notkun hérlendis og hafa verið prófaðar á Hvanneyri. KUHN STJÖRNUMÚGA VÉLAR fást með vinnslubreidd frá 3 metrum og upp í 7.3 metra, en þær vélar sem við erum með á lager eru afgerðinni Kuhn GA 402N og eru með 4 metra vinnslubreidd. Þær eru lyftutengdar. Wléstfiðfig HÖFÐABAKKA 9 .112 REYKJAVÍK . SÍMI 91-634000 KUHN HEYÞYRLUR eru til með vinnslu- breidd allt frá 3.1 metra og upp í 7.35 metra, en þær vélar sem við höfum á lager eru með 5 metra vinnslubreidd. Heyþyrlurnar eru bæði dragtengdar og lyftu- tengdar. Þetta eru vandaðar vélar og reynsla íslenkra bænda af þeim er mikil og góð.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.