Tíminn - 06.06.1992, Page 15

Tíminn - 06.06.1992, Page 15
Laugardagur 6. júnf 1992 Tíminn 15 Allt frá stofnun 1909 var hún „ekki til“ 77/ vinstri eru þeir svikarinn Kim Philby og Sir Colin McColl, æösti maöur MI6. Til hægri eru Sean Connery sem James Bond og Alec Guinness sem „Þriðji maöurinn". Aðeins „gamli góði“ njósnarinn nær réttu uppýsingunum Loks geta Smiley og menn hans komið inn úr kuldanum. Breska stjórnin hefur ákveðið að opinbera „verst varðveitta leyndarmál heims" og löggilda tilveru leyniþjónustu- deildarinnar MI6. Þessi leyniþjónustudeild, sem hef- ur gefið þeim kveikjuna að frægum njósnasögum John Le Carré og Ian Fleming, verður nú formlega viður- kennd með nýjum lögum er gera njósnir minna feimnismál en var. „Ekki tii“ í 20 hæða byggingu Þeir John Major eða Douglas Hurd utanríkisráðherra munu staðfesta breytinguna í yfirlýsingu síðar á þessu ári. Jafnframt verður leynd létt af starfsemi stofunarinnar á fýrri árum að einhverju leyti. Ráðherrar hafa alltaf neitað að svara neinu um MI6, sem er ábyrg gagnvart utanríkisráðuneytinu. Þeir hafa fullyrt að stofnunin væri ekki til, þótt hún hefði yfir að ráða 20 hæða byggingu í Century House við Tempsána í London og hefði fulltrúa í nær hverju bresku sendiráði. Forgangsverkefni En nú er líklegt að almenningur fái að vita nöfn fleiri æðstu embættis- mannanna í MI6, líkt og gerðist með MI5, sem var „löggilt" árið 1989. Á síðasta ári var fyrsta konan gerð að forstjóra í MI5, en hún var Stella Rimington. „Þetta verður forgangs- verkefni," segja heimildir í varnar- málaráðuneytinu. „Stjórnin vill koma þessu í gegn eins fljótt og tök eru á.“ Með breytingunni mun MI6 flytja í ný húsakynni við Vauxhall Cross, risabyggingu er teiknuð var af Terry Farrell. Þessar nýju aðalstöðvar, sem vekja munu öfund annarra leyni- þjónusta, er svo áberandi að áfram- haldandi leynd yfir tilveru MI6 væri ennþá hlægilegri en áður. Sir Colin McColl, yfirmaður MI6 — sem vanalega var kallaður „C“ í njósnasögunum, en „forstjórinn" eða „húsbóndinn" (chief) innan leyniþjónustunnar — segist vilja sjá stofnun sína löggilta áður en hann lætur af störfum í haust. Ýmis atriði eru enn ófrágengin, vegna þess að margir yfirmenn spyrna fast við fót- um þegar að þeim efnum kemur sem mun mega upplýsa. Leyndin þrúgandi Sumir eru hlynntir öflugu og sýni- legu kerfi, sem byggt verður upp eft- ir bandarískri fyrirmynd. Það telja þeir vænlegast til að skapa traust meðal almennings. Fari svo, verður skipuð nefnd háttsettra embættis- manna og herlögreglumanna er annast mun yfirstjórn og gefa út ársskýrslu. Aðrir segja að fái utanað- komandi menn aðgang að gögnum, muni það valda „leka" og að upp muni komast um ýmsa heimilda- menn og aðferðir. En fyrir 2000 starfsmenn MI6 verð- ur þetta léttir. Mörgum finnst hin ákafa leynd þrúgandi og gamaldags og ekki koma að miklu gagni. Með tréfót á hlaupa- hjóii Stofnunin var sett á fót árið 1909 af Sir Mansfield Cumming, sem varð fyrsti yfirmaður þess er þá var kallað utanríkisdeild leyniþjónustunnar. Cumming varð frægur fyrir þá sér- visku sína að nota tréfót sinn til þess að stjaka sér áfram á hlaupahjóli um ganga stofnunarinnar. Við sögu stofnunarinnar hafa kom- ið margir snjöllustu og andstæðu- fyllstu Bretar á öldinni. Þeirra á meðal eru Rudyard Kipling, T.E. Lawrence, Graham Greene og höf- undur James Bond, Ian Fleming. Allir unnu fyrir leyniþjónustuna einhverntíma á ferli sínum. En með- al annarra „agenta" var Kim Philby. Svik hans — og fleiri - - vörpuðu skugga á MI6. Það voru sárabætur fyrir stofnunina, þegar KGB-foringj- anum Oleg Gordievsky tókst að flýja frá Rússlandi eftir að hafa njósnað fyrir Breta í 12 ár. Næg verkefni Nú, að kalda stríðinu loknu, er leyndin farin aö vinna gegn MI6, því ólíkt leyniþjónustunum í Bandaríkj- unum, Frakklandi og Þýskalandi getur hún ekki réttlætt gerðir sínar opinberlega. Hún er nefnilega „ekki til“. Samt sem áður hafa fjárveiting- ar til hennar ekki verið skornar nið- ur. Því veldur hættan af hryðju- verkamönnum, aukin byssueign og eiturlyfjaverslun. Þá hefur bæst á stofnunina það hlutverk að skýra frá mengunar- völdum víðs vegar um heiminn. Þar á meðal er eyðing regnskóga. Það vinnur með MI6 að gamli og góði njósnarinn er að vinna á. í mörg ár var talið að rafeindatæknin og gervihnettirnir hefðu að mestu leyst hann af holmi. En nú er Ijóst að ekkert nema mannshugurinn og mannshöndin eru fær um að kom- ast að og koma til skila þeim upplýs- ingum sem verðmætastar eru. Bændur! KVERNELAND rúllu■ pökkunarvélar ÞRJÁR Á HAGSTÆÐU VERÐI Við eigum þrjár gerðir af KVERNELAND SILAWRAP rúllupökkunarvélum á mjög hagstæðu innkaupsverði Kvemeland 7512DL er með sjálfvirkum tengi- og skurðarbúnaði, þannig að hún byrjar að vefja næsta bagga án þess að manns- höndin komi þar nærri. Snúningsborðið er vel op- ið, svo hey safnast þar ekki fyrir. Hún er meö telj- ara og barkastýringu inni I ekilshúsi. Verð kr. 597.000,- + vsk. Kverneland 7515 er með sama búnaöi, en auk þess með vökvastýrðum sleppi- sporöi, sem hlifir filmunni þegar baggarnir falla af. Þá er hún með tölvu I ekilshúsi, sem stýrir pökk- un. Þessi vél notar bæði 50 og 75 sm filmu. Verð kr. 710.000,- + vsk. Að auki bjóðum við 7581 vélina. Hún er tengd á þrl- tengi og fæst meö eöa án hjóla. Henni er ekið aö hliö baggans, sem er mun þægilegra en þegar bakka þarf að honum, og siðan er bagganum velt upp á vélina. Þetta er ódýr en vönduð vél. Verð kr. 435.000,- + vsk. Kvernelandsvélarnar eru mest seldu rúllupökkunarvélarnar hérlendis og hafa verið lengst á markaðnum. Þaer hafa veriö prófaðar á Hvanneyri. Þar sem verksmiójurnar anna ekki eftirspurn er vissara að panta vélar strax, til aó tryggja afhendingu fyrir slátt. Tvímælalaust bestu kaupin á markaðnum. Mlésúdfiq HÖFÐABAKKA 9 .112 REYKJAVÍK . SÍMI 91-634000

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.