Tíminn - 06.06.1992, Page 16

Tíminn - 06.06.1992, Page 16
16 Tíminn Laugardagur 6. júní 1992 Gömlum manni varð það á að taka upp seðlaveskið í návist ungs manns sem var háður fíkniefnum. Fíklar þurfa stöðugt að fjármagna neyslu sína með öllum ráðum og þessi litla yfirsjón varð gamla manninum og konu hans að aldurtila. Þegar Mary Hillbom mætti ekki til vinnu sinnar á veitingahúsinu þar sem hún vann sem bakari urðu vinnufélagar hennar áhyggjufullir. Ekki aðeins að Mary hefði ekki Iátið vita af sér, heldur var orðstír veitinga- hússins, sem var í smábænum Pet- ersburg í Indiana, að mestu byggður á frábæru bökunum hennar Mary, þannig að það var hið versta mál ef hún mætti ekki. Hringt var heim til hennar án þess að svar fengist. Síðan var haft sam- band við nágranna sem fóru heim til Mary og eiginmanns hennar, Wiiliam, til að kanna hvort eitthvað hefði kom- ið fyrir. Hjónin myrt á óhugn- anlegan hátt Nágrannamir héldu til hússins og sáu að útidymar vom opnar, en eng- inn svaraði banki og kalli. Þeir fóm því inn og komu fljótlega að Mary þar sem hún lá á stofúgólfinu fyrir fram- an gasarin. FVrst héldu þeir að hún hefði orðið fyrir gaseitmn og misst meðvitund. En við nánari athugun sást að blóðblettir vom á gólfinu. Nágrannamir hröðuðu sér út og höfðu samband við lögreglu sem kom von bráðar. Lögreglan fór inn í húsið og í svefnherberginu fundu lögreglu- mennimir lík Williams. Aðkoman var óhugnanleg. Herbergið var atað blóð og gamli maðurinn hafði verið ristur á kviðinn. Réttarlæknirinn sagði að hjónin hefðu bæði verið stungin til bana og skurðir á höndum og framhandleggj- um þeirra bentu til að þau hefðu háð harða baráttu fyrir lífi sínu. William bar einnig greinileg merki harkalegra barsmíða. Innbrotsþjófar að verki? Seinast hafði sést til þeirra hjóna við messu kvöldið áður. Lögreglu- mennimir töldu líklegt að þau hefðu komið innbrotsþjófúm að óvömm sem hefðu ráðist á þau og myrt Ekkert í lífi þessara rosknu hjóna gat bent til annars en að um ástæðu- laust ofbeldisverk væri að ræða. Þau vom vinsæl í bænum, virk í kirkju- starfi og Mary kenndi í sunnudaga- skóla kirkjunnar sinnar. Safnaðar- systkini þeirra vom sem þmmu lostin yfir þessum óhugnanlega glæp og gátu ekki ímyndað sér hver hefði hugsanlega getað framið slíkt ódæði. En lögreglan hafði í hyggju að kom- Mary og William Hilborn voru fórnarlömb óhugnanlegasta glæps sem lögreglustjórinn haföi séö á 20 ára ferli sínum. ast að því og lögreglustjóri bæjarins sagðist aldrei hafa séð óhugnanlegri glæp á tuttugu ára ferli sínum. Lögreglan hagaði rannsókn sinni í samræmi við hugmyndina um inn- brotsþjófana. Tæknideildin fann risp- ur á bakdymnum og allt húsið var grandskoðað í leit að fingrafömm. Einnig var nálægt vatn slætt til þess að kanna hvort vopnum eða innbrots- tækjum hefði verið varpað í það. Ættingjar hjónanna skýrðu frá því að þau hefðu ávallt geymt talsvert af reiðufé í húsinu. Á blóðstokkinni kommóðu í svefnherberginu fannst auður blettur sem var í laginu eins og seðlaveski. Arangursríkur fundur Einnig sögðu þeir frá því að laugar- daginn fyrir morðin hefðu nokkrir ættingjar og vinir hjónanna komið saman til að aðstoða þau við að koma fyrir miðstöðvarofni. Ungur maður að nafni Richard Dillon var þar á meðal. Að verki loknu hafði William sótt peninga í seðlaveski sitt sem hann geymdi í kommóðuskúffu. Sagt var að Richard Dillon hefði veitt því mikla athygli, en síðan farið ásamt hinum. Lögreglan hafði þann vana, er um erfið mál var að ræða, að halda fund daglega til að ræða málin, svo allir vissu hvað væri á seyði. Tveim dögum eftir morðin var slíkur fundur hald- inn og þá rifjaði einn lögreglumann- anna það upp að hann hafði séð Ri- chard Dillon skammt frá morðstaðn- um daginn sem morðin voru framin. Hann mundi þetta er það var rætt að Dillon hefði verið hjá hjónunum þeg- ar miðstöðvarketillinn var settur upp. Lögreglan hélt þegar heim til Dill- ons til að biðja hann að gera grein fyr- ir ferðum sínum á morðdaginn. Húsleit var einnig framkvæmd heima hjá honum og fundust þá morðvopnið og fleira sem benti til sektar hans.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.