Tíminn - 11.06.1992, Side 3
Fimmtudagur 11. júní 1992
Tíminn 3
Heilbrigðisráðherra fagnar 100 milljóna sparnaði Ríkisspítala:
„Hagsýnar húsmæður“ spara
30 milljónir í eldhúsinu
„Menn eru alls staöar að gera fyrir minna fé,“ sagði Sighvatur
Björgvinsson heilbrigðisráðherra, eðlilega himinlifandi yfir því að á
sama tíma og hundruða milljóna króna spamaður nær fram að
ganga á rekstrarkostnaði spítalanna hefur legudögum, fjölda sjúk-
linga og aðgerðum fjölgað verulega. Á fundi fréttamanna í gær
kynnti Sighvatur þá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar að rekstrar-
kostnaður rfldsspítala hafi verið nær 100 m.kr. lægri (þ.a. laun 36
m.kr.lægri) á fyrstu fímm mánuðum þessa árs en á sama tíma í
fyrra, þrátt fyrir 1% fjölgun legudaga, rúmlega 9% fjölgun sjúk-
linga og rúmlega 10% fjölgun skurðaðgerða.
Þessar 100 m.kr. svara til 4,3%
spamaðar og eru þriðjungur þeirra
300 m.kr. sem áformað var að spara á
á árinu 1992 öllu. Þannig að „betur
þarf ef duga skal,“ hina sjö mánuði
ársins. Enda kom fram að ekkert hef-
ur náðst inn af þeirri rúmlega 100
milljóna kr. hækkun sem áætluð var
á sértekjum (á árinu öllu), raunar
hafa sértekjur þvert á móti heldur
minnkað milli ára.
Lausafjárstaða spítalans hefur líka
versnað töluvert frá áramótum, eða
um rúmlega 64 milljónir kr. Skamm-
tímakröfur ríkisspítala námu 214
milljónum um áramót og einnig í
maílok. Skammtímaskuldir hækk-
uðu hins vegar á sama tíma úr 255
upp f 319 milljónir, þannig að hreint
veltufé var þá orðið neikvætt um 105
milljónir kr. Meginvandi lausafjár-
stöðunnar er sagður felast í óafhent-
um tékkum eldri en 1 mánaðar að
fjárhæð nærri 60 milljónir kr. sem
safni upp verulegum vaxtakostnaði.
Þegar nánar er gætt að því hver hef-
ur verið duglegastur að spara kemur í
Ijós að það eru ekki hvað síst hinar
„hagsýnu húsmæður" sem Sighvatur
má senda sérstakar þakkir sínar. Það
er eldhúsið sem sparað hefur lang-
stærsta upphæð, eða heilar 30 millj-
ónir og um 19% á þessum fimm
mánuðum. Bamaheimili sýnir á hinn
bóginn hlutfallslega besta útkomu,
þ.a. 31% og rúmlega 7 milljóna
spamað. Kostnaður við ræstingar
hefur lækkað um 15% eða 3 milljón-
ir. Samtals hafa þannig sparast um 40
milljónir króna á þessum 3 sviðum
rekstrarins sem konur sjá um nær
einráðar. Hverjum helst er að þakka
fyrir 17% og hátt í 9 milljóna spamað
á Kristnesspítala er hins vegar spum-
ing.
Fjórar blokkir hafa síðan náð 8%
spamaði hver: Kópavogshæli, sýkla-
fræðiblokk, lyflækningablokk og
kvenlækningablokk, sem samtals
hafa sparað um 36 milljónir miðað
við janúar-maí á síðasta ári. Og aðrar
fjórar blokkir sýna 6-7% spamað:
Bamalækningar, taugalækningar,
lungnalækningar og hjúkrunarfor-
stjóri.
Á hinn bóginn em margar blokkir
sem engum spamaði hafa náð og þar
af 7 sem hafa aukið rekstrarkostnað
um 8% eða meira miðað við sama
tíma í íyrra. Eðlis- og tækniblokk hef-
ur nú eytt 16% meira og 16% hækk-
un er líka hjá tæknisviði. Kostnaður
við apótekið hefur hækkað um 13%.
Handlækningar, röntgenblokk og
vakt/flutningadeild hafa allar aukið
útgjöld sín um 8% milli ára.
Margfalt met á þó meinafræðiblokk
þar sem nettóútgjöld hafa hækkað úr
2 í 16 milljónir milli ára. Skýringin
öll og meira til felst í 16 milijón kr.
lækkun sértekna.
- HEI
Heilbrigðisráðherra, Sighvatur
Björgvinsson, er að vonum
ánægður með 9-10% fjöigun
sjúklinga og skurðaðgerða
samfara 100 milijóna kr. spam-
aði í útgjöldum.
Tímamynd Ámi Bjarna
Bændaforystan í árlegri yfirreið:
Bændafundir um
landbúnaðarmál
Nú stendur yfír árleg fundaferð
Stéttarsambands bænda um land-
ið. Fundir þessir eru í senn opnir
umræðufundir og kjörmannafund-
ir sem eru liður í kosningum til
trúnaðarstarfa innan félagskerfís
landbúnaðarins.
Efst á baugi á fundunum er um-
ræða um verðlags- og kjaramál
landbúnaðarins, kvótamál og horf-
ur í framleiðslu- og sölumálum.
Framsögumenn eru Þórólfur
Sveinsson, varaformaður Stéttar-
sambands bænda, sem hefur fram-
sögu á fundunum á Norðurlandi
vestra, Gunnlaugur Júlíusson, hag-
fræðingur Stéttarsambandsins,
sem verður á fundi í Sævangi á
Útboð ríkisbréfa með tilboðsfyrirkomulagi:
Meðalávöxtun var 11,49%
Alls bárust 67 tilboð í ríkisbréf að
fjárhæð 982 milljónir króna í fyrsta
útboði á 6 mánaða ríkisbréfum, en
tilboð voru opnuð í gær.
í þessu fyrsta útboði hafði ríkissjóð-
ur skuldbundið sig til að taka tilboð-
um að fjárhæð 300-500 milljónir
króna. Heildarfjárhæð þeirra tilboða
sem tekið var nam 506 milljónum
króna og komu þau frá 32 aðilum.
Meðalávöxtun samþykktra tilboða er
11,49%. Næsta tilboð fer fram 29.
júní nk.
Ströndum, Hákon Sigurgrímsson,
framkvæmdastjóri Stéttarsam-
bandsins, sem er framsögumaður á
fundunum á Vesturlandi og Norð-
urlandi eystra og Haukur Halldórs-
son formaður sem verður á fundun-
um á Suður- og Austurlandi.
í gær og fyrradag Voru fundir á
Blönduósi, Sauðárkróki, Breiða-
bliki á Snæfellsnesi og Mosfellsbæ.
15. júní verða fundir í Hótel Borg-
arnesi, Sævangi á Ströndum og
Þingborg í Árnessýslu. 16. júní í Ás-
byrgi í V-Hún., Dalabúð í Dölum og
Hlíðarenda Rang. 18. júní á Hótel
KEA Akureyri og Tunguseli V-Skaft.
19. júní í Ýdölum, S-Þing. og Hroll-
augsstöðum A-Skaft. 20. júní að
Svalbarði N-Þing. og Brúarási Eg-
ilsstöðum.
—sá
Starfsmannafélag Borgarness
samþykkir miölunartillögu
sáttasemjara með smávlðbót:
200 þús. kr. í
orlofssjóð
Starfsmannafélag Borgamcs-
kaupstaðar hefur gert kjara-
satnning við bæinn en félagið
felidi miðlunartillögu sáitasemj-
ara. Samníngamirvoru undirrít-
aðir 26. maí sl.
ið bauðst til að greiða 200
und króna eingreiöslu í oríofs-
sjóð félagsins og á það var
sæst,“ segir Anna Ólafsdóttir,
formaður Starfsmannaféiags
Borgamesbæjar. Að öðru leytí sé
samningurínn alveg samkvæmt
miðlunartillögu sáttasemjara.
Að sögn önnu er félagið ungt
og fámennt og sjóðir þess ekki
stórir. Þessi eingreiðsla vegi því
nokkuð í oriofssjóðinn. Greiðsl-
tir í hann nemi 0,5% af launum.
Greiðsian þýði það að tekjur
hans verði i við það að félags-
menn greiddu 1% af launum
sínum í hann út sainningstíma-
Varahlutaverslun okkar fyrir bíla og vélar
verður opin á laugardögum
klukkan 10-12
í júní, júlí og ágúst.
Beinn sími varahlutadeildar er 63 41 30.
Jtt ítts jý
HOFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVIK, SIMI 634000.