Tíminn - 11.06.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.06.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 11. júní 1992 Japanir kynna nýja gerð sjónvarps: Sjónvarpið sem mál- verk heima í stofu Þunnir tölvuskjáir meö fljótandi kristöllum eru þekktir í tölvum. Nú hafa Japanir bætt um betur og eru að þróa örþunna en stóra lita- sjónvarpsskjái sem hanga á veggjum eins og málverk. í gær var kynnt ný gerð sjónvarps- skjás í Japan sem er 102sm (40 tommur) að stærð en þó aðeins 80mm (3 tommur) að þykkt. Japanimir segjast búast við því að þessi tegund af sjónvarpsskjá verði oróin algeng á heimilum í lok þessa áratugar. Sjónvarpsskjárinn er ekki ósvipaður málverki og segja Japanimir að hann megi hengja upp á vegg í stofum. Hann hefur verið í mótun á rann- sóknarstofum NHK sjónvarpsstöðv- arinnar japönsku og er í sama flokki og „háskerpu" (=HDTV) sjónvarpið japanska sem verið hefur í notkun þar á bae frá nóvember síðastliðnum. Vísindamenn frá NHK-stöðinni sögðu að enn væri eftir að leysa þrí- þætt vandamál við þennan skjá sem þeir kalla „PDP-skjá“ (plasma display panel). Eitt er það að skjáimir vilja bila eftir 2000 klukkustunda notkun, annað er að birtustig er of lágt og það þriðja að litadeþlamir á skjánum em ekki af réttri stærðargráðu. Japanim- ir sögðu þó að lausnir á þessum vandamálum væm innan sjónmáls. Þeir búast jafhframt við því að tækin verði komin á almennan markað ekki síðar en árið 1997. Nú þegar geta menn fengið í Japan „háskerpu" sjónvarp með 1125 línum á skjá, breidd er minnir á kvikmynda- tjald og tóngæöi sem em engu lík. Þetta er þó háð því að menn geti pungað út ríflega einni miljón yena fyrir hvert tæki. Auk þess verða tækin æði umfangsmikil því stærri sem skjárinn er. Með núverandi tækni yrði sjónvarp, sem hefði þetta stóran skjá (102sm) og þau myndgæði sem krafist er í dag, gríðarlega stórt og þunglamalegt. „Þyngdin yrði a.m.k. 100 til 150 kg og umfangið eftir því eða á við einn lít- inn sumo- glímumann," sögðu Jap- animir. Ein leið til þess að draga úr umfangi sjónvarpstækja er sú að nota svo kall- aðan „fjótandi kristalsskjá" (LCD=liquid-crystal display) sem byggir á örþunnum smámm er kveikja og slökkva sífellt á Ijósdeplum þeim sem í skjánum em. Slíkt krefst mjög flókinnar uppbyggingar sem gera myndi tækið bæði mjög flókið og dýrt í framleiðslu. Stærstu tæki sem framleidd hafa verið með þessari aðferð fram til þessa em aðeins með 41 sm (16 tommu) skjá. Vísinda- mennirnir, sem kynntu hinn nýja „plasma-skjá“ í gærmorgun, segja að hann muni verða mun auðveldari og ódýrari í framleiðslu en áðumefndur „kristals-skjár“ (LCD-skjár). NHK-stöðin framleiðir ekki sjón- varpstæki sjálf en hefur deilt þessari tækniþekkingu sinni með ýmsum fyrirtækjum. Fyrirtæki s.s. Oki Electric, Dai Nippon Printing og Matsushita Electric sýndu afurðir sínar byggðar á þessari tækniþekk- ingu á sýningu og blaðamannafundi sem haldinn var í Tokyo í gærmorg- un. Belgrad Liðsforingjar á vegum Sameinuðu þjóðanna héldu til Sarajevo í gær og vonuðust til þess að geta opn- að flugvöllinn þar svo flytja mætti vistir til þeirra þúsunda sem em innikróaðar I borginni. Hersveitir héldu hins vegar uppteknum hætti og skutu á borgina auk þess sem götubardagar voru háðir þar. Bíla- lest var send af stað til Sarajevo með vistir og vopn frá Belgrad og þarf hún að aka um 300 km vega- lengd á holóttum og sundurtættum vegum. I lestinni er 41 vöruflutn- ingabill með matvæli. Brússel Bandaríkjamenn sögðu banda- mönnum sínum í NATO að Serba yrði að einangra enn frekar á að- þjóðavettvangi. M.a. yröi að koma í veg fyrir aö Serbar skipuðu sama sess og Júgóslavía fyrmm í að- þjóölegri samvinnu. Moskva Boris Yeltsin reynir nú að tryggja stöðu sína gagnvart hinum íhalds- sama her í Rússlandi. Hann ákvaö að hækka laun liðsforingja og var- aði Bandaríkjamenn við að taka einhliða ákvarðanir í afvopnunar- málum. Þá lýsti hann opinberlega yfir stuðningi sínum við áform Yeg- or Gaidar um efnahagsumbætur en það er taliö að hann hafi gert það til þess að friða Vesturveldin áöur en af fyrirhugaðri heimsókn hans verður í næstu viku. Dómar felldir í kjölfar uppþotanna í íran: Fjórir hengdir aðrir flengdir í gær voru fjórir menn hengdir í fran fyrir að hafa tekið þátt í upp- þotunum sem urðu þar í síðasta mánuði. Uppþotin áttu sér stað í hinni helgu borg Mashhad 30. maí síðastliðinn. Mikill fjöldi fólks var einnig dæmd- ur, ýmist til fangavistar eða hýðing- ar, eftir réttarhöld sem haldin voru af íslamska byltingardómstólnum í Mashhad. Yfir 300 manns voru fangelsaðir í kjölfar óreiðanna en í þeim var m.a. kveikt í opinberum byggingum og verslanir rændar. Fjórir menn, sem taldir voru bera ábyrgð á uppþotunum, voru síðan hengdir við sólarupprás í gær. Sagði útvarpið í Teheran frá þessu í gær- dag. Uppþotin voru ein hin mestu um árabil og að sögn opinberra aðila Öryggissveitir í Kairó, Egypta- landi, hafa að eigin sögn smalað saman 200 islömskum strangtrú- armönnum og sett verði við heimili margra helstu menntamanna Eg- ypta. Þessar aðgerðir koma í kjölfar morðsins á rithöfundinum, trúleys- ingjanum og háðfuglinum Farag Foda, sem gert hafði ómælt grín að strangtrúarmönnum. Foda var skot- inn til bana að kvöldi mánudags en strax í kjölfar morðsins streymdu lögreglumenn inn í al-Zawiya al- Hamra sem er fátækrahverfi Kairó. Þar eru strangtrúarmenn og and- stæðingar stjórnarinnar taldir hafa hreiðrað um sig. Foda var mjög áberandi í baráttu gegn strangtrúarmönnu og hafði farið háðulegum orðum um rétttrú- voru meira en 100 opinberar bygg- ingar, bankar og verslanir brenndar og eyðilagðar. Utvarpið í Tehran nafngreindi mennina sem hengdir voru og tí- undaði sakargiftir á hendur þeim. Einn þeirra, Sadeqi að nafni, átti að hafa staðið fyrir árás á islamska upp- lýsingamálastofnun, en þar var til húsa bókasafn sem hýsti meðal ann- arra bóka sjálfan kóraninn. Réttarhöldin halda áfram og ennþá bíöa nokkrir örlaga sinna. Uppþot þessi hófust þegar stjórnvöld ætluðu að fækka ólöglegum byggingum. aða múslima í ritum sínum. Egypskur blaðamaður staöfesti í gær að margir helstu menntamenn Egypta hefðu fengið vopnaða verði til þess að gæta sín eftir morðið á Foda. Blaðamaðurinn Makram Mo- hammed Ahmed sagði ennfremur að margir Egyptar stæðu frammi fyrir Eigandi 60 hákarla, sem sluppu úr sædýrasafni á Táhiti og út í lón við ströndina, hefur nú heitið fiski- mönnum háum verðlaunum ef þeir geti fangað hákarlana og skilað þeim. í dagblaði, sem gefið er út í höfuð- Klerkastjórnin í fran og dóms- kerfi hennar tekur ekki með neinum silkihönskum á þeim sem hún telur sér andsnúna. tveimur kostum: ,JVð vera með eða á móti hryðjuverkum." Ahmed sagði að sín væri gætt af vopnuðum vörð- um eftir að honum hafði verið sýnt banatilræöi fyrir nokkrum árum. Öryggislögreglan telur að sömu að- ilar hafi drepið Foda nú og drápu Anwar Sadat á sínum tíma. Tálið er borg eyjanna, Papeete, var birt aug- lýsing þar sem þessa er getið og heit- ið 6000 kr fyrir hvem hákarl sem næst og skilað er. Eigandi hákarlanna segir að þeir hafi sloppið á flóði út um gat á girð- ingu sem var um tjöm þeirra. Nú Swissair í verðstríð á Atlants- hafs-flugleiðinni? Lækka fargjöld um 25 til 30% Svissneska flugfélagið Swissa- ir tilkynnti í gær að það myndi lækka fargjöld sín á Atlantshafs- flugleiðinni svo um munaði, eða 25 til 30%. Þetta er gert í kjöl- far lækkana hjá bandarísku flug- félögnum TWA (Trans World Airlines) og Delta Airlines. Tálsmaður Swissair segir enn- fremur að þessar lækkanir séu sambærilegar við fargjöld sem önnur evrópsk flugfélög hafi boðið undanfarið, s.s. þýska flugfélagið Lufthansa. Rétt eins og hjá öðmm flugfélög- um muni hin lágu fargjöld Swissa- ir verða bundin skilyrðum s.s. að fargjald verði að greiðast að fullu innan 48 klst. frá pöntun. Auk þess verði fargjöldin aðeins í gildi til 30. september næstkomandi. að það séu hin svokölluðu Jihad- samtök en Jihad mun merkja „heil- agt stríð". Þetta morð í Egyptalandi er fyrsta sinnar tegundar í langan tíma. Egyptar em sem kunnugt er nokkuð frjálslyndir miðað við marg- ar arabaþjóðir og þar hefur helst ríkt friður ef eitthvað er. synda þeir um í lónum við vestur- strönd Tahiti. Allir séu hákarlamir blíðir og góðir nema kannski einn sem eigandinn segir að þyki manna- kjöt afar gott. Tahiti er ein 130 eyja í þeim eyja- klasa sem kallast Franska- Polynesía. Bangkok, Tælandi Anand Panyarachun, sá er réð fýr- ir Tælandi í kjölfar byltingar árið 1991, var útnefndur forsætisráö- herra i gær skv. fréttum útvarpsins i Bangkok. Panyarachun erfyrrum sendifulltrúi sem sneri sér að við- skiptum. Kiev A.m.k. 43 námuverkamenn létu líf- ið i gassprengingu sem varð í Krasnodon. Þetta er síðasta slysið í röð margra sem oröið hafa i löngu úreltum kolanámum Úkra- ínu. Bratislava, Tékkóslóvakía Vladimir Meciar, leiðtogi Slóvaka, snupraði Vaclav Havel, forseta Tékkóslóvakíu, og neitaöi að eiga með honum fund í annarri um- ræðu samningaumleitana Tékka og Slóvaka. Stirfni eykst nú milli þessara þjóðarbrota i Tékkóslóv- akíu. Tripoli, Libýa Opinberir fjölmiðlar í Líbýu réðust mjög óvænt á Muammar Gaddafi leiðtoga þjóðarinnar í gær og for- dæmdu skoöanir hans um sam- einað arabaríki. Þeir sögðu skoð- anir Gaddafi vera tálmynd eina og kröfðust ennfremur að hann sætt- ist við vesturveldin. I einni greininni sagði að Líbýumenn gætu lært meira á samvinnu við Bandaríkja- menn en því að elta Gaddafi í ar- abavitleysunni. Strasbourg, Frakklandi Jacques Delor forseti EB reynir nú allt hvað hann getur til þess að auka hylli EB meðal almennings í kjölfar kosninganna í Danmörku. Hann lofaði því m.a. i gær að EB yröi mun opnara og auðsveipara þegnum sínum en verið hefur. Jakarta, Indónesíu Meirihluti Indónesa studdi flokk Suharto forseta en nokkuð bar þó á óánægju kjósenda þegar at- kvæði voru talin. Róm Italskir flokksleiðtogar skiptust á skömmum i gær en skammir og ásakanir á vixl koma frekar í veg fyrir að þeim takist að koma sama ríkisstjóm en hitt. Rithöfundurinn Farag Foda drepinn fyrir að hæðast að trúmönnum: HÆTTULEGT AÐ SKOPAST AÐ STRANGTRÚARMÖNNUM 60 „tamdir" hákarlar á sveimi við vesturströnd Tahiti: Einn þeirra sólginn í mannakjöt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.