Tíminn - 21.07.1992, Side 5
Þriöjudagur 21. júlí 1992
Tfminn 5
Ekki er Iangt síðan Glasgow var
útnefnd „Menningarborg Evr-
ópu“. Nú hefur borginni hrakað
svo mjög að vegfarendur um
stræti borgarinnar, þar sem
miskunnarleysið ríkir, mega
gæta sín á að rekast ekki óvart
utan í annað fólk. Það getur
nefnilega leitt til hnífstungu. Og
þar ganga ungar og glæsilegar
stúlkur um götur og torg með
hnífa sér til vamar.
Okurkarlinn var þegar búinn að
kasta hundi skuldunautar síns ofan af
svölum til viðvörunar um að greiða
skuldina strax. En þegar hann birtist
næst til að rukka kúnnann, beið
hann iánardrottins síns með Kalas-
hnikov-árásarriffil. Okurkarlinn féll
fyrir kúlnahríð vegna nokkurra
hundraða sterlingspunda.
Ekki langt í burtu, hinum megin f
borginni, lá ungur Ástrali, sem hafði
nýlega flust ásamt skoskfæddum for-
eldrum sínum til gamla landsins
vegna ofbeldis í Sydney, í blóði sínu
eftir hnífstungu í bakið inn að
mænu. Ástæðan var sú að einhver
hafði ágimd á Reebok-skónum hans.
Annars staðar var 67 ára gamall mað-
ur stunginn hnífi í bakið vegna þess
að hann haði óvart rekist á 16 ára
strák í lyftu.
Áratugur velgengni
Glasgow liðinn?
Nú er Glasgow orðin svona, lík-
amsárásir virðast komnar úr öllu
samhengi við ástæðumar sem leiða
til þeirra. Og nú er engu líkara en að
ofstopasinnaðar vofur hafi snúið aft-
ur til að ofsækja borg, sem hélt að
hún væri búin að grafa fortíðina til
frambúðar eftir að hafa gengið allt í
haginn í heilan áratug.
Breytingin, sem varð á Glasgow á
níunda áratugnum, var jafn ótrúleg
og hún var óstöðvandi. Borgin, sem
hafði verið niðumídd, varð fyrst
„garðaborg“, síðan Menningarborg
Evrópu. Sinatra og Pavarotti héldu
tónleika á íþróttavöllunum, skítugar
en fallegar gamiar byggingar í borg-
armiðju vom hreinsaðar upp, stór-
verslanir og litlar veitingastofur
spruttu upp eins og gorkúlur á haug.
Sjónlistir, leikhús og tónlistarlíf
blómstmðu. Á mslasvæði reis 13
milljón sterlingspunda tónlistarhöll,
sem gefur engri slíkri í heiminum
neitt eftir. Yfirbragð Glasgow hafði
svo sannarlega breytt um svip.
En nú — jafn skyndilega og sjá
mátti blika á rakblað á gömlu, illu
tímunum þegar glæpahópar börðust
í blóðugum bardögum — er allt aftur
gjörbreytt. Á síðustu tveim ámm hef-
ur mátt greina glögglega bláþræði í
vefnum þegar mannskætt, fíkniefna-
tengt stríð milli glæpaflokka hefur
leitt til margra skotbardaga í mið-
borginni.
Það var nógu slæmt. En eiturlyf
höfðu líka í för með sér ofbeldi, sem
hefur valdið enn meiri áhyggjum, þar
sem bæði mjög ungt fólk og fullkom-
lega saklaust hefur blandast inn í
átökin.
„Brjálaði
fostudagurinn“
í júnímánuði varð svo fjandinn
laus á hlýju föstudagskvöldi. Þá vom
gerðar þrjár morðtilraunir, framin
vopnað rán, tíu hnífstungur og á
annan tug árása og rána þar sem beitt
var byssum, öxum, jámstöngum,
rakhnífum og lensum. Tónar Moz-
arts í tónleikahöllinni dmkknuðu í
væli sírenanna þetta kvöld, sem hefur
hlotið sess í sögu Glasgow sem
„Brjálaði föstudagurinn".
Állar þessar árásir vom algerlega
ótengdar hver annarri og allar vom
þær gerðar innan borgarmarkanna,
allt frá fína úthverfinu Bearsden til
ömurlegra fátækrahverfanna í aust-
urhluta borgarinnar. Þegar leið að
morgni næsta dags, vom aðalsjúkra-
hús borgarinnar líkastar neyðar-
stöðvum þar sem særðum úr stríði er
komið í skjól, og skurðlæknar töluðu
um að skurðstofumar þeirra líktust
sláturhúsum.
Hjúkmnarkona á slysavarðstofu
I Glasgow hefur aö undanförnu ríkt hin mesta óöld. Lögreglan segist vera aö ná yfirhöndinni, en dauö-
hræddir borgararnir treysta því ekki.
Hverjar eru
ástæðumar?
Hvemig stendur á því að mörg
þúsund ungmenna, ekki bara í
Glasgow heldur víðast f þéttbýli Skot-
lands, fara vopnuð út að skemmta
sér? Og hver er ástæðan til þess að
skrifstofufólk tekur leigubfla, þó að
leiðin sé e.t.v. ekki nema um hálfs
kflómetra löng, til að komast hjá því
að ganga um götur miðborgarinnar
að kvöldlagi? Jimmy Wray, þingmað-
ur Glasgow, segir ástæðuna þá að fólk
treysti því ekki að friður sé kominn á
í Glasgow, þrátt fyrir hert lögreglu-
eftirlit að undanfömu. „Það er raun-
vemlegt ofbeldi þama úti og það staf-
ar af því að mörg þúsund krakkar em
alteknir af vonleysi. Borgarbúar em
fúllir ótta. Líkhús borgarinnar er
sneisafullt og enginn þar yfir þrítugu.
Og slysadeildimar á sjúkrahúsunum
okkar em fúllar af fólki með hræði-
lega áverka.
Glasgowbúar verða að horfast í
augu við þá staðreynd að á bakhlið
allrar velgengninnar í borginni er
hér heil lágstétt krakka, sem hafa
tekið upp ofbeldi eða em að verja sig
gegn ofbeldi. Þetta em vonlaus til-
felli, flest þeirra, og bardagar og
vopnaburður er orðinn ákveðinn lífs-
stfll.
Við verðum að gera tvennt. í
fyrsta lagi verður að sjá lögreglunni
fyrir nægum mannafla og peningum
til að uppræta orsakimar fyrir ofstop-
anum. Þar á ég við eiturlyfín, sem
streyma til borgarinnar. En við verð-
um líka að leggja okkur fram og gera
eitthvað, sem unga fólkinu okkar er
til gagns.“
Eiturlyfjahópamir — og þeir
skipta tugum sem em að verki í
hverju einasta hverfi borgarinnar —
kunna að eiga sök á árásunum, vopn-
uðu ránunum og vændinu á götum
Glasgow. En að því er reyndir rann-
sóknarlögreglumenn segja, liggja
flóknari ástæður að baki þessari nýju
glæpabylgju.
„Það em tveir algerlega ólíkir hóp-
ar krakka í þessari borg,“ segir einn
þeirra þar sem hann er á eftirlits-
göngu í hörkulegum austurhluta
borgarinnar. „Það er hópurinn sem
Óöld í Glasgow
eins stærsta sjúkrahússins sagðist
aldrei hafa séð annað eins í 30 ár. Að
hennar áliti var þetta hápunkturinn á
18 mánaða síauknu götuofbeldi þar
sem böm allt niður í 12 ára aldur
hafa komið við sögu. Þegar Skotar
vöknuðu við fréttimar af þessum al-
mennu líkamsárásum, urðu þeir að
horfast í augu við enn eina nýja ljóta
talnamnu. Fjöldi morða á svæði íög-
reglunnar í Strathclyde, en þar er
Glasgow meðtalin, hafði meira en
tvöfaldast á fyrstu sex mánuðum árs-
ins, úr 23 í 47, og morðtilraunum og
alvarlegum árásum hafði stórfjölgað.
Annars staðar í Skotlandi vom fram-
in meira en hálf milljón alls kyns
glæpaverka, sem var gífurleg aukn-
ing frá árinu áður.
7000 lögreglumenn
réðu ekkí við neitt
Lögregluliðið í Strathclyde, sem er
eitthvert hið fjölmennasta í Evrópu
með 7.000 starfsmenn, viðurkenndi
að glæpaaldan í Glasgow væri komin
úr böndunum. Þjakaðir lögreglufor-
ingjar sögðust vera tilneyddir að Iáta
stóra bæi vera löggæslulausa og
senda allt tiltækt lögreglulið á stræti
Glasgow.
Þingmenn heimtuðu stórfellda
fjölgun í lögregluliðinu til að hreinsa
til í eiturlyfjaheimi borgarinnar, og
einn þeirra lagði m.a.s. til að herinn
yrði sendur á vettvang.
Það var gripið til harkalegra og
víðtækra aðgerða. Lögregluliði var
stefnt í stríðum straumum til mið-
borgarinnar, mannskap og bflum, þ.á
ARMADAf.fi
Lögreglan þarfaö þrlfa til eftir skotbardaga f eltingaleik viö grunaöa.
Að utan
m. vopnuðum víkingasveitum. Nú
halda lögregluyfirvöld því fram að
þau hafi náð undirtökunum aftur og
stjóm á ástandinu eftir að hafa gert
upptækan aragrúa af skotvopnum og
skotfærum, m.a. fjölmarga AK-47
árásarriffla, í glæpahreinsunarað-
gerðunum.
Um þessar mundir virðist ástandið
í borginni með felldu á föstudags-
kvöldum, þar sem heyra má disk-
ótónlistina hljóma út af danshúsun-
um og unglingamir spásséra vel
klæddir á götunum. En lögreglubflar
em á hverju strái og sveitir lögreglu-
manna á sveimi hvarvetna.
Kvíðin borgaryfirvöld, áhyggju-
full yfir því að áratugur framfara
verði e.t.v. að engu gerður með of-
beldi sem stendur í nokkra mánuði,
em farin að tala um falsaðar tölfræði-
legar upplýsingar. En tölumar
skrökva ekki. Né heldur endalausar
sögur um skyndilegt ofbeldi, rán og
hnífstungur. Fáir hafa trú á því að
mánaðarlangt miskunnarlaust lög-
reglueftirlit ráði niðurlögum ofbeld-
isins, sem helst líkist farsótt.
veður í peningum, og sá sem er alls-
laus. Það er heilmikið ríkidæmi í
þessari borg hjá þeim sem hafa
vinnu. Heilmargir ungir krakkar eiga
peninga til að kaupa sér Armaniföt og
Golf GTi. Þeir geta borgað háa verðið
á tískudiskótekunum og þeir hafa
efni á að borga tuttugu pund fyrir
skammtinn af alsælupillum. Það em
þessir krakkar sem hafa gert vel-
gengni eiturlyfjasalanna þá sem hún
er og að sumu leyti hafa þessir krakk-
ar líka orðið fómarlömb afbrýðisemi
hinna krakkanna, sem hafa ekkert.
Hinn hópurinn þefar af lími, reyk-
ir hass og tryllist. Margir þeirra verða
sendisveinar og hörkutól eiturlyfja-
furstanna. Þetta em þeir, sem reka
hníf eða rakblað í hvem sem er. Þetta
er næsta kynslóð hörkutóla í
Glasgow. Hinir krakkamir, þeir ríku,
fara sjálfir að bera vopn. Við höfúm
fúndið 18 sm langa bjúghnífa festa
undir kjól mjög vel klæddrar ungrar
stúlku.
Ef þessu er öllu blandað saman við
eiturlyf, er komið götuofbeldi, og það
er alveg áreiðanlegt að götumar f
þessari borg em hættulegri núna en
þær hafa verið í hálfa öld.“
Sjúkrabflstjóri við Royal Infirmary
sjúkrahúsið, sem er aðeins í nokk-
urra hundraða metra fjarlægð frá
miðborginni og ber hitann og þung-
ann af þessari nýju óöld í borginni,
hlær bara þegar spurt er hvort of-
beldið tilheyri nú liðinni tíð. „Það var
útborgunardagur á „Brjálaða föstu-
deginum". En þeir eiga eftir að verða
fleiri og þá em miklir peningar í um-
ferð. Við skulum bara bíða og sjá.“