Tíminn - 21.07.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.07.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. júlí 1992 Tíminn 7 Þingvellir, höfuðstaður hestamanna: Æskulýðsstarf, útreiðar og hraunréttin endurhlaðin Mikið er nú um að vera alla daga að Skógarhólum á Þingvöllum. Æsku- lýðsmót stendur yfir og eru fimmtíu ungmenni þar hvaðanæva úr Evrópu og stunda útreiðar og úti- veru. Þá er stanslaust unnið að rétt- arhleðslunni undir forystu Tryggva Hansen og er gamla réttin smám saman að taka á sig undurfagra mynd. Síðast en ekki síst eru hópar reiðmanna að koma og fara alla daga og í vitund hestamanna eru Þing- vellir vissulega höfuðstaður lands- ins. Hópur á leið til Þingvalla um Stíflisdal. Hópur á leið frá Þingvöllum til Reykjavíkur hjá Selkoti viö Stíflisdal. HESTAR Umsjón: Guðlaugur Tryggvi Karlsson Sigurður Þórhallson, framkvæmdastjóri L.H., er mikill áhugamaö- ur um æsklýðsstarfsemi innan vébanda hestamanna. Hann er ánægður með þá mynd sem er aö koma á réttina. Hilmar Guðmundsson var aö koma viö annan mann úr Kringlu- mýrinni með þrettán hesta á leiö um Uxahryggi og Reykholtsdal norður í Húnaþing. Kallast þetta þjónusta? Ekkert bensín að hafa á Þingvöllum Þingvellir eru ein mesta nátt- úruperla iandsins og þangað koma tugþúsundir gesta hvert sumar. A Skógarhólum hefur Landssamband hestamanna gert mikið átak í því að hafa staðinn sem bestan fyrir hestamenn enda koma þangað hundruð hesta- manna í viku hverrí, margir langt að komnir, jafnvel yfir hálendið. Svo undarlega vili til að ekki er bensíndropa að hafa á Þingvöll- um, — hvergi. Eldd er bensín- sala við þjónustumiöstöðina, ekld við Valhöll og eldd á Skógarhól- um. Er þetta alveg með ólíkind- um með tiliiti til þess fjölda sem sækir staðinn á hveiju sumrí og vill aka um hann og skoða. Útiendinga dagar uppi á staðn- um sem þingræðið á vöggu sína, oft komnir úr öðrum beimsálf- um, hestamenn komnir ofan af hálendinu eru stopp með trúss- bflinn og enginn á von á þessu af tjaidbúðarfólki eða öðrum gest- um. Svona þjónustuleysi og moi- búaháttur á ekki heima á helstu periu íslendinga, í rauninni krossieggur maður puttana og vonar að nóg eldsneyti sé á bflum þeim sem skotið er undir þjóð- höfðingjana sem heimsækja stað- inn. Hestaþing Sleipnis og Smára á Murneyrum: Brakandi þurrkurinn dró mjög úr aðsókn Murneyrar á Þjórsárbökkum er einn þessara staða landsins, þar sem sjálf náttúran virðist hafa ákveðið móts- svæðið og öll hestaþing heppnast vel. Núna var brakandi þurrkur yfir landinu, þannig að færra var um gesti en venjulega og hafa menn þó ekki alltaf látið veðriö hafa áhrif á hestamótsferðir sínar. Rifjast upp þegar Brynjólfur stórbóndi á Lækj- arbotnum á Landi var spurður að því óþurrkasumarið mikla hvort hann ætlaði ekki að ríða á Murneyr- ar. Túnið var allt flatt, heyið meira eða minna hrakið, og það úr sér sprottið, sem eftir var að slá: „Jú, jú, nema að hann fari að rjúka upp með einhvern helvítis þurrk.“ Hjá Smára sigraði Sigfús í Geld- ingaholti A-flokkinn á Goða sínum og sonur hans Guðmundur var þriðji á Sesari. Milli þeirra var Haukur Haraldsson á Gusti. í B-flokki sigraði Unnur L. Schram á Bráni. Önnur varð Annie B. Sig- fúsdóttir á Stjarna og þriðji Sigfús B. Sigfússon á Skenk. í unglinga- og barnaflokkum voru stúlkur sigursælar nema hvað Sig- fúsi tókst að sigra barnaflokkinn. Hjá Sleipni í A-flokknum sigraði Snorri Ólafsson á Blakk, Einar Öder varð annar á Júlí og Svanhvít Krist- jánsdóttir þriðja á Vikivaka. Valgerður Gunnarsdóttir sigraði B- flokkinn á Goða, Þorvaldur Sveins- son varð annar á Hugin og Sigurður Ó. Kristinsson þriðji á Verðandi. í tölti sigraði Valgerður Gunnars- dóttir á Goða. Unnur L. Schram varð önnur á Bráni. Þriðji var Bjarni Birgisson á Glófaxa. Sigfús B. Sig- fússon fjórði á Skenk og Jökull Guð- mundsson fimmti á Brúnblesa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.