Tíminn - 08.08.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.08.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. ágúst 1992 Tíminn 7 hjálpar bæjarstjórans í þorpinu þar. Jafnframt því er minningartöflunni yrði komið fyrir ákvað ég nú að efnt skyldi efnt til sérstakrar minningarhá- tíðar á Grænlandi um leið. Margbrotinn undirbúningur Ég átti fyrst viðræður við menn í Grænlandsmálaráðuneytinu í Kaup- mannahöfn og var auðsótt að fá til- skilin leyfi þar. En einnig vildi ég að opinberir aðilar í Þýskalandi ættu hlut að þessu fyrirtæki og sneri ég mér þess vegna líka til utanríkis- ráðuneytisins í Bonn. Þar lagði ég málið svo greinilega fyrir sem ég gat og varð þess strax var að þar báru menn skynbragð á að um verðugt og viðeigandi framtak að ræða. Var þess óskað að þýska sendiráðið í Kaupmannahöfti greiddi götu mína á allan hátt. Bonnstjómin hafði enda áhuga á því um þetta leyti að efla samband við Grænland aif efna- hagslegum og stjómmálalegum ástæðum. Er hér var komið sögu hafði ég hafist handa við að leita uppi þá fáu þáttak- endur sem enn lifðu af leiðangurs- mönnum og fjölskyldur þeirra sem fallnir voru frá. Það gekk vel og ég hlaut ágætar undirtektir alls staðar. Einna mestur fengur var mér að áhuga Kurt Wölken sem var veðurfr æðingur í ferð Wegeners. Hann hafði gerst pró- fessor í jarðeðlils- og veðurfræði í Bu- enos Aires í Argentfnu og bjó þar er ég hafði uppi á honum. Honum er þakkað að hafa byggt upp argentínsku veður- þjónustuna og hefur starfað á hennar vegum á Suðurskautinu. Má geta þess að eftir leiðangurinn hafði hann einn- ig verið í leiðangri sem farinn var til Novaya Zemlya árið 1932. Sýndi hann málinu mikinn áhuga. Ég reyndi að fá sem flesta er leiðangrinum tengdust til þess að koma til minningarathafnar- innar á Grænlandi og þar á meðal varð þessi maður. Hann kom þótt hann væri þá áttræður og veill fyrir hjarta. Fannst mér mikið til um að fá hann með. Þá kom þama maður sá er séð hafði um viðhald vélsleðanna er Wegener flutti með sér til Grænlands og voru því þama tveir þátttakendur úr sjálfum leiðangrinum. AIls komu níu manns með mér frá Kaupmannahöfn til Crænlands og voru viðstaddir er at- höfnin fór fram föstudaginn 4. ágúst 1984. Tveir bjuggu í Bandaríkjunum en aðrir í Þýskalandi eða Austurríki. Og ekki má gleyma tveimur græn- lenskum mönnum er aðstoðað höfðu leiðangurinn sem stjómendur hunda- sleða og ættingjum Rasmus Willum- sen er fórst á jöklinum með Wegener. Ég hefði feginn viljað að ekkja Wegen- ers hefði getað komið með, en því miður var hún of veikburða, enda orð- in háöldmð. Hún lifir þó enn og varð 100 ára í byrjun þessa árs. Þýskir fjöl- miðlar minntust hennar á veglegan hátt á afmælisdaginn. Hátíðin á Umanak Ég annaðist allt skipulag vegna ferð- arinnar — flug, sjóflutninga og gist- ingu — og naut í því aðstoðar bæði danskra og þýskra yfirvalda. Meðal annars lagði þýska stjómin okkur til bát sem flutti okkur um á Grænlandi. Þátttakendumir hittust í Kaupmanna- höfn og var flogið þaðan með SAS til Straumfjarðar. Þaðan lá leiðin til Jak- obshavn uppi á vesturströndinni. Þá tók við siglingin til Umanak. Með f för voru meðal annarra þýski sendiherr- ann í Kaupmannahöfn og fulltrúar grænlensku stjómarinnar. Þetta varð okkur ógleymaleg stund. Efnt var til veglegrar veislu og minn- ingataflan fest upp í aðalstofu þess Horst Ullman: „Leitaöi uppi þá fáu sem enn liföu af leiöangurs- mönnum og fjölskyldur hinna sem fallnir voru frá. “ húss sem var aðsetur Wegeners. Til- finningin er mér ógleymanleg. Að end- ingu var farið f alllanga siglingu um nærliggjandi firði og stórbrotin nátt- úra Crænlands skoðuð. í tengslum við þetta starf við að sýna Wegener og leiðangri hans þann sóma sem hann verðskuldaði hef ég eignast marga vini og lfka á íslandi. Eg kynntist meira og minna fjölskyldum allra ís- lensku þátttakendanna, sem voru þrír. Þeirra á meðal er Alfreð Jónsson bif- vélavirki, sonur Jóns Jónssonar frá Laug, sem hefur verið hjálparhella mín þessa daga á íslandi nú, sem hann og var þegar ég fyrst kom hér 1983, eins og ég minntist á. Faðir hans varð hálf- gerð þjóðsagnapersóna er verið var að koma flutningi leiðangursins upp á jök- ulinn. Slíkir voru kraftar hans. Jón skírði son sinn eftir Alfred Wegener og það gerðu fleiri af Ieiðangursmönnum. Hinir fslensku þátttakendumir voru Guðmundur Gfslason og Vigfus Sig- urðsson. Þessir menn skipa sinn verð- uga sess í þeim bókum og frásögnum sem um leiðangurinn hafa verið ritaðar. Á mörgum ámm eftirgrennslana um Wegenerleiðangurinn hefur margt komið upp úr kafinu, þótt ekki tengist það leiðangrinum nema óbeinlínis. Ég rakst meðal annars á nokkrar myndir sem teknar voru úr loftfarinu Graf Zeppelin er það flaug yfir fsland í för sinni til Norðurpólsins árið 1930, eða um það bil sem Wegenerleiðangurinn var að hefjast. Má vel vera að einhverj- um vina minna hér á íslandi og öðmm mér ókunnum muni þykja nokkur fengur í að skoða myndir þessar, sem ég veit ekki til að áður hafi birsL AM Þýski vfsindamaöurinn Alfred Wegener fórst í 54 stiga frosti á Grænlandsjökli á 50 ára afmæl- isdegi sínum 1. nóvember 1930. Skip hans Diskó hafði komiö viö á íslandi í apríl sama ár og slóg- ust þá þrlr íslenskir menn meö f förina. Flogiö vestur meö Vatnajökli. Reykjavfk. Austurbæjarskólinn sést f horninu efst til vinstri. Byggö er Hverasvæöiö viö Geysi. enn strjál innan Rauöarárstfgs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.