Tíminn - 08.08.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.08.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 8. ágúst 1992 Isafjörður um daga Fensmarks. FENSMARK f A f IRIÐ 1879, hinn 16. apríl, var Carl Er- nest Alexander Fens- mark veitt sýslu- mannsembættið í ísa- fjarðarsýslu og bæjar- fógetaembættið á ísafirði og tók hann við því 1. maí sama ár. Þessi embættisveiting eins tekjumesta emb- ættis á íslandi virðist hafa komið nokkuð að óvörum, en ekki alls kostar óvænt því þess voru mörg dæmi að vanmetagemsar eðal- bornir sóttust eftir og fengu hjá dönskum ráðamönnum góð embætti á íslandi, þótt hvorki þekktu þeir neitt til aðstöðu eða verka og alls óhæfir embættismenn. Af göfugu kyni Carl Fensmark var fæddur 21. nóv- ember 1835. Foreldrar hans voru Johan Henrik von Fensmark, gener- almajor í danska hernum, og kona hans Thalia Dorothea Elenora Luisa von Holck. Sveinn af svo göfugu kyni var að sjálfsögðu settur til mennta og var Carl Fensmark stúd- ent 1855. Hann lagði síðan stund á lögfræði og lauk prófi í þeirri grein níu árum síðar eða 1864. Næst er af Fensmark sagt að hann verður bú- stjóri í Svíþjóð 1866 og 1870-75 er hann bóndi á Hallandi. Þar næst stundar hann Iögfræðistörf í Kaup- mannahöfn í fjögur ár og er fátt af honum sagt þau 15 ár sem liðu frá lögfræðiprófi og þar til hann varð íslenskur embættismaður. Carl Fensmark hafði aldrei gegnt embætti og síst að hann hefði hug- mynd um hin margbrotnu sýslu- mannsstörf, var öllu ókunnugur hér á landi, óskörulegur og deigur í við- skiptum. í embættisrekstri Fens- marks tók fljótt að bera á óreglu og reiðiieysi, og þó sérstaklega í fjár- málum. Sendi hann litlar og ófull- nægjandi skilgreinar ef þá nokkrar um embættið og gerði ekki skil á tekjum úr umdæmi sínu. Amtmað- ur Bergur Thorberg krafðist bréf- lega skilagreina, en hvorki amtmaö- ur né landshöfðingi, Hilmar Finsen, gengu fast fram í þessu máli. Magnús Stephensen brýnir klæmar Árið 1883 varð Magnús Stephensen landshöfðingi og gekk í þetta mál af hörku. Gerði hann sér ferð til ísa- fjarðar og mun ekki hafa litist á blikuna, því þegar sem hann kom suður aftur, ákveður hann að fyrir- skipa rannsókn á fjárreiðum Fens- marks. Skúli Thoroddsen, nýút- skrifaður lögfræðingur og reikn- ingsglöggur, var skipaður rann- sóknardómari. Fór hann að róta í fimm ára óreiðuhaug Fensmarks og gekk í það af dugnaði, enda veitti ekki af. Thoroddsen kyrrsetti Fens- mark á ísafirði, en Fensmark strauk til Kaupmannahafnar. Þar var hann fangaður og sendur til ísafjarðar en Thoroddsen setti hann í gæsluvarð- hald og þótt hart að gengið. Var það þó eðlilegt því Skúli Thoroddsen var þá settur sýslumaður og þurfti að vera fjarvistum t.d. í þingaferðum, en Fensmark gat hvorki sjálfur né fengið aðra til þess að setja trygg- ingu fyrir nærveru sinni. Ekki kvaðst Fensmark hafa ætlað að strjúka að fullu, heldur leita lið- sinnis í Kaupmannahöfn, en það brást honum. Tíu árum síðar stóð yfir rannsókn á embættisrekstri Skúla Thoroddsen og setti rannsóknardómari farbann á Skúla. Honum fór eins og Fens- mark, en Skúli strauk að vísu aðeins til Reykjavíkur og var eins og Fens- mark í liðsbón. Kom Thoroddsen litlu áleiðis í því efni og hvarf í skyndi aftur til ísafjarðar heldur en að eiga á hættu að verða tekinn höndum og sendur þangað sem fangi eins og Fensmark. Rannsóknardómarinn hugðist setja Skúla Thoroddsen í gæslu- varðhald og kom þar raunar fleira til. Þá hlupu saman Hnífsdælingar ísfirðingar og gerðu vopnaðan að- súg rannsóknardómaranum og hót- uðu honum öllu illu ef hann hreyfði við Skúla. Skildi þar milli feigs og ófeigs því að Fensmark átti enga þá stuðningsmenn sem í nokkru vildu liðsinna honum þegar Skúli Thor- oddsen stakk honum í tugthús á ísa- firði. Ógerlegt að rekja óreiðuna Ógerlegt er að rekja fjármálaóreiðu Fensmarks. Hann taldi í fyrstu að sjóðþurrð hjá sér væri um 14 þús- und krónur, reyndi að gera grein fyrir hvernig nokkuð af þessu hefði myndast, en ítrekaði það að sér væri þessa mikla sjóðþurrð með öllu óskiljanleg. Við nánari rannsókn kom í Ijós að Fensmark hafði einhvern veginn sólundað 27 til 28 þúsund krónum af opinberu fé, feikileg upphæð á þeim tíma, og mundi nú nema tug- um milljóna króna. Á móti þessu komu eignir hans sem námu um 3 til 4 þúsund krónum. Hvernig sem að var farið fékkst aldrei botn í það hvað hefði orðið af þessu horfna fé, og reyndar hefur enginn skilið hvernig Fensmark gat komið slíkri fúlgu í lóg í þorpsholunni ísafirði. Það lætur nærri að Fensmark hafi sóað um 10 milljónum króna árlega á nútíma vísu og er líklega met þeg- ar miðað er við þær aðstæður og það að hér var einstaklingur á ferð og undir opinberu eftirliti. í júlí 1884 var Fensmark vikið frá embætti um stundarsakir en Skúli Thoroddsen settur sýslumaður. Mál var síðan höfðað gegn Fensmark og honum vikið úr embætti að fullu og í ágúst 1885 dæmir Skúli Thorodd- sen Fensmark í átta mánaða betrun- arhúsvir.nu. Eftir atvikum þótti dómurinn ekki harður og þegar Fensmark áfrýjaði staöfesti yfirrétt- ur dóminn. Fensmark sótti um náð- un til konungs, og var dóminum breytt í þriggja mánaða einfalt fang- elsi og gat vart minna verið. Mikið umtal vakti þetta og þótti létt tekið á hinu mikla embættismisferli Fensmarks. Hvernig á því stóð eða hverjir áttu í hlut þegar Carl Fens- mark fékk sýslumannsembættið vestra, að linlega var gengið eftir Carl Fensmark: Hvernig gat hann komið slíkri fúlgu í lóg á Isafirði? skilagreinum frá honum þótt vitað væri um ólestur í embættisrekstri og að betrunarhússdóminum var breytt í létt einfalt fangelsi, hefur aldrei verið upplýst. Fensmark af- plánaði síðan refsinguna í fanga- húsinu við Skólavörðustíg í Reykja- vík. Frú María Magdalena Carl Fensmark var kvæntur og hét kona hans Maria Magdalena Beata, fædd Mau. Fimm börn áttu þau hjón. Kona Fensmarks fór frá hon- um 1883 til Danmerkur og hafði börnin með sér. Hún skildi við Fensmark 1887 og mun hafa tekið upp ættarnafn föður síns fyrir sig og börnin. Nokkru fé hafði Fensmark eytt til fjölskylduþarfa, en ekki nam það nema 3-4 þúsund krónum, og ekkert óeðlilegt við það. Þess hefur verið til getið að það hafi verið kona Fensmarks sem hafði af honum fé, án þess að Fensmark skrifaði það hjá sér og er þetta ekki nýtt í sög- unni. Líka var á kreiki orðrómur um að kaupmenn hefðu notað sér fá- kænsku og skapleysi Fensmarks og prettað hann. Fensmark hafði allt í graut, persónulegar fjárreiður og opinberar og illt að henda reiður á þessu moði. Skúli Thoroddsen kannaði viðskipti kaupmanna við Fensmark og fékk afrit af viðskipta- reikningum hans, athugaði toll- skýrslur, innheimtur þinggjalda hjá hreppstjórum og fleira þessa veru, en hvergi fannst neitt svo athuga- vert að orð væri á gerandi. Hvað varð af hinu horfna fé er spurning sem enn er ósvarað. Hcnt út úr „Steininum“ Haustið 1866 var Fensmark hent út úr „Steininum" og stóð þar á stéttinni vegalaus og snauður. Ætla hefði mátt að hann reyndi að kom- ast til Danmerkur þar sem hann átti ætt og öll kynni, en hann tekur þann furðulega kost að fara gang- andi vestur á ísafjörð. Hvernig á þessu stendur er óráðið en Fens- mark mátti vita að vestra átti hann ekki vinum að fagna. Það var misjöfn vetrarveðrátta þeg- ar Fensmark lagði af stað í þessa löngu göngu og hefur saga komist á kreik sem snertir ferðalagið, þótt Hér segir frá Carli Fensmark, sýslumanni á ísafirði, sem dró sér jafnvirði margra milljóna í embætti. Enginn vissi hvað af peningunum varð. Áttu ill áhrif konu hans þátt í óförum hans?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.