Tíminn - 08.08.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. ágúst 1992
Tíminn 5
Sölumál land-
búnaö ar afur ð a
Jón Kristjánsson skrifar
Málefni sjávarútvegsins hafa að vonum
verið efst á baugi síðustu vikur vegna
ákvörðunar um heildarafla. Annar undir-
stöðuatvinnuvegur, landbúnaðurinn, hef-
ur blandast inn í þessa umræðu vegna
umræðu um að láta nú til skarar skríða og
skera niður opinber framlög til hans í
miklu meiri mæli heldur en til þessa.
TVeysta verður á
innanlandsmarkaöinn
Landbúnaðurinn stendur nú frammi fyr-
ir afdrifaríkum breytingum. Útflutnings-
uppbætur verða felldar niður í haust, og
því verður að nýta innanlandsmarkaðinn
eingöngu fyrir landbúnaðarframleiðsl-
una.
Hinn mikli vandi sem við er að glíma í
landbúnaðinum er sá að sala dilkakjöts
hefur farið minnkandi á síðasta áratug. Á
árunum frá 1980 til 1990 dróst heildar-
neysla í kjöti saman um 7%, eða 5 kg á
íbúa. Á þessu sama tímabili varð ennþá
meiri samdráttur í neyslu kindakjöts, um
11 kg á íbúa, eða um 16%. Hins vegar
jókst sala svínakjöts um 6.1 kg á íbúa á
sama tímabili sem er tvöföldun neyslunn-
ar og sala nautakjöts hefur einnig aukist.
Þessi þróun heldur áfram árið 1991 og
það sem af er ári 1992.
Önnur mynd í mjóUdnni
í mjólkurvörum lítur dæmið þannig út
að á árunum frá 1980 til 1991 hefur sala
nýmjólkur farið minnkandi, án þess að
um hrun hafi verið að ræða. Hins vegar
hefur söluaukning í unnum vörum, eink-
um stóraukin sala í osti um 87% á þessu
árabili, unnið þetta upp þannig að heildar-
magnið er líkt og í upphafi tímabilsins.
Athyglisverður samanburður
Þessar tölur eru einkar athyglisverðar og
það er vert að velta því fyrir sér hvað veld-
ur þeirri þróun sem þær sýna. Meginlín-
umar eru stórminnkandi neysla á kinda-
kjöti og stóraukin sala á ostum og svína-
kjöti. Þess má þó geta í sambandi við
svínakjötið að neyslan var ekki mikil fyrir
og stórum minni en í nágrannalöndunum
þar sem svínakjöt er uppistaðan í kjöt-
neyslunni, en neysla kindakjöts óveruleg.
Munurinn á kjötneyslu á íslandi og í 10
EB löndum sem tekin hafa verið til sam-
anburðar er að hér er neytt miklu minna
af svína- og fuglakjöti en þar, en stómm
meira af lamba-
kjöti.
Hluti af skýr-
ingunni er sá að
neysluvenjur
hafa breyst í átt
við það sem ger-
ist í nágranna-
löndunum, en
þrátt fyrir það
er neysla kinda-
kjöts hér enn mjög hátt hlutfall á íbúa
miðað við aðrar kjöttegundir.
Osturinn blívur
Söluaukninguna í ostinum má einnig að
hluta rekja til breyttra neysluvenja, og er-
lendra áhrifa. Ostaneysla í nágrannalönd-
unum á sér ríka hefð og úrval af þessari
vöm er mjög mikið.
Hins vegar er mjög fróðlegt að athuga
hvemig staðið er að sölu á þeim vömteg-
undum sem hafa staðið sig best í sölu á
osti hefur hitinn og þunginn hvílt á Osta
og smjörsölunni sem er fyrirtæki afurða-
stöðvanna og bænda. Fyrirtækið hefur
rekið mjög öfluga auglýsingastarfsemi.
Miklu fé er varið í vörukynningar, auglýs-
ingar og alls konar markaðssetningu, út-
gáfu mataruppskrifta þar sem ostur hefur
skipað veglegan sess og einnig em reknar
hér í höfuðstaðnum sérstakar ostabúðir
þar sem úrval er mikið. Þetta virðist ein-
faldlega skila sér í aukinni sölu.
Markaðsmál kindakjöts
Sé litið á kindakjötið blasir allt önnur
mynd við. Það em vissulega stór afurða-
sölufyrirtæki sem vinna á stærsta mark-
aðnum á höfuðborgarsvæðinu. Hins veg-
ar virðist sú auglýsinga- og sölustarfsemi
alls ekki vera eins markviss og í ostunum,
og reyndar einnig í mjólkurvörunum, því
staðreyndin er
sú að mjólkin
er í grimmi-
legri sam-
keppni við alls
konar drykkjar-
vömr eins og
gos og ávaxta-
safa, þar sem er
rekin ein mesta
verðsamkeppni
sem fyrirfinnst hérlendis.
Sú auglýsingastarfsemi sem rekin er í
kjötsölunni er að stómm hluta skipulögð
af svokallaðri markaðsnefhd landbúnað-
arins, sem er hálfopinber nefrid, skipuð
hinum mætustu mönnum, en þeir standa
vissulega ekki á gólfinu í sölunni. Mottóið
í þeim auglýsingum hefur verið tvenns
konar, að kjötið sé náttúruafurð, „náttúr-
lega gott“, og kaupin séu góð. „Lambakjöt
á lágmarksverði“. Þetta hefur alls ekki
nægt til þess að halda sölunni í horfinu.
Almenningur hefur þá mynd af málinu að
kjötið sé dýrt og feitt og ekki nægjanlega
aðgengilegur matur. Þar að auki á sauð-
fjárræktin undir högg að sækja í almenn-
ingsálitinu vegna beitar sauðfjár á hálend-
ið, sem er þó undirstaða þess að kjötið sé
náttúmafurð.
Tími stóru plastpokanna er
liðinn
Þau afurðasölufyrirtæki sem sjá um dreif-
ingu kindakjöts þurfa að huga að því
hvemig á að mæta því að yngri kynslóðin
kaupir ekki kindakjöt frosið í stórum
plastpokum, jafnvel þótt þetta kjöt sé
ódýrt Verð á kindakjöti í hugum þessa
fólks er það verð sem er á ýmsum hlutum
kjötsins í kæliborðum verslana á miklu
hærra verði en því lágmarksverði sem ver-
ið er að auglýsa.
Tegundir án kvóta vinna á
Samkvæmt upplýsingum frá Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins um fram-
leiðslu og sölu búvara í maí á þessu ári
heldur sala kindakjöts áfram að minnka,
en aðrar kjöttegundir vinna á. í nauta- og
svínakjöti er skipulagið þannig að bændur
em frjálsir að framleiða, en verslanimar
pína þá og sláturleyfishafana niður í verði.
Með þessum aðferðum hefur salan verið
aukin, þó offramleiðsla sé vemleg Ld. í
nautakjöti.
Hvemig er hægt að gera
betur?
Ég geri þessi sölumál að umtalsefhi hér
vegna þess að þau em mikið áhyggjuefni í
þeirri stöðu sem landbúnaðurinn er nú í.
Staða sauðfjárbúskaparins er ofurvið-
kvæm, og tengist mjög atvinnuástandinu
í hinum dreiföu byggðum, bæði í sveitum
og þéttbýli. Sölumálin em ein hliðin á
teningnum og það er ástæða til þess að
skoða vandlega það skipulag sem em að
baki þeim og hvemig er hægt að gera bet-
ur. Þar verða allir að leggjast á eitt, bænd-
ur, sláturleyfishafar og afurðasölufyrir-
tækin.
M enn og mal- ^ ' #-m
eini