Tíminn - 08.08.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Laugardagur 8. ágúst 1992
Verkalýðsfélagið Eining á Akureyri:
Kvótinn til jöfnunar
Stjórn Verkalýðsfélagsins Eining-
ar á Akureyri mótmælir harðlega
þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar
að nota ekki kvóta Hagræðingar-
sjóðs til að jafna það áfall sem sum-
ar byggðir, einkum á Norðurlandi
og Vestfjörðum, verða fyrir við
hina miklu kvótaskerðingu í
þorski.
í ályktun stjórnarinnar segir að at-
vinnuástand við Eyjafjörð muni
versna til muna á næsta fiskveiðiári
þar sem fiskveiðar frá svæðinu bygg-
ist nær eingöngu á þorskkvóta.
Skerðing þorskveiðiheimilda þar
sem hún er mest, gæti svarað til
eins til tveggja mánaða vinnu.
Skorað er á ríkisvaldið að endur-
skoða ákvörðun sína um Hagræðing-
arsjóð þannig að þeim sveitarfélög-
um sem verða fyrir mestri skerðingu
verði úthlutað kvóta úr Hagræðing-
arsjóði þeim að kostnaðarlausu.
—sá
Neytendasamtökin hlynnt EES-samningi
en vill að þjóðin hafi síðasta orðið:
Þjóöaratkvæðagreiðsla um
evrópska efnahagssvæðið
Stjóm Neytendasamtakanna telur að
hvað íslenska neytendur snertir sé
samningur um evrópskt efnahags-
svæði til bóta í öllum meginatriðum.
Hins vegar telur stjómin eðlilegt að al-
menningur fái að láta í Ijós álit sitt á
samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þetta kemur fram í ályktun sem sam-
þykkt var á fundi Neytendasamtakanna
30. júlí sl. Ályktunin er svohljóðandi:
„Stjóm Neytendasamtakanna telur að
hvað varðar íslenska neytendur og þá
sérstaklega neytendalöggjöf, sé samn-
ingurinn til bóta.
Stjóm Neytendasamtakanna finnst
eðlilegt og sjálfsagt að meirihlutavilji
þjóðarinnar fái að koma í Ijós og telur
nauðsynlegt að almenningur taki
ákvörðun um hvort ísland taki þátt í
evrópska efnahagssvæðinu. Samning-
urinn um evrópska efnahagssvæðið
felur í sér víðtækar breytingar á ís-
lensku þjóðfélagi, auk þess sem um
ákveðið valdaframsal er að ræða.
Þegar svo háttar til, er nauðsynlegt að
meirihluti þjóðarinnar taki ákvörðun
um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort
samþykkja eigi samninginn eða fella
hann. Með þjóðaratkvæðagreiðslu
verður einnig tryggt að kynning á
samningnum verður enn meiri og það
verður að teljast mjög jákvætt með til-
vísun til mikilvægis hans.“
—fréttatilk.
Gróöursetning í Brúöhjónalundi Hótel Sögu
Hótel Saga:
Brúðhjónalundur orðinn fullur
Hótel Saga hefur síðan árið 1990
gefið þeim brúðhjónum sem haldið
hafa brúðkaupsveislu sína á hótel-
inu hvoru sitt tré í brúðkaupsgjöf.
Tré þessi hafa verið gróðursett í sér-
stökum lundi, Brúðhjónalundi, sem
er austan við hótelbygginguna og er
hvert tré merkt nöfnum brúðhjón-
anna.
Brúðhjónin hafa gróðursett trén á
Jónsmessu eftir brúðkaup og þegið
síðan góðgerðir hjá hótelstjóra Hót-
el Sögu. Lundurinn er nú orðinn
fullskipaður og verða ekki fleiri tré
gróðursett í honum að sinni.
Um 23 brúðkaupsveislur eru
haldnar að Hótel Sögu á hverju ári.
Liðlega 30 manns hafa komið saman
á Jónsmessu undanfarin ár í lundin-
um og gróðursett á sjöunda tug trjá-
plantna. —sá
Bókmenntahátíð í september með framlínunni í bókmenntaheiminum í dag:
Meðal gesta verða Tuuri, Quignard og Martin Amis
Bókmenntahátíð verður haldin í Reykjavík dagana 14.-20. septem-
ber nk. Meginviðfangsefni hennar eru bamabókmenntir, eðli og
hlutverk frásagnarlistarinnar, módemisminn og að síðustu norræn-
ar bókmenntir og umheimurinn.
Von er á merkum rithöfundum á há-
tíðina en ekki hafa enn fengist endan-
leg svör frá sumum. Þeir sem þegar
hafa boðað komu sína eru frá Noregi
koma Anne-Cath. Vestly, Roy Jacob-
sen, Jon Fosse og Erik Fosnes Han-
sen. Svenn Otto S., Kirsten Thorup
og Klaus Rifbjerg koma frá Dan-
mörku, Gunilla Bergström, Katarina
Frosteson og Torgny Lindgren koma
frá Svíþjóð. Frá Finnlandi koma Rosa
Liksom, Antti Tuuri og Olli Jalonen
og frá Færeyjum kemur Carl Jóhan
Jensen. Jafnvel er von á Hans Anton
Lynge frá Grænlandi og Tove Jansson
Múmínálfamömmu frá Finnlandi og
væri það sérstakt tilhlökkunarefni.
Að sögn Einars Kárasonar rithöf-
undar, eins af aðstandendum hátíðar-
innar, var áhersla lögð á að fá framlín-
una í heimsbókmenntunum í dag og
þá höfunda sem hvað mestar vonir
eru bundnarvið.
„Þó það sé gott að norrænir höfúnd-
ar hafi samband sín á milli þá er líka
er nauðsynlegt að þeir rækti tengslin
út fyrir þennan veraldarpart," segir
Einar.
Því er von á merkum gestum utan
Norðurlandanna líka og meðal þeirra
verða Pascal Quignard höfundur
bókarinnar „Tous les matins du mon-
de“ sem mikið hefur verið hampað í
Frakklandi og vinsæl kvikmynd var
gerð eftir, Hans Magnus Enzensbert
frá Þýskalandi, Péter Esterhazy frá
Ungverjalandi, Cristoph Ransmayr
frá Austurríki, höfundur bókarinnar
„Hinsti heimur“, Rússinn Evgení
Vasiljevits Kutusov, Martin Amis frá
Englandi, sem að margra mati er far-
inn að skáka Kingsley föður sínum,
og bandaríska ljóðskáldið John Bala-
ban.
Ömólfur Thorsson, sem einnig er í
forsvari hátíðarinnar, segir suma
þessara höfúnda vera fyrir margt
löngu hættir að nenna að halda fyrir-
lestra og þiggja engin boð þar að lút-
andi. En þegar þeim er boðið til ís-
lands hoifir oft öðruvísi við. Þegar
farið var á fjörumar við Mendoza, gat
hann því miður ekki þegið boðið
vegna anna en sagði í bréfi að ef ein-
hver staður freistaði hans væri það ís-
land.
Fáeinar nýjar þýðingar koma út á
verkum sumra höfundanna, sem
sækja okkur heim, í beinum tengsl-
um við bókmenntahátíðina. Þeirra á
meðal verður þýðing Friðriks Rafns-
sonar á bók Pascal Quignard og hlýt-
ur hún heitið ,AHir morgnar heims-
ins“ og þýðing Njarðar P. Njarðvík á
bók Anti Túuri sem líklega mun nefn-
ast „Nýja Jerúsalem".
Fyrsta bókmenntahátíðin var haldin
árið 1985 og sú næsta tveimur ámm
síðar þar sem höfundar eins og Kurt
Vonnegut og Isabella Allende mættu
Hluti undirbúningsnefndar
bókmenntahátíöarinnar þeir
Halldór Guðmundsson, Einar
Kárason, Thor Vilhjálmsson,
Örnólfur Thorsson, Siguröur
Valgeirsson, Lars-Ake Eng-
blom, forstööumaöur Norræna
hússins, og starfsmaöur hátíö-
arinnar Heimir Pálsson.
Tímamynd Sigursteinn
til leiks. Sami hátturinn verður hafð-
ur nú á hátíðinni og þá, að því leyti að
Ann-Cath. Vestly frá Noregi.
haldnir verða almennir upplestrar
hvert kvöld. Upplestramir fara þannig
fram að fyrst les höfúndurinn úr verki
sínu og svo er lesin íslensk þýðing
þess. Einn íslenskur höfundur tekur
þátt í upplestrinum hvert kvöld. Þeir
verða 6-8 talsins en ekki hefur enn
verið ákveðið hverjir það verða. Eins
og áður verður frítt inn á alla dag-
skrána og hefur reynslan sýnt að oft
komast færri að en vilja. Umræður og
Pascal Quignard frá Frakk-
landi.
Olli Jalonen frá Finnlandi.
fyrirlestrar fara einnig fram í tengsl-
um við hátíðina.
Síðasti dagurinn verður helgaður
bamabókmenntum enda varla hægt
annað með það úrval bamabókahöf-
unda sem von er á.
Að þessu sinni einskorðast hátíðin
ekki aðeins við höfuðborgina heldur
munu höfundamir einnig fara út á
land. Ekki hefur verið ákveðið hvaða
staðir verða fyrir valinu en það er m.a.
Gunilla Bergström frá Svíþjóö.
Peter Esterhazy frá Ungverja-
landi.
ákveðið í samvinnu við norrænu fé-
lögin á hverjum stað.
Hátíðin kostar um 5 milljónir og
hafa margir lagt hönd á plóginn til að
gera hana að veruleika. Stærstu
styrkimir koma frá Norræna menn-
ingarsjóðnum, menntamálaráðu-
neytinu og Reykjavíkurborg. í sept-
ember kemur út bæklingur með ná-
kvæmri dagskrá bókmenntahátíðar-
innar. —GKG.