Tíminn - 08.08.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 8. ágúst 1992
Tíminn 17
Sumarferð Framsóknar-
félaganna í Reykjavík
laugardaginn 8. ágúst 1992
Farið veröur um:
Gullfoss — Geysi — Hveravelli — Blönduvirkjun
Kl. 08:00 Lagt af stað frá BSl og ekið að Geysi I Haukadal, þar sem fólki gefst
kostur á að skreppa i sjoppu.
Kl. 10:30 Lagt af stað frá Geysi. Ekið norður Kjöl að Hveravöllum.
Þar munu ferðalangar borða nesti sitt.
Kl. 15:00 Lagt af stað frá Hveravöllum og ekið norður að Blönduvirkjun, þar
sem virkjunin verður skoðuð i fylgd leiðsögumanns. - Áður en komið er
að Blönduvirkjun verður stansað og Páll Pétursson, formaður þingflokks
Framsóknarflokksins, flytur stutt ávarp.
Kl. 18:00 Lagt af stað frá Blönduvirkjun og er ekið að Staðarskála.
Kl. 21:00 Lagt af stað frá Staöarskála og ekið til Reykjavikur.
Áætlað er að koma til Reykjavíkur kl. 23:45.
Fargjald kr. 2.800,-.
Tekið verður á móti sætapöntunum I síma 624480 eða á skrifstofu Framsóknar-
flokksins, Hafnarstræti 20, 3. hæð, 4.-7. ágúst.
Sumartími skrifstofu
Framsóknarflokksins
Frá 18. mal er skrifstofa okkar í Hafnarstræti 20, III. hæð, opin frá kl. 8.00 til 16.00
mánudaga-föstudaga.
Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn.
Sumarhappdrætti
Framsóknarflokksins 1992
Dregið var I Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 10. júli 1992. Vinningsnúmer eru
sem hér segir:
1. vinningur nr. 29595
2. vinningur nr. 26487
3. vinningur nr. 1668
4. vinningur nr. 36086
5. vinningur nr. 9702
6. vinningur nr. 23897
7. vinningur nr. 24772
8. vinningur nr. 39900
9. vinningur nr. 715
10. vinningur nr. 17477
11. vinningur nr. 4527
12. vinningur nr. 36239
13. vinningur nr. 3146
14. vinningur nr. 30173
15. vinningur nr. 1992
Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá útdrætti. Frekari upplýs-
ingar eru veittar i sima 91-624480.
Með kveðju og þakklæti fyrir veittan stuöning.
Framsóknarflokkurinn.
Varanleg lausn
á vatnsbrettum, sterk, rakaþétt og viðhaldsfri.
Margir litir. Staðgreiðsluafsláttur.
Einnig sólbekkir og borðplötur í mörgum litum.
Ótrúlega lágt verð á legsteinum með rafbrenndum álplötum.
Sterkt og fallegt.
Marmaraiðjan, Höfðatúni 12.
Sími 629955. Fax 629956.
Verktakastarf
Ungmennafélag íslands óskar eftir að ráða verk-
taka við ritstjórn að blaði samtakanna — SKIN-
FAXA — sem gefið er út 4 sinnum á ári.
Umsóknarfrestur er til 1. september 1992.
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
UMFÍ eftir 12. ágúst, að Öldugötu 14, Reykjavík,
sími 91-12546.
Stjórn UMFÍ
íbúar St. Tropez kippa sér ekki lengur upp viö þaö þegar Bardot fer á bæjarrölt.
Brigitte Bardot er oröin 58 ára gömul en er enn glæsileg kona:
Stjarna á stuttbuxum
Brigitte Bardot hvarf af hvíta
tjaldinu fyrir 20 árum, þá aðeins 39
ára gömul. Frakkar eru enn stoltir
af þessari helstu kvikmyndastjömu
sem þeir hafa átt og enn vekur
Bardot athygli þar sem hún kemur.
En í St. Tropez, þar sem hún hef-
ur búið frá því hún dró sig í hlé,
eru íbúarnir orðnir vanir að sjá
Bardot á vappi í daglegum erind-
um. Hún er ekki uppstríluð í þess-
um ferðum, iðulega klædd snjáð-
um gallastuttbuxum og sundboí.
Eins og frægt er orðið fékk Bardot
sig svo fullsadda af mannfólkinu að
hún sneri sér alfarið að dýrum og
vernd þeirra þegar hún hætti að
leika.
Hún hefur stofnað eigin dýra-
vemdunarsjóð og er mjög ákveðin í
baráttu sinni. Hún hefur m.a. ein-
beitt sér mjög að selafriðun. Hún
henti öllum gömlu pelsunum sín-
um þegar hún tók sinnaskiptum og
hefði eflaust mörg konan viljað
komast í öskutunnuna hjá stjörn-
unni þann daginn.
Þó svo að stjaman fyrrverandi sé
komin fast að sextugu má enn sjá
merki þess glæsileika sem fékk
karlmenn til að snúa sig nær úr
hálsliðnum til að horfa á eftir
henni á árum áður.
Brigitte Bardot kaupir sér blóm á útimarkaöi.
Linda Essex frá Indiana í BNA hefur veriö gift 21 sinni og nú er í fullum gangi:
Leitin að eiginmanni
„Ég hef verið gift 21 sinni og eytt
ævinni í að leita að hinum full-
komna eiginmanni og ég er enn að
leita," segir Linda Essex, en hún er
sú kona í heiminum sem á flest
hjónaband að baki. Linda komst í
Heimsmetabók Guinnes eftir að for-
lagið sem gefur hana út hafði kynnt
sér rækilega að hvergi væru svik í
tafli.
„Við höfum farið ítarlega í saum-
ana á þessu máli og getum staðfest
að Linda hefur í raun og veru geng-
ið 21 sinni í hjónaband. Og á meðan
aðrir slá henni ekki við á hún
heimsmetið," sagði Nicholas Heath-
Brown sem starfar við ritstjórn
Heimsmetabókarinnar.
Linda Essex var aðeins 16 ára göm-
ul þegar hún gifti sig í íyrsta skipti.
Það var árið 1958 og eiginmaðurinn
var 31 árs gamall iðnverkamaður.
„Ég giftist honum nú bara til þess
að komast að heiman. Við höfðum
einungis verið gift í nokkra mánuði
þegar hann vildi endilega að við
flyttum til Kaliforníu. Það vildi ég
engan veginn og þar með lauk því
hjónabandi," segir Linda.
Linda Essex getur búiö til blæ-
væng úr vígsluvottorðunum
slnum.
Þessi giftingarsjúka kona hefur
gifst 15 mönnum, einum giftist hún
jr
I spegli
Tímans
númer 22
þrisvar og fjóra menn gekk hún að
eiga tvisvar sinnum. Stysta hjóna-
bandið entist aðeins í einn og hálfan
sólarhring en persónulegt hjóna-
bandsmet Lindu er sex ár.
„Ég hef verið eiginkona tónlistar-
manns, vélvirkja, trésmiðs, bar-
þjóns, refsifanga, fátæklings og auð-
manns og fleiri og fleiri...“
Stysta hjónaband hennar var með
trésmiði sem hún giftist í örvænt-
ingu sinni yfir því að hún gat ekki
fengið manninn sem hún þráði
helst í það skiptið. En daginn eftir
brúðkaupið bað sá útvaldi hennar
og hún var snögg að skilja við aum-
ingja trésmiðinn sem ekki vissi
hvaðan á hann stóð veðrið.
Linda á sjö böm á aldrinum 15 ára
til þrítugs og hún á 13 bamaböm.
Og þó svo að Linda hafi reynt sitt af
hverju í áranna rás er hún ekki búin
að gefa hjónabandið (eða böndin)
upp á bátinn.
„Ég leita enn að hinum eina og
sanna. Og ef ég skyldi nú finna hann
mun ég krefjast þess að við giftum
okkur í snarhasti," segir heimsmet-
hafinn í giftingum og skilnuðum.