Tíminn - 11.08.1992, Page 1
Þriðjudagur
11. ágúst 1992
146. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Þyrftu sum verst settu Vestfjarðaplássin að hagræða á hreppsskontórnum um leið og í hraðfrystihúsinu?
Allt að 40% útsvaranna í
rekstur hreppskontórsins
Hafa sum verst settu sveitarfélögin á Vestfjörðum opna möguleika
til sparnaðar í yfirstjóm hreppanna á móti dijúgum hluta þess
tekjutaps sem við þeim blasir vegna rýmandi aflaheimilda?
í yfirliti um tekjur og gjöld sveit-
arfélaga í Árbók sveitarfélaga vekja;
Tálknafjörður, Suðureyri, Bíldudal-
ur, Þingeyri og Flateyri sérstaka at-
hygli fyrir það að fara með allt upp í
39% allra útsvarstekna sinna aðeins
í yfirstjórnun þessara hreppa, eða
miklu hærra hlutfall en önnur bæði
minni og stærri sveitarfélög í land-
inu. Mismunurinn samsvarar hærri
upphæð en þessi hreppsfélög hefðu
tapað í tekjum af útsvari og aðstöðu-
gjaldi 1993 við það að aðeins hefði
verið leyft að veiða 150 þúsund tonn
af þorski. Framangreind fimm sveit-
arfélög skera sig sérstaklega úr fyrir
háan kostnað við yfirstjórn; eða frá
18 þús.kr. og allt upp í 24 þús.kr. að
meðatali á hvert mannsbarn í þess-
um hreppum árið 1990.
Önnur dæmi um meira en 17
þús.kr. (og upp undir 20 þús.kr.)
kostnað við yfirstjórn eru aðeins;
Þórshöfn, Stöðvarhreppur, Rangár-
vallahreppur og Prestólahreppur
(sem nú er ekki lengur til) ásamt
tveim litlum (og ríkum) sveita-
hreppum.
Hjá Reykjavíkurborg var kostnaður
við yfirstjórn aðeins um 3.700 kr. á
hvern borgarbúa (7% útsvaranna)
og hjá öörum kaupstöðum var með-
altalið um 6.500 kr. á mann (12%
ústsvarstekna). Hæst var þetta með-
altal 12.600 kr. á mann (23% út-
svarstekna) hjá hreppum með fleiri
en 300 íbúa. En minni hreppar
vörðu aðeins 9.100 kr. að meðaltali
til yfirstjórnar (22% útsvarstekna).
í þeim sjö útgerðarplássum sem
nefnd hafa verið hér að framan var
kostnaður sveitarfélaganna vegna
yfirstjórnar lægstur 6,8 milljónir (á
Stöðvarfirði) og upp í 9 milljónir
króna (áTálknafirði). Sem hlutfall af
útsvarstekjum er hér um að ræða
frá 28% og allt upp í 39% útsvars-
tekna ársins. Þegar litið er á þessar
Alvarleg slys um helgina:
Tveir menn
drukknuðu
Ungur maður drukknaði í Stafa-
fellsvatni skammt frá Höfn í
Deila Verðlagsstofn-
unar og Olís:
Málinu
vísað
til Verð-
lagsráðs
Olís sendi í fyrri viku greinar-
gerð til Verðlagsstofnunar
vegna landgræðsluauglýsing-
arinnar sem stofnunin vill
stöðva. Georg Ólafsson verð-
lagsstjóri staðfesti að hafa tek-
ið við greinargerð Olís og verð-
ur hún send Verðlagsráði til
umfjöllunar.Hann sagði að
greinargerðin breytti ekki af-
stöðu Verðlagsstofnunar. Verð-
lagsráð mun skera úr um það
hvort málið verði kært og vísað
til dómstóla. Ekki er ljóst hve-
nær Verðlagsráð kemur saman
og tekur málið fyrir. -BS
Homafirði á sunnudagsmorgun.
Maðurinn var þar við veiðar
ásamt fjórum öðrum og óð of langt
út í vatnið, sem dýpkar mjög
snögglega. Svo virtist sem maður-
inn hafi festst í gróðri eða leðju á
botninum. Að sögn félaga hans
flaut hann aldrei upp. Hinn látni
hét Guðmundur Ingi Þorvarðar-
son fæddur 9. október 1971.
Skammt undan Keilisesi drukkn-
aði kafari á sunnudaginn. Hann
var þar ásamt félaga sínum, sem
ætlaði að kafa með honum, konu
sinni og barni sem biðu á bátnum.
Mennirnir voru komnir í köfun-
arbúningana og í sjóinn, þegar
maðurinn virðist hafa fengið
krampa og stífnaði upp.
Lögreglunni barst tilkynning um
neyðarblys frá bátnum kl. 15:35 og
var björgunarsveitin Stakkur frá
Keflavík kölluð út, ásamt Sigurvon
frá Sandgerði sem og þyrla Land-
helgisgæslunnar.
Fólkinu sem í bátnum var tókst
að setja björgunarhring um mann-
inn en hann náðist ekki um borð í
bátinn fyrr en þyrlan kom og var
þá búinn að vera allnokkurn tíma í
sjónum. Maðurinn var úrskurðað-
ur látinn á Borgaspítalanum.
Hann var 34 ára gamall en ekki er
hægt að greina frá nafni hans að
svo stöddu.
upphæðir má Ijóst vera að „hófleg"
eða „rífleg" laun sveitarstjóra geta
t.d. ráðið töluverðu um kostnað við
yfirstjórn í sveitarfélögum, sem t.d.
hafa einungis 300 til 500 íbúa og þar
með kannski aðeins í kringum 15-
25 milljónir kr. heildatekjur af út-
svörum á ári.
Með því að láta sér nægja sem svar-
aði 12.600 kr. á íbúa í þennan kostn-
aðarlið (eins og meðaltal stærri
hreppa) hefði sveitarsjóðum þessara
útgerðarplássa sparast frá rúmlega 2
milljónum (á Þórshöfn) og allt upp í
rúmlega 4 milljónir kr. (á Þingeyri
og Stöðvarfirði) árið 1990. Benda
má á að önnur álíka mannmörg
sveitarfélög (t.d. Búlandshreppur,
Fellahreppur. Raufarhafnarhreppur
og Svalbarðshreppur) kostuðu að-
eins 11- 13 þús. kr. á íbúa til yfir-
stjórnar sama ár, svo þar er alls ekki
um óraunhæfar tölur að ræða.
Hér er síður en svo ætlunin að gera
lítið úr þeim tekjusamdrætti, og
áhrifum hans, sem mörg sveitarfé-
lög standa frammi fyrir vegna sam-
dráttar í kvóta. Eigi að síður er for-
vitnilegt að bera framangreindar
tölur saman við útreikninga sem
Samband sveitarfélaga gerði á því
hvað fjöldi sveitarfélaga (m.a. fyrr-
nefnd útgerðarpláss) mundu tapa
miklum tekjum af útsvörum og að-
stöðugjaldi árið 1993 ef aðeins hefði
verið leyft að veiða 150.000 tonn af
þorski og sú skerðing ekki bætt með
öðrum kvóta.
Samband sveitarfélaga komst að
þeirri niðurstöðu að þetta tekjutap
yrði frá 2 milljónum kr. (á Bfidudal)
og upp í 4,3 milljónir (á Stöðvar-
firði) — eða lægst frá 4.300 kr. að
meðaltali á íbúa upp í 8.500 kr. á
íbúa, hæst á Tálknafirði.
Sem fyrr greinir hittist svo á að
Tálknafjörður átti líka íslandsmetið
í kostnaði við yfirstjórn sveitarfé-
lagsins — 24.200 kr. á íbúa árið
1990, eða hátt í 40% allra útsvars-
tekna hreppsins. Þetta vekur þá
spurningu hvort ekki megi ætla að
Tálknafjörður (og fleiri hinna illa
stöddu sveitarfélaga) ætti ekki að
hafa möguleika á nokkrum sparnaði
með aukinni hagræðingu í yfir-
stjórnum sveitarfélaganna? Eða er
það aðeins í frystihúsum og togara-
útgerð sem þarf að hagræða?
- HEI
Tlmamynd Siflunrtotnn
Ária morguns sl. laugardag
lögðu Framsóknarfélögin í Reykja-
vfk upp í sína árlegu sumarferð og
var aðaláfangastaður Blönduvirkj-
un. Þátttakendur voru um 420 og
var farið á sjö rútum.
Fyrsti áfangastaður var Geysir (
Haukadal þar sem margir snæddu
morgunverð. Síðan var haldið eftir
Kjalvegi til Hveravalla. Þar
snæddu menn hádegismat og
virtu fyrir sér fjailasýn, en ferða-
veður var hið ákjósaniegasta, sói-
ariítið en mjög gott skyggni. Næsti
viðkomustaður var Auðkúluheiði
og þar ávarpaði Páli Pétursson,
þingflokksformaður samferða-
menn og iýsti staðháttum. í
Biönduvirkjun biðu manna dekk-
uð kaffiborð og móttökur góðar.
Farið var niður göng að stöðvar-
húsi virkjunarinnar, 240 metrum
undir yfirborði, og þótti mörgum
það mjög tiikomumikið og minn-
ast þess sem hápunkts ferðarinnar.
Þetta mun vera stærsti hópur sem
heimsótt hefur Blönduvirkjun
hingað til. Við virkjunina tóku
heimamenn, bændur úr Húna-
vatnssýsium, sér far áfram með
rútunum og tóku að sér að lýsa
staðháttum í sýslunum. Ekið var
niður Blöndudal og stöðvað við
Höllustaði þar sem Páll Pétursson
hélt stutta töiu og þótti miður að
gcta ekki boðiö öllum hópnum (
kaffi, það væri í lagi ef þeir væru í
smærri hópum og ættu leið um
sveitina, Áfram var haldið og
heimamenn lýstu umhverfinu,
hver bær og hvert fjaií var nefnt. I
Staðarskála og Brú kvöddu heima-
menn og þá var haldið heimleiðis
og komið til Reykjavikur um mið-
nættið, eftirvel hcppnaða för -BS
—GKG.