Tíminn - 11.08.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Þriðjudagur 11. ágúst 1992
WM ÍÞRÓTTIR
(slenska landsliðið í knattspyrnu tapaði í vináttuleik
gegn ísrael á Laugardalsvelli:
Vonbrigði!
Islenska landsliðið í knattspyrnu bar
lægri hlut fyrir léttleikandi liði ísra-
ela, 2-0, á endurbættum Laugardal-
svelli í sunnudag, eftir að staðan í
hálfleik hafði verið 1-0. íslenska liðið
áttu lengst af enga raunverulega
möguleika á að sigra ísraelana, þrátt
fyrir að hafa byrjað leikinn mun betur.
Leikur íslenska liðsins olli undirrituð-
um vonbrigðum í Ieiknum, sóknir bit-
lausar og varnarleikur óöruggur. ísra-
elska liðið lék ágætlega, en við eigum
þó að eiga í fullu tré við það.
Strax á fyrstu mínútum leiksins áttu
íslensku strákamir nokkuð hraustlega
atlögu að marki andstæðinganna. Ólaf-
ur Þórðarson átti gott skot að marki
ísraelanna á þriðju mínútu leiksins,
varði markvörður gestanna meistara-
lega. Gegn gangi leiksins skoruðu ísra-
elamir fyrsta mark leiksins, stungu-
sending komst inn fyrir Kristján Jóns-
son og náði ísraelinn góðu skoti á ís-
lenska markið, sem Birkir Kristinsson
varði vel, en náði ekki að halda boltan-
um og hrökk boltinn út þar sem ísraeli
kom og náði að skalla boltann í nánast
autt markið. Á næstu 20 mínútum
náðu íslendinamir að ógna marki ísra-
els nokkrum sinnum, en þó án þess að
viðstaddir fengju það nokkru sinni á
tilfinninguna að um raunverulega
hættu væri að ræða. Andri Marteins-
son komst einn á móti markmanni,
eftir snilldarsendingu inn fyrir vöm-
ina, en Andri náði aldrei stjóm á bolt-
anum og markvörðurinn náði að hand-
sama knöttinn. Skömmu síðar átti
Hörður Magnússon skot trá markteigs-
homi, en hann sneri baki í markið þeg-
ar hann fékk boltann og náði ekki að
snúa almennilega áður en hann skaut
og því fór boltinn vel yfir. Hörður var
aftur á ferðinni um 10 mínútum síðar,
en skaut þá hörkuskoti frá vítateigs-
homi, en það skot varði markvörður
andstæðinganna frábærlega.
I hálfleik gerði Asgeir Elíasson lands-
liðsþjálfari tvær breytingar, en þá
komu þeir Sævar Jónsson og Amór
Gudjohnsen inn á fyrir þá Andra Mar-
teinsson og Guðna Bergsson. Rúnar
Kristinsson var færður á kantinn og
Amór settur á miðjuna. Virtist þetta
fríska töluvert upp á leik íslenska liðs-
ins, en þó ekki nóg til að gera gæfú-
muninn. Nokkur hálffæri litu þó dags-
ins Ijós. Fleiri breytingar á liðinu litu
dagsins ljós og skipti Ásgeir Elíasson
þeim Baldri Bjamasyni, Baldri Braga-
syni og Valdimar Kristóferssyni inn á
fyrir þá Ólaf Þórðarson, Amar Grétars-
son og Hörð Magnússon. Við þessar
skiptingar tók Amór stöðu vamar-
manns, Rúnar fór aftur á miðjuna og
Valur Valsson fór í stöðu hægri tengi-
liðs. Þá færði Ásgeir Þorvald Örlygsson
á miðjuna og setti Baldur Bjamason á
vinstri kantinn, stöðuna sem hann var
svo óánægður með í Fram-liðinu. Allt
kom fyrir ekki og ísraelsku strákamir
innsigluðu sigur sinn á 58. mínútu
með góðu marki, eftir að hafa komist
upp að endarmörkum, var gefið út í
vítateiginn, þar sem Tikva kom aðvíf-
andi og sendi knöttinn undir Birki
Kristinsson í marki íslands.
Það er erfitt að nefna þá Ieikmenn ís-
lenska liðsins sem áttu góðan dag á
sunnudag, en þó má nefna Hörð Magn-
ússon, en hann var ávallt hættulegur
og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Sömu
sögu má segja um Ólaf Þórðarson sem
einnig barðist vel. Ásgeir Elíasson og
aðstoðarmaður hans Gústaf Bjömsson
hafa um margt að hugsa næstu daga og
vikur. Sóknarleikur liðsins var alger-
lega bitlaus, vamarleikurinn óöruggur
og ekki sannfærandi. ísraelska liðið er
ágætt, léttleikandi strákar sem láta
boltann ganga vel á milli manna og
þeir uppskáru í þessum leik tvö mörk
með þessari aðferð. Leikinn dæmdi J.J.
Timmons og gerði það býsna vel. -PS
Þorvaldur Örlygsson og félagar hans í íslenska landsliöinu lágu illa fyrir fsraelum á Laugardalsvelli á
sunnudag, 0-2. Hérer Þorvaldur í vonlítilli baráttu við tvo ísraela, en hann hafði ekki betur, eins og svo
oft var einkennandi fyrir íslenska liðið í leiknum Tfmamynd Pjetur
Spjótkastkeppnin á Ólympíu-
leikunum í Barcelona:
Siguröur
í 5. sæti
Sigurður Einarsson hafnaði í 5.
sæti í spjótkastkeppninni í Barcel-
ona, en úrslitakeppnin fór fram á
laugardagkvöld. Sigurður kastaði
spjótinu lengst 80,34 metra, sem
tryggði 5. sætið.
Sigurður byrjaði keppnina á laug-
ardag vel og kastaði 79,52 metra í
fyrsta kasti og það kast tryggði hon-
um sæti í átta manna úrslitum, en
jafnframt fimmta sæti. Tvö fyrstu
köstin í átta manna úrslitunum
gerði hann ógild, en í síðasta kasti
náði hann að gulltryggja sætið með,
eins og fyrr sagði, kasti upp á 80,34
metra. Það er alveg Ijóst að Sigurð-
ur Einarsson kom sá og sigraði í
þessari keppni, en hann hefur allt of
lengi staðið í skugganum af Einari
Vilhjálmssyni, en árangur Einars
hefur valdið vonbrigðum svo oft á
síðustu árum. Sigurður hefur, með
fimmta sætinu nú og einnig sjötta
sætinu á HM í fyrra, sannað það að
hann er bestur spjótkastara okkar
íslendinga. Það er engin spurning.
-PS
Island-ísrael, 21 árs og yngri:
íslendingar lágu 1-0
íslenska landsliðið skipað leikmönn-
um 21 árs og yngri lék við ísraels-
menn á Akranesi á sunnudag. ís-
lensku strákarnir töpuðu leiknum,
0-1, með marki skoruðu snemma í
fyrri hálfleik. Þeir náðu sér aldrei al-
mennilega á strik, en ljóst er að liðið
á að geta mun meira því það er skip-
að mjög efnilegum knattspymu-
mönnum. -PS
Raunir 1. deildar liðs virðast ekki ætla að taka enda:
Ukraínumaðurinn
sendur heim á ný
(Jkraníumaðurinn sem 1. deildar
lið ÍBV fékk til liðs við sig um miðj-
an síðasta mánuð hefur verið send-
ur heim á ný eftir skamma dvöl hér
á landi. Við læknisskoðun kom í
Ijós að hann var með sprungu í
ökkla og hafði ástand hans verið á
þann veg þegar hann kom til lands-
ins, en ekki látið vita af því.
Eggert Garðarsson, varaformaður
knattspyrnudeildar ÍBV, staðfesti
þetta í samtali við Tímann í gær og
sagði að Úkraníumaðurinn hefði
haldið heim á leið á sunnudag, eftir
að hafa leikiö aðeins tvo leiki með
liðinu. „Maðurinn var meiddur, en
við vissum ekkert um hans meiðsli
þegar hann kom hingað til lands.
Þetta háði honum mikið og það end-
aði með því að við sendum hann í
læknisskoðun þar sem tekin var
röntgenmynd af ökklanum og það er
Ijóst að hann kemur ekki til með að
jafna sig á þessu ári. Hann var halt-
ur og stakk alltaf við,“ sagði Eggert
Garðarsson.
Hann sagði menn nú verða að
þjappa sér saman, en staða liðsins í
deiídinni er slæm. Liðið er í neðsta
sæti með sjö stig, en Ómar Jóhanns-
son hefur nýlega tekið við þjálfun
liðsins af Sigurlás Þorleifssyni. Egg-
ert sagði þetta mál vera dýrmæta
reynslu fyrir þá Eyjamenn og að það
þyrfti að vanda betur til þegar sækja
ætti menn erlendis frá, en sú ráð-
stöfun að fá Úkraínumanninn hing-
að til lands hefði verið neyðarúr-
ræði.
Það er ljóst þó að útlitið sé ekki
bjart hjá Eyjamönnum nú, þá er
væntanlega stutt í að birti upp því 2.
og 3. flokkur liðsins eru firnasterkir
og er stutt að bíða þangað til efnileg-
ir leikmenn fara að streyma upp í
meistaraflokkinn. -PS
(slenska handknattleikslandsliðið á Ólympíuleikunum í Barcelona:
FJórða sætið er
frábær árangur
íslenska landsliðið í handknattleik
hafnaði í fjórða sæti á Ólympíuleik-
unum í Barcelona, en það er besti
árangur sem íslenskt landslið hefur
náð á slíku móti. Liðið lék á laugar-
dag gegn Frökkum um bronsið, en
tapaði því einvígi, 20-24, eftir að
Frakkar höfðu haft yfir í háifleik, 9-
12. Um tólf þúsund manns fylgdust
með Frökkunum leggja íslendinga
að velli og höfðu þeir fyrrnefndu
tögl og hagldir allt frá upphafi. ís-
lenska liðið lék að öllum líkindum
einn sinn slakasta Ieik í mótinu, en
greinilegt var að þreyta var farin að
há sumum leikmanna liðsins.
íslenska liðið átti frá upphafi í
leiknum á laugardag nær enga
möguleika gegn Frökkunum. Þeir
gerðu þrjú fyrstu mörkin í leiknum
og má segja að það hafi lagt grunn-
inn að sigri þeirra. Sóknarleikur ís-
lensku strákanna var í molum nær
allan tímann og þá var vörnin og
markvarslan ekki sannfærandi.
Gunnar Gunnarsson lék ágætlega í
leiknum og einnig Valdimar Gríms-
son, en sá síðarnefndi gerði nokkur
mistök, enda búinn að leika alla
leikina á mótinu.
Þrátt fyrir að liðið hafi tapað leikn-
um um bronsið er árangurinn hjá
liðinu frábær. Það kom inn í keppn-
ina með litlum fyrirvara, en sýndi
þrátt fyrir það að liðið hefur alla
burði til að taka þátt í keppni bestu
handknattleiksliða heims og standa
sig vel. Til hamingju, leikmenn og
þjálfarar íslenska landsliðsins í
handknattleik. -PS
Islandsmótið í knattspyrnu:
Urslit
1. deild kvenna
Höttur-ÍA
Þróttur N.-ÍA •••■••■■••■*•»■•• 1-2
UBK-Þór A. •■•••■••■«••■••■■•• 5-0
Valur Þór A. Þór A. ......gaf
2. deild
Selfoss-Grindavík
Keflavík-fR
•»«••••••■
•••»•••»«••■«••••••1
0-6
.2-0
3. deild
Haukar-KS .......*.....3-1
Skallagrímur-Grótta...4-2
Æghr-Þróttur N. ......3-2
Volsungur-Magn) ••••••••■«•2—2
Datvfk-HndastóU ..—...2-3
4. deild
Hvatberar-Reynir S........0-5
UMFA-Njarðvík .............3-3
Víldngur Ól-Árvakur ••••♦• 5-3
Hafnir-Emir •»•••»«•••«••••••* 3-1
Leiknir-Léttlr •»•••»«••••••••••■ 1—2
HK-Fjöbiir .............. 5-2
Bolungarv.-Víkveiji Víkv.. gaf
Ármann-SnæfeU.............. 1-1
Þrymur-UMF Neisti ••■«•«* 0-6
Hvöt-HSÞ b. ______________ 3-0
SN-Kormákur *•••«••*•«•••••■ 0-2
Höttur-Huginn FeUb_______12-0
Einherji-Sindri ••••«•••«••••• 2*1
Lelknir-KSH •••»••••«••••••■•• 4-2
Austrí-Neisti..............2-1
Vahir RF.-Huginn ..........0-2