Tíminn - 11.08.1992, Síða 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 11. ágúst 1992
Sarajevo —
Rólegt var í Sarajevo þrátt fyr-
ir að bardagar héldu áfram á
öðrum vígstöðum. Yfirvöld í
Bosníu skýrðu frá því að þrír
hefðu látiö lífið í hörðum bar-
daga á sunnudag umhverfis
Gorazde, borg í austurhluta
Bosníu, sem einnig er undir
umsátri Serba.
París —
Frönsk yfirvöld hafa lýst því
yfir að Frakkar, Bretar og
Bandaríkjamenn hafi komið
sér saman um orðalag yfirlýs-
ingar SÞ um hjálparstörf og
fangabúðimar í Bosníu Her-
segóvínu.
London—
Bresk yfirvöld eru þó ekki
sammála og segja yfirlýsingu
frönsku stjórnarinnar um sam-
þykktina ótímabæra.
Brússel—
Forseti Evrópuráðsins, Jacqu-
es Delors, að aðeins hótun
um vopnavald gæti fengið
Serba til að snúa frá þeirri
þjóðhatursstefnu sem gæti
haft áhrif á alla Evrópu.
Moskva —
Armenar, sem ásaka Azerbaij-
ana um að hafa gert árás inn í
Kákasus án viðvörunar, segj-
ast munu biðja önnur sam-
veldi um að taka þátt í við-
skiptabanni og jafnvel hernað-
araögeröum gegn Azerbaijan.
Túnis —
Lýbíumenn hafa farið fram á
frestun á fundi öryggisráðs SÞ
sem halda átti þann 15. ágúst.
Á fundinum var ætlunin að
ræða hvort herða skyldi við-
skiptabannið ef yfirvöld í Tri-
polí neita áfram að framselja
mennina tvo sem grunaðir eru
um að hafa sprengt flugvél í
loft upp.
Bagdad —
Sérfræðingar SÞ halda áfram
leit að vopnaleyndarmálum ír-
aka eftir að bandarisk yfirvöld
lýstu því yfir að þau myndu
bregðast hart við allri tregðu
íraka.
Seoul —
Þúsundir óeirðalögreglu-
manna með táragasbyssur
börðu niður óeirðir við tvo há-
skóla í borginni og handtóku
80 stúdenta, þar á meðal einn
Þjóðverja og einn Tyrkja fyrir
að skipuleggja skæruhernað
fyrir sameiningu.
Tókýó—
Forsætisráðherra Japans, Ki-
ichi Miyazawa, hefur ákveðið
að fara í opinbera heimsókn til
Kína síðar á þessu ári, þrátt
fyrir andstöðu hins hægri
sinnaða stjórnarflokks.
Arusha, Tansaníu —
Ríkisstjórnin í Rwanda og
uppreisnarmenn mættust á
fundi í norðurhluta landsins til
þess að reyna að semja um
frið.
Samruni Hagkaups og Bónus myndar stærsta matvörurisa íslandssögunnar:
STANGAST Á VIÐ
SAMKEPPNISLÖG?
Jóhannes Jónsson í Bónus rétt áður en fyrsta Bónusverslunin var opnuð í apríl 1989. ( helgarviðtali
við Tímann rúmu ári síðar um samkeppnina á matvörumarkaðnum, sagði Jóhannes m.a. að engum
einum aðila væri hollt að hafa hærri markaöshlutdeild en sem næmi þetta 6-10%. Hagkaupsbónusris-
inn er miklu hærri en svo.
„Stjórnvöld í Vestur-Evrópu, í
þeim hluta heimsins sem við ætl-
um okkur nánari samvinnu við,
setja inn í samkeppnislöggjöf að ef
samruni fyrirteekja hefur í för með
sér 25% markaðshlutdeild eða
meiri, þá sé ástæða fyrir sam-
keppnisyfirvöld að staldra við og
skoða náið hvort leyfa skuli slíkan
samruna, því það væri talið of
stórt fyrirtæki innan markaðar-
ins.
Þetta segir Jóhannes Gunnarsson,
formaður Neytendasamtakanna,
um kaup Hagkaups á hluta Bónus,
sem talið er að leiði til um 35%
markaðshlutdeildar fyrirtækjanna
á matvælamarkaði á höfuðborgar-
svæðinu og um 30% markaðshlut-
deildar á landsvísu. Kaupmanna-
samtökin hafa skoðað málið og þar
á bæ telja menn að markaðshlut-
deild hins nýja matvörurisa í
Reykjavík sé um eða yfir 50%.
Jóhannes Gunnarsson segir að í
frumvarpi til nýrra samkeppnis-
laga, sem verður lagt fram á sum-
arþinginu, séu svipuð ákvæði,
þannig að löggjafinn sé sama sinn-
is og Neytendasamtökin, það þurfi
að staldra við og skoða málin þegar
svona er komið. Jóhannes leggur
áherslu á að undanfarin þrjú ár hafi
Hagkaup og Bónus gert góða hluti
í verðsamkeppni og lækkun vöru-
verðs, en með samrunanum verði
alls ekki um samkeppni að ræða og
leiði því fremur til hækkunar vöru-
verðs. Því sé sameining af þessu
tagi ekki neytendum til bóta.
Bjöm Ingimarsson, framkvæmda-
stjóri Miklagarðs, telur að það hafi
Landlæknir:
72 íslend-
ingar hafa
greinst
með
HlV-smit
Það sem af er árinu 1992 hafa þrír
nýir einstaklingar greinst með HIV-
smit, en enginn greinst með al-
næmi. Fram að 30. júní 1992 höfðu
greinst samtals 72 einstaklingar á
Islandi með smit af völdum HIV
(Human Immunodeflciency Virus).
Þetta kemur fram í fréttabréfi frá
landlækni.
Á íslandi hafa greinst samtals 22
einstaklingar með alnæmi, lokastig
sjúkdómsins, og eru 11 þeirra látnir.
Af þeim 72 sem greinst hafa með
smit eru 62 karlar. Flestir karlanna
eru tvíkynhneigðir eða 48. Gagnkyn-
hneigðir eru 4 og fíkniefnaneytend-
ur 7. í einu tilfelli er smit óþekkt og
2 eru bæði tvíkynhneigðir og fíkni-
efnaneytendur. Konur sem greinst
hafa með smit eru 10 og eru 4 þeirra
blóöþegar, 4 gagnkynhneigðar (kyn-
mök) og 2 fíkniefnaneytendur. Flest-
ir smitaðir, eða 34, eru á aldrinum
20- 29 ára og næstflestir, eða 19, eru
á aldrinum 30-39 ára. Einn karl er á
aldrinum 10-19 ára og þrjár konur
eru yfir 60 ára. -BS
verið orðið þungt undir fæti hjá
Bónus og það hafi verið um það bil
að sigla í strand. Hann túlkar það
svo að Hagkaup hafi yfirtekið Bón-
us og það þurfi ævintýralegt hug-
myndaflug til að ætla að úr því
verði einhver samkeppni milli fyr-
irtækjanna. Björn segir að þessi
samruni muni skerpa Miklagarð í
„Homsteinar" er heiti á endurútgáf-
um hljómplatna á geisladiska sem
Steinar hf. vinnur nú að.
Titlarnir eru þegar orðnir um 20 og
eru valdar útgáfur sem hafa lengi verið
ófáanlegar. Fyrstu tveir titlamir í þess-
ari nýju útgáfuröð komu út í aprfl og
voru það fyrsta plata Hins íslenska
Þursaflokks og og „Sturla" með Spil-
verki þjóðanna.
Kjartan Guðbergsson, markaðsstjóri
hjá Steinum hf„ segir þessa tvo titla
vera meðal þeirra sem hvað best hafa
selst ásamt „Sumar í Sýrlandi" með
viðleitni sinni til að halda niðri
vöruverði. Lágt vöruverð verði ekki
tryggt með því að steypa sam-
keppnisfyrirtækjum saman í eitt
stórt fyrirtæki.
Hvorki Björn né Jóhannes Gunn-
arsson eru trúaðir á tal manna um
áhuga stórra erlendra verslunar-
keðja á að kaupa upp verslun hér á
Stuðmönnum, „Kona“ með Bubba
Morthens og „í mynd“ með Egó. Það
hefur einnig komið á óvart hvað
„Kaffibrúsakarlamir" hafa selst vel.
Þann 17. júní í sumar voru 17 ár liðin
síðan platan „Sumar á Sýrlandi" var
gefin út en það var fýrsta hljómplata
Steina hf. Mikið var vandað til endur-
útgáfunnar og fylgir disknum 18 síðna
bók. Þegar platan kom fyrst út fylgdu
henni engar upplýsingar um þá sem
stóðu að gerð hennar en nú gefst kost-
ur á að komast að því.
Meðal elstu platna sem þegar hafa
íslandi, en Jóhannes Jónsson, eig-
andi Bónus, hefur varað við því.
Þeir telja að það séu ótal markaðir
niðri f Evrópu, jafnstórir þeim ís-
lenska og stærri, sem mun auð-
veldara sé að komast að fyrir stór-
fyrirtæki. T.d. standi markaðir í
Austur-Evrópu opnir og þar sé ekki
yfir haf að fara. -BS
verið endurútgefnar eru „Lax lax lax“
með Guðmundi Jónssyni, Sextett Ólafs
Gauks með lög Oddgeirs Kristjánsson-
ar og „Folksongs from Iceland" með
Savanna tríóinu sem er elst Horn-
steina eða 28 ára. Von er á að 15-20
titlar verði endurútgefnir í haust en
ekki hefur enn verið tekin endanleg
ákvörðun um hvaða diskar það verða.
Að sögn Kjartans er enn af nógu af taka
og meðal þess efnis sem nefnt hefur
verið er „Tívolí" með Stuðmönnum og
„Græna byltingin" með Spilverki þjóð-
anna. —GKG*
Forseti Aiþingis leggur tii að Alþingi starfi í mánuð og ijúki á þeim
tíma umfjöliun um EES:
Alþingi klári EES
á einum mánuði
Salome Þorkelsdúttir, forseti Al-
þingis, leggur til í starfsáætlun
sinni fyrir sumarþingið sem hefst
17. ágúst að þingið starfi til 19.
september. Það komi síðan aftur
saman til reglulegs fundar 6.
oktúber. Sfjúrnarandstaðan telur
útiiokað að þingið geti lokið um-
Qöllun um frumvarpið um aðild
lslands að evrúpsku efnahags-
svæði (EES) og fylgifrumvörp
þess á aðeins einum mánuði.
Á þinginu, sem kemur saman 17.
ágúst, er ætlunin að Ijúka af-
greiðslu EES-málsins. Um er að
ræða frumvarp utanríkisráðherra
að ísland gerist aðili að EES og
nokkrir tugir annarra frumvarpa,
en sem kunnugt er kallar EES-
samningurinn á umfangsmikla
breytingu á mörgum gildandi ís-
ienskum lögum.
Á fundi með forsætisnefndinni í
gær lýstu stjúrnarandstöðuflokk-
arnlr því yfir að þeir teldu útilokað
að hægt væri að Ijúka afgreiðslu
allra málanna á einum mánuði.
Ákveðið var að ræða starfsáætlun-
ina áfram eftir aö hún hefur verið
kynnt í þingfiokkum.
Þingnefndir hafa verið að störf-
um í allt sumar til að fjalla um
EES- frumvörpin. Nokkur frum-
vörp eru þó enn til umfjöllunar í
ráöuneytunum. Salome sagði að
því miður hefði samning nokkurra
frumvarpa dregist, en vonaði að
þau kæmu inn í nefndiruar á
næstu dögum.
Þó gert sé ráð fyrir að sumar-
þingiö fjalli eingöngu um EES má
búast við að þingmenn úski eftir
að fá að ræða ýmis stúr mál sem
hafa komiö upp á í sumar. Þar ber
hæst staðan í sjávarútvegsmálum
og áhrif samdráttar í veiðum á
byggðarlög víða um land.
-EÓ
ELSTA PLATAN ORÐIN 28 ARA