Tíminn - 11.08.1992, Side 4
4 Tfminn
Þriðjudagur 11. ágúst 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVIHNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjóran Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300.
Auglýsingasimi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö i lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Hver er handhafi
stj ómarskrárinnar?
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Kristján
tíundi Danakonungur kom „með frelsisskrá í föður-
hendi“ árið 1874. Þó er það svo að við þessi grundvall-
arlög höfum við búið síðan að mjög miklu leyti og
stjómarskrárbreytingar einkum verið bundnar við
breytingar á þeim þætti hennar sem varðar Alþingi og
kosningar til þess.
Almenn ákvæði stjórnarskrárinnar hafa ekki mikið
breyst í áranna rás, sem betur fer má segja, þvf þau
byggja á hugmyndum um mannréttindi og frelsi ein-
staklingsins.
í flóknu samfélagi nútímans hafa þó komið upp mál
sem eru þess eðlis að ekki liggur í augum uppi hvort
þau samrýmast stjórnarskrá eða ekki. Lögfræðin bygg-
ist á túlkun og dómum sem felldir hafa verið og það
hefur komið í ljós að hið sama gildir um stjórnar-
skrána og almenna lögfræði. Lögfræðinga, hvaða
gráðu sem þeir hafa í fræðigreininni, greinir á um
hvort flókin mál sem upp koma í samtímanum brjóta í
bága við stjórnarskrána eða ekki.
Slík mál hafa komið upp nú varðandi stjórnunarkerfi
í atvinnuvegunum, sjávarútvegi og landbúnaði, og
varðandi EES- samninginn sem er flóknasti milliríkja-
samningur sem verið hefur á borðum stjórnmála-
manna hérlendra til þessa.
í þessum málum greinir fræðimenn á. Það er hins
vegar einkar athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum
ríkisstjórnarinnar við þessum málum sem eru í eðli
sínu mjög alvarleg.
Virtir prófessorar við háskólann hafa sett fram þær
kenningar að EES- samningurinn brjóti í bága við
stjórnarskrána. Aðrir eru ekki þeirrar skoðunar. Ekki
er sjáanlegt annað en að ríkisstjórnin ætli að láta
þennan ágreining sem vind um eyru þjóta og keyra
málið í gegnum Alþingi á fimm vikum.
Sigurður Líndal, sem er virtur prófessor við háskól-
ann, hefur tvívegis sett fram þá skoðun að framkvæmd
kvótakerfis í sjávarútvegi og landbúnaði brjóti í bága
við stjórnarskrána. Fyrst kom ítarlegt álit um land-
búnaðarmálin og allir þögðu þunnu hljóði. Síðan kom
álit um sjávarútvegsmálin en þá brá svo við að það fór
beint inn í ríkisstjórn til umræðu og forsætisráðherra
taldi málið grafalvarlegt. Ekki skal dregið neitt úr því,
en þær spurningar vakna hvort þýðing þessara kenn-
inga fari eftir því hvort þær eru beint innlegg inn í
stjórnmálaumræðu dagsins og henti forsætisráðherr-
anum og ríkisstjórninni.
ÖIl þessi umræða um stjórnarskrármál er svo neyðar-
leg fyrir stjórnmálamenn að auðvitað verður að ganga
í það að taka allan vafa af um hvort lagasetning á Al-
þingi samrýmist henni. Sé ekki svo verður annaðhvort
að gera, hætta við samþykkt laganna eða breyta stjórn-
arskránni. Það gengur auðvitað ekki að Sigurður Lín-
dal, svo ágætur maður sem hann er og vel að sér, sé af
ríkisstjórninni talinn handhafi stjórnarskrárinnar
þegar það kemur sér vel fyrir forsætisráðherra í deil-
um innan stjórnarinnar.
N áttúruspj öll
,Áf öllum „ismum“ tuttugustu
aldarinnar gæti „túrisminn" orðið
sá versti,“ segir Sadruddin Aga
Khan í viðtali í Newsweek og á þar
við átroðning ferðamanna á þeim
stöðum jarðarinnar sem álagið er
hvað mest og náttúru er spillt og
menningarverðmæti eyðilögð.
Sadruddin hefur lengi haft afskipti
af alþjóðamálum og er hvað þekkt-
astur fyrir afskipti sín af flótta-
mannahjálp á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Núna starfar hann að
alþjóðlegri umhverfisvernd og
einbeitir sér að átaki við að vernda
Alpana.
Það er ekki létt verk því ferða-
frömuðir hafa gert þetta svæði
heimsins að sérstökum leikvelli
túsismans og alls eru Alparnir í sjö
þjóðríkjum.
Fræg eru þau ummæli Sir
Hillarys, að Everestfjall sé
orðið ruslahaugur. Alparnir
eru margfalt verr farnir að
sögn Sadruddins Aga Khan og
verði ekki spyrnt við fótum líði að
því að eftir engu verði þar að
slægjast fyrir ferðamenn og eng-
inn kærir sig um að borga eyrir
fyrir að koma þangað.
Þegar mengandi hraðbrautir um
öll fjöll og í jarðgöngum undir þau
og lyftur verða upp á alla tinda fer
glansinn að fara af náttúruundr-
um Alpanna. Sums staðar er ekki
hægt að þverfóta fyrir yfirfullum
rútum og öll náttúrleg hljóð kafna
í rausinu úr gjallarhornum leið-
sögumannanna og öðrum plágum
sem fylgja „ferðamannaiðnaðin-
um“. Hótel, veitingahús, krár og
barir að ógleymdum diskótekun-
um eru eins dyggir förunautar tú-
rismans og spilavíti og hórmang
og kemur þetta ekki alltaf nógu
vel heim og saman við óspilltu
náttúruna sem verið er að láta í
veðri vaka að ferðamannaparadís-
irnar séu.
Þeir sem standa fyrir átakinu að
vernda Alpana fyrir fjöldaásókn-
inni gera það með því hugarfari að
þeir haldi áfram að vera eftirsóttir
af ferðamönnum en verði ekki
skrílmennskunni að bráð. Eitt af
ráðunum til þess er að gera land-
svæðin ekki eins aðgengileg fyrir
fjöldastrauminn og nú er stefnt að.
Heftum aðgengið
Á íslandi eru flestir steindauðir
fyrir landvernd. Einstaka hjáróma
raddir heyrast um að átroðningur-
inn sé kominn fram úr öllu hófi,
svo sem í Dimmuborgum og Ás-
byrgi, en ekkert er á það hlustað.
Þeim mun betri hljómgrunn hafa
þeir sem sífellt heimta að fleiri og
stærri svæði landsins séu gerð að-
gengileg fyrir alls kyns farartæki
og hefur Vegagerðin og sér í langi
Landsvirkjun unnið illt verk með
óþörfum vegalögnum sem gera
aílt landið hræðilega aðgengilegt
fyrir bíla- og mótorhjólafanta, sem
andskotast um það þvert og endi-
langt og eira engu í þeirri yfirreið
allri.
Útlendingar sækja í stórum stíl í
öræfa- og hálendisferðalög og hafa
með sér öll tiltæk farartæki til að
fara í þetta fría tívóli, sem er öllum
opið og eftirlitslaust.
Islendingar eru síst skárri. Strák-
lingur böðlaðist á jeppa upp á
Heklutind og hlaut mikla aðdáun
fjölmiðlunga fyrir tiltækið.
Nokkrir íslendingar nauðguðu
Hvannadalshnúk fyrir greiðsu.
Amerískt fyrirtæki sem framleiðir
dráttarspil borgaði pörupiltum
fyrir að drösla jeppa með spilum
frá fyrirtækinnu upp á hæsta tind
landsins og var þetta kynnt sem
mikil hetjudáð.
Ekki kæmi á óvart þótt svissneski
eða austurríski herinn hefðu verið
sendir á vettvang með öflug vígtól
til að koma í veg fyrir spjöll af
þessu tagi, sem er ef einhverjum
dytti í hug að fara að böðla farar-
tækjum upp á fræga tinda.
Á Islandi þykir þetta bara sniðugt
og spurnir eru af því að eins konar
strætisvagnaferðir séu upp á Snæ-
fellsjökul og er þar með allur
glans farinn af því að ganga á það
fjall.
Svona svívirða sviftir jökulinn
allri þeirri helgi sem á honum hef-
ur verið síðan á dögum Bárðar
Snæfellsáss, en skilningur á slíku
er náttúrlega ekki til í heilabúum
þeirra mótorfífla sem nauðga allri
helgi náttúrunnar með átroðningi
og peningagræðgi.
Nauðgarar
Allt of snemmt er ennþá að biðja
íslenskri náttúru griða fyrir vega-
og brúagerð, sem opna hvern krók
og kima landsins fyrir vélgengri
ágengni síaukins fjölda svokall-
aðra ferðamanna.
Á meðan enginn skynjar að
Hvannadalshnúkur, sem rís upp
úr jökulbreiðunni hæst allra
tinda, er friðhelgur fyrir böðul-
gangi dráttarspilaframleiðenda né
að hettur Snæfellsjökuls eru bú-
staður vinda og vætta en ekki
stoppistöð vélsleðarútu, verður
haldið áfram að vanhelga land og
náttúru þangað til ekki verður
hægt að fá nokkurn túrista til að
borga eyri fyrir ferðalög um
margtroðnar slóðir sem hvorki
hafa sérstöðu né aðdráttarafl fyrir
neinna hluta sakir.
Illa gengur orðið að selja rándýr
veiðileyfi í ár sem fullar eru af
spikfeitum eldislaxi. Annað er það
sem veiðiréttareigendur munu
ekki skilja fyrr en allt of seint, en
það eru vegalagnir meðfram ánum
og að þeim. Það að veiðiár og
veiðistaðir eru óaðgengilegir und-
irstirkar að þar er óspjölluð nátt-
úra. En bflafólk sem búið er að
missa hæfileikan til gangs og telur
nærtæk bflastæði til lífsnauðsynja
mun aldrei skynja náttúruna,
hvorki spillta né óspjallaða.
Þeir sem nú biðja Ölpunum griða
eru þeir sem vilja varðveita
þá sem aðdráttarafl fyrir
ferðamenn, að vísu ekki
ótakmarkaðan fjölda þeirra,
heldur þá einstaklinga sem
unun hafa af fjallgöngum, skíða-
iðkun og skaðlítilli umgengni við
náttúruna.
Eyðilögð lífsgæði
Þetta er sú stefna sem íslending-
ar geta enn tekið ef nokkurt vit
eða smekkvísi er fyrir hendi. Snæ-
fellsnesjökull, Hvannadalshnúkur
og Hekla eru ekki svo heilög vé að
ekki megi ganga á þau. Þvert á
móti geta fjöllin orðið áfangastað-
ir vel borgandi ferðamanna og
góðar tekjulindir ef þau verða frið-
uð fyrir böðlum vélamennskunn-
ar.
Sama er að segja um nær allar
óbyggðir landsins. Þær eru hrein-
asta auölind, svo ekki sé talað um
hvflík lífsgæði það eru að eiga að-
gang að þeim dýrðarheimi sem
þar er víða að finna. En gegndar-
lausar vegabætur og rymjandi far-
artæki heyra honum ekki til.
Það er tiltölulega ódýrt og fyrir-
hafnarlítið að fara hærra í flugvél
en nemur hæð hæstu tinda. Það er
því ekkert keppikefli að komast
hátt og sjá vítt yfir. Það er fyrir-
höfnin að komast á tindinn sem
gefur fjallaprfli gildi. Því eru það
skemmdarverk að leggja vegi upp
á fjöll og um firnindi. Það dregur
úr aðdráttaraflinu en eykur það
ekki.
Vonandi vaknar almennur skiln-
ingur á svo einföldum hlut áður
en það verður um seinan því
ágeng er sú krafa að leggja vegi og
byggja brýr til að fjallabflafókið og
skellinöðrufól geti böðlast um sér-
hvert það svæði sem til þessa hef-
ur fengið að vera í friði fyrir mót-
orrallíum heimsins.
OÓ