Tíminn - 11.08.1992, Síða 5

Tíminn - 11.08.1992, Síða 5
Þriðjudagur 11. ágúst 1992 Tfminn 5 Magnús H. Gíslason: Sagan endurtekur sig Ekki alls fyrir löngu sá ég eftirgreind orð höfð eftir einum meiri- háttar alþýðuflokksmanni: „Alþýðuflokkurinn hefur áður tekið við stjórn landsins þegar aðrir hafa ekki treyst sér til og má þar nefna minnihlutastjóm Alþýðuflokksins sem tók við seint á árinu 1958 og var undanfari viðreisnarstjómarinnar sem margir telja mestu umbótastjóm sem hér hefur setið.“ Já, ekki spyr ég að, alltaf emm við kratar mestir og bestir. Ég hygg nú samt að þeir séu ekki færri sem telja ríkisstjórnir Tryggva Þórhallssonar frá 1927- 1931 og Hermanns Jónassonar frá 1934-1939 meiri umbóta- stjórnir og merkari um flesti en „viðreisnarstjórnina" sem svo kaup sjálf að nefna sig. Alþýðu- flokkurinn átti raunar ýmist beina eða óbeina aðild að þessum ríkisstjórnum báðum. En síðan hefur margt brest í veröldinni og þó fátt meira en Alþýðuflokkur- inn. En víkjum aftur að áðurgreind- um ummælum. Að loknum al- þingiskosningum 1956 mynaði Hermann Jónasson ríkisstjóm þriggja flokka: Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalagsins. Margir bundu von- ir við að þama hefði myndast samstarf sem kæmi til með að eiga sér nokkurn aldur. Við nýaf- staðnar alþingiskosningar höfðu Framsóknar- og Alþýðuflokkur- inn myndað með sér kosninga- bandalag. Bandalagið færði þess- um flokkum þó ekki þann þing- styrk sem vænst var. Því varð að ráði að leita til Alþýðubandalags- ins um stjómarmyndum. Ætla hefði mátt, af því sem á undan var gengið, að Alþýðubandalagið reyndist veiki hlekkurinn í þessu stjórnarsamstarfi. Svo reyndist þó ekki þegar á hólminn kom. Eitt af meginviðfangsefnum rík- isstjómarinnar var útfærsla landhelginnar. Þar vom kratar á öndverðum meiði við hina stjórnarflokkana. Dugði ekkert minna en hótun um stjórnarslit og kosningar til þess að þeir létu sér segjast. Eftir þetta var mönnum ljóst að krataforystan sat á svikráðum við ríkisstjórnina. Sterku mennirnir í Alþýðuflokknum og Guðmund- ur I. og Emil. Guðmundur hatað- ist alla tíð við Alþýðubandalagið. Emil hafði gerst æ íhaldssamari með ámnum. Gylfi og meyr og kjarklítill, duglegur að tala og mikill ferðagarpur, en minnti annars mesta á „blaktandi, blakt- andi strá“. Hannibal hafði yfir- gefið Alþýðuflokkinn og gengið til liðs við Alþýðubandalagið. Það varð enn til að auka úlfúð krata út í Alþýðubandalagið. Þeir biðu færis. Og færið kom. Efnahags- málin vom erfið viðfangs. Her- mann hafði lýst því yfir strax við stjórnarmyndunina að engar ráðstafanir yrðu gerðar í þeim málum nema í samráði við laun- þegahreyfinguna. Undir haust 1958 var efnt til Alþýðusam- bandsþings en forseti ASÍ var þá Hannibal Valdimarsson ráðherra. Ríkisstjórn hafði ákveðið að fara fram á það við ASÍ-þingið að það féllist á að frestað yrði greiðslu á nokkmm vísitölustigum á með- an hún og launþegahreyfingin kæmu sér saman um hvernig greiðslu á þeim yrði hagað. Hermann Jónasson. Hannibal Valdimarsson hafði gefið forsætisráðherra það ótví- rætt í skyn að ASÍ-þingið mundi fallast á tilmæli hans. í upphafi þingsins varð raunar ljóst að til beggja vona gat bmgðið með það, því þá tók krataforystan á þinginu höndum saman við íhaldið um kjör á starfsmönnum þingsins. Það tilræði mistókst en sýndi á hinn bóginn nokkuð sér- kennileg heilindi við samstarfs- flokkana í ríkisstjórninni. Svo kom Hermann á þingið í fylgd með Jónasi Haralz, sem þá var enn ekki orðinn fangi frjáls- hyggjunnar. Forsætisráðherra flutti mál sitt vel og rökvíslega að venju, en vék síðan af þinginu. Vildi ekki að hægt yrði að segja að hann hefði áhrif á ákvarðanir þingsins með nærvem sinni og þátttöku í umræðum. Er Hermann hafði yfirgefið þingið var hljótt í salnum um sinn en síðan risu íhalds- og krataforingjarnir upp hver af öðmm og sögðu ekki annað koma til mála en afgreiða strax hin umræddu vísitölustig og yrði þá að hafa það þótt slíkt yrði rík- isstjórninni að aldurtila. Hófust nú harðar umræður. Framsókn- armennirnir vildu að sjálfsögðu verða við tilmælum Hermanns. Þeir vom tiltölulega fáir á þing- inu, en átti hins vegar í sfnum Hannibal Vatdimarsson. hópi nokkra liðtæka ræðumenn. Flestir þeir alþýðubandalags- menn, sem til máls tóku, vom sama sinnis. Ég man sérstaklega eftir afburðagóðri ræðu Árna Ág- ústssonar. Hann mun hafa verið alþýðuflokksmaður áður fyrr, en líklega verið um þetta leyti geng- inn til liðs við Alþýðubandalagið. Árni var ákaflega sterkur ræðu- maður, öfgalaus, rökfastur og sannfærandi. Lokaorð hans vom eitthvað á þessa leið: Ríkisstjórn- in hefur heitið því að stjórna í samráði við launþegahreyfing- una. Koma forsætisráðherra hingað á þingið er staðfesting á því fyrirheiti. Stjórnin á nú í stundarerfiðleikum. Hún leitar til okkar um aðstoð við að greiða úr þeim. Það kann að sýnast kosta nokkra fórn af okkar hálfu í bili. En í upphafi skyldi endirinn skoða. Ef við fellum þessa ríkis- stjórn þá vitum við hverju við sleppum en ekki hvað við hrepp- um. Það vakti athygli að Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, mað- urinn sem forsætisráðherra hafði talið samþykkan tilmælum sín- um og gefið í skyn að þau myndu njóta fylgis meirihluta þingsins, brást Hermanni með öllu og lagði honum ekkert lið í umræð- unum. Endalokin urðu þau að tilmælum Hermanns var hafnað með nokkrum atkvæðamun og hann sagði af sér. Krötum hafði tekist það ætlunarverk sitt, með dyggri aðstoð íhaldsins, að fella ríkisstjóm Hermanns Jónasson- ar. Það var þungt hljóðið í Jóni mínum sáluga Bjarnasyni, frétta- stjóra Þjóðviljans, þegar við gengum saman út af þinginu, en þar höfðum við verið sessunaut- ar frá upphafi til enda. „Hér hafa orðið ill tíðindi og ógiftusamleg og mun ekki séð fyrir endann á afleiðingum þeirra. „Það hefðu fleiri Ámar Ágústssynir þurft að vera á þessu þingi,“ bætti hann við. Hermann Jónasson var stálheið- arlegur stjórnmálamaður. hann batt miklar vonir við þessa ríkis- stjórn. Og hann átti áreiðanlega erfitt með að treysta orðum Hannibals Valdimarssonar eftir þetta. En fráleitt hefur hann grunað að sagan ætti eftir að endurtaka sig með áþekkum hætti áratugum síðar, þegar son- ur Hannibals brá fæti fyrir ríkis- stjórn sonar Hermanns og hreiðraði um sig til fóta hjá íhaldinu. Nú, framhaldið þekkja menn svo. „Eftir japl, jaml og fuður“ mynduðu kratar minnihluta- stjórn undir verndarvæng íhalds- ins. Og þá þótti ekki lengur ástæða til þess að greiða hin margumræddu vísitölustig, heldur vom þau hreinlega afmáð með eins konar vísitöluleik. Þeg- ar búið var að nota kratana til þess þótti íhaldinu henta að kippa þeim innfyrir rúmstokk- inn. Þegar svo þessi „mesta um- bótastjórn sem hér hefur setið" hrökklaðist loks frá völdum var atvinnulífið á heljarþröm, brost- inn á stórfelldur landflótti og kratarnir í andarslitrunum undir sængurhorninu hjá íhaldinu. Mátti engu muna að þeir þurrk- uðust út af þingi og var almennt talið að þar hefði íhaldið bjargað því sem bjargað varð. Það mun hafa talið óhyggilegt að varpa hækjunni alveg fyrir borð. Það hugboð reyndist rétt eins og síð- ari tímar hafa sannað. Stefna í síðasta Skírai, vorhefti 1992, á Dagný Kristjánsdóttir lektor grein um Hulduljóð Jónasar Hallgrímssonar. „Skáldið og konan“ heitir greinin. Þar er af miklum Iærdómi Ieitað þess hvað skáld- inu bjó í brjósti þegar ljóðið varð til. Er því síst að neita að mér virðast sumar skýringaraar nokkuð langt sóttar. Ekki er staðar numið fyrr en í skjóli af Ödipusarduldinni „sonurinn/skáldið berst gegn föðumum/forveranum um völd og rétt til að eiga móð- urina/skáldgyðjuna. Skáldið vill yfirvinna föðurinn og taka við hlutverid hans.“ Það er væntanlega enginn ágreiningur um það að Ödipus- arduldin er það að með syninum þróast óvild og ógeð til föðurins vegna þess að syninum finnst hann ræna sig því sem hann síst vill án vera, ást og umhyggju móðurinnar. Samanburðurinn verður nokkuð teygður þegar skáld er að keppa við fyrri tíðar skáld og skal þó ekki líta framhjá því að listin er hafin yfir tímann og metnaður nýrra skálda nær eins til meistara fornaldar. Og sé Huldan gyðja skáldskaparins þá er hún eilíf. En nú skal ekki teygja lopann meira um þetta. Tilefni þessara orða minna er það að mér finnst augljóst hver vegna Jónas dáði Eggert Ólafs- son. Fyrir því gerir hann grein í Hulduljóðum. Til þess eru þau ort. Þau eru stefnuskrá í skáld- skap. íslensk skáld hafa löngum hugs- að og talað líkt og Kormákur Ög- mundarson: JJakara er mér að mæla en mórauða sauði um afréttu elta, orð margt við Steingerði. “ Jónas Hallgrímsson kvað Sláttu- vísu og Formannsvísur. Hann var þjóðskáld þar sem „Siglir særokinn, Hulduljóða sólbitinn slær, stjömuskininn stritar". Hluti af fegurð landsins var „hjarðir á beit með lagði síðum". Skáldið var jafnan nálægt starf- andi þjóð. Og þar lá beint við að halda fram stefnu Eggerts Ólafs- sonar. í orðum smalans er því lýst hver voru yrkisefni Eggerts. Sagt er að: „Kvað hann um fold og fagra mey fagnaðarljóð sem gleymast ei“. J>ó kvað hann mest um bónda bæ er blessun eflir sí og æ, afþví að hjónin eru þar öðrum og sér til glaðværðar". Jónas segir að það sem hinn miklu bændavinur kvað hafi orð- ið að áhrínsorðum. Þannig hafi Jónas Hallgrlmsson. skáldskapur Eggerts borið ávexti. Það er í samræmi við þá stefnu að hann vill ekki særa Hulduna með „háðungarorðum" eins og „leirburðarstagl og holtaþoku- væl“. Dagnýju verður skrafdrjúgt um þá áráttu rómantískra skálda að persónugera umhverfi sitt. Þau ávarpa blómin og persónugera þau þar með. Hér kunna vegir að verða vand- þræddir. Eggert kvað um „vor- glaða hjörð í vænum dal“. Hjörð- in er mynduð af persónum. Hver skepna er persóna. Og þegar bornar eru saman hjarðirnar á landi og legi er niðurstaðan sú að munurinn er enginn „því allt um lífið vitni ber“. Og víst eru blóm- in hluti lífrænnar náttúru og sennilega best að fullyrða varlega um persónur þar. Álltaf hef ég verið þakklátur Þórhalli biskupi að hann tók þetta ljóðbrot um smávinina í skólaljóðin sín svo að við lærðum það á barnsaldri. „Hægur er dúr á daggamótti, dreymi þig Ijósið, sofðu rótt". En menn skyldu lesa Hulduljóð til að glöggva sig á stefnu Jónas- ar og Eggerts. Sú stefna er enn í fullu gildi. H.Kr.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.