Tíminn - 11.08.1992, Síða 7

Tíminn - 11.08.1992, Síða 7
Þriðjudagur 11. ágúst 1992 Tíminn 7 maðurinn fer einnig með ósannindi þegar hann segir að ég hafi vitað um fundi nefindarinnar, þar sem gengið var frá aðförinni að mér. Eft- ir að ágreiningurinn kom upp við sóknarnefndina fékk ég ekki tæki- færi til þess að ræða málin og skýra mín sjónarmið. Helga Soffía Konráðsdóttir skrifaði sóknarnefndinni bréf eftir okkar fund þann 3. júní sl., bréf sem ég hef ekki fengið að sjá. En þetta bréf kallaði m.a. á þessi hörðu viðbrögð sem bera öll einkenni fordóma. Keflavík hefur talað, málinu er lok- ið. Þetta er mikið alvörumál, ekki að- eins fyrir mig heldur fyrir marga aðra. Eina leiðin fyrir mig er að vinna æruna aftur þar sem ég var rændur henni. Að því mun ég ein- beita mér og áskil mér allan rétt í þeim efnum. Ég hef farið fram og fengið aðstoð lögfræðings Prestafé- lags íslands. Staða mín er ljós í þessu máli og ég mun leita leiða til þess að vinna æru mína aftur. Kjarni þessa máls er sá að sóknar- nefnd Keflavíkur hefur tekið sér vald sem hún hefur ekki. Bæði pró- fastur og biskup hafa reynt að leiða nefndinni þetta fyrir sjónir en án ár- angurs. Stífni sóknarnefndarinnar og ósveigjanleiki snýr því að kirkju- stjórninni, rétt eins og mér. Sókn- arnefndin hefur ekkert umboð til að vísa mér frá. Sú staðreynd að hún neitar í bréfinu að mæta á sátta- fund, nægir ein og sér til þess að hún segi af sér. Það er fáheyrt sið- leysi að sóknarnefndin vitnar í ein- hverja „þungavigtarmenn" og lætur hafa eftir sér að „þessi ákvörðun sé að hluta til tekin vegna tilmæla frá ýmsum safnaðarmeðlimum sem einnig munu óánægðir með sókn- arprestinn". (DV á baksíðu 20.06.1992.) Ég hef nú fengið stað- fest eftir áreiðanlegum leiðum að tal um einhverja „þungavigtar- menn“ í bænum er fleipur eitt og viðleitni til að fela sig á bak við aðra. Aftur og aftur tekur nefndir sér það vald sem hún hefur ekki og leyfir sér að tala máli nær átta þúsund manna sóknar. Slíkt er dæmafár valdahroki og ber keim af valdasýki. Arangurslaus sáttatilraun Fyrsti og eini sáttafundurinn með sóknarnefndinni var haldinn að til- hlutan prófasts, sr. Braga Friðriks- sonar, mánudaginn 6. júlí sl. Þar sem að 1. júlí var liðinn leit ég svo á að hugsanlegt væri að sóknarnefnd- ir hefði dregið kröfu um afsögn mína til baka og þar með væri kom- in forsenda fyrir samningaviðræð- um. Á fundinum spurðist ég fýrir um þetta og kvaðst reiðubúinn að sættast við þá sóknarnefndarmenn sem tækju kröfu um afsögn mína til baka. Enginn þeirra sjö sóknar- nefndarmanna, sem var á fundin- um, var reiðubúinn til þess og þeir staðhæfðu að bréfið frá 14. júní stæði. Þó var ekki vitað um einn sóknarnefndarmanan sem hefur verið á ferðalagi. Það er ekki rétt að ég hafi beðið sóknarnefndina að vera áfram. Ég var reiðubúinn að ræða sættir ef þau tækju kröfu um afsögn mína til baka. Sóknarnefndin sagði af sér frá og með 1. júlí sl. Fjármunir sóknar- innar voru síðan í umsjá prófasts þar til þessi dæmalausa sóknar- nefnd lét kjósa sig að nýju þann 29. júlí sl. Nú má líkja henni við köttin sem eltist við skottið á sjálfum sér. Lokaorð Þegar boðað var til aukasafnaðar- fundar þann 29. júlí sl. var kosning nýrrar sóknarnefndar á dagskrá. Sóknamefndin hafði gefið í skyn við þá sem lögðu fram lista um nýja sóknarnefndarmenn að þeir myndu láta starf sitt af hendi án þess að til mótframboðs kæmi af þeirra hálfu. Það lýsir best þessu fólki að það stóð ekki við orð sín, heldur safnaði liði á fundinn og lét kjósa sig að nýju. Ég hef í höndunum uppsagnarbréf frá þeim, sem er dagsett 29. júlí, sama dag og þessir einstaklingar létu kjósa sig aftur. Kirkjan okkar var vanhelguð þetta kvöld. Aftakan fór fram fýrir altari Guðs, eftir að þetta fólk hafði farið saman með faðirvorið. Hópeflisein- kennin komu greinilega í ljós í sjúklegu klappi, þegar fagnað var sigri eins og eftir knattspyrnuleik. Sjálfur sat ég dæmdur í kirkjunni minni með grátandi eiginkonu og son mér við hlið. Demonísk öfl voru þarna að verki. Ef íslenskt samfélag og kristin kirkja snúast ekki gegn slíkum ósóma og van- virðu við kristin gildi þá munum endanlega glata réttlætinu sem nefnt hefur verið ásjóna Guðs. Hver konar fyrirbrigði er hér á ferð? Mér er tjáð, af þeim sem til þekkja, að um sé að ræða samfélags- sjúkdóm. Hópeflissjúkdómur birtist í því að óvandað fólk beitir öllum ráðum til að fremja mannorðs- morð. Það svífst einskis, notar allt tiltækt, lygar, fjölmiðla og hálfsann- indi til að réttmæta gjörðir sínar. Hálfsannleikann er hvað erfiðast að fást við og hann getur reynst hættu- legasta lygin. Helst af öllu vill þetta fólk að aftakan gangi fljótt fyrir sig, því þótt það sé svona gert þá Iíður því illa. Það vegur að persónu einstaklinga og varpar því illa í eigin fari yfir á aðra. Þannig er hægt að fullnægja lægstu hvöt- um, meinfýsi og illkvittni og verða sjálfiim sér, kirkjunni sinni og bænum sínum til skammar. Það lýkst seint upp fýrir þessu fólki að svona mál vinnast ekki í fjölmiðl- um og sennilega vinnast þau hvergi. Það er sama hvað það reynir að þvo sinn skítuga þvott í fjölmiðl- um fyrir almenningssjónum til þess að reyna að réttlæta gjörðir sínar. Enginn stendur að lokum uppi sem sigurvegari. Aðeins einn smánar- kaflinn bætist nú í sögu Keflavíkur, þar sem vegið hefur verið að prest- um, læknum, bæjarfógeta og skóla- stjórum á umliðnum árum, oft eftir að þeir tóku sér ársleyfir. Ég veit ekki ástæðuna fýrir því hvers vegna félagslegur fasismi hefur fest þar rætur. Ef til vill er ein ástæðan „Ne- anderdalskynslóðin" sem Hilmar Jónsson kallar svo, „fólk sem anar áfram án þess að hugsa og lesa bæk- ur“, vindhanar sem settir eru á stall en búa yfir engu nema hroka og meinfýsi, fólk sem lifir á slúðri og gróusögum. Karismatíski hluti sóknamefndarinnar hringlar síðan með „guðsviljann", sem getur merkt nánast hvað sem er, þar á meðal að ræna prest ærunni ef svo ber undir. Þegar upp verður staðið hygg ég að í þessu máli sé að finna eina gróf- ustu tilraun til þess að bola manni frá embætti í þjóðkirkju íslands fyr- ir engar sakir. Ég hef beðið Prestafé- lag íslands að beita sér fyrir því að treysta réttarstöðu sóknarpresta. Ef það verður ekki gert er ljóst að hið sama mun ganga yfir einhvern ann- an síðar. Málið er að sóknarnefndir eru farnar að „ráða“ presta og telja sig einnig hafa rétt til þess að segja þeim upp. í menningu, þar sem allt er talið einnota, er slíkt stórhættu- legt. Lútersk kirkjuskipan hefur verið vanvirt og farið er að gæta kenninga og skipulags safnaðarkirkjunnar bandarísku, eða n.k. „congregation- alisma“, innan þjóðkirkjunnar. Þegar ég leiði hugann að þessum mánuðum sem ég hef verið í leyfi þá hefur verið reynt leynt og ljóst að grafa undan mér og mínu starfi. Þetta ársleyfi mitt hefur reynst mér dýrkeypt. Það hefur skapað skilyrði fyrir undirróðursöflin. Þetta hefur fengið mikið á mig og fjölskyldu mína. Við sjáum ekki lífið sömu augum eftir þessa aðför. En við treystum handleiðslu Guðs í þessu máli og dómgreind Keflvfk- inga. En þegar dýpsts er skoðað þá hygg ég að þessi aðför standi ekki alfarið um mig og mína persónu heldur ís- lenska kirkjuskipan. Ég hef lagt þetta mál fram fyrir þann sem rétt- víslega dæmir og bið um stuðning og fyrirbænir, ekki aðeins fyrir mér og fjölskyldu minni heldur kirkj- unni allri. r Hörkubarátta var í 350 metra stökkinu og var þaö sett á besta tíma mótsins, þanníg aö auösætt er, einnig með tilliti til verölauna í Skagafirðinum um verslunarmannahelgina, aö forsvarsmenn hestamannamótanna ætla að hefja kappreiðamar aftur til vegs. Gaddstaðaflatir við Hellu: Kappreiðar áberandi og kerruakstur í bland Fjórar efstu fjögurra vetra hryssurnar. Frá vinstri: Brynja frá Garðabæ, Fjööur frá Ingólfshvoli, Dáð frá Úlfljótsvatni og Skotta frá Garðabæ. Magnús Benediktsson var öruggur sigurvegari í 350 m stökki á Chaplin og heldur hér í Lótus sem var annar með Axel Geirs- son. Ólafur Björnsson og Reykur yst til hægri. Eitthvað virðast kappreiðamar vera að hjama við á hestamótunum. Á héraðssýningu og stórmóti sunn- lenskra hestamanna á Caddstaða- flötum við Hellu um heigina vora kappreiðar á áberandi tíma á dag- skránni á sunnudeginum og tekin var upp sú nýjung að keppa í kerru- akstri. Bæði í kerrubrokki og kerru- skeiði. Ekki tókst betur upp með kerruskeiðið en svo, að enginn gæð- inganna Iá undir herlegheitunum og lái þeim hver sem vill. Aftur á móti skiluðu kerrubrokkssprettirair sér smám saman, en varia verður talað um snerpu í þeirri keppni. Þegar minnst er á kerruakstur kem- ur upp í hugann atriði úr myndinni Ben Húr, þar sem Circus Maximus í Rómarborg varð vettvangur eins eft- irminnilegasta atriðis sem kvik- myndasagan greinir frá. Varla verður sagt að Ben Húr stafi hætta frá kerruakstri ofan af Fróni, ef miðað er við útfærslu kerruakstursins á Gadd- staðaflöt um helgina, þar sem áhorf- endur velktust gjaman í vafa um hvort um keppni eða æfingu var að ræða. Óneitanlega minnti þetta stundum á rakstrarvélamar gömlu, sem margir eiga góðar minningar frá, daginn út og inn, í gamla daga um þurrktímann. Þá var þessi kerru- dráttur um helgina harla tilkomulít- ill miðað við það, þegar einn helsti gæðingur landsins, Asi hans Hinriks í Fák, var spenntur fýrir kerru hér sællar minningar og móðgaðist klár- ínn svo svakalega að eftir nokkra stökkhringi á vellinum í Víðidal var ekkert eftir af kerrunni nema máln- ingin á girðingarstaurunum. Ef þessi keppnisgrein á að eiga lífdaga fýrir höndum verður annaðhvort að leyfa fleirri kermr en tvær í keppninni, eða keppa í kerrustökki, en þá verður sjálfsagt að bæta ásetuna. Úrslit gæðinga Helstu úrslit stórmótsins urðu þau að Þorvaldur Sveinsson sigraði í tölt- inu á Huginn, annar var Helgi Kjart- ansson á Pegasusi, þriðji var Halldór Victorsson á Herði, fjórði Gunnar Ágússton á Yrpu og fimmta Annie B. Sigfúsdóttir á Stjarna. Alhliða gæðingana sigraði Kristinn Guðnason á Söndru, þá kom Snorri Ólafsson á Blakk, þriðji var Haukur Haraldsson á Gust, fjórði var Leifur Helgason á Sendli og fimmti var Sig- fús B. Guðmundsson á Goða. B-flokkinn sigraði Þorvaldur Sveinsson á Huginn, annar var Páll B. Hólmarsson á Hrafntinnu, þriðja var Annie B. Sigfúsdóttir á Stjama, fjórða var Valgerður Gunnarsdóttir á Goða og fimmti var Friðrik Þórarins- son á Funa. Eldri flokk unglinga sigraði Sigur- bjöm Viktorsson á Fáfni, önnur var Guðbjörg Hulda Sigurðardóttir á Neista, þriðji var Fannar Ólafsson á Storm, fjórða var Áslaug F. Guð- mundsdóttir á Molda og fimmta varð Hulda Hrönn Stefánsdóttir á Hrímni. Yngri flokk unglinga sigraði Sigfús B. Sigfússon á Skenk, annar varð Er- lendur Ingvarsson á Hofnar, þriðji var Elvar Þormarsson á Degi, fjóröa varð Berglind Sveinsdóttir á Hálest og fimmti varð Helgi Gíslason á Dropa. Kappreiðar — 250 m skeið 1. Sigurbjörn Bárðarson á Leist, 22,50 sek 2. Erling Sigurðsson á Vana, 23,50 3. Björgvin Jónsson á Pæper, 23,53 150 m skeið 1. Sigurbjörn Bárðarson á Snarfara, 14,7 sek 2. Sigurbjöm Bárðarson á Sóta, 15,0 3. Sveinn Jónsson á Óðni, 15,2 300 m brokk 1. Axel Geirsson á Fylki, 37,9 sek 2. Axel Geirsson á Mugg, 41,9 3. Annie B. Sigfúsdóttir á Kolskegg, 43,6 HESTÁl Umsjón: Guðlaugur Tryggvi Karlsson n 350 m stökk 1. Magnús Benediktsson á Chaplin 25,1 sek 2. Axel Geirsson á Lótus, 25,4 3. Ólafur Björgvinsson á Reyk, 25,7 Kerrubrokk 1. Axel Geirsson á Fylki, 1,41.2 mín 2. Bjarni Birgisson á Litla Rauð, 1.50.5 3. Hrafnkell Guðnason á HroIIi, 1.50.6 Enginn hestur lá í kerruskeiðinu Kynbótahross Gnótt frá Brautarholti fékk fyrstu heiðursverðlaun í hryssum með af- kvæmi, eink. 7,99. Gola frá Litlu- Sandvík varð efst í 6 vetra hryssun- um, eink. 8,08, önnur varð Harpa frá Garðabæ, eink. 8,00 og þriðja varð Lukka frá Götu með einkunnina 7,98. í fimm vetra hryssunum stóð efst Tálenta frá Borgarnesi, 7,94, önnur varð Paradís frá Austvaðsholti, 7,89, þriðja varð Hera frá Helgastöðum, 7,88, fjórða varð Glóblesa frá Birki- hlíð, 7,74 og fimmta varð Gjöf frá Helgastöðum, 7,66. í fjögurra vetra hryssunum stóð efst Brynja frá Garðabæ, 7,84, önnur varð Fjöður frá Ingólfshvoli, 7,82, þriðja varð Dáð frá Úlfljótsvatni, 7,76, fjórða varð Skotta frá Garðabæ, 7,67, og fimmta varð Alda frá Litlu- Sandvík, 7,52.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.