Tíminn - 28.08.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.08.1992, Blaðsíða 1
Föstudagur 28. ágúst 1992 159. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Kynningarstarf utanríkisráðuneytisins á EES hefur mistekist. I ráðuneytinu standa menn ráðþrota: Um 80% þjóðarinnar vita ekkert um EES 31,7% landsmanna eru andvíg samningnum um Evrópskt efna- hagssvæði (EES), en 26,9% landsmanna eru honum fylgjandi. 41,1% treystir sér hins vegar ekki til að taka afstöðu til hans. 80% þjóðarinnar hafa lítið eða ekkert kynnt sér EES. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem ÍM Gallup gerði fyrir utanríkis-, félags-, iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytið dagana 10.-28. júlí síðastliðinn. ^iður Guðnason ekur af stað á El-Jet rafbíl út í Reykjavíkur- umferðina ásamt farþega sínum, Heimi Má Péturssyni frétta- manni. Tfmamynd Árni Bjama Rafbílar í fyrsta sinn til sölu á MENGUNAR- 0G HÁVAÐALAUS BÍLL SMÍÐAÐUR í DANMÖRXU Könnun náði til 1200 manns á aldrinum 15-69 ára á landinu öllu. Liðlega 70% svöruðu spurningun- um. Einungis 1,2% svarenda sagðist hafa kynnt sér málið vel, en 79,2% frekar illa, mjög illa eða ekkert. Eft- ir því sem fólk hafði kynnt sér málið betur þeim mun jákvæðari afstöðu tók það til þátttöku íslands í EES. Karlar voru líklegri til að vera fylgj- andi samningnum en konur. Sem dæmi voru ríflega 46% karla á aldr- inum 35-44 ára íylgjandi þátttök- unni. Konur voru óákveðnari í af- stöðu sinni. í könnunni kom fram að stjórnmálaskoðanir, búseta, starf og kynjaskipting hefur ekki veruleg áhrif á afstöðu fólks. Aldur og áhyggjur af fullveldisafsali, of miklar fjárfestingar Evrópubúa í atvinnulíf- inu og stjórnun fiskveiða réðu mestu um afstöðu fólks. Fólk hafði fyrst og fremst áhyggjur af fullveldisframsali og var eldri ald- urshópurinn þar fremstur í flokki. Einnig hafði fólk áhyggjur af stjórn fiskveiða og flutningum evrópsks vinnuafls hingað til lands. Stjórnar- Tvö útköll hjá slökkvi- liöinu i Reykjavík; Eldur í m Jr m m halmi Slökkviliðið í Reykjavik var kallað út tvisvar í gær. Um kl. 13:00 barst tilkynning um eld í hálmi sem notaður hafðl verið til einangrunar í þaki á gömlu húsi við Vesturgötuna. Verið var að sjóða grindur í sundur þegar neisti barst í hálminn en þrátt fyrir það urðu litlar skemmdir. Tveimur tímum síðar var slökkviiiöið kallað út að Vatns- stíg þar sem eldur hafði kviknað í fataþurrkara út frá rafmagni. hurrkarinn eyðilagðist og það sem í honum var en aðrar skemmdir urðu ekki af völdum brunans. —GKG. skráin var ekki ofarlega á áhyggju- listanum hjá þorra almennings. Könnunin var birt eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, setti fram kröfu þar um á Alþingi. Hann hélt því enn- fremur fram að ráðamenn í utanrík- isráðuneytinu hefðu fengið áfall þegar niðurstöður könnunarinnar lágu fyrir og ákveðið að birta hana ekki. Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði þetta ekki rétt. Könnunin hefði verið gerð til að starfsmenn ráðuneytanna fengju upplýsingar um hvað vantaði helst í þá kynningu sem fram hefur farið á samningnum. Hún hafi ekki verið hugsuð til birtingar. Þröstur sagði að könnunin væri visst áfall fyrir þá sem hafa staðið að Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari neitar því að með því að fela Rannsóknarlögreglu ríkisins rann- sókn kókaínmálsins sé hann að leggja dóm á störf fíkniefnadeildar sem hefur haft umsjón með rann- sókninni hingað til. „í þessu máli er um að ræða brot á ýmissi löggjöf bæði almennri hegn- ingarlöggjöf og sérrefsilöggjöf þ.á m. ávana- og fíknefnalöggjöf. Eins og málum háttar þá hef ég talið heppi- legast og eðlilegast að rannsókn þessara sakarefna sé hjá einni og sömu stofnuninni," segir Hallvarð- ur. „Eftir viðræðurvið lögreglustjór- kynningu á samningnum. Þrátt fyr- ir mikið kynningarstarf vissi þjóðin ekkert um málið. Þröstur sagði að í utanríkisráðuneytinu stæðu menn ráðþrota. Tilraunir ráðuneytisins til að kynna málið hafi ekki skilað nægilega góðum árangri og fáar leiðir væru ófarnar við kynningar- starfið. í könnuninni kom fram að fólk treystir best fjölmiðlum og Alþingi til að upplýsa um efni samningsins. Þröstur viðurkenndi að viss tor- tryggni væri hjá fólki út í það kynn- ingarefni sem utanríkisráðuneytið hefði sent frá sér. Hann sagði að því hafi verið haldið fram af hluta stjómarandstöðunnar að þetta væri áróðursefni og margir virðist taka mark á þeim orðum. „Það er hægt að gera öll mál tortryggileg, sérstak- lega svona mál, fyrir þjóðernissinn- aða eyþjóð sem er hrædd við það sem hún hefur ekki og óttast að missa það sem hún hefur. Þetta virð- ist ekki vera mál fyrir heilabúið heldur fyrir hjartað og tilfinning- arnar," sagði Þröstur. - EÓ ann í Reykjavík og vararannsókna- Iögreglustjóra, þar sem mér var kynnt framvinda málsins, ákvað ég þessa skipan mála.“ Hallvarður sendi Fíkniefnadeild bréf um breytingarnar í fyrradag en RLR hafði þegar fengið til meðferðar ákeyrslu Steins Ármanns Stefáns- sonar og líkamsárásir hans á lög- reglumennina þegar þeir reyndu að hafa hendur í hári hans. Hallvarður segist þess fullviss að góð samvinna verði milli RLR og lögreglunnar í Reykjavík við rann- sóknina. —GKG. Fyrr í sumar var greint frá því í Tímanum að senn hæfist innflutn- ingur á rafmagnsbflum. Nú eru komnir tveir bflar af gerðinni El- Jet til landsins. Þetta eru danskir smábflar og voru þeir kynntir í sendiráði Danmerkur í gær að við- stöddum umhverfisráðherra, ýms- um opinberum embættismönnum og yfirmönnum raforkustofnana. Þetta er í fyrsta sinn sem rafbflar eru boðnir til sölu á almennum markaði hérlendis. El-Jet bflamir eru framleiddir af danska fyrirtækinu Kewet Ind- ustries, sem er ungt fyrirtæki, stofnað af Knud Erik Vestergaard í þeim tilgangi að hanna, framleiða og þróa umhverfisvænan bfl sem uppfyllti algengustu ökuþarfir fólks. Að sögn Knuds Eriks Vestergaard var markmiðið upphaflega að framleiða bfl sem fáanlegur yrði með bensín- eða rafmagnsvél. Nið- urstaðan hefði hins vegar orðið sú að hætt var við bensínútgáfuna og ákveðið að framleiða eingöngu þá rafknúnu þar sem áhugi bæði al- mennings og opinberra aðila bein- ist að henni, enda eru rafbflar mengunar- og hljóðlausir. Það er Frjó hf. sem flytur inn El- Jet rafbflana en fyrirtækið annast einkum þjónustu og innflutning fyrir garðyrkju og skógrækt. Krist- ján Benediktsson er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Hann segir að El-Jet bfllinn hljóti að henta vel ýmsum stofnunum, fyrirtækjum og sem annar bfll á heimili til allr- ar venjulegrar innanbæjamotkun- ar. Bfllinn dugi vel í borgarumferð, hann sé þögull, mengi ekkert, sé ódýr í rekstri og noti innlenda orku sem til er í ríkum mæli. El-Jet bfllinn kostar rúmlega 900 þúsund kr. kominn á götuna sem er nokkru hærra verð en er á nokkrum algengum tegundum smábíla. Eiður Guðnason um- hverfísráðherra var spurður um það hvort stjórnvöld teldu að kost- ir rafbfla væru það miklir að þau teldu ástæðu til að ýta á einhvem hátt undir sölu þeirra. Umhverfis- ráðherra sagði að hann teldi að raf- bflar ættu að njóta sannmælis hvað varðaði ríkisálögur. Raunar hefði fiármálaráðuneytið sýnt ákveöinn vilja í þessa átt með því að lækka verulega álögur á fyrstu fimm rafbflana sem til landsins koma. Hann kvaðst telja að ýmsar stofnanir og fyrirtæki gætu notað rafbfla til starfsemi sinnar. Hins vegar væri nú eins konar aðlögun- artími að ganga í garð og vafalaust yrði í þessu tilliti horft til reynsl- unnar af þessum bflum sem nú er verið að taka í almenna notkun. —sá Rannsókn kókaínmálsins undir eina stjórn: RLR sér nú um alla rannsókn MUNIÐ SÍÐSUMARS- TILBOÐ OKKAR STENDUR TIL 4. SEPT. MEDAN BIRGDIR ENDAST M lés odfuj HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK ■ SÍMI 91-634000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.