Tíminn - 28.08.1992, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.08.1992, Blaðsíða 11
Föstudagur 28. ágúst 1992 Tíminn 11 DAGBOK LEIKHUS KVIKMYNPAHÚS g le: REYIQA5 ðji Sala aögangskorta hefst þríöjudaginn 1. september. Kortin gilda á sex leiksýningar verð kr. 7.400,- Á frumsýningar kr. 12.500,- elli- og örorkullfeyrisþegar kr. 6.600,- Miöasalan er opin daglega kl. 14-20 á meðan kortasalan fer fram, einnig er tekiö á móti pöntunum I slma 680680 alla virka daga kl. 10-12. Greiöslukortaþjónusta. Skátadagur á Árbæjarsafni á sunnudaginn Sunnudaginn 30. ágúst verður skáta- dagur á Arbæjarsafni í samstarfi við Skátasamband Reykjavíkur. Dagskrá; Kl. 13. Dagskráin hefst með fánahyll- ingu við Væringjaskólann. Kl. 13.30. Tjaldbúðastörf. Gestum er boðin leiðsögn við ýmis verk. Má þar nefnæ Notkun áttavita. Tjöldun og röð- un í bakpoka. Gerð sjúkrabara. Grillun brauðs á opnum eldi. Rétt umgengni við íslenska fánann. Hvemig á að hnýta gagnlega og skemmtilega hnúta. Hvem- ig á að búa til hluti fyrir tjaldbúðir með því að reyra spímr með snæri. Fræðsla um sögu skátastarfs. Kl. 17. Varðeldur fyrir skáta og gesti safnsins. Kl. 17.50. Fáni dreginn niður. Dagskrá lýkur. Að venju verður ýmis önnur starfsemi á safnsvæðinu. Kl. 14 verður messa í kirkju safnsins. Prestur er séra Þór Hauksson. Þá verður krambúðin opin og Karl Jónatansson þenur nikkuna fyrir utan Dillonshús. Nú í sumar hafa eldri borgarar gengið til liðs við starfsfólk Árbæjarsafns og sýna handverk fyrri tíma. Úr hópi þeirra, sem verða að störfum þennan dag, em skósmiður og prentari. Félag eldri borgara í Reykjavík Göngu-Hrólfar fara frá Risinu, Hverfis- götu 105, kl. 10 á laugardagsmórguninn. Fjórir listamenn sýna á Kjarvalsstöðum Á morgun, laugardaginn 29. ágúst, opna fjórir myndlistarmenn sýningu á Kjarvalsstöðum. Þetta em þau íris Frið- riksdóttir, Kristján Steingrímur, Ólafur Gfslason og Ragnar Stefánsson. Kjarvalsstaðir em opnir daglega frá kl. 10-18, en sýning fjórmenninganna stendur til 13. september. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Nýlagað molakaffi. Tónleikar í Kristskirkju í kvöld í kvöld kl. 20.30 verða haldnir tónleikar f Kristskirkju í Landakoti á vegum Sam- taka um byggingu tónlistarhúss. Flytj- endur em Guðrún Skarphéðinsdóttir blokkflauta og Nina Haugen orgel. Þær flytja enska barokktónlist frá 17. og 18. öld, m.a. verk eftir Purcell, Andrew Par- chan, Hándel og Corelli. UR FJflRMR HAFNARFJORÐUR OG NÁGRENNI Meintir álfar fá grið 20.8. — Vegagerð ríkisins hefur ákveðið að leyfa klettaborginni við Fjarðarhraun að standa, a.m.k. á meðan hún verður ekki til trafala umferð eftir breikkun veg- arins. Þeir, sem vilja trúa því að álfar búi f klettaborginni, geta því andað rólega, en þeir óttuðust afleiðingamar, ef ryðja jyrfti klettunum úr vegi. Efálfar eiga sér bústaö (þessum klettum, fá þeir griö fyrir vegheflum, ajnJc. í bili. Eigendur húsa í nágrenninu hafa einn- ig lýst áhyggjum sínum yfir brottnámi klettanna, enda prýða þeir umhverfið. Ekki em neinar kunnar sögur um álfa- byggð á þessum stað, en að sögn Sigur- steins Hjartarsonar, umdæmistækni- fræðings hjá Vegagerðinni, verður reynt að fara að óskum Hafhfirðinga um að leyfa klettunum að vera og þar með álf- um, ef þeir hafa þama búsetu. Sigur- steinn sagði ennfremur, að þeirri ákvörð- un yrði snarlega breytt, ef klettamir yrðu til vandræða umferð bfla um Fjarðar- hraunið. Beðið er bréfs frá Húsaffiðun- amefnd 20.8. — Sýslumannshúsið við Suður- götu í Hafnarfirði heldur áfram að koma mönnum á óvart og er þar vart þverfótað Sjá má aö steypt hefur veriö íámitti klœöninga á gamla sýslumannshús- inu, þó ekki sé {'jóst hvemig staöiö var að því. fyrir alls kyns fræðingum sem reyna að komast að niðurstöðu um hvemig húsið var byggt. Að sögn bæjarverkfræðings, Bjöms Amasonar, er nú beðið bréfs frá Húsafriðunamefnd sem fara mun fram á að húsið verði varðveitt í upprunalegri mynd. Húsið þarf að klæða og einangra þar sem það stendur, áður en hægt er að flytja það, að sögn Bjöms. Tálið er að steypt hafi verið í húsið á milli klæðn- inga einhvem tíma á áttunda áratugnum á síðustu öld. Sjávarmöl er f steypunni, VESTFIRSKA j FRÉTTABLAÐIÐ | ISAFIRÐI Greiðasala opnuð á Naut- eyri 20.8. — Hjónin Finnbogi Kristjánsson frá Brekku á Ingjaldssandi og Magnea Guð- mundsdóttir frá Melgraseyri hafa opnað greiðasölu í félagsheimilinu á Nauteyri í Djúpi. Hafa þau tekið húsið á leigu til fimm ára. Þau opnuðu um verslunar- Finnbogi Krist- jánsson og Magnea Guö- mundsdóttir meÖ Ragnheiði dóttur sína á tröppum félags- heimilisins á Nauteyri. mannahelgina og munu hafa opið út þennan mánuð a.m.k. „Þetta hefur gengið vel það sem af er. Við bjóðum upp á morgunverð, súpu, brauð, kaffi og öl. Það er einnig hægt að fá stað- betri mat, ef pantað er fyrirfram. Við erum eingöngu með hinn gamla, góða íslenska heimilismat. Nauteyrarhreppur á félags- heimilið ásamt kvenfélaginu og ung- mennafélaginu í hreppnum. Næsta vor opnum við aftur og þá verður þetta allt stærra í sniðum og boðið upp á alla al- menna greiðasölu. Samt ætlum við ekki að vera með þennan svokallaða skyndibita- maL Við ætlum að kynna og auglýsa starf- semina í vetur og svo fer allt í gang næsta vor,“ sögðu þau Finnbogi og Magnea. Gamla sund- laugin í Súg- andafirði Gamla sundlaugin á Laugum í Súg- andafirði má muna sinn ftfil fegri. 20.8. — Gamla sundlaugin að Laugum við Súgandafjörð má muna fífil sinn fegri, en nú hafa Súgfirðingar gert sér nýja og vandaða sundlaug úti á Suðureyri. „Þessi sundlaug var byggð og vígð árið 1933, fyrir neðan uppsprettuna bar sem við tökum heita vatnið í dag. Áður var vatnið tekið beint úr uppsprettunni, en síðan hefur verið borað og nægir vatnið í hitaveitu handa Suðureyri og í nýju sund- laugina. Laugin hefur verið í notkun síðan 1933, reyndar svo til einungis á sumrin og var notuð síðast í fyrra. í henni hafa flestir Súgfirðingar lært að synda. Þarna var kennt sund öll árin frá öndverðu og þar til í hitteðfyrra. Þetta er mannvirki sem vert væri að halda eitthvað við, en það er alltaf spuming um hreinlæti og umgengni hvort á að hafa vatn í lauginni fyrir ferða- menn og aðra sem leið eiga um fjörðinn," sagði Halldór Karl Hermannsson, sveitar- stjóri Suðureyrarhrepps. ÍIGINIÍOGONNExk Vamariaus Hörkuspennandi þriller Sýnd kl. 5, 7,9 og 11 Bönnuö innan 16 ára ÓgnareAli Myndin sem er aö gera allt vitlaust. Sýndkl. 5, 9 og 11.15 Stranglega bönnuö innan 16 ára Lostætl Hrikalega fyndin og góð mynd. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Bönnuö innan 16 ára Kolstakkur Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Bönnuð innan 16 ára Homo Faber 33. sýningarvika Sýndkl. 5, 7, 9og11 Frumsýnir Rapsódfa f ágúst Sýnd kl. 5,7, 9 og 11 Ástrióuglsplr Sean Young og Patrick Bergin I einum mest eggjandi trylli ársins. Hann nær algjöru valdi á fómariömbum slnum. Hann er draumsýn allra kvenna. Hann er martröö hverrar konu. Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05 Bönnuö innan 16 ára Fallnn fjársjóöur Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.0 Veröld Waynes Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05 Stelktlr grænlr tómatar Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 lLAUGARAS= Slmi32075 Frumsýnir Amerfkanlnn Sýndkl.4.45, 6.55, 9 og 11.10. Bönnuö innan 16 ára Beethoven Sinfónla af gríni, spennu og vandræöum Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Miðaverð kr. 450 á allar sýningar, alla daga Hrlngferö tll Palm Sprlngs Sýnd kl. 9 og 11 Stopp eöa mamma hleyplr af Sýnd kl. 5 og 7 Miöaverð kr.300 Frosti hf. á Súðavík 50 ára Mikitt mannfjöldi sótti gríUveisluna og sést hér hluti gestanna. 20.8. — í tilefni af 50 ára afmæli Frösta hf. á Súðavík sl. mánudag héldu stjómendur fyrirtækisins almenna grillveislu í blíðunni fýrir Súðv"kinga og gesti og gangandi. Tjaldað hafði verið umhverfis bflastæðin framan við frystihúsið og komið þar fyrir borðum og stólum. Stóðu síðan forráða- menn Frosta hf. sveittir við að grilla pylsur og nautasteik ofan í mannskapinn. Allir fengu fylli sína af mat og ölföngum og mik- ill mannfjöldi sótti veisluna. Óskað er eftir aðila til að taka að sér rekstur ferða- og gistiþjónustu á Laugalandi, Holtum, Rang., sumarið 1993. Skriflegar umsóknir sendist Sigríði Jónasdóttur, Rauðalæk, 851 Holtum, Rang. 6584 Lárétt 1) Galgopi 5) Þreytu 7) Grænmeti 9) Verkfæri 11) Varðandi 12) Eldivið 13) Forfeður 15) Her 16) Reyki 18) Svívirðir Lóðrétt 1) Bernska 2) Vond 3) Strax 4) Op 6) Amlóðar 8) Tunna 10) Hljómi 14) Borg 15) Mjúk 17) Leit Ráðning á gátu nr. 6583 Lárétt 1) Þrútin 5) Ról 7) Ýta 9) Mús 11) Te 12) TT 13) Uml 15) Eir 16) Óst 18) Snúinn Lóðrétt 1) Þrýtur 2) Úra 3) Tó 4) Ilm 6) ístr- an 8) Tem 10) Úti 14) Lón 15) Eti 17) Sú Genáisskr ^ j > 27. ágúst 1992 kl. 9.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar 52,850 53,010 Sterlingspund ..104,484 104,801 Kanadadollar ....44,332 44,466 Dönsk króna ....9,6605 9,6897 Norsk króna ....9,4358 9,4644 Sænsk króna ..10,2145 10,2455 Finnskt mark ..13,5429 13,5839 Franskur frankl ..10,9602 10,9934 Belgískur frankl 1,8115 1,8170 Svissneskur franki.. ,..41,6617 41,7879 Hollenskt gylllnl ...33,0985 33,1987 Þýskt mark ...37,3300 37,4431 ftölsk líra ...0,04889 0,04904 Austurrískur sch 5,3142 5,3303 Portúg. escudo 0,4286 0,4299 Spánskur pesetl 0,5744 0,5762 Japanskt yen ..0,42324 0,42452 írskt pund ,...98,552 98,850 78,0874 Sérst dráttarr. ..77,8518 ECU-Evrópumynt.... ..75,4777 75,7062 Almannatryggingar, helstu bótaflokkar 1. ágúst 1992 Mánaðargrelðslur Bli/örorkulifeyrir(grunnllfeyrir)..........12.329 1/2 hjónallfeyrir..........................11.096 Full tekjutrygging ellillfeyrisþega........27.221 Full tekjutrygging örorkullfeyrisþega......27.984 Heimiisuppbót...............................9.253 Sérstök heimiisuppbót.......................6.365 Bamallfeyrir v/1 bams.......................7.551 Meðlag v/1 bams.............................7.551 Mæöralaun/feöralaun v/1bams............„....4.732 Mæöralaun/feöralaun v/2ja bama.............12.398 Mæöralaun/feöralaun v/3ja bama eöa fleirí ....21.991 Ekkjubætur/ekkisbætur 6 mánaöa.............15.448 Ekkjubætur/ekkisbætur 12 mánaöa............11.583 Fiilur ekkjulffeyrir.......................12.329 Dánarbætur 18 ór (v/slysa).................15.448 Fæöingarstyrkur............................25.090 Vasapeningar vistmanna.........'...........10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga ............10.170 Daggrelöslur Fullir fæöingardagpeningar..................1.052 Sjúkradagpeningar einstaklings.............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á frauifæri 142.80 Slysadagpeningar einstaklings..............665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri 142.80 20% tekjutryggingarauki, sem greiöist aöeins I ágúst, er inni I upphæöum tekjutryggingar, heimiisuppbótar og sérstakrar heimiisuppbótar. BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIþ. MÚNIt) ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.