Tíminn - 28.08.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.08.1992, Blaðsíða 2
2 Tlminn Föstudagur 28. ágúst 1992 Alþjóða verslunarráðið hefur varað fyrirtæki við að svara bréfum frá Nígeríu. w Óvíða er viðskiptasiðferði á jafnlágu plani: Islensk fyrirtæki beðin að aðstoða við peningaþvott Þó erískum kaupsýslumönnum þar sem þeim er heitið þvott. Herbert Guðmundsson hjá Verslunarráði sagði að fyrirtældn ættu alls ekki að svara þessum bréfum. Öruggt væri að þau skiluðu viðkomandi ekki efna- hagslegum ávinningi. Líklegra væri að viðkomandi lendi í hremmingum sem þeim þættí betra væri að vera laus við. í bréfinu, setn ritað er af dr. Mantu, er íslenska fyrirtækiö beðið um aðstoð við að koma 31,4 milljón dollara fri Nígeríu. Þóknun íslenska fyrirtækisins fyrir viðvikið á að vera 30% af þelrri upphæð sem það tæki þátt í að flytja. Óskað er eftir eyðu- blöðum frá íslenska fyrirtækinu, upplýsingum um nafn banka, reikningsnúmer og síma og fax- númer. I bréfinu er sagt frá því áfalU sem dr. Mantu varð fyrir þegar herinn tók völdin í Nígeríu 1986 og frysti allar bankainn- stæður fyrirtækja sem voru í tengslum við ríkisstjórnina sem steypt var af stóli. Herbert sagði að viðskiptasið- ferði í Nígeríu værl það lægsta sem þekktist í heiminum. Um væri að ræða alþjóðlegt vanda- mál sem sæist m.a. af því að al- þjóðlega verslunarráðíð hefði gefíð út viðvörun og varað fyrir- tæld alvarlega við því að svara bréfum sem þessum. Herbert sagði ennfremur að nígerískir kaupsýslumenn væru með tilburði uppi um að komast » viðsklpti við fyrirtæki um allan heim, þar á meðai hér á landi. Gallinn væri bara sá að þeir ættu enga peninga til að borga vör- una, en tíl að auka líkur á aö af viðskipum verði sé þess getið að forstjórar fyrirtækisins séu ætt- ingjar eða góðkunningjar æðstu ráðamanna í Nígeríu og eigi i viðskiptum við Central Bank of Nigeria eða City Bank of Nlgeria. Herbert sagði að þeir sem láti frelstast af fagurgala þessara nfgerísku „kaupsýslumanna“ tapi nánast undantekningarlaust á viðskiptunum og hafl af þeim mikla mæðu. Herbert sagðist ekki hafa heyrt um að ísiensk fyrirtæki hafi svarað bréfum lflrt þeim sem hér um ræðir. Hann sagði hins vegar að ýmis íslensk fyrírtæki hafi spurst fyrir hjá Verslunarráði hvort óhætt væri aö svara bréf- unum. Svarið væri undantekn- ingariaust nei. Herbert sagði að nær daglega fái Verslunarráð bréf frá Nígerfu sem hafi að geyma ósk um að komast í við- skiptasambönd við íslenska að- ila. í meira en ár hafi þessi bréf verið lögð til hliðar. Herbert sagði að fleiri lönd hefðu slæmt orð á sér fyrir viðskiptasiðferði, en ekkert land kæmist með tærnar þar sem Nígería hafi hæl- ana í þessum efnum. -EÓ Herbert Guðmundsson hjá Varstunarráði sagði að ef framkvæmdastjóri íslensks fyrirtækis svaraði bréfi sem þessu og færi tíl Nígeríu væri nær öruggt að hann yrði hnepptur í skuldafangelsi um ótiltekinn tíma. Ekki ætti að treysta orðum manna eins dr. Mantu um milljónagróða. W. M.H. MANTU 52/54 SHASHA ROAD (P.A.) SHASHA AGEGE 7' IAC0S HIGERIA. 30TH JULT, 1992 Tou wert recownended to ne bv » ,ní° wissnsar- -— r K'SfsjiLríÆ'ss'.í-sj.*- r twtng n‘ °' “« tl „ Ittted below: *«oont. ie sh,r°d ó?Æ„t.;2“:„*:í}:t*nce-101 ,or »».«.0« „Pe„„. so« «0 Ue sl,i" tbe fol lowlng ongentty: "1to,“í*o‘tín:tl?“„'trcí?;fx*?í,X0í5'’ ?“'y s,9"cd *na st'*Ma r°ur """< pttotocopt.i t»ni", “ *1' Co*M"y's Oocoraentl 2. Banker's name, address y ' >■ ,oor tet.phon. Z'Zl " ,0“r *“°“nt Government 1s co«ni oí?'íítst/dfth# present Federal HÍHtary w* JS aM SS ssSsb&'S smS I 10 very aoch In control of efr,(„ here tooktng forward to yoor feoooriOl, reiponie Tours faltbfully. OR. M.M. MANTU 2á- 8-92 UED 8:28 334121280 Páll Pétursson. Ingibjörg Pálmadóttir. Ný stjórn kosin í þing- flokki framsóknarmanna: Páll áfram formaöur Páll Pétursson hefur verið endur- kjörinn formaður þingflokks framsóknarmanna. Ingibjörg Pálmadóttir var kosin varaformað- ur og tekur við því embætti af Val- gerði Sverrisdóttur sem kosin hef- ur verið fyrsti varaforseti þingsins. Þá var Jón Kristjánsson endur- kjörinn ritari þingflokks fram- sóknarmanna. -EÓ Jón Kristjánsson. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, segir að bændur verði að taka mið af breyttri vígstöðu í kjarabaráttunni: VERÐUM AÐ EINFALDA FÉLAGSKERFI BÆNDA Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, sagði í gær við setningu aðalfundar Stéttarsam- bandsins á Laugum í Reykjadal að bændur yrðu að einfalda félagskerfi sitb Það væri of dýrt og flókið og ekki nægilega skiivirkL Sömu menn væru að ræða sömu málin á mörg- um fundum. Hann minnti á þá stað- reynd að sjóðagjöld til rekstur fé- lagskerfisins hafi lækkað um 12% síðan 1987. Starfsmönnum þess hafi hins vegar ekki fækkað. Haukur ræddi ítarlega um endur- skoðun á félagskerfi landbúnaðarins. Hann sagði að ályktanir bændafunda um það mál hnigu allar í eina átt, sem sé krafa um einföldun kerfisins. Haukur sagði að í dag væri þetta kerfi í reynd fjórfalt, Stéttarsambandið, Búnaðarfélag íslands, búgreinafélög- in og samtök afurðastöðvanna, auk fjölda samstarfsnefnda þessara aðila. Haukur sagði að í öllum þessum deildum félagskerfisins væri meira og minna sama fólkið að ræða sömu málin. Hann nefndi aðalfundi Stétt- arsambands bænda og Búnaðarfélags íslands sem dæmi um þetta. „Við verðum að komast út úr því að vera með félagskerfi þar sem sömu menn eru að tala um sama málið á mörgum stöðum. Mín skoðun er sú að við eigum að stefha að því að hafa ein deildarskipt félagssamtök þar sem allar greinar landbúnaðarins eigi sína fulltrúa og hafi möguleika til áhrifa,“ sagði Haukur. Eitt af því sem hvetur bændur til að einfalda félagskerfi sitt er að til kerf- isins fara sífellt minni íjármunir. Rauntekjur Búnaðarmálasjóðs hafa td. minnkað um 12% frá árinu 1987. Fjöldi starfsmanna hefur hins vegar haldist óbreyttur frá árinu 1984. Haukur ræddi einnig ítarlega um þau tímamót sem bændur standa nú á, en nýr búvörusamningur tekur gildi um næstu mánaðamót. „Það ætti að vera ljóst hverjum hugsandi manni að það fyrirkomulag sem ríkt hefur nú í nokkur ár og fól í sér að ríkisvaldið bar ábyrgð á afsetn- ingu afúrðanna og að landbúnaðar- ráðuneytið og viðskiptaráðuneytið voru á kafi í sölustarfsemi fyrir BLIKUR A LOFTII AFKOMU EIMSKIPA Hagnaður Eimskipafélags Islands fyrstu sex mánuði þessa árs var 18 miHjónir króna miðað við 265 milijónir á sama tíma í fyrra. Búist er við að starfsmönnum fækki um 30 til 40 á ár- inu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem forsvarsmenn Eimskipa héldu í gær Á árinu var fjárfest fyrir 184 milljónir í samanburði við 934 milljónir á sfðasta ári. Þá hafa tekjur félagsins lækkað að raungildi um 13% frá sama tíma árið á undan. . Þar kom og fram að starfs- mönnum mun fækka um 5% í ár og þar er um 30 til 40 manns að ræða. Forstjóri Eimskipa, Hörður Sigurgestsson, segir að ekki þurfi að koma til uppsagna þar sem starfsfólki fækki af sjálfu sér vegna aldurs o.fl. Hann bætti við að þetta væri óviðun- andi afkoma sem endurspegli þá breyt- ingu sem orðið hefúr í íslensku efna- hagslífi undanfama mánuði. Þá kom og fram að annars vegar megi rekja þessa slöku afkomu til 4% minni flutninga en á sama tíma árið á undan og hins vegar til áframhaldandi lækkandi flutnings- gjalda. Til að mæta þessu hefur félagið m.a. fekkað skipum í strandsiglingum og er með tvö í stað þriggja áður. Þá hyggst fé- lagið „laga reksturinn að breyttu efna- hagsumhverfi og minnkandi flutning- um,“ eins og fram kemur í yfirliti frá fé- laginu. Ekki eru þeir Eimskipsmenn bjartsýnir á afkomu næstu mánuðina og segjæ „Flest bendir til að reksturinn verði þungur á síðari hluta ársins þrátt fyrir margvíslegar aðhaldsaðgerðir..." -HÞ kindakjöt, gat ekki gengið öllu leng- ur. Hvatinn til sölustarfsemi og markaðssóknar verður að vera fyrir hendi hjá bændum og afurðastöðv- um, ella verður varan smátt og smátt undir í samkeppni við aðra fram- leiðslu þar sem ábyrgð á framleiðslu og sölu er meira á sömu hendi." Haukur sagði að þó að bændur og afurðastöðvar taki sölustarfið alfarið yfir á sínar herðar verði menn að var- ast þá stöðu að afurðastöðvar fari að slást innbyrðis og keppa um markað- inn með undirboðum og taumlausri samkeppni. Innan landbúnaðarins þekki menn vel afleiðingar af slíkri óheftri samkeppni. Niðurstaðan sé sú að allir tapi, ekki síst bændur. Haukur ræddi nokkuð um erfiða stöðu sauðfjárræktarinnar og þá staðreynd að flest bendir til að kinda- kjötssala dragist saman um 500 tonn á þessu verðlagsári. Hann sagði lík- legt að heildargreiðslumark fyrir næsta ár verði ákveðið 8.150 tonn með heimtökurétti. Þá vék Haukur að nýgerðum samningi um mjólkur- framleiðsluna og sagðist sannfærður um að hann gæfi bændum ný sókn- arfæri. í lok ræðu sinnar ræddi Haukur nokkuð um hvernig bændur eigi að reka kjarabaráttu sína og minntist á ásakanir á hendur stjóm Stéttarsam- bandsins um slælega framgöngu í kjarabaráttunni. „Þessar ásakanir lýsa fyrst og fremst vanmati á að- stæðum og í þeim felst ofmat á víg- stöðu bændastéttarinnar í þjóðfélag- inu, „ sagði Haukur. Hann sagði að í dag þýði ekki að nota baráttuaðferðir fortíðarinnar. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.