Tíminn - 28.08.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.08.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 28. ágúst 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tfminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guömundsson Stefán Ásgrfmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Sfmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð f lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Lífsgæði skorin niður Á Kópavogshæli standa menn nú frammi fyrir því að svipta þá þjóðfélagsþegna íslenska, sem hvað mest hornreka hafa verið, þeirri takmörkuðu þjón- ustu sem þeir þó hafa notið. Takmarkaðar fjárveit- ingar og sparnaðaraðgerðir, sem fyrirskipaðar hafa verið, virðast ætla að leiða til þess að vistfólk fái ekki þá örvun og hæfmgu sem það þó hefur fengið hing- að til. Er nú svo komið að í örvæntingu er starfsfólk á Kópavogshælinu og aðstandendur vistmanna þar farið að funda um hugsanleg úrræði til að tryggja þessum mikið fötluðu einstaklingum lágmarks lífs- gæði. Orð Huldu Harðardóttur, starfsmanns á hæl- inu, í Morgunblaðinu í gær þess efnis að fólk sé ráð- villt út af sparnaðinum eru lýsandi um áhyggjur þeirra sem málið varða. Hún bendir raunar á að þeim finnist að fólkið sem þarna býr sé jafnan sett skör lægra en aðrir hópar fatlaðra og að verið sé að saxa á það litla sem fyrir sé. í svipaðan streng tekur Árni Már Björnsson yfirþroskaþjálfí, sem bendir á þá sérstöðu Kópavogshælis að þar sé ekki hægt að loka deildum, því fólk búi þar allt sitt líf. Nú fer sá tími í hönd þegar áhrifa niðurskurðar rík- isstjórnar Davíðs Oddssonar á ríkisútgjöldum fer að gæta af auknum þunga á ýmsum sviðum opinberrar þjónustu og velferðar. Eðli málsins samkvæmt koma þessi áhrif hvað greinilegast fram á seinni hluta árs, þegar verulega er gengið á fjárveitingar og rekstrarfé er orðið af skornum skammti eða jafnvel upp urið. Stofnanir og fyrirtæki hafa þó reynt eftir því sem kostur er að hagræða í rekstri og sníða sér stakk í samræmi við naumt skammtað framlag. Á sumum sviðum hefur aðhald og hagræðing skilað árangri og ríkisreksturinn orðið rennilegri en áður tíðkaðist. Hins vegar eru dæmin orðin alltof mörg þar sem niðurskurðurinn hefur orðið til þess að stórlega er dregið úr þjónustu sem áður þótti sjálfsögð, og fyr- irskipanir gefnar um niðurskurð á sviðum, sem ekki er hægt að skera niður án þess að eyðileggja og stór- skaða þá starfsemi sem fyrir var. Ljóst er að á Kópa- vogshæli stefnir í slfkan skaða og er sérstaklega ógeðfellt til þess að hugsa að stjórnvöld virðast ætla að skilgreina grunnþarfir og lífsgæði lítt sjálfbjarga og mikið fatlaðra vistmanna út frá þeim pólitíska ramma sem settur var í fjárlögum. Það, sem menn eru að verða vitni að á Kópavogs- hælinu, er afleiðing þess að ríkisstjórnin setti sér óraunhæf markmið í fjárlögum án þess að leggja nauðsynlega vinnu í undirbúning. Ríkisstjórnin gafst upp á að segja sjálf nákvæmlega hvar ætti að spara og lagði til handahófskenndan niðurskurð og þrengdi jafnframt að öllum, jafnt þeim sem gátu sparað og þeim sem gátu það ekki. Á næstu dögum og vikum má búast við erfiðleikum og uppákomum víðar, t.d. í heilbrigðiskerfinu og í skólakerfinu, en fýrirhugaður spamaður mun væntanlega koma þar fram af fullum þunga í haust. En ömurlegri getur stjórnarstefna þó varla orðið en svo, að telja þjóðina ekki hafa efni á að láta vistmenn Kópavogshælis, okkar minnstu bræður, njóta þess sem kalla mætti lágmarks lífsgæði. , ,F yrirmy nd- arríkið“ Stefán Zweig var heimsþekkt- ur rithöfundur á sinni tíð. Hann var fæddur í Vínarborg, austurrískur Gyðingur af ætt velstæðra iðjuhölda. Hann naut í æsku alls þess frjálsræð- is og ferðalaga sem þeir tímar leyfðu, en hann var í æsku um síðustu aldamót. Veröld sem var Ævisaga Stefáns Zweig, „Ver- öld sem var“, hefur nokkra sér- stöðu í hópi þeirra ævi- sagna sem ég hef lesið, að minnsta kosti. í bókinni segir hann sögu Evrópu frá aldamótum fram í byrjun seinni heimsstyrjaldar sem þátttakandi, en ævi hans sjálfs er rammi eða bakgrunn- ur um þá sögu. í ævisögunni lýsir hann þeirri hrikalegu reynslu að upplifa tvær heims- styrjaldir með tuttugu ára millibili og vera persónulega útskúfaður frá ættlandi sínu og menningarheimi og hrak- inn í útlegð og bækur hans brenndar. Hann lýsir aðdrag- anda þessara blóðugu átaka af miklu innsæi. Saga Evrópu á þessari öld er blóði drifin, mörkuð heiftarlegum átökum. Mjög eftirminnilegur er upp- hafskafli bókarinnar, en hann fjallar um tímabilið frá alda- mótum og fram að fyrri heims- styrjöld. Þá voru friðartímar í Evrópu og menn lifðu í góðri trú á frið og öryggi. í austur- ríska keisaradæminu var allt múr- og naglfast, að dómi þegnanna, ekkert fékk lengi vel haggað öryggiskennd hinn- ar efnuðu millistéttar. „Sannir Evrópu- menn“ Þessum heimi var síðan splundrað með einu skoti í Sarajevo og fyrri heimsstyrj- öldin hófst. Ekkert var sem áð- ur. Með friðarsamningum voru dregin landamæri sem áttu sér enga stoð nema á kortum her- foringja. Tilfinning þegnanna fyrir umhverfi sínu og menn- ingu var að engu höfð. Verð- bólga fór í hæðir, eignatil- færsla var óskapleg, atvinnu- leysi varð landlægt og öfga- stefnum eins og nasismanum óx fiskur um hrygg, með enn skelfilegri afleiðingum síðar. Stefáni Zweig entist ekki þrek í útlegðinni til þess að horfa upp á þær skelfmgar, sem áttu sér stað í Evrópu, og stytti sér ald- ur í útlegð í Brasilíu árið 1942. Það kemur oft fram í bók Stefáns Zweig að hann dreym- ir um sameiningu Evrópu. Hann lýsir því með söknuði þegar hann, á stund milli stríða á millistríðsárunum, ferðaðist og lifði eins og „sann- ur Evrópumaður", eins og það er orðað í bókinni. „Draumar fólksins“ Mér verður oft hugsað til þessa ritverks nú í allri þeirri umræðu sem er um Evrópu- málefni um þessar mundir. Talsmenn samrunans í Evrópu reyna að byggja sín áform um sameiningu álfunnar undir merkjum Evrópubandalagsins á hugsjóninni um athafna- frelsi Evrópumanna innan bandalagsins. Draumar og þrár fólks í Evrópu sem víðar eru þess efnis að njóta friðar og frelsis til athafna og efna- hagslegs öryggis fyrir sig og sína. Því miður er uppfylling þessara drauma óralangt und- an. Atvinnuleysi, órói og ör- birgð fer vaxandi í gömlu Evr- ópu og ástandið nú minnir óhugnanlega á það ástand sem lýst er á millistríðsárunum í ævisögu Stefáns Zweig. Sarajevo er komin í sviðsljós- ið aftur og blóðugustu átök um langt skeið geisa innan marka Evrópu. Hrun komm- únismans í Austur-Evrópu hefur afhjúpað svo skelfilegar staðreyndir um ástandið undir þeirri stjórn, að langur tími mun líða áð- ur en ástandið þar leitar jafnvægis á einhvern Uppfyllir EB draum- ana um fyrirmyndar- rfíkið? Verður Evrópubandalagið það skjól sem uppfýllir drauma Evrópubúa um frelsi til að njóta lystisemda heims- álfunnar og efnahagslegs og andlegs sjálfstæðis, sem ósviknir Evrópumenn? Ég ef- ast um það. Álfan er svo flókið fyrirbæri að ótrúlegt er. Hún er sambland ólfkra þjóða og alls konar menningarstrauma. Slíku litrófi er ekki hægt að stjórna frá einum kontór. Það er útilokað. Ég hef því trú á því að enn sé langt í land til hins fullkomna skipulags í Vestur-Evrópu. Menn skulu ræða málefni EB með opin augu, einnig EES- samninginn sem til umræðu er um þessar mundir. Trúin á fyrirmyndarríkið hefur oft beðið skipbrot. Öllum, sem rýna í söguna, ætti að vera það ljóst. J.K. hátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.