Tíminn - 28.08.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.08.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. ágúst 1992 Tíminn 3 Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra segir Ijóst að innflutn- ingur á áburði verði gefinn frjáls 1. janúar 1995: EES heimilar útlend- ingum að kaupa íslenskar jarðir Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra lýsti því yfir á aðalfundi Stéttarsambands bænda í gær að hann væri reiðubúinn til að endurskoða búvörusamninginn frá grunni, en hann tekur formlega gildi um næstu mánaðamót. Hann sagðist einnig hafa ákveðið að beita sér fyrir endurskoðun á ábúðarlögum og jarða- lögum. Hann sagði að það væri alveg skýrt að EES-samningurinn bannaði að fólki sé mismunað eftir þjóðerni hvað varðar kaup á landi og því sé eðlilegt að sett verði ákvæði í lög sem þrengi rétt til jarðakaupa. Ljóst sé að sá hópur sem komi til með að geta keypt jarðir hér á landi stækki með samþykkt EES- samn- ingsins. Landbúnaðarráðherra hefur áður lýst því yfir að hann sé reiðubúinn til viðræðna um að endurskoða bú- vörusamninginn. Hann sagði á fundinum í gær að aðstæður land- búnaðarins breyttust hratt. Nú sé t.d. fyrirsjáanlegt að heimildir til innflutnings á búvörum verði víkk- aðar með nýju GATT-samkomulagi. Slíkur innflutningur kalli á breytt- ar áherslur í stuðningi við land- búnaðinn. Halldór sagðist eiga von á að viðræður um GATT hefjist að nýju í byrjun næsta árs og hægt sé að hugsa sér að nýtt GATT-sam- komulag taki gildi 1. janúar 1994. Halldór ræddi nokkuð um áhrif EES- samningsins á möguleika út- lendinga til að kaupa íslenskar jarðir. Hann sagði ljóst að samn- ingurinn leyfði ekki mismun eftir þjóðerni. Útlendingar fengju sama rétt til að kaupa hér land og íslend- ingar. Hins vegar sé hægt að setja í íslensk lög ákvæði sem þrengi möguleika manna til að kaupa jarðir. Til skoðunar sé í ráðuneyt- inu að setja ákvæði um að viðkom- andi jarðakaupandi verði að hafa haft fasta búsetu hér á landi í fimm ár. Ekki liggi hins vegar fyrir hvort slíkt ákvæði brjóti í bága við EES- samninginn. Þá komi til greina að áskilja starfsreynslu kaupandans í ákveðinn tíma við landbúnað eigi að reka landbúnað á jörðinni. Hall- dór sagði að frumvarp um breyt- ingu á jarðalögum verði lagt fram á Alþingi í október. Landbúnaðarráðherra gerði að umtalsefni hátt áburðarverð hér á landi, en fram hafa komið upplýs- ingar um að tonnið af áburði í Skotlandi sé t.d. 10.000 kr. ódýrara en á íslandi. Halldórs sagði að margt bendi til að verðlagningin á skoska áburðinum hafi verið óvenjuleg á þeim tíma sem könn- unin var gerð. Hins vegar megi gera ráð fyrir að innfluttur áburð- ur sé a.m.k. 10-15% ódýrari en sá íslenski. Halldór sagði að í vetur komi fram stjórnarfrumvarp um að breyta Áburðarverksmiðju ríkisins í hlutafélag. Jafnframt sé ljóst að EES-samningurinn geri okkur skylt að leyfa frjálsan innflutning á áburði frá og með 1. janúar 1995. í ræðu sinni áréttaði Halldór þá skoðun sína að óraunhæft og skað- legt sé af hálfu bænda að halda dauðahaldi í lögskráð verð og stað- greiðslu afurða. „Verndin, sem í því átti að felast, hefur reynst fals- vernd, jafnvel þó ríkið hafi hingað til ábyrgst sölu afurðanna. Nú þeg- ar þeirri ábyrgð sleppir, geta af- urðastöðvarnar ekki undirgengist slíka kvöð til lengdar, af því að hún brýtur í bága við heilbrigða við- skiptahætti," sagði Halldór. 54 tilboðum í ríkisbréf tekið að upphæð 550 milljónir króna: Mikill áhugi Alls bárust 73 gild tilboð í rúds- á þessu ári. f fyrsta útboði var bréf að fjárhæð 848 milljónir teldð tilboðum að upphæð 506 króna í fjórða útboði ríkisbréfa, milljónir, en í hin þijú skiptin en tilboð í bréfln voru opnuð í hefur hcildarupphæð tekinna vikunni. Ákveðið hefur verið að tilboða verið 550 milljónir. Með* taka tilboðum frá 54 aöilum að alávöxtun hefur Iækkað um upphæð 550 milljónir króna. 0,4% síðan fyrstu tilboðum var Meðalávöxtun samþykktra til- tekið. Meðalávöxtun nú er sú boða var 11,08% en lægsta sama og í síðasta tilboði. ávöxtun var 10,94% og hæsta Næsta útboð ríkisbréfa fer 11,15%. fram 29. september næstkom- Þetta er fjórða utboð ríkisbréfa andi. -EÓ AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1984- 2.fl. 1985- 2.ÍI.A 1985-2.fl.B 10.09.92-10.03.93 10.09.92-10.03.93 10.09.92-10.03.93 kr. 65.084,33 kr. 41.926,57 kr. 26.109,77**) *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinisins. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, ágúst 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS NÚ ER TVÖFALDUR 1. VINNINGUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.