Tíminn - 28.08.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. ágúst 1992
Tíminn 7
Borgarstjórinn hefur látiö hendur standa fram úr ermum f Marbella. Þar eru glæpir og eiturlyf ekki lengur liöin.
Einræðisherra Marbella
setur stefnuna á Madrid
Gil, sem hér sést meö poppsöngkonunni Marta Sanchez, lætur ekki sitja viö stóru yfirlýsingarnar einar.
Hann braut niöur hús sósíalistans, fyrirrennara síns, til aö sýna hug sinn til stjórnar sósialista.
Þegar maður segist ætla að
byggja fjölskyldugrafhýsi við
jámbrautarteina þannig að lík-
kisturaar hoppi út úr „skúff-
unum“ í hvert skipti sem lest
fer framhjá, er litið á það sem
meinlaust hjal sérvitrings. En
þegar sá hinn sami segist ætla
að leggja 50 milljarða ísl. kr. í
nýjan stjóramálaflokk tíl að ná
því markmiði sínu að verða
forsætisráðherra Spánar, fara
menn að leggja við hlustir og
hafa áhyggjur.
Maðurinn, sem hér um ræðir,
er þinn litríki og orðum prýddi
borgarstjórí Marbella, Gil y Gil.
„Sjáðu til, ég á landskika við
járabrautarteinana og mér datt
í hug að ég gæti hannað graf-
hýsið þannig að smurlingurinn
ég gæti flogið út úr geymsl-
unni í hvert sinn sem lest fer
fram hjá,“ segir hann og er
ákveðinn að ganga rétt einu
sinni enn fram af fóUd.
Fyrst er að sópa sósí-
alistum frá völdum
En áður en Gil deyr vill hann sópa
sósíalistum frá völdum á Spáni, rétt
eins og hann gerði í Marbella íyrir
ári. Til mikillar og almennrar undr-
unar var þessi umdeilda persóna
með einræðistilhneigingamar kos-
inn borgarstjóri með geysimiklum
meirihluta og færði sér þá í nyt
óánægju, sem stjóm sósíalista hafði
bakað sér með því að láta það við-
gangast að þessi vinsæli sumarleyf-
isstaður breyttist í subbulegan og
eiturlyfjamengaðan útkjálka. í kjöl-
far kosningasigursins lét hann
brjóta niður hús sósíalistaíyrirrenn-
ara síns, sem byggt var án leyfis
skipulagsyfirvalda, og uppfyllti lof-
orð sín um að hreinsa bæinn, reka
burt óþjóðalýð og ráðast gegn eitur-
lyflum og glæpastarfsemi.
Nú vill borgarstjórinn gera hið
sama um allt landið. Þó að aðrir
stjómmálaflokkar hafi í upphafi tek-
ið áætlunum hans með háði, hefur
Gil sýnt að honum er fyllsta alvara.
Flokkur hans, Gmpo Independiente
Liberal (GIL) — skammstöfunin
endurspeglar fremur sjálfsdýrkun
foringjans en stjómmálahugmynda-
fræði—er að koma sér upp fulltrúa-
nefndum um allan Spán.
Nú í byrjun september ætlar Gil að
opna skrifstofur í höfuðborgum
fimm ríkja. Hann hefur þegar komið
á fót skrifstofu í Madrid og fulltrúa-
nefndum í öllum aðalborgum í suð-
urhluta landsins. Hann hefur líka
heitið að leggja 50 milljarða ísl. kr„
sem að stómm hluta eiga að koma
úr hans eigin vasa hans, til kosn-
ingabaráttunnar.
Aðlaðandi pólitísk
stefnuskrá
Gil, sem auðgaðist í byggingaiðnað-
inum, býður upp á aðlaðandi, að vísu
of metnaðargjama pólitíska stefnu-
skrá. Hann heitir að sjá öllum, sem
þurfa, fyrir ókeypis húsnæði, útrýma
atvinnuleysi innan sex mánaða og
auka þjóðaröryggi. Almenningur
sýnir þessu áhuga. ,Jesus Gil verður
forsætisráðherra og kemur loks
skikki á þetta land,“ sagði einn von-
svikinn íhaldsmaður.
í reynd halda sjálfskipaðir stjóm-
málaspekingar að Gil gæti unnið
a.m.k. nokkur þingsæti í næstu
kosningum, sem verður að halda
fyrir október á næsta ári. Þó ekki
væri meira myndi það koma ríkis-
stjóminni alvarlega í bobba og gæti
nægt til þess að koma í veg fyrir að
sósíalistar vinni hreinan meirihluta
og jafnvel e.tv. orðið til þess að þeir
neyðist til að ganga til samstarfs við
þjóðemissinnaða Katalóníumenn
og Baska.
Þó að helstu stjómmálaflokkamir
neiti að líta á hann sem alvarlega
ógnun, segir Femando Garea við
dagblaðið El Mundo: „Fólk er búið
að fá sig svo fullsatt af spillingu í
flokkunum að það kann að greiða
Gil atkvæði sitt, bara til að sýna fram
á óánægju sína. Enginn álítur að
hann muni vinna einhvem fjölda
þingsæta, en við skulum muna að
enginn hélt að hann yrði borgar-
stjóri Marbella."
Kom upphaflega tíl
Marbella til að grenna
sig!
Gil, sem orðinn er 58 ára, kom til
Marbella fyrir 13 ámm í þeim til-
gangi að gera tilraun — misheppn-
aða — til að losa sig við eitthvað af
120 kílóunum sínum á heilsustöð.
Nafn hans er þegar þekkt um allan
Spán. Sem forseti fótboltaliðsins At-
letico Madrid hefur hann verið
áhrifamaður í spænskum íþróttum
um árabil.
Hann öðlaðist jafnvel enn meiri
frægð þegar hann Iék aðalhlutverk í
vinsælum sjónvarpsþáttum í fyrra.
Tvisvar í viku birtist hann á bar við
sjóinn, aðeins í sundskýlu og heið-
ursmerki til að skýla nekt sinni, og
með hanastél í hendi. Hann jós úr
sér niðrandi athugasemdum um
frægar persónur af handahófi og var
umkringdur fáklæddum fegurðar-
dísum Marbella. Hann er alræmdur
orðhákur og hefur oft verið kærður
fyrir meiðyrði. M.a.s. var honum
ekki leyft að fylgja liði sínu til fót-
boltakappleikja í Evrópu í tvö ár eft-
ir að hann hafði kallað franskan
dómara „kynvilling".
Segja má að frami Gils hafi verið
ótrúlegur, ekki síst þegar haft er í
huga að hann var einu sinni dæmd-
ur í fangelsi fyrir að hafa átt þátt í
byggingu húss sem hrundi og olli
dauða 58 manna. Amando de Migu-
el, einn af þessum sjálfskipuðu
stjómmálaspekingum, segir að Gil
eigi að verulegum hluta velgengni
sína að þakka sérvisku sinni. „Hann
er ósmekklegur og lýðskrumari, fífl-
djarfur og hóflaus ruddi, blanda sem
höfðar til fólks. En umfram allt
hrindir hann hlutunum í fram-
kvæmd.“
Margar breytingamar
gagnslaust og fánýtt
tildur
Þeir, sem gagnrýna Gil, benda þó á
að margar breytingamar, sem hann
hefur gert í Marbella, séu gagns-
laust og fánýtt tildur. Nú er verið að
leggja hvíta marmarastétt milli
miðborgarinnar og Puerto Banus
hafnarinnar, pálmatré voru flutt inn
frá Alsír. Og rómverskur bogi rís við
aðalinnkeyrslu borgarinnar. Gil
vildi gullklæða bogann, en ráðgjafar
hans fengu hann ofan af því með því
að gefa í skyn að það kynni að vera
smekklaust Greitt er fyrir mann-
virkjagerðina með innheimtu
ógreiddra skatta og því að neyða
byggingameistara til að reiða af
hendi framlög til gagnsemi fyrir
bæjarfélagið sem endurgjald fýrir
leyfi skipulagsyfirvalda. Vinsamlegir
arabískir auðkýfingar leggja líka til
stóran hluta af kostnaðinum, þ.á m.
Adnan Khashoggi. „Vinnuaðferð
mín byggist á vel virkum viðskipta-
háttum og það er sú aðferð sem ég
vildi sjá notaða um allan Spán,“ seg-
ir Gil.
En einræðistilhneiging hans hefur
sett blett á vinsældir hans eftir að
hann varð borgarstjóri. Hann mis-
bauð fólki stórlega þegar hann æddi
inn á bar seint að kvöldi og sagði
unga fólkið vera fyllibyttur og for-
fallna eiturlyfjaneytendur. „Þið eruð
úrþvætti jarðar og ég ætla að senda
ykkur þangað sem þið eigið heirna,"
öskraði hann. Lífverðir hans lú-
börðu marga unglinga, sem höfðu
skvett drykkjarföngum á hann, og
lögreglubfll var brenndur til ösku í
ólátunum sem fylgdu þessum at-
burðum.
Þetta atvik varð til þess að borgar-
stjóranum var gefið auknefnið
„Giltler", en Gil er borið fram sem
„hill" á spönsku.
„Lýðræðið í Marbella
hefur greitt gífurlega
hátt gjald“
Francisco Zora, einn leiðtogi sósí-
alista í Marbella, segir borgarstjór-
ann hættulega ógnun við þjóðfélag-
ið. „Lýðræði og virðing fyrir minni-
hlutahópum eru úr sögunni í þess-
um bæ. Þó að ég sé reiðubúinn að
viðurkenna að Gil hafi tekist að
framkvæma margt, er það gjald,
sem lýðræðið hefur greitt, svo gífur-
legt að ég sé ekkert gott við þennan
mann.“
Það er ólíklegt að draumur Gils um
að komast í valdamesta embætti
landsins eigi eftir að rætast. Engu
að síður kryddar hann hið bragð-
lausa stjómmálalíf og fær aðra
flokka til að engjast Hvetjir svo sem
gallar Gils eru, hefur hann sýnt
fram á að það verður að taka hann
með í reikninginn. „Kannski er
hann einræðisherra,“ segja stuðn-
ingsmenn hans í Marbella, „en hann
er líka fjári góður sem slíkur“.