Tíminn - 28.08.1992, Side 5

Tíminn - 28.08.1992, Side 5
Föstudagur 28. ágúst 1992 Tíminn 5 Valdimar Einarsson: Valkostir fyrir ís- lenska sauðfjárrækt Erindi flutt á aðalfundi Landssambands sauðfjárbœnda, 25. ágúst Búvörusamningurinn, sem kem- ur til með að taka gildi í haust, hefur leitt til mikillar umræðu um allt land á síðustu mánuðum. Framkvæmd samningsins og flók- in reglugerðarákvæði hafa valdið óánægju á meðal bænda. Ekki er ætlun mín með þessum skrifum að rekja þau mál í smáatriðum, en í þess stað benda sauðfjárbændum á leiðir sem koma að gagni við að leysa þann vanda sem búgreinin stendur frammi fyrir. Nauðsynlegt er að bændur bregði skjótt við og finni lausn á þeim vanda sem ár- viss samdráttur í sölu kindakjöts á innlendum markaði er. Ef lausn finnst, mun það að hluta til leysa þann vanda sem er yfirvofandi vegna innflutnings á kjöti. Búvörusamningurinn er byggður á veikum stoðum Miðstýring og afskipti af fram- leiðslu kindakjöts hafa leitt til þess að sauðfjárbændur hafa nú samið um skerðingu á fram- leiðsluheimildum og verðlækkun. Framtíð greinarinnar er því mjög svört og vonleysið mikið. Þetta er þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir, sem hafa verið lögfestar til þess að tryggja framgang greinarinnar. Síðasti áratugur hefur einkennst af hugmyndum um framleiðslu- stjómun. Margar þær aðgerðir, sem fylgt hafa þessum hugmynd- um, hafa ekki tekist á við vandann og hafa jafnframt verið færð að því sterk rök að framkvæmd þessara aðgerða brjóti ákvæði í stjórnar- skránni. Eru mjög skiptar skoðan- ir um þær leiðir, sem farnar hafa verið síðustu ár. Borið hefur á því að bændur líti á framleiðsluheimildir sem lög- bundin réttindi til framleiðslu á kindakjöti. Þetta er í raun ekki rétt, þar sem öllum verður heimilt að framleiða kindakjöt utan greiðslumarks. Slíkt er þó óger- legt á meðan helmingur af fram- leiðslukostnaði kemur í formi beinna greiðslna. Hinsvegar eykst grundvöllur fyrir framleiðslu utan greiðslumarks þegar beinar greiðslur lækka og markaðsverð hækkar. Sá hópur bænda, sem einna helst getur framleitt utan greiðslumarks, eru kúabændur. Ef húsakynni og aðstaða er fyrir hendi, er framleiðslukostnaður á hvert kíló kindakjöts í mörgum tilfellum lægri hjá kúabændum en sauðfjárbændum. Er því ekki óraunhæft að ætla að sumir kúa- bændur leggi fyrir sig framleiðslu á kindakjöti utan greiðslumarks og þarafleiðandi án framleiðslu- stjórnunar. Slíkt er að sjálfsögðu kærkomin kjarabót fyrir mjólkur- framleiðendur. Nýi búvörusamningurinn tekur að hluta til á þeim vanda sem fyrir er. í fyrsta sinn mun innlegg í af- urðastöð verða í samræmi við áætlaða innanlandsþörf. Fram- leiðsla kindakjöts hjá mörgum bændum mun þó verða meiri en nemur greiðslumarki, og verður það kjöt verðlaust með öllu. Ekki er líklegt að margir bændur Ieggi inn kjöt umfram efri mörk, þar sem heimsmarkaðsverð nær ekki að greiða þann háa slátur- og sölu- kostnað sem við búum við. Þetta hefur leitt til umræðna um heimaslátrun og framhjásölu, en enginn vafi leikur á að ef ekki næst að stöðva framhjásölu, mun hún grafa undan stoðum nýja bú- vörusamningsins. Fyrirsjáanlegt er að neysla kinda- kjöts að öllu óbreyttu mun dragast saman í rétt rúmlega 8000 tonn haustið 1993. Sú þróun í neyslu kindakjöts, sem hefur átt sér stað, á að nokkru leyti rót í því kerfi sem á að gseta nagsmuna bænda og verja afkomu þeirra. öll fram- leiðsla og verðlagning á kindakjöti hefur verið skipulögð af nefndum og ráðum, og oft án tillits til markaðsaðstæðna. Markaðsöflin hafa verið hunsuð að miklu leyti og hvorki bændur né neytendur hafa notið góðs af. Afskipti ríkis- valdsins með misjafnlega háum niðurgreiðslum á milli ára hafa einnig leitt til sölusamdráttar á kindakjöti. Aðrar kjöttegundir hafa aukið markaðshlutdeild sína með verðlækkunum og fullnægt óskum neytandans um aukna fjöl- breytni. Erfitt verður fyrir sauð- fjárbændur að vinna upp tapaða neyslu, þar sem að hluta til er um Iangtíma breytingu að ræða í neysluvenjum þjóðarinnar. Heildarneysla kjöts á hvern íbúa hefur að meðaltali dregist saman um 6% frá 1985. Þessa lækkun í neyslu má að öllu leyti rekja til minni neyslu á kindakjöti. Ef eng- ar ráðstafanir eru gerðar til þess að stöðva þessa þróun, er eins lík- legt að neysla dragist saman um 400-500 tonn á ári næstu árin. Greiðslur ríkisins á vaxta- og geymslugjaldi hafa leitt til þess að hvatning til þess að selja kjötið hefur minnkað. Útflutningsbætur hafa heldur ekki verið hvatning til aukinnar sölu innanlands. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart hversu neysla kindakjöts hefur dregist saman á síðustu ár- um. Framleiðslustjóraun og verðlagning Á þeim tímamótum, sem eru framundan, er nauðsynlegt að íhuga þá valkosti sem sauðfjár- ræktin á möguleika á í framtíð- inni. Mikilvægt er að bændur geri sér grein fyrir þeim aðgerðum, sem eiga saman í þeirri stöðu sem nú er fyrir hendi. Til dæmis virðist það vera talið sjálfsagt að sá fram- leiðslustyrkur, sem ríkið greiðir beint til bænda, krefjist fram- leiðslustjórnunar. Þetta er í raun ekki allskostar rétt; það má hugsa sér þrjá valkosti: 1. Framleiðslustjórnun án beinna greiðslna. 2. Framleiðslustjórnun með bein- um greiðslum. 3. Beinar greiðslur án fram- leiðslustjórnunar. Nú vill svo til að valkostur eitt hefur verið í framkvæmd frá því að framleiðslustjórnun hófst hér á landi. Samningurinn, sem tekur gildi í haust, er hinsvegar sam- kvæmt valkosti tvö. Sá valkostur, sem hefur ekki fengið nægjanlega umræðu, er beinar greiðslur án framleiðslustjórnunar. í reynd gæti framkvæmd og skipulagning slíks kerfis átt sér stað með óveru- legum breytingum á búvörusamn- ingnum. Þau atriði, sem þyrfti að endurskoða, eru: 1. Heildargreiðslumark er óbreytt, þ.e.a.s. það miðast við sölu á innanlandsmarkaði og helming af framleiðslukostnaði. Bein greiðsla til bænda yrði háð framleiðslu hvers greiðslumarks- hafa upp að neðri mörkum. Fram- leiðsla og verðlagning myndi þá mótast af markaðsástandi hverju sinni. Neðri mörk væri hægt að lækka til þess að draga úr fram- leiðslu og þannig valda því að ein- ungis framleiðendur með lágan framleiðslukostnað sæju sér hag í að halda óbreyttu framleiðslu- magni. Beina greiðslan ásamt neðri mörkum væri mótandi fyrir hagkvæmni framleiðsluaukningar og þannig ráðandi framleiðslu- stýríng í stað magntakmarkanna sem nú ráða ferðinni. 2. Það kjöt, sem ekki seldist í lok verðlagsárs að frádregnum eðli- legum birgðum, væri afsett á eftir- fárandi hátt: ,(a) Flutt út á kostnað bænda. (b) Selt á tilboðsverði innanlands. 3. Söluverð yrði síðan háð verð- jöfnun innan gæðaflokka. Þannig að ef framleitt er umfram innan- landsþarfir, má eiga von á verð- l skerðingu vegna útflutnings eða sölutilboðs á viðkomandi gæða- flokkum. 4. Nákvæmara eftirlit með birgða- haldi og gæðaflokkun hjá afurða- stöðvum. Nú mun vera hægt að sýna fram á að sú umframframleiðsla, sem veldur verðskerðingu, sé í raun verðlaus og því ósanngjarnt að þeir, sem auki framleiðslu sína að því marki, verði fyrir verðskerð- ingu. Verðjöfnun gefi bændum einnig falskar hugmyndir um raunverulegt verðgildi fram- leiðsluaukningar. Þetta er að vissu leyti rétt. Þeir gæðaflokkar, sem ekki seljast upp, verða verðskertir, en það hvetur bændur til þess að framleiða meira af þeim flokkum sem neytendur vilja kaupa. Verð- sveiflur yrðu meiri en verið hefur og bændur því neyddir til þess að sýna meiri gætni við fjárfestingar og rekstur búsins. Það er heldur ekki víst að þeir, sem auki fram- leiðsluna mest, hafi hlutfallslega jafnmikið greiðslumark undir höndum. Hver bóndi myndi því framleiða að því marki sem greiðslumark, framleiðslugeta, aðstæður og hagkvæmni gæfi til- efni til. Þetta myndi leiða til auk- innar hagkvæmni og bættrar sam- keppnisaðstöðu greinarinnar. Af- nám framleiðslustjórnunar myndi leiða til lækkunar á verði greiðslu- marks, og bændur myndu ekki kaupa greiðslumark til þess að auka framleiðsluna, heldur ein- göngu vegna beinu greiðslunnar. Markaðsaðstæður og söluhorfur hefðu því mikil áhrif á verðmæti greiðslumarksins, en ekki ónýtt framleiðslugeta í greininni. í núverandi kerfi er kindakjöt umfram efri mörk verðlaust ef það er lagt inní afurðastöð, nema ef það selst á innanlandsmarkaði. Þetta mun valda kukinni framhjá- sölu, sem grefur síðan undan greiðslumarkinu og þeim forsend- um sem liggja að baki búvöru- samningsins. Það er fráleitt að ætlast til að bændur grafi kinda- kjöt eða dragi saman framleiðslu þegar flestir eiga fjölskyldu og kunningjafólk, sem er reiðubúið til að kaupa þetta umframmagn á „markaðsverði". Einnig er alls ekki víst að bændur dragi saman framhjásölu, nema síður sé. Lík- legt er að „kunningjahópur‘1 bænda muni stækka eitthvað a næstu árum. Nú má hugsa sér strangt eftirlit og flóknar reglu- gerðir, sem munu reyna að koma í veg fyrir „svartan markað með kindakjöt". Allt slíkt sýnir að mínu mati aðeins fram á hversu miklum vandkvæðum það er bundið að stjórna framleiðslu á kindakjöti á meðan aðrar kjötteg- undir eru ekki háðar svipuðum aðgerðum. Beinar greiðslur án framleiðslustjórnunar munu því leiða til þess að allt kjöt, sem er framleitt, kemur til opinberrar sölumeðferðar, en það er bæði neytendum og bændum fyrir bestu. Forsendur framhjásölu væru brostnar og skráð sala mundi stóraukast, ásamt beinum greiðslum úr ríkissjóði. Þetta kerfi myndi leiða til þess að mikill þrýstingur kæmi á afurða- stöðvar til þess að ná fram hag- ræðingu til lækkunar á slátur- kostnaði. Þar sem meira magn kæmi að jafnaði inn til slátrunar, væri auðveldara að ná fram þess- ari hagræðingu. Sauðfjárbændur og afurðastöðvar yrðu því betur undir það búnar að takast á við innflutning á kjöti. Aukin áhersla yrði lögð á útflutning og mark- aösleit fyrir íslenskt lambakjöt. Það er hinsvegar ekkert vafamál að sveiflur í verði til bænda myndu aukast og lækka í sam- ræmi við framboð og eftirspurn á sama hátt og gerist hjá öðrum kjöttegundum á íslenska markað- inum. Sölukerfi Ásamt þeim breytingum, sem út- skýrðar eru hér á undan, verður nauðsynlegt að ná samstöðu með- al bænda við skipulagningu á sölu og dreifingu á kindakjöti. Núver- andi kerfi yrði að breytast á þann hátt að upp væru sett sölusamtök sauðfjárbænda. Meginmarkmið sölusamtakanna væri að annast sölu á sauðfjárafurðum og tryggja bændum greiðslur og eins hátt verð og frekast er hægt, miðað við markaðsaðstæður hér á landi og erlendis. Önnur markmið væru: 1. Að selja sem allra mest af kjöti í heilum skrokkum beint til vinnslustöðva í sláturtíð og til annarra aðila, sem kaupa vilja kindakjöt í heilum skrokkum. Á þennan hátt eiga allir kost á því að kaupa eins mikið af þeim flokkum sem til eru. Ekki er hætta á að sumir gæðaflokkar „læsist" inni hjá einstaka afurðastöðvum og að skortur á viðkomandi flokkum leiði til þess að aðrar kjöttegundir fái þannig forgang í sölu. 2. Bjóða út slátrun á sauðfé fyrir hönd félagsmanna. Sölusamtökin hefðu það ekki að markmiði að eiga eða reka sláturhús og vinnslustöðvar. 3. Það kjöt, sem selst í sláturtíð, yrði eingöngu selt með þeim kostnaðisem orðið hefði við slátr- un og afhendingu kjötsins. Þetta yrði væntanlega breytileg tala eft- ir sláturhúsum. Sláturkostnaður myndi því ráðast af markaðsað- stæðum á sama hátt og verð til bænda. Bændur fengju því mis- munandi greiðslur eftir því í hvaða sláturhúsi var slátrað. Allur kostnaður vegna slátrunar yrði reiknaður á hvern skrokk, þannig að bændur með hærri fallþunga ná fram hlutfallslega hærra verði óháð gæðaflokkun. 4. í lok sláturtíðar tækju sölu- samtökin allt það kindakjöt, sem ekki hefði selst, til sölumeðferðar. Eftir það væri kindakjöt ekki selt í heilum skrokkum. Skrokkarnir væru grófbrytjaðir og kjötið geymt með það markmið að halda geymslukostnaði í.lágmarki. 5. Eitt af verkefnum sölusamtak- anna yrði að setja upp sérmarkað með kjötafurðir á höfuðborgar- svæðinu þar sem fjölbreytni væri mikil og allar vörur seldar með lágmarksálagningu. Neytandinn gæti verið þess fullviss að kjöt- markaðurinn væri alltaf með gæðavörur á lágmarksverði. 6. Gæðamál og þróun vörumerk- is, sem einkenndi hreinleika og einstök gæði íslenska lambakjöts- ins, væri eitt af aðalmarkmiðum sölusamtakanna. 7. Sölusamtökin hefðu það einn- ig að markmiði að hvetja til vöru- þróunar og fjölbreyttari úrvinnslu á kindakjöti. Sem slíkur aðili væri það ekki markmið að sjá um eða reka fyrirtæki sem annast vinnslu, sölu og dreifingu á kjöt- vörum. 8. Markaðssetning á ull og gær- um gæti einnig verið markmið sölusamtakanna, en leggja þarf meiri áherslu á ull og gærur, sér- staklega eftir að niðurgreiðslur á ull falla niður. Þau atriði, sem ég hef rakið hér að ofan, eru í raun forsenda fyrir því að sauðfjárrækt á íslandi eigi einhverja framtíð. Sauðfjárbænd- ur verða að gera sér grein fyrir því að framleiðslustjórnun er tíma- skekkja miðað við þær staðreynd- ir, sem liggja fyrir með frjálsu framboði á öðrum kjöttegundum á íslenska markaðinum og yfirvof- andi innflutningi á nýsjálensku lambakjöti. Innbyrðis samkeppni í sölu kindakjöts leiðir einnig til tortímingar og gerir ekkert annað en að gera innflutningi og öðrum kjöttegundum auðveldara með að ná tökum á markaðinum. Þegar kemur að því að Ný-Sjálendingar koma með kjöt á íslenska markað- inn, verður aðeins um eitt nýsjá- lenskt sölufyrirtæki að ræða og gef ég lítið fyrir núverandi sölu- kerfi undir slíkum kringumstæð- um. Aldrei áður hefur verið jafn mik- ilvægt að forystumenn bænda hafi vel skilgreint markmið í huga og forsjá um framtíðina til þess að standast þá tíma sem eru fram- undan. Leit forystunnar að mark- miði hefur einkennt aðgerðir síð- ustu ára. Nú sem áður verður nauðsynlegt að viðhalda þeim stuðningi sem náðst hefur og auka vernd sauðfjárbúskapar. Því er ekki ástæða til þess að slaka á og taka upp kerfi, sem leiðir til verri samkeppnisaðstöðu og stendur í vegi fyrir því að greinin leiti hagkvæmustu leiða til fram- leiðslu og sölu á kindakjöti. Höfundur er framkvæmdastjóri Fé- lags kúabænda.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.