Tíminn - 28.08.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.08.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 28. ágúst 1992 íþróttabandalag Akur- eyrar sigraði á sjöunda bikarmóti Norðurlands í hestaíþróttum, sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi, hlutu 1160,83 stig, og er þetta í sjötta sinn sem Akur- eyringar vinna titilinn. Akureyringar hlutu Dagsbikar- inn að launum, en auk þess hlutu sveitirnar sem urðu í fyrsta, öðru og þriðja sæti eignarbikara sem hjónin Guðlaug Hermannsdóttir og Brynjar Skarphéðinsson gáfu. í öðru sæti urðu Skagfirðingar með 1039,55 stig, og bikarmeist- ararnir frá í fyrra, Vestur-Hún- vetningar, urðu í þriðja sæti með 971,79 stig. Þingeyingar höfnuðu í fjórða sæti með 943,44 stig, í fimmta sæti varð UMSE-b (Hringur, Svarfaðardal) með 892,93 stig og UMSE-a (Funi, Eyjafjarðarsveit) hafnaöi í sjötta sæti með 820,47 stig. Austur- Húnvetningar sendu ekki lið til keppni að þessu sinni. Mótið var haldið á nýju svæði Léttisfélaga, í Lögmannshlíð ofan Akureyrar, og var Jónsteinn Aðal- steinsson mótsstjóri. Svæöið er ekki fullfrágengið, en lofar góðu, og víst má telja að Léttisfélagar leggi allt kapp á að fullgera svæð- ið sem fyrst, því þeir vonast til að næsta Islandsmót í hestaíþrótt- um verði haldið á Akureyri. Næsta Bikarmót Norðurlands verður hins vegar haldið að Flötutungum í Svarfaðardal að ári liðnu. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: Fjórgangur unglinga: 1. Eyþór Einarsson UMSS Rauðskjóni 12v. rauðskj. 48.45 st. 2. Erlendur Ari Óskarsson ÍBA Stubbur llv. rauður 46,07 st. 3. Elvar Jónsteinsson ÍBA Kvistur 13v. jarpur 43,86 st. 4. Hólmfríður Indriðad. HSÞ Neisti 7v. jarpur 38,08 st. 5. Tinna Sigurgeirsd. UMSE-b Sítan 9v. brúnn 38,93 st. Tölt unglinga: 1. Erlendur Ari Óskarsson ÍBA Stubbur llv. rauður 78,66 st. 2. Eyþór Einarsson UMSS Rauðskjóni 12v. rauðskj. 73,06 st. HESTAR Guðmundur Hannesson, liös- stjóri ÍBA, hampar sigurlaunun- um, farandbikar gefnum af Degi, og eignarbikar sem stigahæsta sveit mótsins hlaut aö launum. Guömundur situr á hestinum Andvara. 3. Elvar Jónsteinsson ÍBA Kvistur 13v. jarpur 71,20 st. 4. Anna Sif Ingimarsd. UMSS Snegla 7v. brún 64,00 st. 5. Kolbrún St. Indriðad. USVH Sörli 6v. brúnn 62,93 st. Fjórgangur fullorðinna: 1. Egill Þórarinsson UMSS Penni 7v. mólbrúnn 54,91 st. 2. Höskuldur Jónsson ÍBA Þytur 6v. brúnstjörnóttur 47,77 st. 3. Hilmar Símonarson UMSS Gjafar 7v. brúnn 47,60 st. 4. Stefán Friðgeirsson UMSE-b Röðull 6v. rauður 46,24 st. 5. Elvar Einarsson UMSS Glampi 47,43 st. Tölt fullorðinna: 1. Egill Þórarinsson UMSS Penni 7v. móbrúnn 81,86 st. 2. Guðmundur Hannesson ÍBA Andvari 8v. jarpur 76,24 st. 3. Hólmfríður Björnsd. USVH Kremi 9v. grár 78,13 st. 4. Stefán Friðgeirsson UMSE-b Röðull 6v. rauður 76,00 st. 5. Sverrir Reynisson UMSE-a Bylur, jarpur 75,46 st. Fimmgangur fullorðinna: 1. Erlingur Erlingsson ÍBA Stígandi 8v. grár 53,80 st. 2. Elvar Einarsson UMSS Fiðla 7v. jörp 50,20 st. 3. Egill Þórarinsson UMSS Ljúfur 7v. bleikálóttur 52,26 st. 4. Sverrir Sigurðsson USVH T&ppi 14v. brúnn 50,00 st. Fimm efstu í fjórgangi unglinga. Tímamyndir HIÁ Sigursveit Akureyringa. Magni Kjartansson, bóndi I Árgeröi í Eyjafjaröarsveit, á einni rauö■ blesóttri úr ræktun sinni. 5. Þór Ingvason UMSE-b Meistari 12v. mósóttur 48,60 st. Gæðingaskeið: 1. Vignir Sigurðsson HSÞ Hrafn 12v. brúnn 90,00 st. 2. Höskuldur Jónsson ÍBA Sleipnir 7v. brúnstj. 88,50 st. 3. Eiður Matthíasson ÍBA Ósk lOv. bleikálótt 84,50 st. Hindrunarstökk: 1. Hafdís Sveinbjarnard. UMSE-a Whiský 14v. brúnn 35,00 st. 2. Þór Jónsteinsson UMSE-a Vafi 9v. bleikálóttur 35,00 st. 3. Jarþrúður Þórarinsd. ÍBA Varmi 7v. rauður 32,00 st. Hlýðnikeppni: 1. Herdís Einarsdóttir USVH Jóker 9v. bleikskjóttur 30,50 st. 2. Sigrún Brynjarsdóttir ÍBA Höfðingi 7v. rauður 28,00 st. 3. Elvar Einarsson UMSS Þóra 6v. brún 22,50 st. hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.