Tíminn - 03.09.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 3. september 1992
Uppbygging þorskstofnsins mun ekki takast nema sel í N-Atlantshafi verði fækkað verulega:
Selurinn étur álíka af
fiski og sjómenn veiða
Selastofnar á Norður-Atlantshafi éta árlega 11.500 tonn af fiski, eða næst-
um jafnmikið og fiskimenn á svæðinu draga úr sjó á hveiju ári. Með því að
fækka selum um helming má áætla að hægt sé að auka veiðiheimildir í
þorskveiðum um 12- 20%. Þetta er mat Erlings Haukssonar, sjávarlíffræð-
ings á Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins.
Nær allir selastofnar hafa stækkað
mikið á síðustu árum. Landsel hefur
t.d. fjölgað um 7% síðan 1980. Tál ið er
að hann éti árlega fimm þúsund tonn
af fiski.
Selur étur fyrst og fremst þorsk,
loðnu, síld, flatfisk, sandsíli og fleiri
tegundir. Erlingur segir að selur éti
ekki aðeins mikið af þorski heldur éti
hann einnig gífurlega mikið af loðnu
sem er meginfæða þorsksins. Áætlað
hefur verið að selur við strendur Nor-
egs éti árlega um 400 þúsund tonn af
loðnu og 65 þúsund tonn af þorski.
Selurinn vinnur þannig á tvennan
hátt að minnkun þorskstofnsins. Þá
segir Erlingur að sá þorskur sem sel-
urinn éti sé að stærstum hluta smá-
þorskur, þ.e. ókynþroska þorskur.
Erlingur telur að árlega éti selastofn-
ar í N-Atlantshafi 11.500 þúsund tonn
af fiski. Sjómenn á svæðinu veiða ár-
lega hins vegar rúmlega 13.553 þús-
und tonn.
Erlingur segir að með því að minnka
selastofnana um helming megi gera
ráð fyrir að hægt verði að auka veiði á
þorsk um 12-20%. Þetta samsvari um
300.000 tonnum af þorski sem er svip-
að magn og leyft var að veiða við Is-
landárið 1979.
Selveiðar hafa að mestu lagst af á
Norður-Atlantshafi vegna baráttu um-
hverfissamtaka. Erlingur benti á að
takist þjóðum, sem hingað til hafa
byggt afkomu sína á fiskveiðum að
meira eða minna mæli, ekki að halda
áfram að veiða fisk með svipuðum
hætti og þær hafa gert verði þær að
auka iðnvæðingu. Aukinni iðnvæð-
ingu fylgi hins vegar aukin mengun.
Frá sjónarmiði umhverfisins sé því
betra að þessar þjóðir haldi áfram að
veiða fisk eins og þær hafa gert.
Daniel Goodman, frá kanadíska sjáv-
arútvegsráðuneytinu, komst að svip-
aðri niðurstöðu í erindi sem hann
flutti á ráðstefnunni. Hann sagði að
lítil veiði á sel og öðrum sjávarspen-
dýrum í Norður-Atlantshafi hafi haft í
för með sér miklar breytinga á stofn-
stærðum hinna ýmsu. fiskistofna.
Selastofnar hafi stækkað mikið, en
ýmsir fiskistofnar, eins og t.d. þorskur,
hafi minnkað. Goodmann sagði að
selurinn geri fleira en að keppa við
sjómenn um þorskinn. Selur éti mikið
úr netum og skemmi bæði fisk og
veiðarfæri. Stærri selastofnar auki
einnig hringorm í fiski. Sífellt kostn-
aðarsamara sé fyrir fiskvinnslustöðvar
að hreinsa hringorm úr fiskinum.
-EÓ
Columbus Carveile í Reykjavíkurhöfn i vikunní. Timamynd Ami Bjama
NÝJUNG í FERÐAÞJÓNUSTU
Skemmtiferðaskípið Columbus er fyrirhugað að skipið koml fjór- þegar munu þá fara af skipinu en
Carvelle kom nýlega til Reylqavík- um sinnum. Flugleiðamenn segja jaftistór hópur kemur í stað þeirra
ur. Flugleiðir sjá um komu skips- þetta nýjungu í ferðaþjónustu og flýgur með Flugleiðum hingað
ins. hérlendis. Hún felst í því að til lands. Ráðgert er að um 2.000
í fréttatilkynningu ftá þeim Reykjavíkurhöfn og Keflavíkur- farþegar fljúgi til og ftá landinu
kemur fram að þessi ferð sé í flugvöUur verða skiptistöövar fyr- næsta sumar á vegum Fhigleiða
kynningarskyni en næsta sumar ir farþega skipsins. Um 250 far- þessara erlnda. -HÞ
Framkvæmdastjóm Farmanna- og fiski-
mannasambandsins:
HAGRÆÐING-
ARSJÓÐAKVÓT-
ANN GRATÍS
Vonir hafbeitarstöðvar um góðar endurheimtur virðast ekki ætla að ganga eftir:
Útlit er fyrir lélegar
endurheimtur í hafbeit
stjómvöld að úthluta án endur-
gjalds veiðiheimildum Hagræðinga-
sjóðs sjávarútvegsins til útgerða,
sem verða fyrir hlutfallslega mestri
skerðingu veiðiheimilda á nýbyrj-
uðu fiskveiðiári.
Úthlutun aflabóta ber að setja þau
skilyrði að framselji útgerð veiði-
heimildir skerðast aflabæturnar í
sama mæli. Slík skerðing komi þó
ekki til ef um jöfn skipti á veiðiheim-
ildum er að ræöa.
Doktor í
stærðfræöi
Fundur framkvæmdastjómar Far-
manna- og fiskimannasambands ís-
lands, FFSÍ, haldinn 1. september
1992 að Borgartúni 18, skorar á
Vonir hafbeitarstöðva um góðar heimtur á laxi virðast ætla að bregðast.
Flest bendir til að heimturaar verði aðeins á milli 3- 4%, en talið er að þær
verði að vera a.m.k. 6-7% ef rekstur stöðvanna á að vera í jafnvægi. Þetta
er fjórða lélega árið í hafbeit í röð. Á móti kemur að laxinn er vænni en und-
anfarin ár og verð á Iaxi hefur hækkað.
Á dögunum varði Sigmundur
Cuðmundsson dðktorsritgerð
sína í stærðfræði við háskólann í
Leeds á Englandi.
Ritgerðin heitir „The Geometiy
of Harmonic Morphtsms“eða
Rúmfræði harmonískra mótana.
Sigurður lauk stúdentsprófl frá
Menntaskólanum við Sund 1980
og BS- prófi f stærðfræði frá Há-
skóla Isiands 1984. Hann stund-
aði svo framhaldsnám við háskól-
ann í Bonn og lauk þaöan diplom-
prófi í stæröfræöi árið 1988. Á
næstu misserum mun Sígmund-
ur halda áfram rannsóknum sfn-
um fyrst við Raunvfslndastofnun
Háskóla íslands en síðan við
Stærðfræðistofnun háskólans í
Kaupmannahöfn.
Sigmundur er sonur hjónanna
Guðmundar Sigmundssonar
tæknifræðings og ólafíu
Hjálmsdóttur. Sambýliskona
Sigmundar er Gríma Guð-
mundsdóttir fatahönnuður. -HÞ
í vor hnigu allar spár í þá átt að
endurheimtur í hafbeit yrðu góðar í
sumar. Aðstæður í hafinu eru betri
en verið hafa. Fyrstu fregnir bentu
líka til þess að endurheimtur yrðu
góðar. Stangaveiði byrjaði vel og
hefur raunar verið góð í allt sumar.
Vonir hafbeitarstöðva um góðar
endurheimtur á laxi hafi hins vegar
dofnað eftir því sem liðið hefur á
sumarið. Of snemmt er að fullyrða
hverjar endurheimturnar verða, en
flest bendir til að þær verði að með-
altali um 3-4% yfir landið.
Sigurður Guðjónsson, fiskifræð-
ingur hjá Veiðimálastofnun, segir
erfitt að fullyrða um af hverju laxa-
gengd hjá hafbeitarstöðvum er ekki
jafngóð og í stangveiðiánum. Hann
segir ljóst að aðstæður í hafinu séu
laxinum hagstæðar. Sú staðreynd að
laxinn sem kom í hafbeitarstöðvarn-
ar í sumar er um hálfu kílói þyngri
en í fyrra, sanni það. Sigurður sagði
Hjálparsveit skáta er 60 ára um
þessar mundir og mun efna til af-
mælisveislu í hlíðum Esju næsta
sunnudag.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Hjálparsveit skáta í
Reykjavík. Hyggjast félagar sveit-
arinnar standa fyrir fjársjóðsleit
að minni endurheimta hjá hafbeit-
arstöðvunum nú bendi til að eitt-
hvað geti verið að í sambandi við
seiðasleppingarnar eða að ástand
seiðanna hafi ekki verið nægilega
gott.
Síðustu þrjú ár hafa verið hafbeit-
arstöðvunum erfið. Endurheimtur
hafa verið langt innan við 6%. í fyrra
var endurheimtuhlutfallið t.d. ekki
fyrir yngstu kynslóðina og bjóða
öllum upp á veitingar. Þá er og
ætlunin að veita viðurkenningu
öllum þeim sem ná upp á Þver-
fellshorn.
Öllum Reykvíkingum og nær-
sveitungum er boðið til hátíðar-
innar. í tilkynningunni segir einn-
nema 1-2%. Venjan er að nokkur lé-
leg ár komi saman, en menn töldu
víst að þetta ár yrði mjög gott.
Það væri rangt að segja að þetta ár
sé alslæmt. Endurheimtuhlutfallið
er hærra en í fyrra, laxinn er þyngri
og verðið á laxinum hefur hækkað.
Þetta dugar hins vegar ekki þeim
hafbeitarstöðvum sem eiga í hvað
mestum erfiðleikum. -EÓ
ig að Esjan hafi verið valin vegna
nálægðar við borgina og ekki síður
vegna þess hve margbreytilegt og
skemmtilegt fjallið er.
Gangan hefst við Mógilsá og er
hægt að hefja gönguna hvenær
dagsins sem er.
-HÞ
Hjálparsveit skáta er 60 ára um þessar mundir:
Afmælisveisla við Esju