Tíminn - 03.09.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.09.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 3. september 1992 Ávarp Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, við upphaf söfnunar Rauða kross íslands og Hjálparstofnunar kirkjunnar til hjálpar stríðshrjáðum í fyrrum Júgóslavíu og Sómalíu: Gætum bróður okkar, hvar sem hann býr Góðir landsmenn! Við íslendingar höfum búið við það lífslán um aldir að þekkja ekki styrjöld í landi okkar. En við munum vel sögu okkar og þeirri sögu fylgja margar frásagnir af hungruðu fólki í erfiðri lífsbaráttu. Það fólk voru forfeður okkar og - mæður. Nú er íslensk þjóð þannig sett að hún býr yfir tækni til að hagnýta sér gjafir umhverfisins. Jafnframt fáum við í tæknivæddum fjölmiðlum mörgum sinnum á dag ítarlegar fréttir af hörmungum stríðs og hungursneyðar í fyrrum Júgóslavíu og Sómalíu. Það er fólk eins og við, en saklaust hefur það orðið að fómarlömbum styrjalda og stjómleysis. Því eru allar bjargir bannaðar eftir að hafa verið stökkt á flótta frá heimilum sínum. Þar sem áður var friður og ör- yggi ríkir nú ógn, skelfing, hungur og dauði. í Sómalíu bitnar hungrið harðast á bömum og bamadauðinn er slík- ur að heilir árgangar em að hverfa úr hópnum. Um allan heim bregst fólk nú við til bjargar þessum með- bræðrum okkar og -systrum. Hér heima hafa Rauði kross- inn og Hjálparstofnun kirkjunnar tekið höndum saman um söfnun til að leggja stríðshrjáðum líkn með þraut. Þargefst okkur nú öllum færi á að leggja lið okkar undir einkunnar- orðunum „Hjálpum þeim“. Með aðstoð hinna alþjóðlegu samtaka, sem þessar stofnanir em, kemst hjálp okkar á leiðarenda og við getum treyst því að þeir njóti hennar sem í nauðum em. Góðir íslendingar, hjálpum þeim. Með stuðningi okkar leggjum við sveltandi og sjúkum bömum lið; með stuðn- ingi okkar er hægt að draga úr hörmungum styrjalda — og stuðningur okkar sýnir að við skiljum að við eigum að gæta bróður okkar nær og fjær, hvar sem hann er staddur. Nokkrar réttir haustið 1992 Nú fer tími rétta í hönd og meðfylgj- andi er skrá yfir réttir á íslandi á haustdögum 1992. Jafnframt er skrá yfir stóðréttir haustiö 1992. Þessar skrár eru settar fram með þeim fyrirvara að breytingar geti kom- ið til og fer það eftir veðri og vindum. Helstu stóðréttir haustiö 1992 Skaröarétt í Gönguskörðum, Skag. laugard. 19. sept. upp úr hádegi Reynistaðarétt í Staðarhr., Skag. laugard. 19. sept. síðdegis Silfrastaðarétt í Akrahr., Skag. sunnud. 13. sept. upp úr hádegi Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laug- ard. 3. okt. upp úr hádegi Hlíðarrétt í Bólstaðarhl.hr., A.-Hún. laugard. 19. sept. upp úr hádegi Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.- Hún. sunnud. 20. sept. um hádegi Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugard. 3. okt. um hádegi Nokkrar réttir haustið 1992 Réttir Dagsetningar Auðkúlurétt í Svínavatnshr., A.-Hún. laugardagur 12. sept. Áfangagilsrétt í Landmannaafrétti, Rang. fimmtudagur 24. sept. Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.- Þing. sunnudagur 13. sept. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudagur 13. sept. Dalsrétt í Mosfellsdal, Kjós. sunnu- dagur 20. sept. Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. sunnudagur 13. sept. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. sunnudagur 13. sept. Fossvallarétt v/Lækjarbotna (Rvík/Kóp.) sunnudagur 20. sept. Grímsstaðarétt í Alftaneshr., Mýr. þriðjudagur 15. sept. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Ám. laugardagur 19. sept. Hítardalsrétt í Hraunhr., Mýr. mánu- dagur 14. sept. Hlíðarrétt í Bólstaðarhl.hr., A.-Hún. sunnudagur 13. sept. Illíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. sunnudagur 6. sept. Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. sunnu- dagur 6. sept. Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. fimmtudagur 10. sept. Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. sunnudagur 13. sept. Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. laugardagur 19. sept. Kaldárrétt v/Hafnarfjörð laugardagur 19. sept. Kjósarrétt í Kjósarhr., Kjósarsýslu mánudagur 21. sept. Kollafjarðarrétt, Kjalarneshr., Kjós. mánudagur 21. sept. Langholtsrétt í Miklaholtshreppi, Snæf. miðvikudagur 16. sept. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði laugardagur 12. sept. Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. sunnudagur 13. sept. Nesjavallarétt í Grafningi, Árn. laug- ardagur 19. sept. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudagur 16. sept. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. föstudagur 18. sept. Reykjaréttir á Skeiðum, Ám. föstu- dagur 11. sept. Reynistaðarrétt í Staðarhr., Skag. sunnudagur 13. sept. Selflatarétt í Grafhingi, Ám. mánu- dagur 21. sept. Selvogsrétt í Selvogi, Ám. mánudag- ur 21. sept. Silfrastaöarétt í Akrahr., Skag. mánu- dagur 14. sept. Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. laug- ardagur 12. sept. Skaftártungurétt í Skaftártungu, V.- Skaft. laugardagur 12. sept. Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Ám. fimmtudagur 10. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardagur 12. sept. Skarösrétt í Borgarhr., Mýr. mánu- dagur 14. sept. Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.- Hún. sunnudagur 13. sept. Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. laug- ardagur 12. sept. Tungnaréttir í Biskupstungum, Árn. miðvikudagur 16. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardagur 12. sept. Valdarásrétt í Víðidal, V.-Hún. föstu- dagur 11. sept. Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardagur 12. sept. Þórkötlustaðarétt í Grindavík sunnu- dagur 20. sept. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánu- dagur 14. sept. Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. þriðjudagur 22. sept. Sarajevo — Serbar segjast hafa sett vopn sín undir eftirlit Samein- uðu þjóðanna en tóku þó fram að þeir myndu hiklaust beita þeim í sjálfsvörn. Moskva — Boris Yeltsin sagði í gær að tími þess að skila aftur fjórum umdeildum eyjum aftur til Jap- ana væri ekki runnin upp og varpaði þar með skugga yfir væntanlega heimsókn sína til Tókýó. Moskva — Rússar stungu upp á því að sendar yrðu friðargæslu- sveitir til Georgíu þegar þessi tvö fyrrum sovétlýðveldi reyndu að koma sér saman um friðarsamning. Bagdad — Blaðafulltrúi Saddams Hus- sein hefur sagt aröbum sem búa á svæði shítamúslima í suðurhluta landsins að þeir yrðu að sýna hollustu sína með því að grípa til vopna gegn vestrænum flugherjum. Jakarta — Leiðtogar hlutlausra ríkja, sem sækjast eftir nýrri stöðu þar sem heiminum yrði stjórn- að af einu ofurafli, kröfðust þess að endi yrði bundinn á völd hinna „fimm stóru“ innan SÞ, þ.e. Bandaríkjanna, Bret- lands, Kína, Frakklands og Rússlands. Beijing — Fellibylurinn Pollý, sem geisað hefur yfir strandhérað- ið Zheijang í Kína, hefur vald- ið flóðum og skriðum og orðið 122 að bana. Mostar, Bosníu-Herseg- óvínu — Ungur bosnískur múslimi hefur skýrt frá því að hann hafi sloppið er Serbar sölluðu niður 30 múslima með því að varpa sér i haug af líkum og þykjast vera dauður. París — Aukið fylgi við Maastricht- samkomulagið í skoðana- könnunum hefur hleypt kjarki í talsmenn þess. í gærkvöídi áttu að fara fram umræður í sjónvarpi milli Mitterrands for- seta og helsta andstæðings samkomulagsins, Philippe Seguin. Kabúl — Stjórn Afganistan hefur gef- ið mujahideen flokkana frest til fimmtudags, en ekki lengur, til að hefja brottflutning herja og vopna frá borginni. Washington — Bush forseti eys nú athygli sinni og peningum skattgreið- enda yfir fórnarlömb fellibyls- ins Andrews og reynir þannig að draga úr gagnrýni þeirri sem að honum hefur beinst vegna þess hvernig hann tók á málinu í byrjun. London — Mikil sölusýning flugvéla hófst í Farnborough á Eng- landi í gær og jafnvel er búist við að rússnesk þyrla verði stjarna sýningarinnar. Belfast — Friðarviðræður á Norður- írlandi halda áfram og eru kaþólskir og lúterskir stjórn- málamenn bjartsýnir á að þáttaskil séu í nánd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.