Tíminn - 03.09.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. september 1992
Tíminn 3
ERU GÁMAR NOTAÐIR
SEM BIRGDAGEYMSLUR?
Tollgæslan stöðvar bíl sem kom með
Norrænu í gær:
Tilraun til
stórfellds
hasssmygls
Eftir að réttarhléi lauk í vikunni tók nýr dómstóll, héraösdómstóll, til starfa. f
gamla Útvegsbankahúsinu er nú risið hið glæsilegasta dómhús og hefur milljónum verið varið til
breytinga á húsinu þannig að það megi sem best þjóna sínum tilgangi. Jóhann Pétur Sveinsson,
iögfræðingur og formaður Sjálfsbjargar, mátti þó reyna það í gær þegar hann hugðist fara í þetta
nýinnréttaða hús að þar er enn ekki búið að ganga frá aðstöðu fyrir fatlaða þannig að aðgengi
þeirra sé tryggt. Á myndinni má sjá hann við útitröppurnar en þegar inn var komiö tók ekki betra
við. Lyftan reyndist óaðgengileg sem og borð í dómsal ætluð lögmönnum.
Ungur piltor á skeilinöðru
lenti í árekstri við bifreið, sem
var ekið í veg fyrir hann á Vxk-
urbraut í nágrenni Grindavík-
ur.
Drengurinn lærbrotnaði en
að öðru leyti virðist hann hafa
sloppið við teljandi meiðsli.
-HÞ
í út f rá
Um miðjan dag í gær varð
eidur Íaus í fjölbýlishúsi í
Hraunbæ.
Einn maður var í íbúðinni er
eidurinn kom upp og komst
hann greiðlega út Talsverðar
skemmdir urðu og þá aðallega
út firá reyk. Thlið er að upptök
brunans megi rekja til glóðar í
reykpípu.
góður gámurinn er ef skreiðin er
geymd of lengi þá eykst hættan á
skemmdum," segir Þórður.
„Spumingin er sú hvort framleiðend-
ur eru að nota þessa gáma sem birgða-
geymslu í óvenju langan tíma og séu
þar með að auka líkumar á því að hún
skemmist," segir Þórður.
Þórður segir að það séu fyrst og
fremst framleiðendur sem leiti eftir
því að láta skoða gáma. Hann bendir á
að gámar Samskipa hafi einnig verið
skoðaðir og því geti Ríkismat sjávaraf-
urða borið þess vitni að þeir séu í lagi.
Þórður segir að menn muni draga
lærdóm af þessu og reynt verði að
koma á einhvers konar skipulagi
þannig að svona lagað endurtaki sig
ekki. „Eftir því sem eftirlitið er skil-
virkara þeim mun minni hætta er á
því að t.d. annarleg sjónarmið kaup-
enda erlendis fái notið sín,“ segir
Þórður. Hann segir að nú þegar séu
hafnar viðræður við framleiðendur
um virkara eftirlit með þessum mál-
um.
Á dögunum tóku Samskip hf. yrir flutninga á skreið sem Eimskip hafði áð-
ur haft. Áður hafði Eimskip leitað eftir rannsókn á skreið með tilliti til
rakainnihalds. Ríkismat sjávarafurða hefur rannsakað gáma hér á landi og
erlendis og flnnur ekkert athugavert við gámana. „Spumingin er sú hvort
framleiðendur noti gámana sem birgðageymslu í óvenjulangan tíma,“ seg-
ir Þórður Priðgeirsson hjá Ríkismati sjávarafurða.
Þórður segir að það hafi legið fyrir
rakamælingar á gámunum sex sem
Samskip tók svo yfir að flytja út .Fimm
þessara gáma reyndust vera í lagi að
sögn Þórðar. „Tvö sýni af fjórum í ein-
um gámi reyndust hafa lítið meira
rakainnihald en æskilegt er talið,"
segir Þórður. Á gámunum sem kyrr-
settir voru í Hamborg voru einnig
gerðar rakamælingar sem nú Iiggja
fyrir að sögn Þórðar. Þar segir hann að
hafi komið fram að meirihluti sýn-
anna hafí verið í lagi. „Það eru sýni
þama inn á milli sem eru með of mikl-
um raka," segir Þórður.
Þórður bendir á að það sé ekki hægt
að fullyrða að ástand gámanna orsaki
skemmdir á skreiðinni. „Gámurinn er
skoðaður með tilliti til þess hvort
hann haldi raka og vindi. Það er ekkert
sem bendir til að það megi rekja
skemmdir á skreið til þeirra," segir
Þórður.
Þórður bendir á að þessi flutning-
smáti geri ráð fyrir því að farmurinn
sé ekki lengi í gámunum. „Það geta
verið miklir hitar og kuldar og hita-
sveiflur. Það er raki í þessari vöru og
hún er Iífræn eins og öll matvæli og
þess vegna getur hún orðið fyrir
skemmdum. Það er alveg sama hversu
Humri stoliö
í Grindavík
Tæp 6 kíló af hassi og 200 gr af
amfetamíni fundust í bfl sem kom
með Norrænu til Seyðisfjarðar á
mánudaginn.
Tollgæslumenn frá Reykjavík og á
Seyðisfirði fundu fíkniefnin falin á
milli laga ígólfí bíls með aðstoð leit-
arhunds. íslenskur ökumaður bif-
reiðarinnar var handtekinn og er
málið nú í höndum fíkniefnadeildar
lögreglunnar í Reykjavík. Þar feng-
ust engar frekari upplýsingar þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir. Ríkisút-
Rfldsendurskoðun telur að rflds-
stjórninni takist aðeins að spara í
rekstri rfldssjóðs um 2,5 milljarða
af þeim 5,5 milljörðum sem hún
hugðist spara á þessu ári. Á nokkr-
um stöðum í rfldskerfinu hefur tek-
ist þokkalega að lækka einstök út-
gjöld, en það sem mestu máli skipt-
ir er að illa hefur tekist að lækka út-
gjöld í fjárfrekustu ráðuneytunum,
menntamálaráðuneyti og heilbrigð-
isráðuneyti.
í fjárlögum fyrir þetta ár er gert ráð
fyrir að útgjöld ríkissjóðs dragist
saman um 5,5 milljarða milli ára.
Ríkisendurskoðun telur stefna í að
varpið greindi hins vegar frá því að
fíkniefnadeildin telji að tollgæslan
gæti hafa spillt fyrir ransókninni
með því að senda of fljótt út fréttatil-
kynningu um málið, þar sem ekki
hafí verið búið að handtaka alla
málsaðila.
Lögreglan og sýslumaðurinn á
Seyðisfirði vörðust einnig allra
frétta. Lauslega áætlað er söluverð
þessa magns af hassi á götunni um
10 milljónir kr.
2,5 milljarða sparnaður náist á ár-
inu. Stofnunin telur að sparnaður-
inn hafi reyndar í mörgum tilfellum
náðst á öðrum útgjaldaliðum en
gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þannig
var t.d. gert ráð fyrir að vaxtagjöld
ríkissjóðs myndu hækka milli ára,
en á fyrstu sex mánuðum ársins
lækkuðu þau um 700 milljónir. Þá
voru eignakaup 800 milljónum
krónum minni en í fyrra, en gert var
ráð fyrir að þau lækkuðu um 500
milljónum krónur.
Á móti koma aukin útgjöld á öðr-
um sviðum. Beinar greiðslur til
bænda auka útgjöld til landbúnaðar-
í fyrrinótt var stolið um 150 kg af
humri í Grindavík. Lögreglan í
Hafnafirði fann humarinn í gær-
morgun í hjöllum við Krísuvíkur-
mála um 700 milljónir. Framlög til
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
voru 165 milljónum króna hærri en
ráðgert var og framlög til Atvinnu-
leysistryggingasjóðs 156 milljónum
króna hærri.
Ef litið er á hvernig einstökum
ráðuneytum hefur gengið að spara
kemur í ljós að fjárfrekustu ráðu-
neytin, heilbrigðisráðuneytið og
menntamálaráðuneytið, hafa náð að
spara mest í krónum talið. Heil-
brigðisráðuneytið náði að spara 331
milljón og menntamálaráðuneytið
123 milljónir. Sé litið á hlutfall af
heildarútgjöldum eru þessi tvö
veg. Þá höfðu þeir sem þarna voru
að verki tekið um 10 kg en skilið hitt
eftir. Rannsóknarlögregla ríkisins
vann að rannsókn málsins í gær. HÞ
ráðuneyti hins vegar með sparnað
sem mælist innan við 2%. Markmið-
ið var að spara 5% af útgjöldunum.
Enginn sparnaður varð í landbúnað-
arráðuneytinu og félagsmálaráðu-
neytinu og í utanríkisráðuneytinu
og sjávarútvegsráðuneytinu var
sparnaðurinn innan við 2%. Bestum
árangri hafa náð forsætisráðuneytið,
umhverfisráðuneytið, fjármálaráðu-
neytið, viðskiptaráðuneytið og
æðsta stjórn ríkisins. Þessi ráðu-
neyti fara hins vegar með lítinn hlut
af heildarútgjöldum ríkissjóðs og
vigta því létt þegar dæmið er gert
upp. - EÓ
Stéttarfélög á Suð-
urnesjum vitja:
íslendinga
í störfin
Stéttarfélög á Suðumesjum
fordæma þá þróun að Banda-
ríkjamenn gangi í auknum
mæli í störf sem íslendingar
hafa gegnt til þessa
Þetta kemur fram í fréttatil-
kynningu fra félögunum. Þar
segir og að félögin hafi sam-
þykkt að beita fuUri hörku til
að hamla gegn því að áfram
sé gengið á rétt íslensks
starfsfólks.
-HÞ
Jóhann Einars-
son ráðinn
framkv.stjóri
Jóhann Einvarðsson, fyrrverandi
alþingismaður, var á dögunum ráð-
inn sem framkvæmdastjóri Sjúkra-
stofnana á Suðurnesjum.
Alls sóttu 19 um stöðuna og mælti
hæfnisnefnd heilbrigðisráðuneytis-
ins með Jóhanni.
-HÞ
ÁFORM UM SPARNAÐ NÁST
AÐEINS AÐ HÁLFU LEYTI