Tíminn - 03.09.1992, Blaðsíða 4
4 Tímim
Fimmtudagur 3. september 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrímsson
Augiýsingastjóri: Steingrlmur Gislason
Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Síml: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Fíkniefna-
vandinn
Afbrot, sem tengjast neyslu og sölu fíkniefna,
verða sífellt alvarlegri. Að undanfömu hafa komið
upp mál sem slegið hafa óhug á þjóðina. Átökin við
handtökur verða harðari, og raunveruleikinn hér á
íslandi líkist meir en áður framvindu mála í undir-
heimum erlendra stórborga.
Þessi mál voru rædd utan dagskrár á Alþingi í
gær, að frumkvæði Guðna Ágústssonar alþingis-
manns. í máli hans kom fram, að samkvæmt tillög-
um lögreglustjórans í Reykjavík mundi aðstaðan til
baráttunnar við fíkniefnavandamálið gjörbreytast, ef
framlag til almennrar löggæslu yrði aukið um 22
milljónir króna og framlag til yfírvinnu fíkniefna-
lögreglu um 6 milljónir.
Það er vissulega í mörg horn að líta í fjármálum
ríkissjóðs. Hins vegar eru þessi mál svo alvarleg að
einskis má láta ófreistað til úrbóta. Fjárveitingavald-
inu ber að hlusta á tillögur lögreglustjóra í málinu.
Eðli máls samkvæmt hlýtur starfsemi fíkniefna-
deildar lögreglunnar að vera kostnaðarsöm. Afbrota-
menn á þessu sviði stunda ekki iðju sína í dagvinnu.
Hefðbundnar aðferðir duga ekki í þessari baráttu.
Það er einnig rétt og skylt að skoða skipulag þessar-
ar starfsemi með opnum huga, ef það mætti leiða til
enn betri árangurs.
Það er hins vegar mat þeirra, sem hafa tjáð sig
um þessi mál, að fíkniefnalögreglan ásamt hinni al-
mennu löggæslu hafi staðið sig vel í sínum erfiðu
verkefnum. Afar brýnt er að hæfir og vel þjálfaðir
menn sinni þessum störfum.
Lögreglustjórinn í Reykjavík leggur mikla
áherslu á samstarf almennrar lögreglu og fíkniefna-
lögreglunnar, og að lögreglan þurfi að vera öflug.
Undir það skal tekið, því á því byggist einnig öryggi
borgaranna.
Hins vegar er starf lögreglunnar í Reykjavík ekki
nema hluti af þessu máli. Þáttur tollgæslu og lög-
regluembætta á landsbyggðinni hlýtur að vera mjög
þýðingarmikill, ef stemma á stigu við innflutningi
fíkniefna. Því verður að líta á þau mál í samhengi við
úrbætur í Reykjavík. Afbrotamennirnir leita ætíð
þangað sem varnirnar eru veikastar fyrir.
Einn þáttur þessara mála er mjög alvarlegur.
Vaxandi atvinnuleysi og misskipting lífsgæða eykur
hættuna á því að unglingar á viðkvæmasta aldri
lendi í uppreisn gegn þjóðfélaginu og utangarðs.
Nýjustu tölur herma að atvinnuleysi ungs fólks
17-24 ára hafi fimmfaldast. Þetta eru uggvænlegar
staðreyndir, sem stjórnvöld í landinu geta ekki leitt
hjá sér.
Viðburðir í handbókaútgáfu
Merkir viðburðir hafa átt sér stað
í útgáfu undirstöðuhandbóka hin
síðari árin og þá ekki síst orðabóka.
Ensk-íslensk orðabók Arnar og Ör-
lygs var þess háttar viðburður að að-
staða allra þeirra sem við þýðingar
fást úr ensku er gjörbreytt. Til bók-
arinnar var það vel vandað og er ekki
fjarri lagi að hana megi gjarna nota
sem samheitaorðabók um ótal ís-
lensk orð, hafi menn enska orðið til-
taekt. Það er merki þeirrar smekkvísi
og alúðar sem Ijóslega hefur ein-
kennt vinnuna við hana.
Dönsk-íslensk orðabók
Nú gerist í viðbót sá gleðilegi at-
burður að út er komin dönsk-
íslensk orðabók hjá ísafold og
er það hið ágætasta rit. Bókin
er grundvölluð á Nudansk
Ordbog, sem skólafólk og al-
menningur hafa stuðst við áratug-
um saman og er það vel kunn að
hún verður sjálfkrafa meðmæli með
íslenskaðri gerð, þótt ekki væri ann-
að. En allur reynist búningur og frá-
gangur íslensku orðabókarinnar svo
vera með þeim hætti að danska bók-
in upprunalega sem við er stuðst
hefur meira en fullan sóma af og fer
bókin fram úr dönsku bókinni á
ýmsum sviðum, svo sem þeim að
hún er aukin hundruðum tækni-
orða.
Menn hafa stundum haft við orð
að danska væri á undanhaldi þar
sem enska er nú ómótmælanlega
fyrsta mál íslendinga en ekki dansk-
an eins og löngum var. En það fær
því ekki breytt að svo eru Danir og
danskan samofin sögunni og menn-
ingararfleifðinni í landinu og við-
skiptin við Norðurlönd það mikil að
sá sem ekki er mæltur á dönsku er
varla tækur til þess að svara í síma á
kontór hvað þá annað. Svo um verða
um langa tíð enn, nema þá að ein-
hverjir óheyrðir atburðir eigi eftir að
gerast. Verður hin nýja bók án nokk-
urra tvímæla til þess að auka veg
dönskukunnáttu, sem eins og áður
segir er lykill að skandinaviska
heiminum flestum landsmönnum.
Það var og ekki lítill viðburður
þegar fyrsta íslenska alfræðibókin
kom út hér á landi árið 1988 í þrem
afburða veglegum bindum. Þótt ekki
lægi það jafn beint við(!) og segja má
um danska orðabók ísafoldar, þá er
hún þó einnig dönsk að uppruna að
meginhluta, unnin með alfræðibók
frá Gyldendal að fyrirmynd. Sl.
þriðjudag gerir Örnólfur Thorlacius
skólastjóri Menntaskólans við
Hamrahlíð alfræðibókina að umtals-
efni í fróðlegri og að verðugu lof-
samlegri umsögn. Þar er meðal ann-
ars sagt frá því að þar sem alfræði-
orðabókin er sé um að ræða hálfrar
aldar gamla hugmynd, sem byrjað
var að reyna að hrinda í framkvæmd
á sjöunda áratugnum á vegum
Menningarsjóðs, en varð að varpa
fyrir róða eða beina útgáfunni í ann-
an farveg. Því var um lofsvert fram-
tak og sérstakan stórhug að ræða
þegar þráðurinn var tekinn upp á ný
hjá forlagi Amar og Örlygs. Myndar-
lega var að staðið þegar til þess kom
að auka í bókina íslensku efni, sem
nemur 40 hundraðshlutum af um-
fangi hennar. Ömólfur ber lof á ný-
yrðasmíð í þýðingum á fjölda orða
og þá ekki síst úr náttúrvísindum,
sem hann er manna best fallinn til
að dæma um. Eins og vera ber í um-
sögn um verk sem þetta bendir hann
líka á að oft orkar það tvímælis
hverju sleppt er eða haft með, svo
sem hvort ýmsir einstaklingar væru
ekki jafnverðir að hljóta rúm á síð-
um þess og þeir sem er sleppt. En
slík gagnrýni er aðeins þörf og til
þess fallin að treysta grunninn að
endurskoðuðum útgáfum síðar.
Ömólfur vitnar í orð Steindórs
Steindórssonar frá Hlöðum, sem
sagði um alfræðiorðabókina, en
Steindóri er verkið tileinkað: „En
það sem mestu skiptir fyrir oss er að
þetta efni er túlkað á íslensku. Er-
lendar bækur af þessu tagi eru að
vísu gimilegar til fróðleiks, en bæði
flytja þær oss margt sem oss skiptir
litlu máli og hinn alþjóðlegi hluti
þeirra er á erlendri tungu, sem óhjá-
kvæmilega orkar á skilning vom og
veldur því að oss hættir til að hugsa
um og skýra hin fræðilegu atriði á
einhvers konar hálfíslensku. ..Aldr-
ei fyrr hefur verið til íslensk alfræði-
orðabók og mun slíkt fátítt meðal
menningarþjóða. Útkoma slíkrar
bókar er því menningarviðburður,
einn þáttur af mörgum sem styrkja
oss í baráttunni fyrir menningar-
legu sjálfstæði, samtímis því að vera
handhægt vinnutæki fyrir þúsundir
manna. Allt þetta má taka undir og
ekki síst það síðastnefnda. Notagildi
bókar sem alfræðiorðabókarinnar er
ódæma mikið, ekki síst námsfólki og
á vinnustöðum. Verður undirrituð-
um hugsað til þess er eintak
Tímans af bókinni hvarf fá-
eina daga, þar sem einhver
hafði borið það heim með sér
vegna heimavinnu. Margsinn-
is var eftir bókinni spurt dag hvem
og þóttust menn hafa Baldur úr
Helju heimt er hún birtist aftur.
Metnaðarauki
Ekki leikur vafi á að stórvirki í
handbókagerð, eins og bækurnar
sem hér er um getið valda tíma-
hvörfum í vissum skilningi. Þeir
sem að slíkum stórvirkjum standa
sanna að þaö er furða hvað fram-
kvæmanlegt er með ekki stærri
þjóð, og þeir sem gjamt er — og
stundum með réttu — að brosa að
íslenskum metnaði verða að hætta
því um sinn þegar „verkin tala“ á
þennan hátt. Þegar slík verk eru í
hendi fara menn að gera sér vonir
um að veglegar orðabækur á enn
nýjum heimstungum kunni að eiga
eftir að líta dagsins ljós — svo sem
ítarleg orðabók á þýsku og þá á
frönsku. Þegar mun og tekið að
hyggja að þessu. Vandaðar orðabæk-
ur verða ekki aðeins til þess að
greiða fyrir og auka skilning okkar
sjálfra á umheiminum, heldur
munu þær líka auka skilning um-
heimsins á okkur. Væn orðabók á ís-
lensku er líklega einn sá besti beini
sem hægt að veita þeim sem landið
vill heimsækja, læra að þekkja
menningu þess og fólkið sem býr
þar. AM