Tíminn - 05.09.1992, Qupperneq 1
Laugardagur
5. september 1992
165. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Iðnverkafólk sunnan og norðan heiða:
Kreppan að hluta
til sálræns eðlis
Hátt í 100 manns voru án atvinnu hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks í
Reykjavík, við síðustu skráningu og á Akureyri voru 10% félagsmanna
hjá Iðju atvinnulaus, eða um 70 manns. Halldór Grönvold hjá Iðju í
Reykjavík og Kristín Hjálmarsdóttir hjá Iðju á Akureyri segjast sjá fátt
framundan sem bendi til þess að einhver fækkun verði á atvinnuleysis-
skránni og telja að kreppuástandið sé að hluta til sálnens eðlis fremur
en að rekja megi það til beinna efnahagslegra áðstæðna.
„Svo virðist sem stóra áfallið sem
klifað var á í sumar komi sem betur
fer ekki en samt sem áður ganga at-
vinnurekendur með skeifu og draga
lappimar," segir Halldór. Kristín
Hjálmarsdóttir segir að þrátt fyrir litla
verðbólgu og hófsamar launahækkan-
ir sé svartagallsrausið nánast búið að
draga allan kjark úr mönnum og ekk-
ert lát sé á samdráttareinkennum í at-
vinnulífinu. Halldór Grönvold hjá Iðju
í Reykjavík segir að svo virðist sem
fjöldi atvinnulausra iðnverkamanna
sé orðinn að fastri stærð sem erfitt
muni reynast að vinda ofan af. Hann
segist þó einna helst binda vonir við
að atvinnulausu iðnverkafólki muni
eitthvað fækka ef Stálfélagið hefji
starfsemi að nýju en að öðru leyti sé
fátt bitastætt framundan í atvinnu-
málum iðnverkafólks.
.Atvinnurekendur eru enn að hag-
ræða og samræma hjá sér og þótt eng-
ar fjöldauppsagnir séu á döfinni svo
vitað sé, þá munar um þá einstaklinga
sem missa atvinnuna í þessum hag-
ræðingar- og samræmingaraðgerðum
á vinnustöðunum."
Kristín Hjálmarsdóttir hjá Iðju á Ak-
ureyri segir að það sé engin glæta sjá-
anleg framundan í atvinnumálum
iðnverkafólks þar nyðra, þótt átaks-
verkefni Akureyrarbæjar muni eitt-
hvað slá tímabundið á atvinnuleysið
þegar það kemur til framkvæmda á
næstunni. -grh
Deiiur prests og sóknar
í Keflavík:
Kærleik-
urinn
látinn ráða
„>að tókust sættír um að ýta
deilumálum tíl hliðar og byrja
með hreint borð,“ segir Birgir
Guðnason sem á sæti í safnað-
amefnd Keflavíkurkirkju.
í gærkvöldi fundaði safnaðar-
nefndin og sóknarprestur með
biskupi Isiands, herra Ólafi
Skúlasyni. Birgir segir að mál-
in hafi verið rædd lausiega og
allir aðilar haíi verið á eitt
sáttír um að iáta kærleikann
ráða, eins og Birgir komst að
orði. -HÞ
Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður segir ávinning sjávarútvegsins af
EES hafa verið ofmetinn:
EES skapar ekki ný
störf í sjávarútvegi
Ingibjörg Pálmadóttír alþingismaður segir það ekki rétt að samningurinn
um Evrópskt efnahagssvæði (EES) skapi mörg ný atvinnutækifæri í ís-
lenskum sjávarútvegi. Hún segir að ef samningamönnum íslands hefði
tekist að fá inn í samninginn umtalsverða lækkun á tollum af sfidarafurð-
um hefði störfum við vinnslu sfidarafurða örugglega fjölgað. Það hafi hins
vegar ekki tekist. Sfldariðnaðurinn hafi engan hag af EES-samningnum.
Ingibjörg sagði að þegar fjallað væri
um versnandi efnahags- og atvinnu-
ástand hér á landi þá bendi forsætis-
ráðherra og utanríkisráðherra alltaf á
EES- samninginn og segðu að með
honum muni skapast mörg ný at-
vinnutækifæri í sjávarútvegi. Ingi-
björg sagði þetta ekki rétt. Samning-
urinn feli í sér tollalækkun á ferskum
flökum og saltfiski. Hún sagði að eng-
in ný störf verði til við aukinn útflutn-
ing á ferskum fiskflökum. Nær öll
flökun á fiski hér á landi fari fram í
vélum. Sárafáar manneskjur komi að
þessari vinnslu. Ingibjörg sagðist hins
vegar ekki vilja draga úr mikilvægi
þess að tollar lækki á ferskum flökum.
Af því hafi íslendingar ávinning.
Ávinningurinn væri hins vegar eng-
inn ef samningurinn væri í gildi í dag
vegna þess að um nokkurt skeið hafi
verið gífurlegt offramboð á ferskum
fiskflökum í Evrópu.
Ingibjörg sagði að hingað til hafi
neytendur saltfisks í Evrópu borgað
meginhluta af þeim tolli sem Evrópu-
bandalagið hefur lagt á íslenskan salt-
fisk. Tollalækkunin muni hins vegar
lækka verð á saltfisknum og því sé lík-
legra að betur gangi að selja hann.
Ingibjörg sagði að tollalækkunin sé
aftur á móti ekki 16% eins og sumir
hafa haldið fram. Mestan hluta úr ár-
inu hafi aðeins verið lagður á 7% toll-
ur á saltfisk.
.Ávinningurinn af EES-samningn-
um hefur verið ofmetinn í umræðum
um samninginn. Aðilar í sjávarútvegi
sjá ekki þessi gullnu tækifæri sem ut-
anríkisráðherra og fleira tala um. For-
ystumenn iðnaðarins telja hins vegar
að samningurinn færi okkur mörg ný
tækifæri, að vísu efyki mikið fyrir iðn-
aðinn, heldur fyrir sjávarútveginn,"
sagði Ingibjörg.
Ingibjörg sagði að ef íslensku samn-
ingamönnunum hefði tekist að knýja
EB til að lækka tolla á síldarafurðum
mætti segja að samningurinn gæfi
okkur ný sóknarfæri. Það hefði hins
vegar ekki tekist. Tollar á sfldarafurð-
um verði áfram 10% og því verði sfld-
armarkaðurinn í EB íslendingum
áfram Iokaður. Ingibjörg sagði að ef
þessi markaður hefði opnast hefði það
skapað mörg ný atvinnutækifæri víða
um land. Hún sagði flest benda til að
íslenski sfldariðnaðurinn muni áfram
eiga í miklum erfiðleikum með að
losna við sfldina. Rússar eigi enga
peninga til að borga fyrir sfld og EB
haldi áfram að girða sinn sfldarmark-
að af með tollum. -EÓ
„Prúö og frjálsleg í fasi/ fram nú allir í röö!“
Börn eru nú byrjuð í skólanum og þessir krakkar í ísaksskóla
voru ánægð þegar Tímann bar að garði í gær. Sj'á einnig bls 2
Erlendir bufftómatar sem ekki voru bufftómatar:
6-7 tonn flutt inn í
landið vegna mistaka
Sökum mistaka, sem áttu sér stað í innflutningsnefnd landbúnaðar-
ráðuneytisins, voru í síðustu viku flutt hingað til lands frá Hollandi 6-7
tonn af svokölluðum bufftómötum sem voru af sömu stærð og venjuleg-
ir íslenskir matartómatar. Eins og gefur að skfija er formaður Sölufé-
lags garðyrkjumanna afar óhress með þennan gjöming því óheimilt er
að leyfa slíkan innflutning á meðan innlend framleiðsla annar eftír-
spurn.
Guðmundur Sigþórsson, skrif-
stofustjóri í landbúnaðarráðu-
neytinu, segir hins vegar að þetta
muni ekki endurtaka sig.
„Við áttum ekki von á því að er-
lendir framleiðendur gætu boðið
upp á bufftómata sem voru af
sömu stærð og framleidd er hér
innanlands af venjulegum matar-
tómötum. Hins vegar reyna menn
allt til að geta selt sína vöru og því
verðum við að hafa innflutnings-
reglurnar það öruggar að erlendir
framleiðendur geti ekki farið í
kringum þær. Enda neitum við
því ekki að þama fór fram inn-
flutningur sem var neikvæður
fyrir innlenda framleiðendur,“
sagði Guðmundur Sigþórsson.
Örn Einarsson, formaður Sölufé-
lags garðyrkjumanna, segir að
það verði að fylgjast náið með
þessum málum og á meðan lög-
unum hefur ekki verið breytt
verði að framfylgja þeim. ,Að öðr-
um kosti er framtíð matjurta-
framleiðslu á íslandi stefnt í
voða.“ Örn segir að þrátt fyrir yfir-
lýsingu ráðuneytisins um að þetta
komi ekki fyrir aftur sé hann ekki
trúaður á að svo verði. „Við verð-
um bara að viðurkenna það að
tolla- og vörueftirlit er ekki það
fullkomið að ekki sé hægt að fara
framhjá því á einhvern máta. Hins
vegar verðum við að treysta því að
menn fari eftir þeim leikreglum
sem í gildi eru. Aftur á móti ef
menn vilja brjóta þær, þá sýnist
mér að þeir eigi einhverja mögu-
leika á því. Þannig að við verðum
að halda vöku okkar í þessum efn-
um ef ekki á illa að fara,“ segir
Örn Einarsson, formaður Sölufé-
lags garðyrkjumanna.
—grh