Tíminn - 05.09.1992, Síða 4
4 Tfminn
Laugardagur 5. september 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavík Sími: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Hj álpum
þeim
Útsýnishúsið í Öskjuhlíð, Perlan, hefur orðið til-
efni mikillar og fjölbreytilegrar gagnrýni á undan-
fömum misserum. Áður en það uppgötvaðist að
bygging Perlunnar kippti traustum fjármálastoðum
undan rekstri Hitaveitunnar, var þvf haldið að borg-
arbúum og öðrum landsmönnum að glæsihöll af
þessum toga væri munaður, sem vel rekin opinber
íyrirtæki hefðu efni á að byggja. Perlan var því kynnt
sem tákn velmegunar, velsældar og ríkidæmis. Þó
komið hafi á daginn að ríkidæmið hafi verið talsvert
lítilfjörlegra en gefið var í skyn, þá speglast nú feg-
urð himinsins engu að sfður í Perlunni í Öskjuhlíð-
inni og ber gegndarlausri eyðslu fjármuna almenn-
ings tígulegt vitni.
Það var því við hæfí hjá Hjálparstofnun kirkj-
unnar og Rauða krossinum að leiða til hásætis í
þessu musteri velmegunarinnar eymdina og alls-
leysið, sem meðbræður okkar f Sómalíu og Júgó-
slavíu mega þola nú um stundir. Söfnunarátak þess-
ara stofnana, sem hrundið var af stað í fyrradag und-
ir heitinu „Hjálpum þeim“, virðist hafa tekist framar
öllum vonum og strax fyrsta dag söfnunarinnar
höfðu borist vilyrði fyrir framlagi upp á meira en 20
milljónir króna. Viðtökurnar eru betri en aðstand-
endur söfnunarinnar þorðu að vona, og er gott til
þess að vita að hluttekning almennings er svo mikil
með hörmungum fólks úti í heimi sem raun ber
vitni. Það sýnir að gildismat landsmanna er enn í
sæmilegu lagi, þrátt fyrir velmegunarfyllirí undan-
farinna ára.
í ávarpi sínu til þjóðarinnar í tilefni af söfnun-
inni benti Vigdís Finnbogadóttir á að þrátt fyrir það
lán okkar íslendinga að þekkja ekki styrjaldir og af-
leiðingar þeirra af eigin raun, þá þekki þjóðin af
sögu sinni frásagnir af hungri og erfiðri lífsbaráttu.
Forsetinn sagði einnig: „Nú er íslensk þjóð þannig
sett að hún ræður yfir tækni til að hagnýta sér gjaf-
ir umhverfisins. Jafnframt fáum við í tæknivæddum
fjölmiðlum mörgum sinnum á dag ítarlegar fréttir
af hörmungum stríðs og hungursneyðar í fyrrum
Júgóslavíu og Sómalíu.“
Þannig er neyðin hvort tveggja í senn nálægt
okkur og fjarri. Svo virðist sem þjóðin ætli að verða
við áskorun forseta síns um að veita stríðshrjáðum
líkn í nauð. „Stuðningur okkar sýnir að við skiljum
að við eigum að gæta bróður okkar nær og fjær, hvar
sem hann er staddur,“ sagði frú Vigdís. Nú er það
hjálparsamtakanna að tryggja að þetta framlag
landsmanna nýtist sem best. Ekki er ástæða til að ef-
ast um að Rauði krossinn og Hjálparstofnun kirkj-
unnar rísi undir þeirri ábyrgð.
Atli Magnússon:
Þegar heimurinn var sem
hálft kálfskinn
Á bernskuárum mínum,
svona um tíu eða ellefu ára ald-
urinn, fór ég á starfskynningar-
dag sem haldinn var í Austur-
bæjarskólanum. Þarna sátu upp-
fræðarar úr öllum starfsgrein-
um með kaffibrúsa hjá sér og
sögðu æskufólkinu allt af létta
um iðju sína. Þeir sátu við lítil
borð, sem höfðu verið dregin út
úr barnaskólastofunum handa
þeim, og borðin voru vitaskuld
alltof lítil, svo margir urðu
næstum að láta þau hvíla á
hnjánum á sér. Yfir höfðinu á
hverjum og einum hékk spjald,
sem á var letrað „bakari“,
„brunavörður", „sjómaður",
„trésmiður“ og svo framvegis.
Þegar til baka er litið, sé ég að
þetta hlýtur að hafa haft yfir sér
svip samkoma virðulegra iðn-
gilda á miðöldum eða eitthvað í
þá áttina. Það hlýtur að hafa ver-
ið þarna blaðamaður, en ég tal-
aði ekki við hann, því þeim starfa
hafði mér þá ekki komið í hug að
ég ætti eftir að koma nærri.
Kannske var það miður, því
hann hefði sjálfsagt varað mig
við stressinu, hlaupunum, þras-
inu og þvarginu, sem oft íylgir
þessari vinnu. Og hver sem
blaðamaðurinn kann að hafa
verið, sem sat þarna fyrir hönd
stéttarinnar um miðjan sjötta
áratuginn, þá er hann áreiðan-
lega dauður núna — saddur líf-
daga.
Brunavörðurinn
Aftur á móti talaði ég við
brunavörðinn, því slökkviliðsbíl-
ar höfðu enn ekki misst ljómann
í augum manns þá — og svo var
það auðvitað úníformið. Það
hljóta að hafa verið margir sem
báru slökkvisliðsmann í magan-
um þarna, því það var fjölmennt
við borð slökkviliðsmannsins.
Þetta var stór og feitur karl og
hafði gaman af segja frá neyðar-
útköllum og stórbrunum og
kunni bráðskemmtilegar sögur,
sem hann hló mikið að sjálfur,
svo það hristust á honum undir-
hökurnar. Hann hefur sjálfsagt
verið kominn á þann aldur í
brunaliðinu að ekki hefur verið
ætlast til þess lengur að hann
skriði inn um klósettglugga eða
prílaði upp á húsþök. En ekki
átti manni eftir að veitast að
komast í slökkviliðið, þótt við-
kvæmri þrá eftir að skrýðast ún-
íformi fengist fullnægt er ég
gekk í lúðrasveitina og tók að
spila „Preussens Gloria" og „Mit
Bomben und Granaten Marsch"
í fararbroddi barnaskrúðgöng-
unnar á sumardaginn fyrsta.
„Hvað viltu verða?“
En það var starfskynningar-
dagur og mikill skari af börnum
var kominn þarna að leita svara
við spurningunni „Hvað viltu
verða?“. Á þeim dögum var það
alveg himinljóst að hver og einn
gat orðið hvað sem var, ef hug-
urinn stóð til þess. Engum datt í
hug að þeir tímar gætu runnið
upp að það yrði svo lítið að gera í
landinu að ekki yrði nóg að iðja
fyrir hverja viljuga hönd til ei-
lífðarnóns. Að vísu voru þeir
margir enn á dögum meðal eldra
fólksins, sem vel mundu at-
vinnuleysið fyrir stríðið. En í
augum yngri kynslóðar var það
eitthvað sem tengdist torfþökt-
um burstabæjum liðinnar tíðar,
eitthvað svo forneskjulegt að
menn fundu að það mundi aldr-
ei koma þeim við í alvöru.
En nú er það víst að renna
upp fyrir börnunum, sem sátu á
skrafi við bakara, brunavörð,
sjómann og trésmið þarna um
árið, að dæmið hafði ekki verið
hugsað til enda. Burstabæir með
torfþökum koma að vísu varla til
sögu á ný, en það sýnist atvinnu-
leysið ætla að gera. Á nær því
hverjum degi er fréttin númer
eitt eða tvö í hádegisútvarpinu
að eitthvert fyrirtæki lýsir því yf-
ir að nú sé það að leggja upp
laupana, eða þá að verið sé að
endurskipuleggja reksturinn.
Það fylgir þá sögunni að tíu eða
fleiri tapi atvinnunni. Stundum
fylgja góð orð um að stjórnend-
ur þess fyrirtækis, er um ræðir,
muni gera sitt besta til að fá ves-
alings manneskjunum eitthvað
annað að gera, svo þær fái amlað
ofan af fyrir sér, en sjaldnar frétt-
ist af hvort við það er staðið.
Þetta er svipað og þegar alvarleg
bílslys verða: menn jesúsa sig yf-
ir slysinu, en gleyma að spyrja
frétta af þeim sem situr í hjóla-
stól alla sína daga eftir það. Það
lítur venjulega betur út, þegar
sagt er frá uppsögnum vegna
endurskipulagningar, því það
hefur ekki jafn átakanlegan blæ.
Það hljómar svipað og þegar
teppi er rifið upp af stofugólfi og
sett parket í staðinn. Hver veit
nema einhver vilji nýta gamla
teppið einhvers staðar? Svo hafa
menn venjulega meira gaman af
að tala um forstjórana, sem eru
að verða fallít eða þá að endur-
skipuleggja. Þeir eru oft kunnir
umsvifamenn og hafa brallað
hitt og þetta. Mannrolurnar, sem
verða að fara á stjá að „finna sér
eitthvað", halda ekki vöku fyrir
neinum sem ekki er í þeirra hópi
sjálfur.
Spegill af sama ástandi
En atvinnuleysi hefur lengi
verið í grannlöndunum og það
er sjálfsagt óraunsæi að halda að
ísland verði ekki bráðum spegill
af sama ástandi. En ekki verður
það þægilegra hér, þar sem segja
má að það sé nýtt af nálinni og
„þjóðarsálin" því varla búin að
meðtaka það sem „eðlilegt", eins
og það er orðið hjá öðrum þjóð-
um. Ónotalegast verður þetta
eftir því sem sá atvinnulausi er
eldri og kominn lengra fram yfir
„síðasta söludag". Þrifalegir og
virðulegir menn, sem teknir eru
að safna á sig, birtast hér og þar
að falast eftir lítið borguðum
störfum, sem þeir sjálfir voru ef
til vill að ráða unglinga í fyrir
ekki svo löngu. Þeim er auðvitað
tekið kurteislega, en engum at-
vinnurekanda verður láð þótt
hann kjósi yngri menn fremur,
þegar framboðið er nóg. Yngra
fólk er auðveldara að móta og
það er fljótara að tileinka sér ný
vinnubrögð.
Unga fólkið fær sinn skerf af
breytingunni einnig. Skólafólkið
kann að verða að hætta að spyrja
hvaða nám gefi mest í aðra hönd
og fara að spyrja hvaða nám
bjóði einhverja starfsmöguleika
yfirleitt. Nú heyrist að sókn í
heimspekideild háskólans sé að
minnka, en raungreinadeildim-
ar fái fleiri umsækjendur en þær
ráða við. Þetta eru viðbrögð við
þeim kyrkingstímum sem í loft-
inu liggur að fari í hönd, en
menn hafa löngum sett sama-
semmerki á miili raungreina og
efnilegri atvinnuhorfa. Athugun
mundi leiða í ljós að straumam-
ir í háskólanámi tóku svipaða
stefnu á sjöunda áratugnum,
þegar harðnaði í ári. Hinn létti
og ljúfi andi, sem lá í spurning-
unni gömlu og sígildu: „Hvað
viltu verða?“, er vissulega á bak
og burt, og þeim sem eiga lífið
framundan, er heimurinn ekki
sem hálft kálfskinn meir.
!*