Tíminn - 05.09.1992, Síða 5

Tíminn - 05.09.1992, Síða 5
Laugardagur 5. september 1992 Tíminn 5 r Olafur Þ. Þórðarson: y Sjálfstætt Island í ölduróti okkar tíma gleymist það oft að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Sjálfstæðisbarátta íslensku þjóðarinn- ar vannst, en erum við fær um að varð- veita það sem áunnist hefur? Meðan á þeim átökum stóð heyrðust oft þær raddir að slaka á kröfunum í sjálfstæðis- baráttunni, ef það mætti verða til þess að Danir liðkuðu meira til fyrir okkur á líðandi stundu. Freistingin var mikil, því þjóðin bjó við sárustu fátækt. Það er aftur á móti staðreynd að í þá freistni féllu foringjar þjóðarinnar ekki. E.B. Efnahagsbandalag Evrópu hefur frá því að Rómarsáttmálinn var undirritaður þróast stöðugt í þá veru að verða Banda- ríki Evrópu. Sameiginleg mynt er á dag- skrá og Evrópuherinn hefur verið stofn- aður. Hinar ríkari þjóðir bandalagsins, og þá sérstaklega Þjóðverjar, hafa ijár- fest innan landamæra fátækari þjóð- anna í bandalaginu og margt bendir til þess að þeir verði hálfgerð herraþjóð á þessu svæði. Mest er þetta gert í nafni hlutafélaga og öllum almenningi meira og minna hulið hverjir eru eigendur þeirra. Stór heimamarkaður fyrir iðnað- arvörur var eitt af því sem ýtti á eftir stofnun bandalagsins. EES og fullveldið Þær þjóðir Evrópu, sem bjuggu við vestrænt lýðræði og á sínum tíma vildu ekki stofna bandaríki Evrópu, freistuðu þess að ná samningi við EB um viðskipti og fleira á jafnréttisgrundvelli. Talað var um fjórfrelsi í þessu sambandi. Allir þeir fyrirvarar, sem þáverandi forsætisráð- herra íslands setti í Ósló, hafa verið þurrkaðir út. Fengu þá ekki hinir það sem þeir leit- uðu eftir? Jafnræði er ekki í samningnum og sýnt að lög og reglur EB munu öllu ráða. Niðurstaða þeirra ríkja, sem unnið hafa að EES, er því sú að betra sé að vera í EB en búa við þann samning sem gerður hefur verið. Þeir eru að vísu margir í þessum lönd- um sem andæfa og þyngja róðurinn gegn ráðagerðum um að afsala hluta af fullveldi sinna landa. Hvað íbúarnir sjálfir segja, liggur ekki fyrir. Danir felldu Maastricht-samkomulagið og hafna í reynd meiri samruna en orð- inn er. íslendingar eiga að hafa meirí rétt til starfa á ís- landi en útlendingar Samkvæmt EES-samningnum hefðu útlendingar frá samningssvæðinu sama rétt og íslendingar til starfa á íslandi. Að mínu viti er það fráleitt. Við höf- um gert samn- ing um sam- ræmd atvinnu- svæði hvað Norðurlönd áhrærir. Þar eru laun há og at- vinnuleysisbæt- ur verulegar. Önnur félagsleg réttindi eru og mikil á Norðurlöndum. Það var því engin hætta á neinum stórum inn- flutningi fólks frá þeim hingað. Verði EES-samningurinn samþykktur af okkur, erum við að samþykkja frjálst streymi fólks frá löndum sem greiða mjög lág laun, eins og t.d. Portúgal og mörg fleiri lönd. Verkafólk færi verst út úr þessari samkeppni, þar sem tungu- málakunnáttu, t.d. íslenskukunnáttu, verður ekki krafist. Samningar verka- lýðshreyfingarinnar verða ekki virtir af mörgum fyrirtækjum og hætt við að kynþáttahatur gæti blossað upp þegar fleiri og fleiri íslendingar, sem væru at- vinnulausir, myndu horfa upp á útlend- inga í störfum hér á landi. Auölindir á íslandi Hin mikla efnahagslega sigurganga ís- lensku þjóðarinnar er að hluta til að þakka auðlindum landsins. Með frelsi útlendinga til að fiárfesta hér eru litlar líkur á að hægt verði að varðveita þessar auðlindir. Sumir eru haldnir þeirri ást á erlendu fé og erlendum auðmönnum að þeir telja engu skipta um þessa fjársjóði okk- ar. Ég trúi því enn að Sigríður í Bratt- holti, sem neitaði að selja útlendingum Gullfoss, hafi verið ein af landverndar- mönnum þessarar þjóðar. Kaldhæðni örlaganna væri það, ef hennar efnahags- lega fórn á sínum tíma, er hún neitaði að selja fossinn, yrði af okkar kynslóð talinn skortur á frjálshyggju. Atvinnutækin í þessu landi þurfa ávallt að mestu Íeyti að vera í eigu íslendinga Viljum við vera þrælar í okkar eigin landi eða frjálsir menn, þegar aldir renna? Hringrás fiármagnsins innan hins íslenska hagkerfis kemur þjóðinni allri að gagni. íslenskir auðmenn deyja eins og aðrir og eignir og áhrif skiptast á nýjan veg meöal þjóðar- innar. Banda- ríki Norður- Ameríku leyfa útlendingum að fiárfesta þar, en setja miklar skorður við greiðslu arðs úr landi. Varla getum við leyft minna frelsi en þeir á þessu sviði. Verði EES-samningarnir samþykktir, geta útlendingar keypt flest atvinnutæki hér á landi og flutt arðinn úr landi. Verslunarfrelsið íslendingar þurfa að dreifa sinni utan- ríkisverslun það mikið að ekkert eitt efnahagssvæði geti kúgað okkur. Þess vegna þurfum við að auka viðskipti okk- ar við Ameríku, Asíu og Rússland. Við höfum þegar mikil viðskiptasambönd á þessum svæðum og þurfum að auka þau. Þetta verkefni á að vera forgangs- verkefni utanríkisþjónustunnar. Efnahagslegt sjálfstæði íslands verður þá fyrst varið af öryggi, er við höfum dreift nægjanlega okkar viðskiptum. Það er ekki skynsamlegt að setja flest eggin í eina körfu. Gömlu nýlenduveld- in hafa litlu gleymt, þegar viðskipta- þvinganir eru annars vegar. Stjórnarskráin og EES Það átti öllum að vera ljóst að það afsal hluta fullveldisins, sem felst í samn- ingnum um EES, stenst ekki sam- kvæmt stjórnarskránni. Stjórnarskráin er skrifuð á auðskiljanlegri íslensku. Það er hrein móðgun að halda því fram að fyrst eigi þingmenn að vinna dreng- skaparheit að því að virða stjómar- skrána, en svo þurfi þeir að lesa hana gegnum annarra gler til að skilja hana, því þeir skilji ekki það sem í henni stendur. Eyjólfur Konráð Jónsson hefur sagt að heldur láti hann af þingmennsku en að brjóta stjórnarskrána. Undir það ættu allir þingmenn að geta tekið. EES er skref inn í EB Björn Bjarnason, núverandi formaður utanríkismálanefndar, hefur sagt að með því að samþykkja samninginn um EES hafi íslendingar stigið fyrsta og annað skrefið til inngöngu í EB. Ég er honum sammála um þetta, en þar greinir á að ég er andvígur því að íslend- ingar gangi í EB. Hvort sem það verður kallað í framtíðinni Stór-Þýskaland eða Bandaríki Evrópu, ætla ég íslendingum best borgið utan þeirra landamæra. Að múra ísland innan landamæra EB væri slíkt afsal fullveldis að ótilneydd getur þjóðin ekki tekið slíka ákvörðun. í kvæði sínu Að Áshildarmýri segir Tómas Guðmundsson m.a.: En gcet þess að sagan oss dæmir til feigðar þd fyrst er frelsi og rétti vors lands stendur ógn af osssjálfum. Þjóðaratkvæði um samn- inginn um EES Það hlýtur að vera réttlát krafa, þegar jafn stór ákvörðun er tekin eins og sú hvort íslendingar staðfesti samninginn um EES, að þjóðin sjálf sé spurð álits. Það er einfaldlega hennar réttur að ákveða örlög sín, þau er af mönnum ráðast. Það er svo makalaus hroki að halda því fram að hún sé þekkingarlega ófær um að fara í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þetta mál verður að upplýsa svo að öll aðalatriði þess séu ljós hverjum manni. Danir felldu Maastricht-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mér er ekki kunnugt um að danskir stjórnmála- menn hafi talið Dani of heimska til að taka þátt í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu. Frakkar ætla í þjóðaratkvæðagreiðslu um sama efni. Láti íslenskir stjórnmálamenn verða af því að þvinga samninginn um EES upp á þjóðina án þjóðaratkvæðagreiðslu, hafa þeir rofið friðinn í landinu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.