Tíminn - 05.09.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 5. september 1992
Tíminn 11
og svo spámaðurinn og siðferði ykk-
ar, og letur hann mig að veita ykkur
nokkura viðsæming og einna mest
að taka ykkar sið.“
Þorvaldur mælti: „Hvar byggir spá-
maður þinn?“
Koðrán svarar: „Hér býr hann
skammt frá bæ mínum í einum
miklum steini og veglegum.“
Þorvaldur spyr hversu lengi hann
hefði þar búið. Koðrán segir hann
þar byggt hafa langa ævi.
Þeir feðgar semja
Þorvaldur gerði nú föður sínum
það tilboð að láta þá reyna með sér,
steinbúann og biskup, hver meira
mætti. Væri það þó ójafnt á komið,
því að steinbúinn væri talinn mjög
sterkur, en biskup enginn krafta-
maður. En færi nú samt svo, að
biskup bæri hærra hlut, þá mætti
Koðrán sjá að guð þeirra væri öllum
sterkari, og skyldi þá taka rétta trú.
„Og ef þú vilt snúast til hins háleita
himnakonungs, þá mátt þú skjótt
skilja, að þessi, er þig af letur að
trúa á hann, er þinn fullkominn
svikari, og hann girnist að draga þig
með sér frá eilífu ljósi til óendan-
legra myrkra. En ef þér sýnist sem
hann geri þér nokkra góða hluti, þá
gerir hann það allt til þess, að hann
megi því auðveldlegar þig fá svikið,
ef þú trúir hann þér góðan og nauð-
synlegan."
Koðrán svarar: ,/iuðséð er mér
það, að sundurleit er skilning ykkar
biskups og hans, og eigi síður skil
ég það, að með kappi miklu fylgja
hvorir sínu máli. Og alla þá hluti,
sem þið segið af honum, slíkt hið
sama flytur hann af ykkur. En hvað
þarf hér að tala margt um: þessi
máldagi, er þú hefur sett, mun prófa
sannindi."
Þorvaldur varð glaður við ræðu
föður síns og sagði biskupi allan
þennan málavöxt og samtal þeirra.
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
Árwúla 13108 Reykjavik Símar 6812 00 & 312 36
FJALLABÍLL Á
Lada Sport er ódýr 4 manna ferðabíll sem treysta
má á jafnt sumar sem vetur. Aldrifið og læsta drifið
gera bílinn mjög öruggan og stöðugan í akstri.
Hann er með 1600 cnf vél og er fáanlegur bæði
með fjögurra og fimm gíra skiptingu.
Farangursrými má stækka með því að velta fram
aftursæti. Lada Sport er fjallabíllinn í ár.
1LADA SPORT
FÍNU VERÐI
Steinbúinn
Daginn eftir vígði biskup vatn og
fór síðan með bænum og sálmasöng
og dreifði vatninu umhverfis stein-
inn, og svo steypti hann því yfir ofan
og allur varð votur steinninn.
Um nóttina eftir kom spámaður
Koðráns að honum í svefni og með
dapurlegri ásjónu og skjálftafullur
sem af hræðslu og mælti til Koð-
ráns:
„Illa hefur þú gert, að þú bauðst
hingað mönnum þeim, er á svikum
sitja við þig, svo að þeir leita að reka
mig brottu af bústað mínum, því að
þeir steyptu vellandi vatni yfir mitt
herbergi, svo að börn mín þola eigi
litla kvöl af þeim brennandi drop-
um, er inn renna um þekjuna. En
þó að slíkt skaði sjálfan mig eigi
mjög, þá er allt að einu þungt að
heyra þyt smábarna, er þau æpa af
bruna."
En um morguninn sagði Koðrán
syni sínum frá þessu. Gladdist Þor-
valdur mjög og eggjaði biskup að
hann skyldi halda áfram uppteknum
hætti.
Biskup fór til steinsins með sína
menn og gerði allt sem fyrri daginn
SÆNSKT
VEGGSTÁL
* Á BÓNUSVERÐI *
Galvaniserað, hvítlakk-
að klæðningastál inn í
grípahús þekur 1 m
breidd, lengd eftir máli.
Verð kr. 597 á m2.
Upplýsingar og tilboð í
síma 91*26911,
fax 91-26904
MARKAÐSÞJÓNUSTAN
Skðpholti 19,3. hæð
og bað almáttugan guð kostgæfilega
að hann ræki fjandann á brottu og
leiddi manninn til hjálpar.
Næstu nótt kom spámaður Koð-
ráns og var mjög ólíkur því, sem
hann var fyrr vanur að birtast hon-
um, með björtu og blíðlegu yfirliti
og ágætlega búinn. En nú var hann
í svörtum og herfilegum skinn-
stakki, dökkur og illilegur á svip og
mælti svo til bónda með sorgfullri
og skjálfandi raust:
„Þessir menn standa fast á að ræna
okkur báða okkrum gæðum og nyt-
semdum, er þeir vilja elta mig á
brottu af minni eiginlegri erfð, en
svifta þig vorri elskulegri umhyggju
og framsýnilegum forspám. Nú ger
þú svo mannlega, að þú rek þá á
brottu, svo að við þörfnumst eigi
alla góða hluti fyrir þeirra ódyggð,
því að aldrei skal ég flýja, en þó er
þungt að þola lengur allar þeirra ill-
gerðir og óhægindi."
Alla þessa hluti og marga aðra, er
spámaður hafði talið fyrir Koðráni,
sagði hann syni sínum um morgun-
inn. Biskup fór til steinsins hinn
þriðja dag með því móti sem fyrr. En
um nóttina eftir birtist andinn
bónda með hryggilegu yfirbragði og
snöktandi röddu:
„Nú hljótum við að skilja bæði
samvistir og vinfengi, og gerist
þetta allt af einu saman þínu dyggð-
arleysi.
Hugsa þú nú, hver þitt góss mun
héðan af varðveita svo dyggilega,
sem ég hef áður varðveitt. Þú kall-
aðist maður réttlátur og trúlyndur,
en þú hefur umbunað mér illu
gott.“
Þá svarar Koðrán: „Ég hef þig dýrk-
að svo sem nytsamlegan og sterkan
guð, meðan ég var óvitandi hins
sanna, en nú með því að ég hefi
reynt þig flærðarfullan og mjög
ómeginn, þá er mér nú rétt og utan
allan glæp að fyrirláta þig, en flýja
undir skjól þessa guðdóms, er miklu
er betri og styrkari en þú.“
Við þetta skildu þeir með styggð en
engum blíðskap.
Því næst var Koðrán skírður og allt
hans heimafólk, nema Ormur sonur
hans vildi eigi við trú taka að því
sinni.
—
SPARIÐ - SETJIÐ SAMAN SJALF
vmmmet
mamm
f
B jöminn býður upp á gott og
fjölbreytt úrval efniviðar til
smíði á eldhús- og baðinnréttingum
og fataskápum.
Fagmenn okkar sníða efnið
eftir þínum þörfum.
Þú setur innréttinguna saman
sjálf(ur) og sparar þannig
peninga.
Komdu með þína hugmynd til
okkar - fagmenn aðstoða þig
við að útfæra hana.
BJORNINN
BORGARTÚNI28 S. 621566
A^éú tmwrá ótmwJtúsg
c* . 1 • .
• C •