Tíminn - 05.09.1992, Side 14
14 Tíminn
Laugardagur 5. september 1992
MINNING
Aðalbjörg Haraldsdóttir
Laugarvatni
Pædd 22. apríl 1899
Dáin 21. ágúst 1992
Mikil sæmdarkona hefur lagt upp í ferða-
lagið mikla, sem við eigum öll eftir að fara,
fyrr eða síðar.
Aðalbjörg lést á Ljósheimum, Selfossi,
21. ágúst 1992, níutíu og þriggja ára að
aldri. Hún var sannarlega búin að lifa tím-
ana tvenna, mjög erfið ár í byrjun aldar-
innar, og svo öll kreppuárin. Og að lokum
mestu velgengnisár mannkynssögunnar.
Aðalbjörg fæddist 22. apríl 1899 að Einars-
stöðum í Reykjadal, S.-Þing.
Foreldrar hennar voru hjónin Ásrún
Jónsdóttir og Haraldur Sigurjónsson,
bondi á Einarsstöðum. Ásrún var dóttir
Jóns Ólafssonar og Halldóru Ásmunds-
dóttur. Halldóra var systir Einars Ás-
mundssonar í Nesi. Haraldur var sonur
Sigurjóns Jónssonar, bónda á Einarsstöð-
um, og Margrétar Ingjaldsdóttur.
Þess má geta að Einar Jónsson miðill var
bróðursonur Aðalbjargar. Einar á Einars-
stöðum var þjóðkunnur fyrir mikla dul-
ræna hæfileika. Systkini Aðalbjargar voru:
Anna, Jón og Einar, og svo fóstursystirin
Sigrún.
Aðalbjörg ólst upp á Einarsstöðum fram
um tvítugsaldur og ugglaust hefur æska
hennar verið skemmtileg, þar sem fjöl-
skyldan var glaðsinna og samhuga í leik og
starfi.
Fyrstu spor hennar til starfa utan heimil-
is liggja til Akureyrar, þar sem hún fer að
vinna í Gróðrarstöðinni.
Árið 1925 siglir Aðalbjörg til Noregs og
stundar þar nám í matreiðslu og garð-
yrkju í þrjú ár.
Svo kemur hún heim árið 1928 og kenn-
ir matreiðslu og garðyrkjustörf á vegum
Búnaðarfélags íslands. Haustið 1928 verð-
ur Aðalbjörg matráðskona við Héraðsskól-
ann á Laugarvatni, sem þá var að taka til
starfa.
Aðalbjörg giftir sig á Laugarvatni árið
1929 Magnúsi, syni Ingunnar Eyjólfsdótt-
ur og Böðvars Magnússonar, bónda á
Laugarvatni. Þau hjónin hófu þegar bú-
skap í Miðdal í Laugardal vorið 1930, og
þar bjuggu þau allt til vors 1959. Þá flytj-
ast þau til Laugarvatns og byggja sér hús-
ið Laugames. Og þar á Aðalbjörg sitt lög-
heimili til æviloka.
Aðalbjörg og Magnús eignuðust tvö böm:
Ásrúnu og Böðvar. Ásrún býr á Selfossi og
er gift Skúla Guðjónssyni bifreiðarstjóra.
Þau eiga þrjú böm efinileg, einn son og
tvær dætur. Böðvar býr í Reykjavík og er
útibússtjóri í Búnaðarbanka Islands, Hótel
Esju. Böðvar er kvæntur Sigrúnu Guð-
mundsdóttur myndhöggvara. Þau eiga tvö
efnileg böm, dreng og stúlku.
Magnús, eiginmaður Aðalbjargar, dó árið
1971 og var jarðsettur að Laugarvatni, og
þar mun eiginkona hans aö sjálfsögðu
hvfia í fögm umhverfi.
Mér er Ijóst að nágrannar Aðalbjargar
mátu hana mikils og kunnu að meta vin-
áttu hennar og mannkosti.
Aðalbjörg var prýðilega greind kona, glöð
og skemmtileg og ræðin mjög. Hún var
með afbrigðum fróð og félagslynd og sagði
sérlega vel frá ýmsu úr daganna amstri.
Hún átti auðvelt með að lýsa umhverfi
sitt með gleði og dillandi hlátri, svo að
nærstaddir gátu ekki annað en hlegið dátL
Hún átti í ríkum mæli ljúft og skemmti-
legt skopskyn. Stundimar, sem ég spjall-
aði við Aðalbjörgu Haraldsdóttur, verða
mér ávallt kærar og minnisstæðar.
\fið hjónin þökkum henni elskuleg kynni
og margar ánægjulegar stundir. Við vott-
um bömum hennar og tengdabömum,
bamabömum og bamabamabömum ein-
læga samúð.
Gísli Guðmundsson
Með örfáum orðum vil ég minnast móð-
ursystur minnar, Aðalbjargar Haraldsdótt-
ur, sem andaðist 21. ágúst s.l. á 94. aldurs-
ári.
Aðalbjörg var fædd á Einarsstöðum í
Reykjadal, S.-Þing., 22. aprfl 1899. For-
eldrar hennar voru sæmdarhjónin, Ásrún
Jónsdóttir og Haraldur Sigurjónsson,
bóndi á Einarsstöðum. Aðalbjörg var
yngst fjögurra bama þeirra hjóna, sem
upp komust.
Er ég lít yfir farinn veg og leita á vit
minninganna, verða ofarlega í huga mér
minningar um elskulega frænku, sem alla
tíð hélt vináttu og tryggðarsambandi við
okkur dætur Önnu systur hennar. En
Anna Haraldsdóttir lést um aldur fram,
aðeins 35 ára gömul. Mér er minnisstæð
umhyggja hennar og sá mikli kærleikur
og ástúð, sem hún sýndi mér baminu, er
ég tregaði sárt horfna móður. Gömul bréf
sem ég geymi, bréf sem Aðalbjörg skrifaði
mér er ég var bam að árum, sýna glöggt
hversu umhugað henni var um líðan okk-
ar systra og velferð alla. Það er mikils virði
að fá tækifæri til þess á lífsleiðinni að
kynnast góðu fólki. Aðalbjörg frænka mín
var vissulega þeim eiginleikum búin að
veita birtu og hlýju til þeirra er á vegi
hennar urðu. Sú tryggð og vinátta, sem frá
henni streymdi til mín, verður mér alla tíð
ómetanlegur förunautur. Sem bam fann
ég glöggt að Aðalbjörg var sterkur og stór-
brotinn persónuleiki og mér lærðist að
virða og meta þessa ástríku og elskulegu
konu. Aðalbjörg hafði létta lund og ein-
staklega skemmtilega frásagnargáfú, sem
hélst fram til hins síðasta. Hún sá jafrian
björtu hliðamar á tilvemnni, var félags-
lynd og naut þess að eiga samneyti við
annað fólk. Enda hygg ég að henni hafi
jafnan orðið vel til vina og að margur hafi
bundist henni órjúfandi tryggðar- og vin-
áttuböndum.
Á seinni ámm hrakaði heilsu hennar
nokkuð, en hún var svo lánsöm að halda
fullri andlegri heilsu til hins síðasta. Hún
var mikil hagleikskona til allrar handa-
vinnu og eftir hana liggja margar listilegar
hannyrðir. Jafhvel eftir að hún missti sjón-
ina hin síðari ár hélt hún áfram að prjóna,
og sat jafnan með pijóna í höndum. Yfir
henni hvfldi mikil ró og friður og hún tók
hrakandi heilsu með sönnu æðmleysi.
Ég vil að leiðarlokum þakka Aðalbjörgu
ást hennar og tryggð við mig og Ragnhildi
systur mína og við kveðjum hana með eft-
irfarandi ljóðlínum:
Við sendum þér kærar kveðjur
og kveða viljum þér Ijóð,
þú hefur átt handa öllum
eitthvað í leyndum sjóð.
Og því er hver einasta mirming
um þig svo hlý og góð.
(A.s.)
Ásrún Einarsdóttir
Þegar leiðir skiljast, hvarflar hugurinn að
fyrstu kynnum. Þannig hvarflar hugur
minn til baka, er ég kveð tengdamóður
mína, Aðalbjörgu Haraldsdóttur, í hinsta
sinn.
Eitt vorkvöld fyrir tæpum tuttugu og sjö
ámm átti ég erindi að reka í húsi, þar sem
Aðalbjörg var gestkomandi. Mér fannst ég
eiga svolítið undir því, hvemig fundur
okkar tækist til, og ekki var laust við að ör-
lítils kvíða eða feimni gætti hjá mér, er ég
kvaddi dyra. En þegar ég mætti henni.
reyndist sá ótti með öllu ástæöulaus. Á
móti mér kom kona létt í spori. Viðmót
hennar var hlýtt og allt hennar fas bar vott
um glaðværð og einurð. Mér var tekið af
mikilli alúð. Þessum eiginleikum Aðal-
bjargar, sem vom svo ríkir í fari hennar,
átti ég eftir að kynnast mun betur og njóta
alla tíð síðan.
Aðalbjörg fæddist að Einarsstöðum í
Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst
hún þar upp. Hún fór ung að heiman og
vann við garðyrkjustörf, uns hún fór 1925
til Noregs, þar sem hún lærði matreiðslu
og garðrækt í þrjú ár. í Noregi dvaldist
hún framan af við garðyrkjunám og störf
hjá fjölskyldunni Skinstad á Softeland ná-
lægt Bergen. Þegar hún hugðist halda
heim til Islands, var lagt að henni að fara
fyrst til suðurhluta Noregs, þar sem beyki-
skógamir vaxa, fyrr hefði hún ekki séð
Noreg. Það varð því úr að hún frestaði ís-
landsförinni um skeið, en fór þess í stað til
fjölskyldunnar Tvedten sem bjó þá á
Lunde í Tjodeling. Þar átti hún svo sama-
stað og sótti þá matreiðsluskóla í Sande-
fjord skammt þar frá, uns hún sneri heim
til íslands árið 1928. Þar beið hennar löng
ævi og athafnarík, en tengslin við Noreg
rofnuðu aldrei. Hún hélt ætíð bréfasam-
bandi við vini sína þar og þeir og afkom-
endur þeirra hafa oft heimsótt hana til ís-
lands. Árið 1974 auðnaðist henni sjálfri að
heimsækja fomar slóðir í Noregi og varð
það henni til óblandinnar ánægju. Þá rifj-
aði hún upp með vinum sínum löngu
liðna tíma og yngri kynslóðinni gat hún
kennt gamlar norskar bamagælur.
Meðan Aðalbjörg dvaldist í Noregi tók
hún virkan þátt í margvíslegu félagslífi,
kórstarfi og ýmsu öðru. Hún hafði alla tíð
miklar mætur á kveðskap, var stálminnug
á bundið mál sem óbundið og kunni Ijóð
og jafnvel heilar ljóðabækur okkar bestu
ljóðskálda utan að. í Noregi reyndist henni
létt að bæta við sig því, sem henni þótti
best í norskri ljóöagerð, og læra utan að á
sama hátt
Eftir heimkomuna frá Noregi hélt Aðal-
björg námskeið í garðrækt og matreiðslu í
Strandasýslu og víða í Ámessýslu á vegum
ýmissa samtaka.
Aðalbjörg giftist árið 1929 Magnúsi Böðv-
arssyni frá Laugarvatni. Þau hjónin hófu
búskap í Miðdal í Laugardal og bjuggu þar
í tuttugu og níu ár. Þar fæddust bömin
þeirra tvö, dóttir og sonur. Árið 1959 flutt-
ust þau svo að Laugarvatni, þar sem þau
byggðu húsið Laugames.
Mikið jafnræði var með þeim Aðalbjörgu
og Magnúsi. Þau voru víðsýn, sjálfstæð í
orði og verki og tóku skýra afstöðu til mála
innan heimilis sem utan. Bæði lögðu þau
fram drjúgan skerf til hvers kyns menn-
ingar- og framfaramála, sveit sinni til
heilla. Eitt af verkum Aðalbjargar var að
koma á fót kórstarfi á staðnum, en auk
þess að syngja spilaði Aðalbjörg einnig á
orgel.
Magnús lést árið 1971. Aðalbjörg bjó
áfram á Laugarvatni fyrstu árin eftir að
Magnús dó, síðan dvaldist hún hjá syni
sínum og fjölskyldu hans í Kópavogi.
Seinna bjó hún hjá dóttur sinni og fjöl-
skyldu hennar á Selfossi. Síðustu æviárin,
eftir að heilsunni var farið að hraka og hún
þurfti meiri aðhlynningar við, dvaldist Að-
albjörg á Sólvöllum á Eyrarbakka og sfðast
á Ljósheimum á Selfossi. Þar hlaut hún
hina bestu umönnun og naut samvista við
vistmenn. Og þar naut hún til hinstu
stundar návista við dóttur sína.
Aðalbjörg var einstaklega vinmörg og
gestrisni var ríkur þáttur í fari hennar alla
tíð. Henni þótti ákaflega vænt um allar
heimsóknir allt til síðustu stundar, og
hana heimsóttu vinir á öllum aldri.
Skömmu fyrir andlát hennar bar að garði
norska vini. Þeir höfðu gert boð á undan
sér fýrr um sumarið og Aðalbjörg hlakkaði
mikið til að sjá þá. Je g har ventet sá lenge
pá dere," var það fýrsta sem hún sagði við
gestina sína, þegar þeir komu. í þessum
fáu orðum fólst öll sú mikla vinátta og
tryggð, sem hún bar til fólksins sem hún
hafði kynnst á æskuárum sínum í Noregi
og bundist vinaböndum sem aldrei rofn-
uöu, þótt árin færðust yfir. íslenska vini
hafði hún tækifæri til að sjá oftar og við
þetta tækifæri vil ég þakka þeim fjölmörgu
vinum hennar hér, sem sýndu henni
tryggð og heimsóttu hana eftir að hún
sjálf hætti að geta ferðast um. Sömuleiðis
vil ég fyrir mína hönd og fjölskyldna Aðal-
bjargar þakka starfsfólki og vistfólki á báð-
um síðustu dvalarstöðum tengdamóður
minnar fyrir einstaka umönnun og um-
hyggju í hennar garð.
Sú kynslóð, sem var að vaxa úr grasi í
byrjun aldarinnar, átti ekki þau veraldar-
gæði, sem við búum við nú. En hún átti
aðrar auðlindir í ríkum mæli í fórum sín-
um. Bjartsýni, áræði og dugnaður ein-
kenndi þessa kynslóð, og umfram allt vilj-
inn til að veröa landi sínu og þjóð að sem
mestu gagni. Tengdamóðir mín var góður
fulltrúi þessarar kynslóðar. Blessuð sé
minning hennar.
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkur langar að minnast ömmu okkar,
Aðalbjargar Haraldsdóttur, sem lést á
Ljósheimum á Selfossi þann 21. ágúst sl.
Amma á Laugarvatni, eins og við kölluð-
um hana alltaf, bjó lengst í okkar minni á
Laugarvatni og þar áttum við margar góð-
ar stundir með henni. Eftir að Magnús afi
okkar dó 1971, var amma ýmist á Selfossi
eða í Kópavoginum á vetuma, en á sumr-
in var hún mikið í húsinu sínu á Laugar-
vatni og við systkinin skiptumst á að vera
þar hjá henni.
Amma hafði alltaf nægan tíma til að tala
við okkur og segja okkur sögur frá því hún
var lítil stelpa norður á Einarsstöðum þar
sem hún ólst upp í byrjun aldarinnar. Okk-
ur þótti mjög gaman að heyra um hvemig
fólkið ferðaðist langar vegalengdir, ýmist
gangandi eða á hestum, yfir óbrúaðar ár
og hæstu fjöll. Amma hafði mjög góðan
frásagnarhæfileika og minnið hennar var
alveg einstakt alveg fram á hennar síðustu
daga. Hún mundi alveg ótrúlega vel eftir
öllu fólki sem hún hafði hitt á lífsleiðinni,
og þótti mjög mikilvægt að vita einhver
deili á þeim sem hún hitti. Það var alveg
stórkostlegt að sitja með henni nú á seinni
árum, þegar hún var komin yfir nírætt og
orðin alveg blind, og hlusta á hana rekja
ættir fólks langt aftur. Það var mikið tekið
frá henni, þegar hún missti sjónina, og oft
sagði hún við okkur að sér þætti verst að
geta ekki séð litlu langömmubömin sín.
Henni þótti samt gaman að fá þau til sín
og tók þau þá gjaman í fangið til að finna
hvað þau væru orðin stór og þung.
Amma sat sjaldan aðgerðalaus. Hún var
alltaf eitthvað að ptjóna eða hekla og höf-
um við systkinin fengið marga vettlinga
og marga sokka hjá henni um dagana.
Hún lét það ekki hafa áhrif á prjónaskap-
inn, þó að sjónin færi að gefa sig, og
fingravettlinga prjónaði hún með aðstoð
mömmu eftir að hún var orðin blind. Oft
söng hún, þegar hún prjónaði, enda kunni
hún mikið af ljóðum og sálmum og hafði
mikið yndi af tónlist og kveðskap.
Nú, þegar við kveðjum elsku ömmu okk-
ar og þökkum guði fyrir að hafa fengið að
njóta samvista við hana svona lengi, kem-
ur upp í huga okkar bæn sem hún kenndi
okkur.
Ó Jesú bróðir besti
og bamavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á bamœskuna mina.
Magnús, Kolbrún og Aðalbjörg
Þann 21. ágúst s.l. andaðist mágkona
mín, Aðalbjörg Haraldsdóttir, 93 ára að
aldri, f. 22. aprfl 1899. Foreldrar hennar
voru hjónin Ásrún Jónsdóttir og Haraldur
Sigurjónsson, bóndi á Einarsstöðum í
Reykjadal. Ásrún var dóttir Jóns hrepp-
stjóra að Refkelsstöðum í Eyjafirði, Ólafs-
sonar, hreppstjóra að Stokkahlöðum í
sama héraði, Jónssonar hreppstjóra að
Lögmannshlíð. Móðir Ásrúnar var Hall-
dóra Ásmundsdóttir, Gíslasonar hrepp-
stjóra að Þverá í Dalsmynni í S.-Þingeyjar-
sýslu, systir Einars alþingismanns í Nesi í
Höfðahverfi. Móðir Halldóru var Guðrún
dóttir Bjöms Jónssonar í Lundi í Fnjóska-
dal. Haraldur var sonur Sigurjóns bónda
að Einarsstöðum, Jónssonar bónda þar. Á
Einarsstöðum hefur sami ættleggur nú
búið hátt á aðra öld, synir tekið við af feðr-
um. Móðir Haraldar var Margrét Ingjalds-
dóttir, bónda að Mýrum í Bárðardal, Jóns-
sonar bónda þar, Halldórssonar. Böm
þeirra Ásrúnar og Haraldar voru þessi:
Anna, giftist Einari Guðmundssyni frá
Bóndastöðum; Jón, bóndi á Einarsstöð-
um, giftist Þóm Sigfúsdóttur frá Halldórs-
stöðum; Einar, giftist Sigríði Daníelsdótt-
ur, þau fluttu til Kanada; Aðalbjörg, giftist
Magnúsi syni Böðvars Magnússonar og
Ingunnar Eyjólfsdóttur á Laugarvatni. Þá
tóku þau í fóstur Sigrúnu Jónsdóttur frá
Mýri í Bárðardal, hún giftist séra Adam
Þorgrímssyni frá Nesi í Aðaldal. Þau fluttu
til Vesturheims árið 1919 og em búsett
þar.
Einarsstaðir, þar sem Aðalbjörg átti
æskuheirnili, er kirkjustaður. Þar var
bændakirkja fram til ársins 1941, að söfn-
uðurinn tók við henni. 1962 átti kirkjan,
sem nú stendur að Einarsstöðum, aldaraf-
mæli. Henni bámst þá margar góðar gjaf-
ir, þar á meðal gaf Aðalbjörg fagran altaris-
dúk til minningar um foreldra sína og
systkini. Oft var það, þegar við mágkona
mín hittumsL að tal okkar beindist að
æskuheimili hennar að Einarsstöðum og
kostum búnu frændfólki hennar í Þingeyj-
arsýslu og víðar. Hún átti ekki langt að
sækja þá hæfileika, sem hún bjó sjálf yfir
— og birtust fljótlega við náin kynni. Ætt-
rækni haföi hún í hávegum, einnig falleg
Ijóð og sögur, sem hún kunni og sagði frá.
Oftar en einu sinni lét hún mig heyra ljóð
eftir móður sína, og tildrög þess að hún
orti það. Ljóðið sýnir fallega mynd, það er
því viðeigandi að það fylgi þessum fátæk-
legu línum;
SÖKNUÐUR
Ég man þá stund, er með þér fyrst ég
undi
og munar-sœla drauma ástin bjó.
Nú er það liðið, lífsins gleði hrundi.
Ég leita sœlu, finn þó hvergi ró.
Og hvar er Ijós, er lýsi vegu mína,
oa leiðarsteinn, er sýnir rétta braut?
Ég endurkalla einatt samfylgd þína,
sem eflir mig að sigra hverja þraut.
Heyr, vonm blíð! Þú vörður lífs míns
gæða,
sem veitir huggun, þegar gleðm dvm.
Ó birstu nú, mín sorgarsár að græða
og segðu: Bráðum fegri dagur skín.
(Asrún Jónsdóttir)
Eina vísu lét Aðalbjörg mig heyra eftir
hana sjálfa, um hryssuna Rák sem hún
átti:
Fæstir gleyma glöðum fák,
göfug er sú kyrming.
Falleg varstu og Fjörug, Rák,
falslaus ersú minning.
Ég vissi að hún var dýravinur, eins og
þessar hendingar vitna um.
Árið 1973 fómm við þrjár systumar með
Aðalbjörgu mágkonu okkar í svonefnda
,3ændaför“ til Noregs og Danmerkur.
Uppi í fjöllunum í nágrenni Kvinnendals
fóm ýmsir þeir fæmstu í hópnum að
hljóðnemanum f rútunni og sögðu frá
ýmsu skemmtilegu. Þeirra á meðal var Að-
albjörg, eftir hvatningu okkar systra.
Flutti hún utanað hið langa og rismikla
kvæði eftir Stephan G. Stephansson,
.jÁstríður Ólafsdóttir Svíakonungs", en
Ástríður var drottning Ólafs helga Noregs-
konungs. Fyrir okkur var það ekki nýtt að
heyra Aðalbjörgu lesa slík ljóð án blaða.
Henni var einkar tamt að fara með falleg
ljóð, og það var list hennar að segja vel frl
Árið 1925 hleypir Aðalbjörg heimdragan-
um; hún vildi víkka sjóndeildarhringinn.
Hvað er á bak við fjöllin? Til Noregs fer
hún og dvelur þar í þrjú ár við nám og
störf. Kemur fyrst til Softelands, fer þaðan
til fjölskyldunnar Tvedten á Lunde í Tjode-
ling, og batt við hana ævilanga vináttu. Á
þessum stöðum var hún í garðyrkju- og
matreiðsluskóla, og varð það henni nota-
drjúgt allt hennar líf. Þegar heim kemur
1928, bauð Kvenfélagasamband Suður-
lands henni að ferðast um sveitimar og
leiðbeina konum við ræktun og mat-
reiðslu garðávaxta. Þessi góða viðleitni til
fræðslu varð bæði henni og konunum til
fróðleiks og skemmtunar.
Héraðsskólinn á Laugarvatni tók til starfa
1928. Aðalbjörgu bauðst ráðskonustaðan
við skólann þennan fyrsta vetur; sér til
hjálpar hafði hún eina stúlku, Guðrúnu
Júlíusdóttur. Ekki er hægt að segja annað,
en að öll aðstaða í eldhúsinu hafi verið í
lágmarki þennan vetur. Hveragufan var
notuð til suðu alls matar. Vom ýmsar til-
færingar því viðkomandi mjög erfiðar, Ld.
vom notaðir þrír tvöfaldir pottar, sem
gufusoðið var í. Þeir vom allir stórir, sér-
staklega þó einn, sem var tveggja manna
tak að lyifta hlemmnum af. Allt eldhúsið
fylltist svo gufu, þegar pottamir opnuðust,
og varð hún að vatni á eldhúsgólfinu. Þær
Aðalbjörg og Guðrún urðu að leysa þetta
erfiða starf af hendi; rafmagn var aðeins til
ljósa fyrsta veturinn.
Magnús Böðvarsson, bróðir minn, sá um
alla útvegun og aðdrætti til skólans þenn-
an fy rsta vetur. Þar urðu fyrstu kynni Aðal-
bjargar og hans. Þau giftu sig 7. des. 1929.
Árið eftir fá þau kirkjujörðina Miðdal í
Laugardal til kaups og ábúðar, og þar búa
þau farsælu rausnarbúi í 29 ár. Þau unnu
að ræktun og raflýstu bæinn frá rafstöð
við Bæjargilið. Böm þeirra urðu tvö:
Böðvar, nú bankaútibússtjóri í Reykjavík,
giftur Sigrúnu Guðmundsdóttur mynd-
höggvara, eiga tvö böm; og Ásrún, gift
Skúla Guðjónssyni, bifreiðastjóra á Sel-
fossi, þau eiga 3 böm.
Árið 1940 selja þau Aðalbjörg og Magnús
félagi prentara Miðdalinn, en halda þó
áfram búskap þar til ársins 1959; þá
bregða þau búi og flytja að Laugarvatni.
Alla tíð tók Aðalbjörg virkan þátt í félagslífi
sveitarinnar. Sérstakléga vil ég þar nefna
kirkjukórinn, sem þau hjónin vom stofn-
endur að og studdu á margan hátt. Bæði
vom þau Ijóðelsk og söngvin. Magnús
Böðvarsson var fæddur 18. júní 1902.
Hann missti heilsuna, er hann var á sjö-
tugasta aldurstugnum, og andaðist 12.
nóvember 1971. Eftir lát hans var Aðal-
björg að mestu ýmist hjá bömum sínum
eða í eigin húsi á Laugarvatni. Síðustu ár-
in naut hún þó góðrar vistar að Sólvöllum
á Eyrarbakka og síðast á Ljósheimum á
Selfossi.
Aðalbjörgu leið vel á meðan hún hafði
sæmilega sjón og heilsu, og gat notið
góðra bóka og tekið á móti vinum og
vandamönnum. Þá léku allir hlutir í hönd-
um hennar af góðri kunnáttu, sem nefna
mætti list; hún kniplaði, „orckeraði" og
prjónaði fingravettlinga, þótt sjónin væri
farin að mestu. Síðustu árin dvaldi hún á
framangreindum hjúkmnarheimilum á
Eyrarbakka og Selfossi. Þar var allt gert til
þess að henni liöi sem best, — öll aðstoð
veitt með Ijúfú geði, jafnt þeim, sem ósjálf-
bjarga vom, og þeim hressari. Slíkt er
ómetanlegt, og verða þau líknarstörf
aldrei fullþökkuð.
Aðalbjörg lifði langan og viðburðaríkan
starfsdag, og öðlaðist jafnframt mikla lífs-
reynslu — frá fátækt til nútíma þæginda.
Þau hjónin eignuðust góð og vel gefin
böm; það er öllum foreldmm mikil ham-
ingja og lífsgleði. Með eiginmanni sínum
eignaðisthún 11 mágkonur; einhversagði
við hana, að hann héldi að ein væri nóg.
Vegna hennar eðliskosta ávann hún sér
virðingu og aðdáun okkar allra. Blessuð sé
minning Aðalbjargar Haraldsdóttur. Böm-
um hennar og þeirra Ijölskyldum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Amheiður Böðvarsdóttir
Útför Aðalbjargar fer fram frá Selfoss-
kirkju í dag, laugardaginn 5. sept., kl.
13.30. Jarðsett verður að Laugarvatni
sama dag.