Tíminn - 08.09.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.09.1992, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 8. september 1992 166. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Helgin á Akureyri: Stjórnarandstaðan segir að ríkisstjórnin verði að breyta um stefnu í atvinnumál- um, en Davíð segist sjá Ijós í myrkrinu: regiunm Miklar skemmdir vora uanar á sumarbústað í Eyjadrðí uoi helgina. Lögreglan á Akureyri hafði f nógu að snúast þvf talsvert var um innbrot, slagsmál, hrað- akstur og umferðaróhöpp þar f bæ. Brotist var inn í sundkug- ina og vora þrír unglingspÖtar þar að veriri. Þeir hinir sömu era grunaðir um að hafa brotist hm í matvöruverisun fyrr um nóttina. Davíð sér f ram á bata líkt og Bush avíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær í umræðum um atvinnumál að efnahagsstefna ríkisstjórnar sinnar væri farin að skila árangri. Halli á ríkissjóði færi minnkandi og viðskiptahalli sömuieiðis. Hann sagði að staðan í atvinnumálum væri ekki nægi- lega góð, en hafnaði því að atvinnuástand hér á landi væri að verða jafnslæmt og í nágrannalöndum okkar. Steingrímur Hermannsson, fyrrver- andi forsætisráðherra, sagði að rík- isstjómin yrði að breyta um stefnu. Stefna stjómarinnar hefði mistekist Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Tveggja þrepa Vsk-ur kemur fyrr eða síðar og myndi leiða til enn meiri ófarn- aðar ef engin breyting yrði gerð á henni. Þrátt fyrir sívaxandi atvinnuleysi, en spáð er að það verði um 4% á næsta ári, þá kvað við bjartsýnan tón í ræðu forsætisráðherra. Hann sagði að efnahagslífið væri að styrkjast, en það væri algjör forsenda fyrir bættu atvinnuástandi. Davíð sagði að ríkis- stjómin væri að kanna ýmsar leiðir til að bæta atvinnuástandið, en hann hafnaði þeirri leið að miðstýra fjár- magni inn í ákveðnar atvinnugrein- ar eða fyrirtæki. Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir stefnu í at- vinnu- og efnahagsmálum. Stein- grímur Hermannsson sagði að þetta væri sama stefna og hægri stjórn- irnar í Bandaríkjunum og Bretlandi hefðu fylgt. Þar ríkti nú stöðnun og afturför í efnahagsmálum. Stein- grímur sagðist telja bjartsýni for- sætisráðherra byggða á óraunsæi. Hann gerði sér ekki grein fyrir raun- verulegri stöðu atvinnuveganna. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, sem hóf umræðuna, sagði að margt bendi til að spá um 4% atvinnuleysi rætist ekki og atvinnuleysi verði meira. Hann varpaði fram ýmsum hugmyndum sem miða að því að bæta atvinnuástandið, m.a. þeirri að bönkum verði veitt lagaheimild til að gerast hluthafar í atvinnufyrir- tækjum. Félagsmálaráðherra sagði að at- vinnulausum hefði fækkað um 300 í síðasta mánuði. Hún var hins vegar ekki bjartsýn á ástandið næstu miss- eri. T.d. hefði félagsmálaráðuneyt- inu borist upplýsingar frá fyrirtækj- um um 500 uppsagnir um síðustu mánaðamót. -EÓ Sjá nánar blaðsíðu 3. „Sem pólitískur raunsæismaður tel ég að niðurstaðan verði sú, að fyrr eða síðar verði tekin hér upp tvö þrep í virðisaukaskatti. Það er hins vegar aUt annað mál hvenær og hvemig það verður gert. Um það get ég ekkert sagt að svo komnu máli né heldur það hvort virðis- aukaskattur verður lagður á ýmsa þá lista- og menningarstarfsemi sem undanþegin er skattinum í dag,“ segir Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra. Eins og kunnugt er þá er verið að leggja síðustu hönd á gerð fjárlaga fyrir næsta ár og meðal þeirra hug- mynda sem reifaðar hafa verið eru m.a. tillögur um það að fjölga skatt- þrepum í virðisaukaskattinum um eitt og hafa þau tvö og einnig hvort skatturinn eigi að ná til hinnar ýmsu lista- og menningarstarfsemi sem til þessa hefur ekki þurft að greiða virðisaukaskatt af starfsemi sinni. Á sínum tíma sem fjármála- ráðherra var Jón Baldvin helsti tals- maður þess að hafa aðeins eitt skatt- þrep í virðisaukaskattinum. En er hann sömu skoðunar í dag? „Það er langskynsamlegast að hafa eitt skattþrep í virðisaukaskattinum ef menn vilja forðast meiriháttar skatt- undandrátt. Hitt er svo annað mál að þegar þú getur ekki breytt heim- inum, þá verður stundum að taka tillit til hans. Nú er það svo að til dæmis öll ríki Evrópubandalagsins hafa náð samkomulagi um að taka upp tveggja þrepa skatt og að því munu svo Norðurlöndin aðlaga sig að,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. -grh SJÓMANNSINS ENN LEITAÐ Leit var haldið áfram í gær að fær- eyska sjómanninum sem saknað er af bátnum Gula klettl sem strand- aði í innsiglingunni við Höfn í Hornafirði um helgina. Þrír menn björguðust. Vinnupallar hrundu niður í hvassviðrinu sem gekk yfir í gær fuku vinnupallar við fjölbýlishús í Ástúni í Kópavogi. Engin slys urðu á fólki en eitthvert eignatjón varð á bifreiðum sem stóðu á bílastæði þar nálægt. -HÞ Að sögn Þórs Magnússonar hjá Slysavarnafélagi íslands voru veður- skilyrði góð til leitar í gær og átti að ganga fjörur og halda áfram leit af sjó. Þórir segir að mikið brak hafi rekið inn í innsiglinguna og vestur með Suðurfjörutanga. Óljóst er með orsakir slyssins. Leiðsögubáturinn Lóðsinn var að leiðbeina tveimur færeyskum bát- um er slysið varð Annar báturinn dróst aftur úr og þrátt fyrir að reynt væri að hafa samband við skipstjór- ann um að færa bátinn gerðist ekk- ert. Lóðsinn leiðbeindi hinum bátn- um inn en þegar hann hugðist vitja um Gula klett hafði hann steytt á skeri. Þrír menn björguðust en þess fjórða er enn leitað. Fyrirhugað var að halda sjópróf vegna slyssins síð- degis í gær. —HÞ Norsku konungshjónin á Bessastöðum ásamt forseta fslands, fró Vigdísi Finnbogadóttur. Þotta mun vera f fýrsta sinn sem norsk drottnlng kemur hingað til lands en Haraldur kom hingað hér á árum áður þegar hann var krónprins. Tfmamynd Ami Bjama Norsku konungshjónin á íslandi: KONUNGLEG HEIMSÓKN Haraldur V. Noregskonungur og Hannibalssyni utanríkiaraðherra sonar og um kvöldið bauð forseti Sopja drottning komu í þriggja og Salóme Þorkelsdóttur forseta íslands til kvöldverðar á Hðtel daga opninbera heimsókn tíi Is- Alþingis, var haldið til Reykjavík- Sögu. iands í gær, en þau halda af landi ur. í hádeginu snæddu konungs- I dag munu norsku konungs- brott á motgun. hjónín hádegisverð á Bessastðð- hjónin m.a skoða ráðhús Reykja- Eftir befðbundna móttökuathöfn um. Þaðan var haldið í Galleri víkur, Nesjavelli, helmsækja Wng- á KeflavíkurflugvelU, þar sem for- Hafnarborg þar sem drottningin velli og Reykholt í BorgarflrðL f seti fsiands, frú Vigdís Plnnboga- opnaði sýningu á málverkum kvöld bjóða hinir tígnu gestir til dóttír tók á móti hinum tígnu norska Ustmálarans Kaare Tveter. veislu í húsnæði Frímúrararegl- gestum ásamt Davíð Oddssyni Um miðjan dag heimsóttu gest- unnar við Skúiagötu. forsætisráðherra og Jóni Baldvini irnar m.a. Stofnun Árna Magnús- -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.